Morgunblaðið - 12.05.2021, Page 21

Morgunblaðið - 12.05.2021, Page 21
farin að hugsa til endalokanna og hvort hún gæti ekki ánafnað líffæri sín en taldi þau kannski ekki vel nýt- anleg. Hún hefur boðið til veislu á hverju ári síðan, nema í fyrra af ástæðum sem öllum eru kunnar. Hún var fyrst Siglfirðinga til að fá bólu- setningu gegn Covid-19 og lét þá vita af því að nú yrði veisla í vor. Það er sem sé komið að því, 105 ára afmæli – og Nanna býður vini og ættingja hjartanlega velkomna meðan sam- komutakmarkanir leyfa! Hún segist hafa það fínt og ekki undan neinu að kvarta og biður að heilsa öllum. Fjölskylda Eiginmaður Nönnu var Baldvin Guðjónsson, f. 1.12. 1897, d. 12.11. 1975, sjómaður. Foreldrar hans voru hjónin Guðjón Jóhannsson, f. 18.5. 1897, d. 7.1. 1938, bóndi á Sauðanesi á Upsaströnd, og Sigurlína Sæunn Sig- urðardóttir, f. 18.1. 1859, d. 30.1. 1928, húsfreyja. Nanna og Baldvin voru barnlaus, en Baldvin átti fyrir eina dóttur. Systkini Nönnu: Þórður, f. 1903, d. 1991, Sigurður, f. 1903, d. 1983, Hermína, f. 1906, d. 2000, Eggþór, f. 1908, d. 1994, Anna Margrét, f. 1910, d. 2015, Guðbjörg Magnea, f. 1912, d. 2005, Guðmundur Helgi, f. 1915, d. 2005, Benedikt Kristinn, f. 1918, d. 2010, Jón Líndal, f. 1919, d. 1999, Margrét, f. 1922 og Guðborg, f. 1924, d. 2018. Foreldrar Nönnu voru hjónin Franklín Þórðarson, f. 11.11. 1879, d. 17.7. 1940, bóndi í Litla-Fjarðar- horni, og Andrea Jónsdóttir, f. 20.6. 1881, d. 12.1. 1979, húsfreyja. Nanna Franklínsdóttir Guðbjörg Magnúsdóttir húsfreyja á Felli Sigurður Sigurðsson bóndi á Felli í Kollafirði Þórður Sigurðsson bóndi og hreppstjóri í Stóra-Fjarðarhorni Sigríður Jónsdóttir húsfreyja í Stóra-Fjarðarhorni, átti 19 börn Franklín Þórðarson bóndi í Litla-Fjarðarhorni Guðný Gísladóttir húsfreyja í Stóra-Fjarðarhorni Jón Tómasson bóndi í Stóra-Fjarðarhorni í Kollafirði Andrés Jónsson bóndi í Hvítarhlíð í Bitrufirði Sólveig Guðmundsdóttir húskona í Gröf í Bitrufirði Jón Andrésson bóndi á Hamri í Kollafirði og Miðhúsum Guðrún Jónsdóttir vinnukona og síðar húsfreyja í Miðhúsum í Kollafirði Jón Guðbrandsson lausamaður á Þambárvöllum í Bitrufirði Guðrún Guðmundsdóttir vinnukona á Broddanesi í Kollafirði og víðar, síðast ómagi í Gröf í Bitrufirði Úr frændgarði Nönnu Franklínsdóttur Andrea Jónsdóttir húsfreyja í Litla-Fjarðarhorni í Kollafirði DÆGRADVÖL 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2021 Hreinsum allar yfirhafnir, trefla, húfur og fylgihluti STOFNAÐ 1953 Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • haaleiti@bjorg.is www.facebook.com/efnalauginbjorg • Sími 553 1380 „GARÐAR SÁ SKYNDILEGA EFTIR ÞVÍ AÐ HAFA KEYPT SÉR SILKISKYRTU OG -JAKKAFÖT.“ „FISK OG FRANSKAR … og fjörutíu og tvær skálar af salati hússins.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að fíflast saman. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ER Í LAGI MEÐ PÍTSUNA? HANN VAR AÐ GANGA FRÁ BÍLNUM MEÐ PÍTSUNA OG DATT JÓN LENTI Í SMÁSLYSI Ó, NEI! KVEIKT VAR Í HESTHÚSUM KONUNGSINS Á MILLI SEXOG TÍU Í GÆRKVELDI! ÞÚ ERT Á LISTA YFIR GRUNAÐA! ÉG ER SAKLAUS! ÉG VAR ÚTI AÐ BORÐA KLUKKAN SEX! ÞAÐ GEFUR ÞÉR SAMT NÆGAN TÍMA! ÉG FÓR Á HLAÐBORÐ! ÓKEI… HVER ER NÆSTUR Á LISTANUM?! Páll Jónasson í Hlíð yrkir „ViðReykjavíkurtjörn“: Í Tjörninni er toppönd að róta og tína þá brauðmola er fljóta. En vötnunum heima nú verður að gleyma. Hún er fiskiönd sem fékk engan kvóta. Guðmundur Arnfinnsson yrkir „Vorvísu“ á Boðnarmiði, – hún er langhent, oddhent: Gyllir tinda geisla sindur, glóir lindin, blikar sær. Ama hrindir vorsins vindur, veitir yndi, jörðin grær Það er kuldahrollur í Sigtryggi Jónssyni: Næturfrostið napurt er, næsta kalt á Fróni. Þó sólin blessuð sýni mér sólargeisla’ á prjóni. Friðrik Steingrímsson segir frá því, að það hafi verið fugladrit á lokinu á heita pottinum: Það er hjá mér þrastapar í þeim er stundum garri, og þetta eru þakkirnar þegar ég er fjarri. Anton Helgi Jónsson yrkir og kallar „sannleikskorn í heimi öf- ugmæla, – glænýja fréttalimran“: Það myrkvar af sólinni senn. Í Sahara rignir víst enn. Það fæddist einn sláni um fimmtugt á Spáni og friðinn þrá Ísraelsmenn. Bjarni Sigtryggsson yrkir: Í sauðfé er mikið um mæði; í mannfólki kórónuæði. Sem ber að virða og senn þarf að girða hið skagfirzka sóttvarnasvæði. Broddi B. Bjarnason yrkir á sauðburði: Bændur gleður býsna fátt, byl úr lofti slítur Áfram nöpur norðanátt, nú er bræluskítur Kristján H. Theodórsson yrkir: Dugnaður er dáða mest hjá drengjum metinn. Ef yfir tæki árans letin, yrði varla kakan étin. Hér er gömul þula, stutt: Selurinn í sjónum syndir upp á sker. Vettlingana á prjónum vinnukonan ber. Sköturoð í skónum skartsamlegt er. Lömbin í tónum leika þau sér. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vorvísa og rignir enn í Sahara

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.