Morgunblaðið - 12.05.2021, Page 23

Morgunblaðið - 12.05.2021, Page 23
ÍÞRÓTTIR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2021 Úrvalsdeild kvenna í knatt- spyrnu, Pepsi Max-deildin, virð- ist ætla að verða meira spenn- andi í ár en flestir bjuggust við. Breiðabliki og Val var spáð efstu tveimur sætum deildarinnar með miklum yfirburðum en ef tekið er mið af fyrstu leikjum tímabilsins þá er ekkert sem bendir til þess að þessi lið verði í sérstökum sérflokki í sumar. Reyndar unnu Blikarnir 9:0- sigur gegn Fylki á Kópavogsvell- inum í fyrstu umferð Íslands- mótsins en miðað við úrslitin í annarri umferðinni er maður far- inn að hallast að því að það hafi frekar verið Árbæingar sem voru óvenju slakir, frekar en að Blik- arnir hafi verið eitthvað sér- staklega góðir. Bæði Breiðablik og Valur hafa misst lykilmenn frá síðustu leiktíð og það virðist ætla að taka lengri tíma fyrir þau að púsla sér saman en maður átti von á. Í körfuboltanum er oft tal- að um útlendingalottó og ég held að það sé alveg óhætt að yfir- færa það í íslenska kvennafót- boltann. Tveir markahæstu leik- menn deildarinnar í ár eru erlendir leikmenn sem spila fyrir Selfoss annars vegar og ÍBV hins vegar. Bæði Selfoss og ÍBV virð- ast hafa verið nokkuð heppin í sínu lottói og sama er hægt að segja um Þrótt úr Reykjavík. Það er ótrúlegt hvað nokkrir góðir erlendir leikmenn geta gert fyrir eitt lið. Það er líka oft þann- ig að góðir leikmenn gera aðra leikmenn betri í kringum sig. Efstu tvö sæti deildarinnar hafa aldrei skipt jafn miklu máli eins og nú þar sem toppliðin tvö öðl- ast keppnisrétt í Meistaradeild Evrópu sem verður með breyttu fyrirkomulagi frá og með kom- andi sumri. Mikið væri gaman að sjá fleiri lið blanda sér í baráttuna um efstu sæti deildarinnar. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is FRJÁLSAR Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Frjálsíþróttamaðurinn Guðni Valur Guðnason náði á sunnudaginn öðru sæti og tryggði sér þar með silf- urverðlaun í kringlukasti á evr- ópska vetrarkastmótinu í Split í Króatíu þegar hann þeytti kringl- unni 63,66 metra. Um var að ræða fyrsta alþjóðlega mótið sem Guðni Valur keppir á síðan á HM í Doha árið 2019 og fyrsta mótið yfir höfuð síðan í haust á síðasta ári, skömmu eftir að hann sló 31 árs gamalt Ís- landsmet í kringlukasti með því að þeyta henni 69,35 metra. Guðni Valur stefnir ótrauður á að tryggja sér sæti á Ólympíu- leikunum í Tókýó í Japan sem fara fram frá 23. júlí til 8. ágúst. Hann hefur til þess tíma til og með 29. júní næstkomandi. Ólympíu- lágmarkið í kringlukasti er 66 metrar og er besti árangur Guðna Vals, Íslandsmetið frá því í haust, langt yfir lágmarkinu. Þar sem nú er farið í hönd nýtt keppnistímabil er 69,35 metra kast hans hins veg- ar ekki gilt fyrir Ólympíuleika sum- arsins. Zagreb og Svíþjóð næst Hann kveðst ánægður með byrj- unina á tímabilinu á sunnudaginn. „Já ég er bara mjög sáttur. Ég hef aldrei byrjað svona vel og finnst ég eiga mikið inni. Þetta lofar góðu fyrir tímabilið,“ sagði Guðni Valur í samtali við Morgunblaðið. Þótt hann hafi ekki náð ólympíu- lágmarkinu í Split og framhaldið sé að miklu leyti óráðið enn mun fjöldi tækifæra gefast til þess að ná því á næstunni. Annað mót í Króatíu er næst á dagskrá. „Það er mót í Zag- reb á laugardaginn og síðan var planið að fara til Svíþjóðar helgina eftir það. Svo er ég ekki alveg viss. Ég ætla bara að keppa á þeim mót- um sem mér er boðið að keppa á og reyna að forðast að fá vírusinn,“ sagði Guðni Valur. Alls kepptu fjórir Íslendingar á kastmótinu í Split og eru tveir þeirra, Guðni Valur og Hilmar Örn Jónsson, enn í Króatíu þar sem þeir munu keppa á áðurnefndu móti í Zagreb. „Við færðum okkur yfir á hótel við hliðina á vellinum í Zagreb og við röltum bara yfir á æfingu, ég og Hilmar Örn sleggju- kastari,“ sagði hann. Ætti að koma hægt og rólega Frjálsíþróttafólk er gjarnt á að fara í æfingabúðir í heitari löndum til þess að búa sig undir mót. Þrátt fyrir fyrirséð vandamál vegna kór- ónuveirufaraldursins tókst Guðna Val að fara í slíkar búðir í síðasta mánuði. „Upprunalega ætlaði ég að fara í æfingaferð út maí út af tölvu- leikjamótinu sem lokaði æfingaað- stöðunni okkar í Laugardalshöll- inni. En þegar var verið að skella öllu í lás aftur í lok mars, byrjun apríl, ákváðum við Guðbjörg Jóna [Bjarnadóttir spretthlaupari] kær- astan mín að fara út apríl til Te- nerife í æfingabúðir. Við fórum út í byrjun apríl og vorum í næstum því mánuð,“ sagði Guðni Valur. Hann sagðist bjartsýnn á að ná ólympíulágmarkinu á einu þeirra móta sem fram undan eru. „Mér finnst þetta líta vel út og er mjög bjartsýnn á framhaldið. Miðað við fílínginn sem var hérna á sunnu- daginn finnst mér ég eiga nóg inni fyrir löng köst. Maður þarf bara aðeins að byrja að keppa og komast í keppnisform. Komast í smá jafnvægi þegar mað- ur er að keppa. Þetta ætti að koma hægt og rólega. Yfirleitt er sumarið stigvaxandi. 63,66 metrar í byrjun boðar mjög gott en það kemur í ljós hvað gerist,“ sagði Guðni Valur að lokum í samtali við Morg- unblaðið. Morgunblaðið/Sigurður Ragnarsson Einbeittur Guðni þarf að kasta 66 metra til að komast á Ólympíuleikana. „Aldrei byrjað jafn vel“ - Guðni Valur byrjar keppnistímabilið á silfri - Telur sig eiga mikið inni - Bjartsýnn á að komast á Ólympíuleikana í Japan - Keppir næst í Zagreb Oliver Stef- ánsson, varnar- maður sænska úrvalsdeildar- félagsins Norr- köping, verður frá næsta hálfa árið hið minnsta eftir að hafa feng- ið blóðtappa fyrir neðan háls. Netmiðillinn Fótbolti.net greindi frá veikind- unum í gær. Oliver, sem er 18 ára gamall, hef- ur verið meira og minna meiddur frá því hann kom til Íslendingafélagsins seint á árinu 2018. Þrálát mjaðmarmeiðsli urðu þess valdandi að tvö ár liðu á milli æfinga- leikja sem hann náði að spila með Norrköping, fyrst á undirbúnings- tímabilinu 2019 og svo fyrr á þessu ári. Þrátt fyrir það stendur Oliver keikur: „Það er bara áfram gakk, það þýðir ekkert annað en að halda áfram,“ sagði hann í samtali við Fót- bolta.net. Oliver fór frá Akranesi til Norr- köping um leið og sveitungi hans Ísak Bergmann Jóhannesson en fað- ir Olivers, Stefán Þórðarson, lék lengi með Norrköping við góðan orðstír. gunnaregill@mbl.is Verður lengi frá vegna blóðtappa Oliver Stefánsson Knattspyrnumaðurinn Aron Elís Þrándarson er í liði umferðarinnar í dönsku úrvalsdeildinni hjá danska miðlinum Tipsbladet eftir góða frammistöðu gegn AaB í fallriðli deildarinnar á föstudaginn. Leiknum lauk með 1:0-sigri OB en Aron Elís lék fyrstu 76 mín- úturnar á miðsvæðinu hjá OB og stóð sig afar vel. Með sigrinum tryggði OB sæti sitt í dönsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð en liðið er með 36 stig, 11 stigum frá fallsæti, þegar þrjár umferðir eru eftir. Aron Elís í liði umferðarinnar Morgunblaðið/Eggert Danmörk Aron Elís Þrándarson fékk góða dóma fyrir síðasta leik. Hamar og Vestri eru komin áfram í undanúrslit 1. deildar karla í körfu- knattleik, næstefstu deildar, eftir leiki kvöldsins í 8-liða úrslitunum. Hamar sló Hrunamenn út 2:0 og Vestri sló Fjölni út 2:0. Staðan er hins vegar 1:1 hjá Selfossi og Sindra annars vegar og Skalla- grími og Álftanesi hins vegar. Þar þarf því oddaleiki til að skera úr um hvaða lið fara í undanúrslit. Sindri og Álftanes eiga heima- leikjaréttinn í oddaleikjunum. Efsta sæti í úrvalsdeild karla í handknattleik virðist blasa við HK þegar einni umferð er ólokið í deildakeppninni. HK og Víkingur eru jöfn í efsta sæti en HK er með betri árangur í innbyrðis viður- eignum. Liðið sem hafnar í efsta sæti fer beint upp en næstu fimm fara í umspil. HK vann í gær Hauka U 27:20 og dugir sigur gegn neðsta liði deildarinnar Fram U í loka- umferðinni. sport@mbl.is Hamar og Vestri slógu út Hrunamenn og Fjölni Morgunblaðið Íris Jóhannsdóttir Atkvæðamikill Hilmir Hallgrímsson (2) skoraði 16 stig fyrir Vestra. Afturelding leikur til úrslita um Ís- landsmeistaratitil kvenna í blaki eftir sigur á KA í Mosfellsbænum í gærkvöld. Liðið mætir HK í úr- slitarimmunni sem hefst á laugar- daginn. Afturelding vann KA 3:1 í oddaleik í undanúrslitum í gær- kvöld og þar með rimmuna 2:1. KA vann fyrstu hrinuna í gær 27:25 en það dugði ekki til sigurs og Afturelding vann næstu þrjár 25:19, 25:22 og 25:14. HK á heimaleikjarétt í úrslit- unum og fyrsti úrslitaleikurinn verður því í Fagralundi í Kópavogi en vinna þarf tvo leiki til að verða Íslandsmeistari. Bæði liðin þekkja vel að vinna Ís- landsmótið og hafa verið áberandi síðasta áratug. HK hefur fimm sinnum orðið meistari, síðast árið 2017. Afturelding hefur þrívegis orðið meistari, síðast árið 2016. Ekki tókst að ljúka Íslandsmótinu í fyrra vegna kórónuveirunnar. Afturelding og HK leika til úrslita á Íslandsmótinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Fagrilundur HK og Afturelding munu takast á í úrslitum. Bandaríska knattspyrnukonan Taylor Ziemer er gengin til liðs við Íslandsmeistara Breiðabliks. Hún kemur úr bandaríska háskólabolt- anum en lék þar á undan í hol- lensku úrvalsdeildinni með ADO Den Haag. Þar spilaði hún 24 leiki og skoraði fimm mörk þegar liðið endaði í fjórða sæti deildarinnar. Fylkir tilkynnti jafnframt í gær að Fjolla Shala væri gengin í raðir félagsins á ný. Fjolla er að koma úr barneignarfríi en lék síðast með Breiðabliki og var hjá Fylki á ár- unum 2009-2011. sport@mbl.is Breiðablik og Fylkir styrkjast Morgunblaðið/Árni Sæberg Fylkir Fjolla er komin aftur í Árbæ- inn eftir áratug hjá Breiðabliki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.