Morgunblaðið - 14.05.2021, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2021
Suðurlandsbraut 30 | 577 5600 | info@oskaskrin.is | oskaskrin.is
LKINUGEFÐU
DAGAMUN
Oddur Þórðarson
oddurth@mbl.is
Almennu hlutafjárútboði Síldar-
vinnslunnar lauk síðdegis í fyrradag
og þykir hafa heppnast vel. Í útboð-
inu voru boðnir til sölu 447,6 millj-
ónir hluta af áður útgefnum hlutum.
Rúmlega tvöföld eftirspurn var
frá bæði almenningi og fagfjárfest-
um og nýttu seljendur sér heimild til
að fjölga seldum hlutum í útboðinu
um 51 milljón hluta. Frá þessu var
greint á vef Síldarvinnslunnar.
Ekki skerðing undir milljón
Útgefið hlutafé í Síldarvinnslunni
nemur 1.700 milljónum hluta. Selj-
endur samþykktu áskriftir fyrir
498,6 milljónir hluta eða 29,3% af
hlutafé félagsins. Nær 6.500 áskriftir
bárust, fyrir um 60 milljarða króna. Í
tilboðsbók A var endanlegt útboðs-
gengi 58 krónur á hlut og verða
áskriftir í bókinni ekki skertar undir
einni milljón króna að kaupverði.
Skerðing áskrifta á útboðsgengi í til-
boðsbók A er að öðru leyti hlutfalls-
leg, að því er fram kemur á vef fé-
lagsins. Í tilboðsbók B reyndist
endanlegt útboðsgengi 60 krónur á
hlut.
„Skerðing áskrifta var í samræmi
við skilmála útboðsins. Fjárfestar
sem tilgreindu lægra útboðsgengi
fengu ekki úthlutað. Söluandvirði
nam 29,7 milljörðum króna,“ segir á
vef Síldarvinnslunnar.
Gjalddagi og eindagi áskriftarlof-
orða í útboðinu er 20. maí 2021 og er
áætlað að afhenda kaupendum hluti í
Síldarvinnslunni 26. maí 2021 að
undangenginni greiðslu.
Áætlað er að viðskipti með hluta-
bréf í Síldarvinnslunni hefjist 27. maí
2021 en Kauphöllin mun tilkynna um
fyrsta viðskiptadag með hlutabréfin
með minnst eins viðskiptadags fyr-
irvara.
Ánægjulegt að finna stuðning
Gunnþór Ingvarsson, forstjóri
Síldarvinnslunnar, segir við Morg-
unblaðið að ánægjulegt sé að SVN
njóti stuðnings.
„Þetta er mjög góð niðurstaða og
þarna er félaginu og greininni sýnd-
ur mikill áhugi. Við erum auðvitað
bara stolt af því að þetta hafi gengið
svona vel,“ segir Gunnþór.
Tvöföld eftirspurn
hjá Síldarvinnslunni
- Mikil og blönduð aðsókn í nýafstöðnu hlutafjárútboði
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hlutafjárútboð Gunnþór Ingvason, forstjóri SVN, segir að ánægjulegt sé að finna stuðning við fyrirtækið.
Hjallastefnan missir húsnæði sitt við
Nauthólsveg 87 sumarið 2022 en þar
hafa verið til húsa bæði leikskólinn
Askja og Barnaskóli Hjallastefn-
unnar í Reykjavík. Næsta skólaár er
því síðasta árið sem Hjallastefnan
hefur tryggt húsnæði fyrir skóla í
Öskjuhlíð. Þetta kemur fram í tveim-
ur bréfum sem Hjallastefnan sendi
foreldrum í vikunni. Þar er sagt að
það hafi alltaf legið fyrir að skólarnir
yrðu að víkja af lóðinni þegar Há-
skólinn í Reykjavík þyrfti á henni að
halda og undanfarin ár hafa því verið
ár skammtímaráðstafana.
Þá segir í bréfunum að Hjalla-
stefnan hafi fengið lóðarvilyrði til
nýbyggingar í Öskjuhlíðinni en eftir
yfirferð málsins er það niðurstaða
stjórnar Hjallastefnunnar að félagið
hafi hvorki fjárhagslegar forsendur
né tíma til að byggja nýtt skóla-
húsnæði á lóðinni sem myndi nýtast
að ári liðnu. Bent er á að uppbygging
yrði kostnaðarsöm vegna aðstæðna
og landhalla, og ekki yrði unnt að
nýta neinar núverandi byggingar.
„Tekjur barnaskólans eru að
mestu framlag Reykjavíkurborgar –
75% á hvern nemanda af meðaltals-
kostnaði grunnskóla í landinu sam-
kvæmt útreikningi Hagstofunnar.
Þær duga því miður ekki fyrir út-
gjöldum, þrátt fyrir mikið aðhald,
jafnvel þótt foreldrar greiði skóla-
gjöld. Barnaskóli Hjallastefnunnar
hefur verið rekinn með halla öll árin
í Öskjuhlíðinni,“ segir í bréfi frá
Hjallastefnunni til foreldra.
Að sögn framkvæmdasjóra
Hjallastefnunnar, Katrínar Dóru
Þorsteinsdóttur, hefur rekstur leik-
skólans í Öskju hins vegar verið í
jafnvægi gegnum tíðina þótt það
sama eigi ekki við um barnaskólann
enda er meira fjármagn sem fylgir
þeim rekstri.
Til að koma í veg fyrir lokun skól-
ans hefur stjórnin kannað hvort
flytja mætti þjónustusamning
barnaskólans í húsnæði Korpuskóla.
Þá hefði verið hægt að bjóða for-
eldrum þann kost fyrir börnin sín á
meðan leitað væri leiða til að halda
skólastarfi áfram í Öskjuhlíðinni.
Þær viðræður báru ekki þann árang-
ur sem vonast var eftir.
„Ósk stjórnar var sú að Reykja-
víkurborg legði Hjallastefnunni til
húsnæði en Hjallastefnan legði fram
gagnreynda skólastefnu og einstakt
starfsfólk sem brennur fyrir mál-
efnum hennar. Sú breyting á þjón-
ustusamningnum var af hálfu full-
trúa Reykjavíkur talin svo mikil að
hún yrði að fá pólitíska umræðu og
afgreiðslu,“ segir í bréfi frá Hjalla-
stefnunni til foreldra.
Stjórnin segist þá ætla sér að gera
sitt allra besta til þess að finna far-
sæla lausn í samstarfi við Reykjavík-
urborg. Þá ætlar stjórnin að senda
erindi til borgarráðs með ósk um
framhald skólastarfsins.
Morgunblaðið/Eggert
Leikskóli Hjallastefnan er á leið úr
Öskjuhlíðinni að ári liðnu.
Hjallastefnan í
Öskjuhlíð í hús-
næðisvanda
- Skortir fjárhagslegar forsendur til
að byggja nýtt skólahúsnæði á lóðinni
Oddur Þórðarson
oddurth@mbl.is
Sigríður Ásthildur Andersen, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins og fyrr-
verandi dómsmálaráðherra, gefur
kost á sér til áframhaldandi þingsetu
og býður sig fram í 2. sæti á lista
flokksins í Reykjavík. Henni er, sem
fyrr, tíðrætt um frelsi manna og hina
sígildu sjálfstæðisstefnu í grein sem
hún skrifar í Morgunblaðið í dag.
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík fer fram 4. og 5. júní.
Vill standa vörð um frelsið
Í greininni segir Sigríður að
áherslur hennar séu frekar að láta
verkin tala heldur en að skipa starfs-
hópa og tefja
þannig afgreiðslu
brýnna mála. Að
umboði kjósenda
fengnu, segist Sig-
ríður þannig vilja
ganga hreint til
verks, en hún sé
samt sem áður
reiðubúin í skoð-
anaskipti um þau
mál sem í brennidepli eru hverju
sinni.
Hún segist hafa haft frelsi ein-
staklingsins í hávegum síðan hún man
eftir sér og sér þyki brýnt að standa
vörð um það frelsi, ekki aðeins þegar
vel árar heldur einnig þegar sótt er að
frelsinu úr öllum áttum. »15
Sigríður gefur kost
á sér í annað sætið
Sigríður Á.
Andersen
Harpa fékk veglegar gjafir frá
Reykjavíkurborg og íslenska ríkinu
í gær, í tilefni af því að 10 ár voru
liðin frá opnun tónleikahússins.
Önnur gjöfin, nýr Steinway-
konsertflygil, kostaði ríki og borg
um 25 milljónir króna, en Víkingur
Heiðar Ólafsson píanisti hafði lýst
því yfir fyrir skömmu að gamli
flygill tónleikahússins væri kominn
til ára sinna og farinn að missa
tóna.
Hin gjöfin er útilistaverkið
Vindharpa, en því verður komið
fyrir á Hörputorgi. Verkið er eftir
Elínu Hansdóttur, sem sigraði í
samkeppni um list í opinberu rými
í umhverfi Hörpu árið 2008.
„Vindharpa er fagurlega formað
hljóðfæri með strengjum sem
virkja vindinn sem hljóðgjafa og
mun kosta um 30 milljónir króna,“
segir í tilkynningu Stjórnarráðs-
ins.
Gáfu Hörpu gjafir fyrir 55 milljónir