Morgunblaðið - 14.05.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.05.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2021 FÁST Í BYGGINGA- VÖRUVERSLUNUM Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is Bestu undirstöðurnar fyrir SÓLPALLINN – SUMARHÚSIÐ – GIRÐINGUNA DVERGARNIR R NAGGUR H: 120 cm PURKUR H: 60 cm TEITUR H: 80 cm ÁLFUR H: 30 cm Frábær hönnun, styrkur og léttleiki tryggja betri undirstöðu og festu í jarðvegi. Skoð ið nýj u heima síðun a island shus.i s Einar S. Hálfdánarson, hæsta-réttarlögmaður og endurskoð- andi, fjallaði í Morgunblaðinu í gær um Útlendingastofnun og kæru- nefnd útlendingamála, sem úrskurð- ar í málum þeirra sem sætta sig ekki við niðurstöður Út- lendingastofnunar. „Svo er að sjá sem kærunefnd útlend- ingamála líti á lögin sem viðmið sem ekki þarf endilega að fara eftir,“ skrifar Einar, og nefnir dæmi sem benda til brotalama í kerfinu. Þá bendir hann á að kæru- nefndinni sé í mun að viðhalda leynd um starfsemi sína, hún skuli að jafnaði birta úrskurði sína eða útdrætti úr þeim, en stór hluti þeirra sé samt ekki birtur. Samkvæmt grein Einars telur nefndin sig hafa „nokkurt svig- rúm“ til að birta ekki úrskurði og virðist nýta sér það óhóflega. - - - Þessar lýsingar eru með miklumólíkindum og víkur Björn Bjarnason, fyrrverandi dóms- málaráðherra, að þeim í pistli á vef sínum í gær og segir: „Á sínum tíma varaði þáverandi umboðsmaður Al- þingis við þeirri þróun að sjálf- stæðum kærunefndum yrði falið úr- skurðarvald. Í skjóli þeirra yrði þrengt að leiðum almennings til að kalla stjórnmálamenn til ábyrgðar. Þrátt fyrir kærunefnd útlendinga- mála situr valdalaus dóms- málaráðherra undir hörðum árásum ef starfsmenn Rauða krossins eða aðrir sem njóta forgangs við miðlun upplýsinga frá kærunefndinni sjá ástæðu til opinberra aðgerða.“ - - - Þetta ástand er óviðunandi. Al-menningur á rétt á að vita hvernig þessi mál eru afgreidd. Stjórnvöld mega ekki líða það að andlits- og eftirlitslausar úrskurð- arnefndir taki sér völd og sveipi störf sín leynd. Einar S. Hálfdánarson Opinber leyndarhyggja STAKSTEINAR Björn Bjarnason Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Maraþonhlauparinn Arnar Pétursson segir það hafa verið svekkjandi að ná ekki settu marki fyrir Víðavangs- hlaup ÍR sem fram fór í gær, en Arnari var vísuð lengri leið að marki sem tafði fyrir honum. Arnar hljóp vegalengdina þrátt fyrir mistökin á 15,23 mínútum og vann hlaupið. Hann ætlaði þó að hlaupa vegalengd- ina á undir kortéri. Frjálsíþróttadeild ÍR sendi í gær frá sér tilkynningu og harmaði mistökin. Látinn beygja vitlaust Arnar lýsti uppákomunni í samtali við blaðamann: „Það er alltaf í hlaupum hjól sem leiðir fyrsta mann áfram til að passa að það sé farin rétt leið. Þegar við komum þarna að síðustu beygjunni heldur hann áfram – ég hef hlaupið þessa leið áður og vissi að ég átti að beygja, en maður á náttúrulega alltaf að fara eftir fyrirmælum frá und- anfaranum þannig að ég fer fyrst réttu beygjuna, svo er mér bent að fara á eftir honum og þá fer ég hina leiðina. Svo þegar hann er kominn á ákveðinn stað og fattar hvað hann hef- ur gert snýr hann við og bendir mér að fara aftur yfir á réttu leiðina. Þá er maður algjörlega búinn að missa takt- inn og fara miklu lengri leið en maður átti að fara.“ liljahrund@mbl.is Hljóp lengra en hinir en vann samt - Mistök réðu því að Arnar var látinn hlaupa lengra en þurfti í hlaupi ÍR Morgunblaðið/Sigurður Ragnarsson Svekktur Arnar Pétursson kemur fyrstur í mark eftir lengra hlaup. Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is Auglýsing sem birtist í Morgun- blaðinu í gær, þar sem fólk er hvatt til þess að tilkynna aukaverkanir vegna bólusetninga gegn kórónu- veirunni, er ekki á vegum Lyfja- stofnunar. Þetta sagði Rúna Hauks- dóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, við mbl.is í gær. Rúna sagði grafalvarlegt að í aug- lýsingunni birtust upplýsingar um óstaðfestar aukaverkanir og jafnvel kolrangar. Leiðbeiningar um hvern- ig skal tilkynna aukaverkanir voru einnig rangar. Ekki auglýsing frá yfirvöldum Auglýsingin var keypt af Bjuti ehf., sem Vilborg Björk Hjaltested er eigandi að, og láðist að birta þær upplýsingar vegna mistaka. Rúna segir alvarlegt að auglýs- ingin líti út fyrir að vera frá opinber- um aðilum. „Þær athugasemdir sem við ger- um er auðvitað í fyrsta lagi að það er verið að láta líta út fyrir að þetta séu einhver yfirvöld sem eru að auglýsa þarna, sem er ekki náttúrulega,“ sagði Rúna. Hún sagði einnig alvar- legt að mistökin gætu tafið fyrir mikilvægum störfum Lyfjastofnun- ar. „Þarna er verið að hvetja fólk til að hringja eða senda tölvupóst, það er lítið gagn í því og þá er hætta á því að komi fram rekjanlegar per- sónuupplýsingar og upplýsingar sem ekki er hægt að skrá. Það á allt- af að nota eyðublaðið sem er á vef- síðu okkar og er tiltölulega einfalt í notkun.“ Auglýsingin nafn- laus vegna mistaka - Lyfjastofnun segir málið alvarlegt Vegna mistaka birtist í Morg- unblaðinu í gær auglýsing sem ekki var merkt auglýsanda og sem jafnvel hefði mátt ætla af texta auglýsingarinnar að væri frá Lyfjastofnun. Auglýsinguna keypti Bjuti ehf. Beðist er velvirðingar á þess- um mistökum. Athugasemd frá Árvakri BEÐIST VELVIRÐINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.