Morgunblaðið - 14.05.2021, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.05.2021, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2021 Ítalía B-deild, umspil, 1. umferð: Cittadella – Brescia................................. 1:0 - Birkir Bjarnason lék allan leikinn með Brescia en Hólmbert Aron Friðjónsson er frá vegna meiðsla. _ Cittadella mætir Monza í undanúrslitum. Venezia – Chievo ............................ (frl.) 3:2 - Bjarki Steinn Bjarkason var varamaður hjá Venezia og kom ekki við sögu en Óttar Magnús Karlsson er frá vegna meiðsla. _ Venezia mætir Lecce í undanúrslitum. 50$99(/:+0$ KNATTSPYRNA 1. deild karla, Lengjudeildin. Hásteinsvöllur: ÍBV – Fram .................... 18 Domusnovav.: Kórdrengir – Selfoss... 19.15 Extra-völlur: Fjölnir – Grótta............. 19.15 Ólafsvík: Víkingur Ó. – Afturelding.... 19.15 2. deild karla: Akraneshöll: Kári – KV ....................... 19.15 2. deild kvenna: KR-völlur: KM – Fjölnir........................... 20 3. deild karla. Kópavogsvöllur: Augnablik – Ægir......... 20 KÖRFUKNATTLEIKUR Undanúrslit kvenna, fyrsti leikur: Ásvellir: Haukar – Keflavík................. 18.15 Origo-höll: Valur – Fjölnir................... 20.15 Umspil karla, 8-liða úrslit, oddaleikir: Ice Lagoon-höll: Sindri – Selfoss (1:1) 19.15 Álftanes: Álftanes – Skallagr. (1:1)..... 19.15 HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla, Grill 66-deild, lokaumferð: Framhús: Fram U – HK...................... 19.30 Ísafjörður: Hörður – Víkingur ............ 19.30 Dalhús: Valur U – Fjölnir.................... 19.30 Hertz-höll: Kría – Vængir Júpíters .... 19.30 Ásvellir: Haukar U – Selfoss U........... 19.30 Í KVÖLD! Umspil kvenna 8-liða úrslit, fyrsti leikur: ÍR – Tindastóll ...................................... 80:66 Ármann – Hamar/Þór .......................... 78:70 Njarðvík – Vestri.................................. 77:34 Grindavík – Stjarnan............................ 94:49 NBA-deildin Atlanta – Washington ...................... 120:116 Brooklyn – San Antonio................... 128:116 Cleveland – Boston............................. 102:94 Dallas – New Orleans....................... 125:107 Utah – Portland .................................. 98:105 LA Lakers – Houston ...................... 124:122 4"5'*2)0-# Olísdeild karla Afturelding – KA.................................. 27:27 Staðan: Haukar 19 16 1 2 562:456 33 FH 18 11 4 3 535:492 26 ÍBV 19 11 1 7 559:531 23 Valur 19 11 1 7 552:509 23 Selfoss 19 10 2 7 494:476 22 Stjarnan 19 9 3 7 545:524 21 Afturelding 19 9 2 8 504:514 20 KA 18 7 6 5 482:465 20 Fram 19 8 2 9 500:493 18 Grótta 19 4 4 11 486:515 12 Þór Ak. 19 4 0 15 425:528 8 ÍR 19 0 0 19 443:584 0 Olísdeild kvenna Sex liða úrslit, fyrstu leikir: ÍBV – Stjarnan ..................................... 21:17 Valur – Haukar..................................... 25:19 Þýskaland Göppingen – Essen.............................. 35:27 - Gunnar Steinn Jónsson skoraði 2 mörk fyrir Göppingen. Janus Daði Smárason er frá vegna meiðsla. Lemgo – Stuttgart............................... 35:29 - Bjarki Már Elísson skoraði 8 mörk fyrir Lemgo. - Viggó Kristjánsson skoraði 6 mörk fyrir Stuttgart. Minden – Melsungen ........................... 30:30 - Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt mark fyrir Melsungen. Guðmundur Þ. Guð- mundsson er þjálfari liðsins. Ludwigshafen – Bergischer .............. 28:22 - Arnór Þór Gunnarsson skoraði 3 mörk fyrir Bergischer. Meistaradeild karla 8-liða úrslit, fyrri leikir: Aalborg – Flensburg........................... 26:21 - Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aal- borg. - Alexander Petersson skoraði ekki fyrir Flensburg. Nantes – Veszprém .............................. 32:28 Sviss 8-liða úrslit, annar leikur: Bern – Kadetten .................................. 26:33 - Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten. _ Staðan er 2:0 fyrir Kadetten. %$.62)0-# Valur og ÍBV eru einum sigri frá sæti í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í handbolta eftir sigra í fyrstu leikjum úrslitakeppninnar í gær. Valur vann 25:19-sigur á Haukum á heimavelli, en sigurliðið í einvíginu mætir Fram í undanúrslitum. Vals- konur voru yfir allan leikinn og var sigurinn verðskuldaður. Haukakon- ur voru sjálfum sér verstar á loka- kaflanum, þar sem liðið fékk fjöl- mörg færi til að minnka muninn í tvö mörk. Þess í stað stakk Valur af í blá- lokin. Valskonur voru einfaldlega sterkari þegar mest var undir. Thea Imani Sturludóttir skoraði átta mörk fyrir Val og Lovísa Thompson sjö. Sara Odden gerði átta mörk fyrir Hauka, en það dugði skammt. Í Vestmannaeyjum fagnaði ÍBV 21:17-sigri á Stjörnunni. Eftir hæga byrjun, þar sem staðan var 1:1 eftir tæpar tíu mínútur, hrukku Eyjakon- ur í gang og var staðan í hálfleik 10:6. Rétt eins og á Hlíðarenda fékk gestaliðið góð færi til að minnka muninn í tvö mörk í seinni hálfleik, en ÍBV var sterkara liðið í lokin. Ásta Björt Júlíusdóttir og Hrafn- hildur Hanna Þrastardóttir skoruðu sex mörk hvor fyrir ÍBV og Helena Rut Örvarsdóttir gerði slíkt hið sama fyrir Stjörnuna. Sigurlið einvígisins mætir deildarmeisturum KA/Þórs í undanúrslitum. Valur og ÍBV eru skrefinu nær - Heimasigrar í fyrstu leikjunum Morgunblaðið/Sigurður Ragnarsson Færi Valskonur þurfa einn sigur í viðbót eftir sigur á Haukum í gær. Afturelding og KA skildu jöfn, 27:27, í spennuleik í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni, að Varmá í Mosfellsbæ í gær. Liðin eru í harðri baráttu við Fram um tvö sæti í úrslitakeppninni og eru áfram í sjöunda og áttunda sæti. Afturelding var yfir nær allan tím- ann en KA skoraði þrjú mörk undir lokin og jafnaði. Úlfar Páll Monsi Þórðarson skoraði 7 mörk fyrir Aftureldingu og Þorsteinn Leó Gunnarsson 6 en Árni Bragi Eyj- ólfsson skoraði 8 mörk fyrir KA og Patrekur Stefánsson 7. Spenna og stig- um deilt á Varmá Ljósmynd/Þórir Tryggvason Átta Árni Bragi Eyjólfsson fer til Aftureldingar frá KA í sumar. Bakvörðurinn öflugi úr Njarðvík, Elvar Már Friðriksson, hefur verið valinn besti leikmaður tímabilsins í litháísku úrvalsdeildinni í körfu- knattleik, þar sem hann leikur með Siauliai. Elvar Már fór á kostum á tímabilinu þegar Siauiai tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með því að lenda í 7. sæti deildarinnar. Njarðvíkingurinn var með 15,6 stig og gaf 7,7 stoðsendingar að með- altali í deildinni. Litháen er ein af stærri þjóðum Evrópu í körfuknatt- leik og árangur Elvars í vetur því afar athyglisverður. Elvar Már valinn bestur í deildinni Ljósmynd/Sveinn Helgason Litháen Elvar Már Friðriksson hef- ur átt frábært tímabil hjá Siauliai. Diljá Ýr Zomers varð í gær sænskur bikarmeistari í knattspyrnu þegar lið hennar Häcken sigraði Eskilstuna United, 3:0, í úrslitaleik á Bravida-leikvanginum í Gautaborg. Filippa Angeldahl, Stina Blackstenius og Pauline Hammarlund skoruðu mörk Häcken í síðari hálfleiknum. Diljá var varamaður hjá Häcken og kom ekki við sögu í leiknum. Þetta er fyrsti titill Häcken í kvennafótboltanum en félagið leikur í fyrsta skipti í efstu deild eftir að hafa fengið keppnisleyfi Svíþjóðarmeistaranna 2020, Kopp- arbergs-Göteborg, í desember og stóran hluta leik- mannahóps meistaraliðsins. Liðið er með sjö stig eftir fyrstu fjóra leikina í sænsku úrvalsdeildinni og í er í efri hluta deild- arinnar. Diljá, sem er 19 ára gömul, kom til liðs við Häcken frá Val í vetur en hún á að baki 50 úrvalsdeildarleiki með FH, Stjörnunni og Val. vs@mbl.is Diljá sænskur bikarmeistari Diljá Ýr Zomers Knattspyrnumaðurinn efnilegi Sölvi Snær Guðbjargarson er kom- inn í raðir Breiðabliks frá Stjörn- unni og hefur skrifað undir fjög- urra ára samning við Kópavogsfélagið. Þetta var til- kynnt rétt áður en lokað var fyrir félagaskiptin á þessu vori um mið- nættið í fyrrakvöld. Sölvi er 19 ára kantmaður en hefur þó þegar leikið 44 leiki með Stjörnunni í efstu deild og skorað í þeim átta mörk. Hann kom við sögu í tveimur fyrstu leikj- um Stjörnunnar í deildinni í vor. Sölvi kominn til Breiðabliks Ljósmynd/Breiðablik Breiðablik Sölvi Snær Guðbjarg- arson er kominn í Kópavoginn. Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Liverpool er komið aftur af alvöru í slaginn um sæti í Meistaradeild Evrópu eftir sætan sigur á erki- fjendunum í Manchester United á Old Trafford, 4:2, í gærkvöld. Sigurinn fleytti Jürgen Klopp og hans mönnum upp fyrir West Ham og í fimmta sætið, og nú er Liver- pool fjórum stigum á eftir Chelsea og sex stigum á eftir Leicester. Liv- erpool á hins vegar eftir þrjá leiki en keppinautarnir aðeins tvo leiki hvor. Síðustu þrír leikir Liverpool eru gegn WBA, Burnley og Crystal Pa- lace, þremur liðum úr neðri hluta deildarinnar sem hafa að engu að keppa. Níu stig á lokasprettinum er því afar raunhæft keppikefli fyrir liðið. Chelsea og Leicester eiga hins vegar eftir að mætast, Leicester á eftir leik við Tottenham og Chelsea leik við Aston Villa. Roberto Firmino braut ísinn eftir markaþurrð og skoraði tvívegis fyrir Liverpool en Diogo Jota og Mohamed Salah gerðu sitt markið hvor. Fyrsta mark leiksins var sjálfsmark Liverpool-manna en Marcus Rashford minnkaði muninn í 3:2 um miðjan síðari hálfleik. Sigur Liverpool er sá fyrsti sem liðið vinnur á Old Trafford í sjö ár. Tapið kemur ekki að mikilli sök fyrir Manchester United sem situr áfram á nokkuð öruggum stað í öðru sæti deildarinnar og hefur þegar tryggt sér Meistaradeild- arsæti. Liverpool er nú ósigrað í sjö leikjum í deildinni frá 15. mars. Tvö stig í súginn Gylfi Þór Sigurðsson lék fyrstu 67 mínúturnar með Everton sem gerði markalaust jafntefli við Aston Villa í Birmingham. Everton þurfti á sigri að halda í baráttunni um Evrópusæti en liðið er samt aðeins tveimur stigum frá fimmta sætinu og gæti náð því með góðum enda- spretti. Everton á eftir heimaleiki við Sheffield United og Wolves og útileik við Manchester City. Liverpool styrkti stöðuna verulega AFP Tvenna Roberto Firmino skallar boltann fram hjá Dean Henderson í mark Manchester United í slag erkifjendanna á Old Trafford í gærkvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.