Morgunblaðið - 14.05.2021, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2021
INXX II
Glæsilegasta lína okkar til þessa.
INXX II
BLÖNDUNARTÆKI
Brushed brass
Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi
Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is
Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Megn óánægja íbúa í Laugarnes-
hverfi með starfsemi Vöku og
tregðu yfirvalda til að taka á mál-
efnum fyrirtækisins rataði inn á
borð umboðsmanns Aþingis á dög-
unum. Einn nágranna fyrirtækisins,
Ásdís Guðrún Þorsteinsdóttir,
kvartaði til umboðsmanns yfir
stjórnsýsluháttum Heilbrigðiseftir-
lits Reykjavíkur (HER).
Morgunblaðið hefur fjallað ítar-
lega um málefni Vöku en starfsemi
fyrirtækisins var flutt að Héðins-
götu í byrjun árs 2020. Nágrannar
kvörtuðu undan hávaða og mengun
frá fyrirtækinu auk þess sem gerðar
voru athugasemdir við að gámum
var komið fyrir við lóðamörk að Sæ-
braut í leyfisleysi svo fátt eitt sé
nefnt. Aðalumkvörtunarefnið var þó
að fyrirtækið var ekki með starfs-
leyfi fyrsta árið á nýjum stað.
Ásdís kærði til úrskurðarnefndar
umhverfis- og auðlindamála þá
ákvörðun Heilbrigðiseftirlitsins að
leyfa Vöku að starfa án starfsleyfis
en HER bar fyrir sig „stjórnsýslu-
venju“ varðandi þá ákvörðun.
„Með úrskurði dags. 18. febrúar
2021 féllst úrskurðarnefndin á öll
kvörtunarefnin og komst að þeirri
niðurstöðu að málsmeðferð HER
hefði verið aðfinnsluverð að því
marki að það hefði varðað ógildingu
ákvarðana HER um að leyfa Vöku
hf. að starfa án starfsleyfis,“ sagði í
kvörtun Ásdísar til umboðsmanns.
Kvað Ásdís að kvörtun sín beind-
ist sérstaklega að þeirri háttsemi
HER að bera fyrir sig „stjórnsýslu-
venju“ en slík venja geti ekki gengið
framar skýrum ákvæðum settra
laga. „Málatilbúnaður HER gefur til
kynna að vinnubrögð sem þessi séu
venjuleg hjá stofnuninni, sem er
áhyggjuefni og gefur til kynna að
þau séu ekki einsdæmi í þessu máli,“
sagði í kvörtuninni.
Umboðsmaður Alþingis segir í
svari sínu við kvörtun Ásdísar að
hann telji ekki tilefni til að taka mál-
ið til frekari skoðunar og vísar til
niðurstöðu úrskurðarnefndar um-
hverfis- og auðlindamála. Í bréfi
sínu hnykkir umboðsmaður hins
vegar á því að HER þurfi að breyta
starfsháttum sínum og virðist telja
að annars sé það brotlegt í öllum
öðrum sambærilegum málum:
„Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur
verður því að taka mið af henni í
sinni stjórnsýslu. Það getur eftir at-
vikum haft í för með sér að heil-
brigðiseftirlitið verði að bregðast við
hafi það leyft aðra starfsemi án
starfsleyfis á grundvelli sömu
stjórnsýsluvenju sem það taldi vera
fyrir hendi,“ sagði í bréfi umboðs-
manns Alþingis.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Vaka Lóð fyrirtækisins við Héðinsgötu er gjörbreytt frá því sem áður var.
Umboðsmaður
slær á putta HER
- Breytinga þörf í kjölfar Vökumáls
Gunnhildur Sif Oddsdóttir
gunnhildursif@mbl.is
Samtök orkusveitarfélaga (SO)
sendu þann 12. maí kvörtun til Eft-
irlitsstofnunar EFTA (ESA) vegna
meints brots íslenska ríkisins á
ákvæðum EES-samningsins um rík-
isstyrki. Meginefni kvörtunarinnar
varðar ákvæði í lögum um skrán-
ingu og mat fasteigna en samkvæmt
því ákvæði eru rafveitur undan-
þegnar fasteignamati.
Lagaákvæðið gerir það að verk-
um að verulegur hluti fasteignafjár-
festingar fyrirtækja í raforkufram-
leiðslu er undanþeginn fasteigna-
mati og álagningu fasteignaskatts. Í
kvörtuninni er bent á að fasteigna-
skattur sé einn megintekjustofn
sveitarfélaga og er hann almennt
lagður á allar eigur sem metnar eru
í fasteignamati.
Endurspeglar fjárhagslegt
tjón sveitarfélaga
Líkt og áður hefur komið fram í
Morgunblaðinu áætlar Þjóðskrá að
sú fasteignafjárfesting sem er und-
anþegin fasteignamati í dag sé um
800 milljarðar króna. Þá er fast-
eignamat þeirra eigna raforkufyr-
irtækja, sem eru metnar til fast-
eignamats og eru því andlag
fasteignaskatts, ekki nema 60 millj-
arðar króna. Mat þetta er byggt á
eignum eins og þær birtast í efna-
hagsreikningi orkufyrirtækja.
SO segja að fjárhagslegir hags-
munir af þeirri fasteignafjárfestingu
raforkuframleiðslu sem undanþegin
er fasteignamati væru því um 10,5
milljarðar króna. Þá segja SO að
fjárhæðin sem um ræðir sýni um-
fang þess ríkisstuðnings sem ætla
megi að raforkuframleiðendur á Ís-
landi njóti vegna áhrifa undanþág-
unnar sem veitt er í áðurnefndu
lagaákvæði í lögum um skráningu
og mat fasteigna. Þessi fjárhæð
endurspeglar fjárhagslegt tjón
sveitarfélaga í ljósi þess að mann-
virki raforkuframleiðanda falla ekki
undir almennar reglur atvinnu-
greina á samkeppnismarkaði. SO
benda á að áhrif þessa ákvæðis
megi setja í það samhengi að heild-
arfasteignaskattar sveitarfélaga
voru 47,7 milljarðar króna á árinu
2019.
Morgunblaðið hefur áður greint
frá því að forsvarsmenn sveitarfé-
laga telja að núverandi fyrirkomu-
lag skattlagningar feli í sér óheimila
ríkisaðstoð. Þá vilja sveitarfélögin
að orkufyrirtækjum verði gert að
greiða fasteignaskatt af orkumann-
virkjum.
„Sérstök ástæða er til að benda á
að það fyrirkomulag ríkisaðstoðar
sem kvörtunin tekur til er með öllu
ógagnsætt. Hvergi liggja fyrir op-
inberar tölur um umfang stuðnings-
ins, sem hlýtur að teljast andstætt
meginreglum ríkisstyrkjareglna
EES-réttar,“ segir í kvörtun SO.
Orkar tvímælis gagnvart
EES-samningnum
Þá segir þar að undanþágan frá
fasteignamati feli í sér ríkisstuðning
til fyrirtækja í raforkuframleiðslu í
því formi að fyrirtækin greiða ekki
skatta af fasteignum og telja SO það
orka tvímælis gagnvart 61. gr.
samningsins um Evrópska efna-
hagssvæðið. Þá er sambærilega
undanþágu ekki að finna í lögum um
aðrar atvinnugreinar. SO segja að
undanþágan varði mikla hagsmuni,
bæði fyrir fyrirtæki í raforkustarf-
semi og fyrir þau sveitarfélög sem
verða af skatttekjum.
„Tveir starfshópar hafa á undan-
förnum árum starfað á vegum sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðuneytis
að því verkefni að móta tillögur um
breytt fyrirkomulag skattlagningar
raforkumannvirkja. Sú vinna hefur
ekki leitt til tillagna um lagabreyt-
ingar. Sjá Samtök orkusveitarfélaga
ekki annan kost í stöðunni en að
leita með ágreining um núgildandi
skattframkvæmd til Eftirlitsstofn-
unar EFTA. Taki ESA málið til
skoðunar má vænta þess að íslenska
ríkið verði á næstu mánuðum beðið
um að veita umsögn um erindi SO,“
segir að lokum í kvörtun SO.
Samtök orkusveitar-
félaga kvarta til ESA
- 800 milljarðar króna undanþegnir fasteignamati
Telja fyrirkomulagið
óheimilt
» Rafveitur eru undanþegar
fasteignamati samkvæmt
ákvæði í lögum um skráningu
og mat fasteigna.
» Forsvarsmenn sveitarfélaga
telja að núverandi fyrirkomu-
lag feli í sér óheimila ríkisað-
stoð.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Svartsengi Stór hluti fasteigna í raforkuframleiðslu er undanþeginn skatti.
Sóknarnefnd Hallgrímssafnaðar
harmar að Hörður Áskelsson, org-
anisti kirkjunnar, hafi óskað eftir
starfslokasamningi í stað þess að
gera heiðurslaunasamning við
kirkjuna sem honum stóð til boða.
Þetta kemur fram í ályktun sem
samþykkt var á fundi sókn-
arnefndar 11. maí.
Þar segir að heiðurslaunasamn-
ingur hefði falið í sér starfs-
aðstöðu og fjármuni fyrir Hörð til
þess að vinna með kórum í Hall-
grímskirkju að þremur stórum
verkefnum auk annarra viðfangs-
efna næstu tvö ár. Hörður sagði
upp starfi sínu í byrjun mánaðar
og sagði þá að síðastliðin þrjú ár
hefði listastarf Hallgrímskirkju
„búið við vaxandi mótbyr frá for-
ystu safnaðarins sem smám saman
hefur rænt mig gleði og starfs-
orku“. Eins og fram hefur komið í
fjölmiðlum ætlar Mótettukórinn,
sem Hörður stjórnar, einnig að
hverfa frá kirkjunni.
Harma ósk um
starfslokasamning
- Vaxandi mótbyr, að sögn Harðar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Söngur Mótettukórinn er nú á förum frá Hallgrímskirkju eins og Hörður.