Morgunblaðið - 14.05.2021, Síða 12
BAKSVIÐ
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjun-
um og víðar um heim hrukku í kút á
miðvikudag þegar nýjar verðbólgu-
tölur fyrir Bandaríkjamarkað voru
birtar. Mældist verðlag í apríl 4,2%
hærra en í sama mánuði í fyrra og
er verðbólgan töluvert umfram spár
sérfræðinga sem höfðu reiknað með
3,6% hækkun. Óttast fjárfestar og
markaðsgreinendur að þróunin í
apríl kunni að benda til að rausn-
arlegar örvunaraðgerðir stjórn-
valda, flöskuhálsar í framleiðslu á
ýmsum varningi og kippur í eft-
irspurn nú þegar sér fyrir endann á
kórónuveirufaraldrinum kunni að
leiða til þess að verðlag hækki mikið
á komandi mánuðum.
Ef matvæla- og eldsneytiskostn-
aður eru undanskilin fór verðbólga
á ársgrundvelli úr 1,6% í mars upp í
3% í apríl. Nam hækkun vísitöl-
unnar 0,8% á milli mánaða og að
sögn FT hefur verðbólga ekki
mælst hærri í Bandaríkjunum í
þrettán ár.
Á bandarískum hlutabréfamark-
aði urðu verðbólgutíðindin til þess
að S&P 500 vísitalan lækkaði um
2,2% á miðvikudag og Nasdaq-vísi-
talan um 2,7%. Einnig varð lækkun
á evrópskum mörkuðum og veiktist
FTSE 100-vísitalan um 0,8% á með-
an Stoxx 600-vísitalan rýrnaði um
0,3%.
Á miðvikudag mátti greina merki
þess að markaðurinn væri að rétta
aftur úr kútnum og mesti skjálftinn
væri farinn úr fjárfestum. S&P 500
hækkaði um 1% í upphafi dags og
Nasdaq um 1,1%. Að sögn Reuters
má m.a. rekja þessa styrkingu til
frétta af að hægt hefði á umsóknum
um atvinnuleysisbætur.
Skiptar skoðanir eru um hvort
um tímabundið verðbólguskot sé að
ræða eða hvort Bandaríkin eru á
leið inn í langvarandi verðbólgu-
tímabil. Að mati efnahagsráðs Hvíta
hússins er verðbólguþróunin til
marks um að bandaríska hagkerfið
sé að laga sig aftur að eðlilegu
ástandi eftir skakkaföll kórónu-
veirufaraldursins. „Það munu koma
mánuðir [þar sem verðbólga verður]
undir eða yfir væntingum, þar sem
sterk eftirspurn mætir framboðs-
hlið sem er að ná sér aftur á strik.
Efnahagsbatinn í kjölfar faraldurs-
ins mun ekki fylgja beinni línu,“
sagði í yfirlýsingu efnahagsráðsins.
Fyrstu viðbrögð Richards Clar-
ida, aðstoðarseðlabankastjóra, voru
að það kæmi á óvart að verðbólga
skyldi mælast langt umfram spár en
að hann vænti þess að til lengri
tíma litið muni verðbólga vera í ná-
munda við 2% verðbólgumarkmið
seðlabankans.
Flugi, hótelum og
bílaleigum um að kenna
Í greiningu Barrons er bent á að
sú verðbólga sem mælst hefur í
Bandaríkjunum að undanförnu sé
aðallega bundin við lítinn kima hag-
kerfisins og þannig varði megnið af
þeirri hækkun sem varð frá mars til
apríl vöru- og þjónustuflokka sem
aðeins mynda 13% af útgjöldum
heimilanna í venjulegu árferði.
Þannig hafi átt sér stað kippur í
verði notaðra bíla, bílatryggingum
og hjá bílaleigum auk þess sem
verðið hækkaði töluvert hjá hótelum
og gististöðum sem og hjá flugfélög-
um. Bendir Barrons á að það eigi
við um flesta þessa flokka að hafa
verið í mikilli lægð meðan á faraldr-
inum stóð en þeir fikrist núna upp á
við. Má túlka tölurnar þannig að
batamerki í ferðaþjónustu skýri
verðbólguna að verulegu leyti.
Helsta undantekningin frá þessu
er hækkað verð hjá skyndibita- og
heimsendingarveitingastöðum sem
Barrons telur helst stafa af hækk-
andi launum í láglaunastörfum og
hækkandi hráefnisverði.
Verðbólguskot veldur skjálfta
AFP
Vaxtarverkir Víða í Bandaríkjunum virðist ganga örðuglega að koma hjólum
atvinnulífsins aftur af stað og ójafnvægi ríkir á milli framboðs og eftirspurnar.
Óvissuástand
» Verðbólga á ársgrundvelli
hefur ekki mælst hærri í
Bandaríkjunum síðan 2008.
» Hlutabréfavísitölur í Evrópu
og BNA lækkuðu við tíðindin
en styrktust næsta dag.
» Efnahagsráð Bidens segir
von á sveiflum, bæði upp og
niður, á meðan hagkerfið
kemst aftur í eðlilegt horf að
loknum faraldri.
» Stór hluti verðbólgunnar er
tengdur liðum sem mynda að-
eins 13% af útgjöldum heim-
ilanna.
» Verð hækkaði hvað mest hjá
hótelum, bílaleigum, flug-
félögum og skyndibitastöðum.
- Þegar rýnt er í tölurnar virðist sem hækkandi verðbólga í Bandaríkjunum stafi
einkum af því að ferðaþjónustufyrirtækin eru tekin að vakna aftur til lífsins
Morgunblaðið/Baldur
Ellubúð Göngufólk fær sér hressingu við upphaf gönguleiðarinnar.
„Salan hefur gengið glimrandi vel.
Við opnuðum á miðvikudaginn í síð-
ustu viku og höfum selt yfir þúsund
pylsur. Þær alveg mokast út,“ segir
Guðrún Kristín Einarsdóttir, for-
maður slysavarnadeildar Þórkötlu,
um viðtökurnar í Ellubúð.
Verslunin er við upphaf göngu-
leiðarinnar að eldgosinu í Geldinga-
dölum. Nánar tiltekið við Suður-
strandarveg en sunnan hans var
útbúið bílastæði.
Ellubúð er í sérútbúnum 40 feta
gámi og kennd við Elínu Pálfríði Al-
exandersdóttur, einn stofnfélaga
Þórkötlu 12. janúar 1977, sem gaf
sveitinni gáminn. Elín lést í árslok
2019 en hún lét sig félagið mikið
varða. Á boðstólum eru m.a. pylsur,
samlokur, kaffi, kakó, gos og súkku-
laði. Guðrún segir Ellubúð hafa
verið starfrækta á Sjóaranum síkáta
í Grindavík á 17. júní. Vegna kórónu-
veirufaraldursins hafi þurft að aflýsa
hátíðinni í fyrrasumar.
Kærkomin viðbót í tekjuöflun
Með því hafi helsta tekjulind Þór-
kötlu brostið. Því sé kærkomið að
geta aflað tekna með sölu veitinga
við gosstöðvarnar.
baldura@mbl.is
Ellubúð við eld-
gosið vel tekið
- Seldi þúsund pylsur fyrstu vikuna
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2021
Gæði í
verði
& verki
Fáðu tilboð sérsniðið að þínum þörfum
Auðbrekka 8 s: 589 5000 hreint@hreint.is
13. maí 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 124.0
Sterlingspund 175.45
Kanadadalur 102.47
Dönsk króna 20.293
Norsk króna 15.046
Sænsk króna 14.922
Svissn. franki 137.49
Japanskt jen 1.1423
SDR 178.9
Evra 150.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 181.2543
Hrávöruverð
Gull 1837.15 ($/únsa)
Ál 2565.0 ($/tonn) LME
Hráolía 68.74 ($/fatið) Brent
« Seðlabanki Ís-
lands hefur birt
niðurstöður nýrrar
könnunar á vænt-
ingum markaðs-
aðila. Könnunin fór
fram dagana 3. til
5. maí og fengust
svör frá 26 bönk-
um, lífeyrissjóðum,
verðbréfamiðlunum, verðbréfa- og fjár-
festingarsjóðum og fyrirtækjum með
starfsleyfi til eignastýringar.
Vænta svarendur að meðaltali 4,3%
verðbólgu á þessum ársfjórðungi en að
verðbólga muni fara lækkandi og mæl-
ast 3,6% og 3,3% á þriðja og fjórða
ársfjórðungi, en verða 3% að ári liðnu.
Er þetta nokkuð hærri verðbólga en
svarendur reiknuðu með í síðustu könn-
un sem gerð var í janúar.
Gera svarendur ráð fyrir að krónan
styrkist á næstu misserum og að evran
muni kosta 145 krónur að ári liðnu. Þá
búast svarendur við að meginvextir
seðlabankans verði áfram 0,75% á yf-
irstandandi ársfjórðungi en hækki á
seinni hluta ársins: verði 1% á þriðja
ársfjórðungi og 1,25% í árslok.
Í könnunninni sögðu 44% að þeim
þætti taumhald peningastefnunnar of
laust en í janúar var hlutfallið 15%.
ai@mbl.is
Markaðsaðilar vænta
lækkandi verðbólgu
STUTT