Morgunblaðið - 14.05.2021, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2021
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Upplýsingar í síma 480 8080
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Sími 4 80 80 80
VERÐ aðeins
99.000 m.vsk
FRÁBÆRT TILBOÐ Á E-LOAD
DEKKJUM OG FELGUM
VERÐ
350.000 m.vsk
VERÐ
250.000 m.vsk
34” Einstaklega mjúk og
endingargóð dekk.
Gooodyear Wrangler
Trailrunner AT 275/65R20”.
35” dekk + svartar original-
felgur undir Ford (8-170),
Goodyear Wrangler Duratrac
285/75R18”.
34” dekk + felgur undir
Ford (8-170),
Michelin LTX 275/65R20”.
Sem dæmi:
Rottur eru stórvandamál sem vaxið
hefur hratt í Chicago en nú hafa yfir-
völd snúið vörn í sókn. Þúsund villi-
kettir hafa verið sendir út á götur
borgarinnar og fyrir að ráða nið-
urlögum rottanna er þeim umbunað
með fæðu og skjóli.
Þessar nýju „herdeildir“ gatnanna
í Chicago voru fengnar að láni hjá
samtökum sem skotið hafa yfir flæk-
ingsketti skjólshúsi, Tree House
Humane Society. Kettirnir hafa mik-
inn fælingarmátt og geta hreinsað
nagdýrin af stórum svæðum. Þeir
ráða rotturnar af dögum á nýjum um-
ráðasvæðum sínum, en eftir það dug-
ar lyktarhormón kattanna, ferómón,
til að halda þeim víðs fjarri, segir Sa-
rah Liss, yfirmaður kattaskýlisins,
við sjónvarpsstöðina WGN9.
Á heimasíðu Tree House segir að
kettirnir séu fluttir tveir og þrír sam-
an hverju sinni í umhverfi íbúða eða
fyrirtækja og sleppt þar til höfuðs
rottunum. Ráðast þeir á vandann á
„vistvænan hátt“. Eigendur íbúðar-
húsa, bygginga eða fyrirtækja leggja
þeim oft til matarbita, drykkjarvatn
og skjól. Þykir þeim gott af köttunum
að vita.
Og sú mun raunin í mörgu tilfelli
að vinnukettirnir geri sig heima-
komna við vinnustað sinn og verði á
endanum „hugumkærir“ liðsmenn
heimilisins. Sumir hafa meira að
segja náð það langt að eiga eigin síð-
ur á samfélagsmiðlinum Instagram.
„Þetta eru villikettir sem gætu ekki
þrifist inni á heimili eða í kattaskjóli.
Með því að setja þá til starfa í „vinnu-
katta“-nýlendum sjáum við til þess að
þeir njóta lífsins sem aldrei fyrr,“
segir á síðunni. agas@mbl.is
Kettir ryðja götur Chicago
- Rottufjöld er hvergi í Bandaríkjunum meiri en í Chicago
AFP
Borg Eitt þúsund villikettir hafa
verið sendir út á götur Chicago til
að vinna á miklum rottufjölda.
Þess sáust engin merki á Gazasvæðinu og í Ísrael í gær að
ofbeldisverkum þar væri að linna. Áfram var skotið flug-
skeytum, gerðar voru árásir úr lofti og undir niðri kraum-
aði borgaraleg ólga meðal skrílshópa gyðinga og ísraelskra
araba. Manntjón hélt áfram og hafa a.m.k. 83 manns fallið
á Gaza og sjö í Ísrael.
Breska ríkissjónvarpið BBC sagði að átökin nú væru
þau lengstu og hörðustu frá stríðinu árið 2014. Sögðu ísr-
aelsk yfirvöld að 1.600 flugskeytum hefði verið skotið á Ísr-
ael í átökunum nú. Hermt er að ísraelski herinn sé að und-
irbúa hernaðaraðgerðir á jörðu niðri. Hefði liðsafli verið
sendur að landamærum.
Vladímír Pútín Rússlandsforseti og Antonio Guterres
framkvæmdastjóri SÞ skoruðu í sameiginlegri yfirlýsingu
á deiluaðila í gær að leggja niður vopn. „Í ljósi harðnandi
deilna Palestínumanna og Ísraela er það frumatriði að
stöðva ofbeldisaðgerðir beggja deiluaðila og tryggja ör-
yggi borgaranna,“ sagði í tilkynningu Rússa eftir samtal
Pútíns og Guterres. Lýstu báðir stuðningi við tveggja ríkja
lausnina til að tryggja friðinn.
Joe Biden Bandaríkjaforseti segist vona að átökum linni
„fyrr en seinna“ en vopnahlé virtist ekki í spilunum í gær.
Háttsettur fulltrúi hjá hryðjuverkasamtökunum Hamas
sagði samtökin tilbúin til vopnahlés takist alþjóðasam-
félaginu að stöðva hernaðaraðgerðir Ísraela í hinni um-
deildu Al-Aqsa-mosku í Jerúsalem.
Ísraelska lögreglan hefur handtekið á fimmta hundrað
manns í ofbeldisaðgerðum síðustu daga, allt niður í 13 ára.
Átökin síðustu daga hafa orðið til þess að fjöldi flug-
félaga hefur stöðvað um skeið allt alþjóðaflug til og frá Ísr-
ael. Meðal þeirra eru KLM, British Airways, Virgin Atl-
antic, Lufthansa, Aeroflot, Iberia, United, Delta og
American Airlines. agas@mbl.is
Átökin harðna áfram
- Vopnahlé virðist ekki vera
í augsýn - Átökin þau
lengstu og hörðustu frá 2014
AFP
Eftirmálar á átaksvæði Reykjarbólstrar stíga upp frá
Rafah á Gaza eftir loftárás Ísraela á svæðið í gær.
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Boeing-flugvélaverksmiðjurnar tilkynntu 24
flugrekstraraðilum með 737 MAX í þjónustu
sinni í fyrradag um hvernig gert skuli við raf-
kerfisvanda sem leiddi til þess að á annað
hundrað MAX-flugvéla hafa verið kyrrsettar í
rúman mánuð. Að sögn vefmiðilsins turisti.is
var ein MAX-véla Icelandair þar á meðal.
Að sögn Boeing hefur bandaríska loftferða-
eftirlitið FAA samþykkt leiðbeiningarnar en
það var sú stofnun sem kyrrsetti þoturnar í
byrjun apríl. Viðgerðin er forsenda þess að
komast fyrir framleiðslugalla sem að sögn
Bloomberg-fréttastofunnar hefur pirrað flug-
rekendur, seinkað afhendingu nýrra farþega-
flugvéla og sett í uppnám áform Boeing um að
koma flaggskipi verksmiðjanna hnökralaust
aftur í umferð í framhaldi af tveimur mann-
skæðum flugslysum.
Ófullnægjandi raftengingar
Bilunin náði hugsanlega til hundraða 737
MAX-flugvéla sem smíðaðar hafa verið frá í
ársbyrjun 2019, þar á meðal 71 sem afhent hef-
ur verið bandarískum flugrekendum. Boeing
hefur engar MAX-vélar afhent frá því verk-
smiðjurnar vöruðu flugfélög og leigusala við
því að ýmis tækjabúnaður í stjórnklefa flugvél-
anna væri ekki jarðtengdur með fullnægjandi
hætti af völdum lítils háttar breytinga í fram-
leiðsluferli þotanna. Málið snýst um ófullnægj-
andi raftengingar á varaaflsgjafa, öryggja-
bretti og aðalstjórntækjaskjá, að því er FAA
sagði í byrjun apríl.
„Hafandi fengið endanlegt samþykki FAA
höfum við gefið út tvær þjónustutilkynningar í
dag varðandi flugvélaflotann sem málið varð-
ar,“ sagði talsmaður Boeing í tölvupósti til
fréttastofunnar.
Hinn 28. apríl sl. gaf FAA út fyrirmæli varð-
andi lofthæfi Boeing 737 MAX-vélanna og
sagðist vinna með Boeing að úrlausn og við-
gerð. Kostnaður við hana er sagður lítill, við-
gerðin ætti að taka frá níu og upp í 24 stundir
og samanlagður kostnaður vegna þeirra véla
sem kyrrsettar eru í Bandaríkjunum er sagður
155.000 dollarar. Hluti kostnaðarins rúmast
innan ábyrgða og fellur á Boeing.
Gallinn hefur verið rakinn til slakrar
spennujöfnunar þar sem varabretti skiluðu
leiðni út í grind þotunnar óskilvirkt með þeim
afleiðingum að hluti stjórnbúnaðar var ónóg-
samlega jarðtengdur. FAA sagði að þetta gæti
mögulega raskað starfsemi vissra kerfa, þar á
meðal afísingarbúnaðar þotunnar, og lamað
lykilstarfsemi sem komið hefði getað í veg fyrir
áframhaldandi öruggt flug og örugga lendingu.
Steve Dickson forstjóri FAA tjáði þingnefnd
í fyrradag að stofnunin væri að endurskoða
hvernig Boeing fór að því að breyta fram-
leiðsluferlinu sem leiddi til kyrrsetningar flug-
vélanna og hvers vegna öryggismál þetta upp-
götvaðist ekki fyrr en tveimur árum seinna.
„Lagfæringarnar eru tiltölulega blátt áfram,“
sagði Dickson.
Fara ofan í saumana á yfirsjónum
Við Boeing blasir að farið verði í enn ræki-
legar ofan í saumana á yfirsjónum í fram-
leiðsluferlinu, en á sama tíma freistar félagið
þess að sannfæra flugyfirvöld um heim allan
um að Boeing 737 MAX sé örugg flugvél. Brot-
lending á hafi undan ströndum Indónesíu í
október 2018 og önnur í Eþíópíu innan við
fimm mánuðum seinna kostuðu samtals 346
mannslíf.
Í framhaldi af þessum slysum voru MAX-
þoturnar kyrrsettar á heimsvísu var flugbanni
ekki aflétt fyrr en 20 mánuðum seinna, eða í
nóvember sl. Leigurekstrarfélagið Air Lease
Corp. hafði háar væntingar til þotunnar, að
sögn forstjórans Steven Udvar-Hazy. „Flug-
vélin er mjög vinsæl komist hún í loftið á ný.
Boeing þarf að taka sig saman í andlitinu og
koma þessum flugvélum aftur í loftið og veita
félögum hvata til að vera áfram á þeim.“
Nýr öryggisgalli kyrrsetti 737 MAX
- Hluti stjórnbúnaðar MAX-þotunnar var ónógsamlega jarðtengdur - Bilunin náði til hundraða véla
AFP
Boeing-þotan Rafleiðni reyndist ekki með eðlilegum hætti í stjórnklefa 737 MAX-þotunnar.