Morgunblaðið - 14.05.2021, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ágæt sam-staða var áAlþingi í
vikunni um af-
greiðslu á frum-
varpi fjármála- og
efnahagsráðherra
um breytingu á
ýmsum lögum til að mæta efna-
hagslegum áhrifum heimsfar-
aldurs kórónuveiru. Þau fyrir-
tæki sem nýttu sér frestun
opinberra gjalda í fyrra vegna
kórónuveirufaraldursins hafa
beðið eftir upplýsingum um
hvernig greiðslum á þeim yrði
háttað, því að fyrirkomulag
þeirrar endurgreiðslu gat hæg-
lega skilið á milli feigs og
ófeigs. Ljóst er að þrátt fyrir
að tekið sé að rofa til og góðar
vonir séu um vöxt á næstu
misserum er fjöldi fyrirtækja
sem gat ekki ráðið við það nú
að bæta hinum frestuðu
greiðslum ofan á þær reglulegu
greiðslur sem hið opinbera inn-
heimtir á þessu ári. Með því að
krefjast þessarar endur-
greiðslu hratt hefði ríkisvaldið
spillt þeim árangri sem aðgerð-
irnar skiluðu og þess vegna er
jákvætt að farin hafi verið sú
leið sem þingið samþykkti í
vikunni. Greiðslum verður
dreift yfir langan tíma og end-
urgreiðslan hefst ekki fyrr en á
næsta ári.
Meðal annarra aðgerða var
heimild einstaklinga til að taka
út séreignarsparnað á þessu
ári líkt og heimilað var í fyrra.
Þessi aðgerð er til þess fallin
að hjálpa þeim sem lent hafa í
tekjumissi vegna ástandsins og
getur ásamt ýmsum öðrum að-
gerðum sem beinast að ein-
staklingum létt róðurinn á
meðan þetta ástand varir.
Þá var samþykkt að rýmka
úrræði um viðspyrnustyrki
fyrir þau fyrirtæki sem orðið
hafa fyrir mjög miklu tekju-
falli, í raun tekjuhruni, auk
þess sem framlengdur var um-
sóknarstyrkur vegna lokunar-
styrkja.
Þær efnahagslegu aðgerðir
sem ríkið hefur ráðist í sér-
staklega vegna kórónuveiru-
faraldursins eru gríðarlega
umfangsmiklar og hefði ein-
hver verið spurður að því fyrir
tveimur árum hvort mögulegt
væri að ríkið gripi til slíkra að-
gerða hefði svarið líklega verið
nei. En höggið sem faraldurinn
olli sá enginn fyrir og ekki
heldur þá hræðslu sem greip
um sig, ekki aðeins hér á landi
heldur um allan heim.
Þó að rofað hafi til og ástæða
sé til bjartsýni um framhaldið
fer því fjarri að allir hafi jafnað
sig á áfallinu. Gildir það ekki
síður um einstaklingana en
fyrirtækin og þarf ekki annað
en skoða tölur um atvinnuleysi,
ekki síst langtímaatvinnuleysi,
í því sambandi. Þá er ljóst að
þó að ferðaþjónust-
an vonist nú eftir
betri tíð í sumar en
margir óttuðust
fyrir fáeinum mán-
uðum, þá er enn
langt í land fyrir þá
atvinnugrein.
Samtök ferðaþjónustunnar
hafa kynnt það sem þau kalla
vegvísi um viðspyrnu ferða-
þjónustunnar til 2025 og er þar
ekki aðeins horft til þess
hvernig unnið verði úr þeim
vanda sem greinin varð fyrir
vegna faraldursins heldur
einnig hvernig almennt megi
bæta rekstrarumhverfi henn-
ar.
Nú þegar aðstæður vegna
faraldursins eru að breytast
hratt, einkum vegna bólusetn-
ingar hér á landi og í þeim
löndum sem við eigum mest
samskipti og viðskipti við, er
mikilvægt að huga að fram-
haldinu, því sem tekur við eftir
að aðgerðum vegna bráða-
vanda lýkur eða þær minnka
mjög verulega.
Á Íslandi eru tækifæri til að
ná miklum árangri í uppbygg-
ingu atvinnulífs og efnahags-
bata á næstu árum ef rétt er
haldið á spöðunum. Í því sam-
bandi þarf að hafa í huga að
þær aðferðir sem duga í því
sambandi hafa ekki breyst við
faraldurinn. Það sem þarf er að
gefa atvinnulífinu aukið svig-
rúm til athafna með einfaldara
regluverki og minnka hlut hins
opinbera og þær álögur sem
hið opinbera leggur á bæði fólk
og fyrirtæki.
Báknið hér á landi er orðið
óhóflega stórt, sem sést meðal
annars á fjölda opinberra
starfsmanna, regluverkið allt
of flókið, meðal annars vegna
aðhaldsleysis við innleiðingu
regluverks frá Brussel, og
skattlagning er orðin óhófleg,
eins og sjá má bæði af þróun
skattstofna og alþjóðlegum
samanburði. Tækifærin eru því
mörg til að byggja undir vöxt
og bætt lífskjör, en til að það
takist þarf einkum að horfa til
almennra aðgerða á næstu
misserum, ekki framhalds
þeirra sértæku aðgerða sem
grípa þurfti til vegna farald-
ursins.
Þetta skiptir máli að rætt
verði í aðdraganda kosninga og
að fljótlega eftir kosningar
verði ráðist í almennar aðgerð-
ir til að örva atvinnu- og efna-
hagslíf. Þessu þurfa stjórn-
málaflokkar að átta sig á. Við
erum á leið út úr faraldrinum,
en sumir stjórnmálamenn og
-flokkar virðast enn fastir í
honum eins og ekkert hafi
breyst. Og það sem verra er,
þeir virðast, miðað við þær til-
lögur og hugmyndir sem þeir
kynna, ætla sér að vera fastir í
faraldrinum um langa hríð enn.
Nú er kominn tími
til að horfa út úr
kófinu og huga
að uppbyggingu
handan þess}
Fastir í faraldri
A
lþingi samþykkti í vikunni mik-
ilvægt frumvarp um aðgengi
iðnmenntaðra að háskólum. Um
er að ræða frumvarp mennta-
málaráðherra um breytingar á
inntökuskilyrðum að háskóla fyrir nemendur
sem vilja hefja nám til fyrstu háskólagráðu.
Með frumvarpinu er lokapróf frá framhalds-
skóla á þriðja hæfniþrepi samkvæmt að-
alskrá framhaldsskóla nú metið til jafns við
stúdentspróf.
Þetta er ánægjulegt því eitt af helstu bar-
áttumálum mínum sem þingmaður var að
stúdentspróf væri ekki eina leiðin til að und-
irbúa sig undir frekara nám. Á mannamáli
þýðir þetta að ekki er gert upp á milli starfs-
náms og bóknáms með sama hætti og áður.
Fram til þessa hafa nemendur sem lokið hafa
annars konar prófi úr framhaldsskóla, t.d.
tækninámi, ekki haft sama rétt á inngöngu í háskóla.
Lengi hefur verið rætt um mikilvægi þess að fjölga
nemendum í iðn-, raun- og tæknigreinum. Nú höfum við
loksins látið kné fylgja kviði.
Breytingin er liður í stærri og mikilvægari vegferð,
að menntakerfið hér á landi svari kalli tímans hverju
sinni. Á síðustu árum hefur mikill fjöldi nýrra starfa
orðið til og önnur störf lagst af. Þessi þróun mun halda
áfram. Það getur enginn séð nákvæmlega fyrir hvernig
þróunin verður, en við getum sannarlega undirbúið okk-
ur vel fyrir óumflýjanlegar breytingar með því að
byggja upp öflugt og fjölbreytt menntakerfi.
Það skýtur skökku við og er ávísun á aft-
urför ef atvinnulífið þróast en menntakerfið
ekki.
Það mætti raunar færa þessi viðmið enn
neðar þegar horft er til aldurs nemenda.
Strax í grunnskóla byggjum við grunn sem
nýtist til framtíðar. Við leggjum réttilega
áherslu á grunngreinar en við þurfum um
leið að huga að aukinni fjölbreytni þar sem
hæfileikar og sköpunarkraftur einstaklinga
fær að njóta sín. Ég hef áður fjallað um mik-
ilvægi þess að efla verklegt nám í grunn-
skólum og öll sú þróun sem orðið hefur í al-
þjóðlegu atvinnulífi ýtir undir mikilvægi
þess að það sé gert.
Þetta er ekki spurning um annaðhvort
eða. Einstaklingur hefur á barnsaldri engar
forsendur til að meta þá hvort starfið sem
verði fyrir valinu verði læknir, endurskoðandi, vélvirki
eða smiður, hvort viðkomandi vilji starfa við rannsóknir
eða hugbúnað. En með því að hafa meira val og ýta
undir frekari fjölbreytni í menntakerfinu getum við lagt
grunn að því viðhorfi að ekkert starf sé merkilegra eða
ómerkilegra en annað, heldur þurfum við að eiga þess
kost að geta valið okkur starfsvettvang við hæfi. Við
getum aldrei sent þau skilaboð að verknám sé minna
virði, eða bóklegt nám. aslaugs@althingi.is
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Hjúkrunarfræðingur eða smiður
Höfundur er dómsmálaráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Guðmundur Sv. Hermannson
gummi@mbl.is
L
agafrumvarp heilbrigðis-
ráðherra, um að ákvæðum
laga um ávana- og fíkni-
efni verði breytt á þann
hátt að kaup og varsla á takmörkuðu
magni ávana- og fíkniefna, svoköll-
uðum neysluskömmtum, verði heim-
iluð, hefur sætt nokkurri gagnrýni.
Gagnrýnin hefur einkum verið
frá lögreglu og meðal annars sagði í
umsögn frá Lögreglustjórafélagi Ís-
lands að það sé einsýnt að fíkniefna-
neysla ungmenna muni aukast, verði
frumvarpið að lögum og viðhorf
þeirra til vímuefna verði jákvæðara.
Og embætti lögreglunnar á höfuð-
borgarsvæðinu sagði í umsögn, að
verði frumvarpið að lögum geti t.d.
allir þeir sem verða ákærðir fyrir
vörslur í sölu- og hagnaðarskyni bor-
ið því við að um sé að ræða efni til
eigin nota.
Í mörgum umsögnum er þó tek-
ið undir þá stefnumörkun stjórn-
valda, að meðhöndla eigi vanda
vímuefnanotenda í íslensku sam-
félagi í heilbrigðiskerfinu fremur en
dómskerfinu. Í umsögn embættis
landlæknis er m.a. lýst yfir stuðningi
við þessa nálgun, en jafnframt segir
embættið, að allar breytingar á
málaflokknum kalli á heildræna
nálgun og víðtækt samráð, þar á
meðal við félagsmálayfirvöld.
Embætti ríkislögreglustjóra
tekur einnig undir þá hugsun að
brýnt sé að snúa af braut harðra
refsinga fyrir neyslu fíkniefna og að
leggja beri áherslu á forvarnir og
lýðheilsu. Það sé þó mat embættisins
að heillavænlegt sé að niðurstöður
stefnumótunar í málaflokknum og
samráð við hagsmunaaðila, þ.m.t.
lögreglu, liggi fyrir áður en end-
anlegt frumvarp um breytingar á
lögum um ávana- og fíkniefni sé lagt
fyrir Alþingi.
Heildarúttekt boðuð
Í vikunni tilkynnti Svandís
Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra að
ákveðið hafi verið að ráðast í heildar-
úttekt á þjónustuferlum, hugmynda-
fræði, innihaldi og gæðum heilbrigð-
isþjónustu við einstaklinga með
vímuefnasjúkdóma. Jafnframt verði
skoðaðir möguleikar á frekari sam-
hæfingu heilbrigðisþjónustu og fé-
lagslegrar þjónustu fyrir ein-
staklinga í bataferli. Helga Sif
Friðjónsdóttir geðhjúkrunarfræð-
ingur mun annast úttektina en hún
er í hálfu starfi hjá heilbrigðisráðu-
neytinu til að vinna að þessum mál-
um.
Hún segir við Morgunblaðið, að
væntanleg úttekt, sem á að liggja
fyrir á haustmánuðum, sé löngu
þarft og tímabært verkefni. Hversu
vel takist til byggist þó á því að allir
séu tilbúnir til að leggja sitt af mörk-
um.
Helga Sif segir að fyrrgreint
lagafrumvarp um afglæpavæðingu
neysluskammta komi einkum til
góða þeim hópi sem er verst staddur,
hafi átt við langvarandi vímuefna-
vanda að stríða, heimilisleysi, lendi
oft í ofbeldisaðstæðum tengdum fjár-
mögnun vímuefnaneyslu og upplifi
mestar afleiðingar af núverandi
refsiramma.
Hún segist að sumu leyti skilja
afstöðu lögreglunnar. „En af-
glæpavæðingin í mínum huga
býr til svigrúm fyrir okkur að
vinna saman, ekki bara heil-
brigðisþjónustuna og lögregl-
una heldur einnig notendur.
Mér finnst mikilvægt að
heyra raddir þeirra, sem búa
við þennan raunveruleika og á
sama tíma óska ég eftir
því að lögreglan taki
þátt í þessu samtali við
okkur og notendur.“
Skiptar skoðanir
um afglæpavæðingu
Helga Sif Friðjónsdóttir hefur
fyrir hönd Landspítala tekið
þátt í að aðstoða starfsmenn
farsóttarhúss við að taka á
móti einstaklingum í virkri
vímuefnanotkun sem höfðu
smitast af kórónuveirunni.
„Það er flókið fyrirbæri að
aðstoða þessa einstaklinga
við að halda sóttvarnareglur
og þar vorum við að hugsa
um skaðaminnkun fyrir sam-
félagið í heild. Þar höfum við
átt í einstöku samstarfi við
lögregluna sem skilaði mikl-
um árangri þegar smit kom
upp í hópi einstaklinga,
sem notuðu vímuefni.
Okkur tókst að stöðva
útbreiðsluna þar og þó
nokkuð margir þeirra
nýttu tímann til að
draga úr vímuefna-
notkun og fara síðan
í meðferð,“
segir Helga
Sif.
Einstakt
samstarf
SÓTTVARNAHÚS
Helga Sif
Friðjónsdóttir
Morgunblaðið/Eggert
Gagnrýni Lögregluembætti hafa gagnrýnt lagafrumvarp sem liggur fyr-
ir Alþingi um afglæpavæðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna.