Morgunblaðið - 14.05.2021, Side 15
15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2021
Skoðun Náttfari, bátur Norðursiglingar, kemur hér úr hvalaskoðunarferð
á Húsavík. Ferðamönnum er farið að fjölga jafnt og þétt á landinu.
Hafþór Hreiðarsson
Fram undan er
prófkjör okkar Sjálf-
stæðismanna í Reykja-
vík. Enginn flokkur
hefur jafn oft og með
jafnglæsilegum ár-
angri leitað til flokks-
manna sinna við röðun
á framboðslista. Ég
óska nú eftir stuðningi
flokksmanna í 2. sætið
í prófkjörinu. Ég hef á
þessu kjörtímabili verið 1. þingmað-
ur Reykjavíkurkjördæmis suður.
Það er ekki bara sem þingmaður
og ráðherra í tveimur síðustu rík-
isstjórnum sem ég hef haft að leið-
arljósi hina sígildu stefnu Sjálfstæð-
isflokksins um frelsi manna til orðs
og æðis. Mér hefur, frá því ég man
eftir mér, fundist brýnt að standa
vörð um frelsið. Ekki bara þegar
vel gengur og allir eru kátir og
hressir heldur einmitt þegar sótt er
að frelsinu úr öllum áttum með mis-
veigamiklum rökum. Frelsið tapast
sjaldan í einni svipan en hægt og
bítandi saxast á það ef stjórnlyndi,
ótti eða andvaraleysi grefur um sig
meðal frjálslyndra manna.
Ég hef lagt áherslu á að hrinda
málum í framkvæmd fremur en að
stofna starfshópa og fresta ekki
brýnum málum jafnvel þótt skiptar
skoðanir kunni að vera um þau.
Með lýðræðislegt umboð kjósenda í
farteskinu vil ég ganga hreint til
verks en er ávallt boðin og búin fyr-
ir málefnaleg skoðanaskipti. Ég hef
haldið uppi málefnalegri gagnrýni
frá hægri á ýmis mál ríkisstjórn-
arinnar, bæði innan og utan stjórn-
ar. Um leið hef ég liðkað fyrir sam-
starfi þeirra ólíku flokka sem
ríkisstjórnina mynda. Á þessu kjör-
tímabili og því stutta sem á undan
fór hafa störf mín tekið
mið af þessum
áherslum.
- Sem dóms-
málaráðherra réðst ég
strax á fyrstu mán-
uðum í nauðsynlegar
breytingar á lögum og
reglugerðum um út-
lendinga. Þessar
breytingar stöðvuðu
stjórnlausa fjölgun til-
hæfulausra umsókna
um alþjóðlega vernd
frá borgurum öruggra
ríkja og flýttu fyrir afgreiðslu þess-
ara mála. Umsóknum frá Albaníu
og Makedóníu fækkaði til að mynda
um 90% milli áranna 2016 og 2019.
- Ég tók ákvörðun um að gera
þinglýsingar rafrænar og hratt því
verkefni úr vör með nauðsynlegri
lagabreytingu.
- Ég stöðvaði áratuga sjálfkrafa
veitingu uppreistar æru og er eini
ráðherrann sem hefur neitað að
veita uppreist æru.
- Frumvarp mitt um afnám laga-
ákvæða um uppreist æru var sam-
þykkt á Alþingi auk viðeigandi
breytinga á fjölmörgum lagabálk-
um.
- Ég setti endurnýjun þyrluflota
Landhelgisgæslunnar í forgang og
inn á fjármálaáætlun.
- Ég lagði áherslu á að standa
vörð um þá styrkingu löggæslunnar
sem hófst árið 2013 er Sjálfstæð-
isflokkurinn tók við dómsmálaráðu-
neytinu.
- Ég kynnti til sögunnar mark-
mið um gæði löggæslu í löggæslu-
áætlun.
- Ég lét hefja vinnu við frum-
varp um skipta búsetu barna og
kynnti það fullbúið. Það hefur nú
verið samþykkt aðeins breytt.
- Frumvarp mitt um afnám laga-
ákvæða sem bönnuðu þjónustu á
helgidögum var samþykkt á Al-
þingi.
- Persónuverndarlög með
áherslu á stóraukin réttindi ein-
staklinga var samþykkt á Alþingi.
- Ég lagði fram lagafrumvarp
um aukna vernd tjáningarfrelsisins.
- Ég skipaði 15 dómara við nýj-
an dómstól í ríkri samvinnu við Al-
þingi og að undangenginni staðfest-
ingu Alþingis. Hvorki fyrr né síðar
hefur jafnmikilvæg stofnun verið
skipuð konum og körlum til jafns
frá upphafi.
- Ég kynnti aðgerðaáætlun um
meðferð kynferðisbrota í rétt-
arvörslunni sem hefur verið og
verður áfram grundvöllur breytts
verklags hjá lögreglu og dóm-
stólum.
Sem þingmaður hef ég og mun
áfram tala fyrir raunhæfum leiðum
í samgöngumálum og umhverf-
ismálum, fjölbreyttara rekstr-
arformi í heilbrigðisþjónustu og
lægri álögum á fólk og fyrirtæki.
Nú þegar við losnum úr viðjum
veirunnar hafa tækifærin til að tala
máli heimilanna og atvinnulífsins
sjaldan verið betri. Sjálfstæð-
isflokkurinn á brýnt erindi við kjós-
endur í haust. Hann þarf að leiða
næstu ríkisstjórn á forsendum hinn-
ar sígildu stefnu sinnar um frelsi
gegn helsi. Ég vil leggja mitt af
mörkum til að svo verði.
Eftir Sigríði
Ásthildi Andersen »Ég hef haldið uppi
málefnalegri gagn-
rýni frá hægri á ýmis
mál ríkisstjórnarinnar,
bæði innan og utan
stjórnar.
Sigríður Á. Andersen
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
Sumarprófkjör í Reykjavík
Fyrir rúmri viku
kynnti Kristján Þór
Júlíusson, sjávar-
útvegs- og landbún-
aðarráðherra, hvernig
hann ætlaði að haga
vinnu á grundvelli
umræðuskjals um
landbúnað á 21. öld
sem ber heitið Rækt-
um Ísland! og við
Hlédís H. Sveins-
dóttir, ráðgjafi og verkefnastjóri,
unnum á liðnum vetri í umboði ráð-
herrans ásamt fulltrúum ráðu-
neytis hans, Sigurgeiri Þorgeirs-
syni, fyrrv. ráðuneytisstjóra, og
Bryndísi Eiríksdóttur, sérfræðingi
í ráðuneytinu.
Kristján Þór sagði að nú tæki
við víðtækt samráð um skjalið. Það
liggur á samráðsgátt Stjórnarráðs-
ins. Efnt verður til 10 opinna funda
um allt land í byrjun júní þar sem
hlustað verður eftir viðhorfum
fólks, hugmyndum og ábendingum.
Víðtækt samráðið verður síðan
nýtt við endanlega útfærslu land-
búnaðarstefnu fyrir Ísland. Telur
ráðherrann að „stærsta hagsmuna-
mál íslensks landbúnaðar nú um
stundir“ sé að móta greininni
stefnu.
Vissulega er mikið í húfi að
markmiðið um samþykkt landbún-
aðarstefnu náist. Kristján Þór hef-
ur beitt sér stig af stigi fyrir því í
ráðherratíð sinni. Fyrir liggja
skilagreinar frá þeim sem end-
urnýjað hafa búvörusamninga og
sviðsmyndir unnar af KPMG. Var
tekið mið af þeirri vinnu þegar við
Hlédís fengum erindisbréf okkar
15. september 2020 með ósk um að
við skiluðum tillögum 31. mars
2021. Það tókst eftir meðal annars
64 fundi með bændum, hagaðilum
og sérfræðingum, að
mestu um netið á Co-
vid-tímum.
Eftir fyrstu fundina
og lestur fjölda gagna
varð niðurstaða okkar
að vinna verkið með
þrjár meginbreytur í
huga og heyra álit við-
mælenda okkar á því
hvort þær væru skyn-
samlegar, litið til
framtíðar. Breyturnar
eru: landnýting, lofts-
lag og leikni (ný tækni
og þekking).
Fundirnir og samráðið efldi okk-
ur í þeirri trú að við værum á
réttri leið. Þessir þrír þættir setja
því sterkan svip á 19 meginatriði
sem eru dregin fram og rökstudd í
skjalinu. Hver sem les textann sér
hins vegar að hann mótast mjög af
fjórðu meginbreytunni sem skýrð-
ist æ betur eftir því sem leið að
verklokum: alþjóðlegum straumum.
Mikilvægar skuldbindingar
Bændur gegna lykilhlutverki
þegar litið er til margra þátt sem
snerta alþjóðlegar skuldbindingar
íslenskra stjórnvalda. Þar ber hæst
markmið sem annars vegar hafa
verið sett í loftslags- og umhverf-
ismálum og hins vegar felast í al-
þjóðlegum og evrópskum viðskipta-
og markaðssamningum.
Hér ber fyrst að nefna heims-
markmið Sameinuðu þjóðanna frá
árinu 2015 um sjálfbæra þróun.
Markmiðin eru 17, þau taka til alls
heimsins og ber ríkjum að ná þeim
innan fimmtán ára eða fyrir 2030.
Í markmiðunum er meðal annars
kveðið á um verndun, endurheimt
og sjálfbæra nýtingu vistkerfa,
sjálfbæra stjórn skóga, stöðvun
jarðvegseyðingar, endurheimt
landgæða, viðhald líffræðilegrar
fjölbreytni, örugga og sjálfbæra
orku á viðráðanlegu verði og að
fæðuöryggi sé tryggt.
Að öllu þessu er vikið á einn eða
annan hátt í umræðuskjali okkar
enda er augljóst að þessi markmið
nást ekki hér nema virkjaðir séu
kraftar þeirra sem vinna að land-
búnaði og þeim beint til þessarar
áttar.
Sama blasir við í loftslagsmálum.
Íslensk stjórnvöld hafa að þjóða-
rétti skuldbundið sig til að starfa
innan regluverks sem miðar að því
að ná markmiðum Parísarsam-
komulagsins frá 12. desember
2015, stöðva aukningu á útblæstri
gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu
og halda hnattrænni hlýnun innan
við 2°C. Eftirlitsstofnun EFTA,
ESA, fylgist nú með framkvæmd
Íslendinga á þessum skuldbind-
ingum. Framkvæmdin krefst mið-
lægrar þátttöku bænda.
Eitt er að setja slík markmið og
annað að vinna að þeim og ná mæl-
anlegum árangri. Í loftslagsmálum
er óhjákvæmilegt að styðjast við
alþjóðlega viðurkennda staðla og
vottun, annars verða ekki til verð-
mæti sem eru gjaldgeng á al-
þjóðamarkaði til kolefnisjöfnunar.
Heimasmíðuð vottun dugar hvorki
sem viðurkenning á árangri né til
að verðleggja ávinning af bindingu
kolefnis.
Aðild að öflugu alþjóðlegu vott-
unarkerfi stuðlar að verðmætum
árangri og nýtist bændum við mat
á framlagi þeirra.
Sameiginlegi markaðurinn
Í umræðuskjalinu er farið í
saumana á áhrifum EES-
aðildarinnar á íslenskan landbúnað,
snýr það að framkvæmd á samn-
ingum um lækkun tolla og reglum
um varnir gegn því að dýra-
sjúkdómar berist til landsins. End-
anleg niðurstaða hefur ekki fengist
í tollamálin. Ekki hefur enn tekist
að tryggja hæfilegt jafnvægi milli
innflutnings á landbúnaðarafurðum
og tollkvóta. Íslenskir dýrastofnar
njóta hins vegar sérstöðu og
verndar.
Í árdaga Evrópusambandsins
var búið þannig um hnúta að stað-
inn yrði vörður um hag franskra
bænda en bíla mætti framleiða í V-
Þýskalandi svo að dregin sé upp
einföld mynd. Varðstaða um bænd-
ur og landbúnað hefur ávallt sett
sterkan svip á stefnu ESB og
framkvæmd hennar eins og sést til
dæmis af því hve stór hluti út-
gjalda á sameiginlegum fjárlögum
ESB rennur til stuðnings landbún-
aði.
Í umræðuskjalinu er bent á að í
sáttmála ESB um eigin starfshætti
sé gert ráð fyrir að víkja megi frá
samkeppnisreglum hvað varðar
framleiðslu og viðskipti með land-
búnaðarafurðir. Landbún-
aðarstefnan hafi forgangsáhrif
gagnvart samkeppnisreglum. Á
sviði ESB-landbúnaðar er sam-
keppni ekki markmið í sjálfu sér
heldur er hún tæki til að ná mark-
miðum landbúnaðarstefnunnar. Þá
er lögð áhersla á mikilvægi sam-
taka framleiðenda til að ná þessum
markmiðum enda er sterk hefð fyr-
ir sameiginlegum framleiðslu- og
sölusamtökum bænda í öllum Evr-
ópulöndum.
Við bendum á að framkvæmd ís-
lenskrar landbúnaðarstefnu ræðst í
senn af starfsskilyrðum samkvæmt
innlendri löggjöf og alþjóðlegum
skuldbindingum. Ekki megi túlka
alþjóðlegu skuldbindingarnar ís-
lenskum bændum og framleið-
endum í óhag eða hnykkja á þeim
með séríslenskum skilyrðum. Á
það bæði við um stórframleiðendur
og smáframleiðendur.
Við vitnum til framleiðenda sem
segja að regluverk um starfsemi
þeirra hér sé strangara en í öðrum
aðildarríkjum EES. Í skjalinu er
ekki felldur neinn dómur um þetta
atriði.
Það fellur vel að því sem segir í
skjalinu Ræktum Ísland! að land-
búnaðarráðherra hafi nú veitt leyfi
til heimaslátrunar. Rétt eins og
annars staðar í Evrópu þar sem er
lögmætt og lögð áhersla á að efla
heimaframleiðslu standa engar evr-
ópskar markaðsreglur gegn því að
sama sé gert hér á landi.
Hér á landi er svigrúm til að
setja sérstök lög og reglur í sam-
ræmi við það sem talið er nauðsyn-
legt til að innlendur landbúnaður
standi af sér ytri samkeppni enda
sé með því stuðlað að bættri fram-
leiðslu eða vörudreifingu, efldar
tæknilegar og efnahagslegar fram-
farir og neytendum tryggð sann-
gjörn hlutdeild í þeim ávinningi
sem hlýst.
Til að íslenskur landbúnaður
dafni í nýju alþjóðlegu umhverfi er
brýnt að alþingi samþykki reglur
um samband íslenskra samkeppn-
islaga og landbúnaðarstefnu sem
sé í samræmi við þarfir og að-
stæður á hverjum tíma. Íslend-
ingar lúta ekki sameiginlegri land-
búnaðarstefnu Evrópusambandsins
og þeir eiga ekki að búa eigin land-
búnaði verri starfsskilyrði en ráða
innan ESB.
Eftir Björn
Bjarnason »Hver sem les text-
ann sér að hann
mótast mjög af fjórðu
meginbreytunni sem
skýrðist æ betur eftir
því sem leið að verklok-
um: alþjóðlegum
straumum.
Björn Bjarnason
Höfundur er fv. ráðherra
Alþjóðlegir straumar um landbúnaðinn