Morgunblaðið - 14.05.2021, Síða 16

Morgunblaðið - 14.05.2021, Síða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2021 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf STOFNAÐ 1956 Glæsileg íslensk hönnun og smíði á skrifstofuna Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur Sími 510 7300 www.ag.is ag@ag.is Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni. Kjör eldri borgara eru mjög misjöfn eins og meðal annarra landsmanna. Margir eldri borgarar hafa það virkilega gott en ákveðinn hópur þeirra býr við mjög slæm kjör. Sumir talsmenn eldri borgara vilja draga upp þá mynd að allir sitji við sama borð. Að kjör allra eldri borgara séu mjög slæm. Því er blákalt haldið fram að ríkis- valdið gangi svo hart að eldri borg- urum að lífeyrissjóðstekjur séu skertar á hverjum einasta mánuði. Þetta er alrangt. Allir þeir sem fá greitt úr lífeyrissjóði halda sínum tekjum, en tekjurnar hafa áhrif á greiðslur frá Tryggingastofnun rík- isins. Allir fá einhverjar greiðslur frá TR nema þeir sem hafa tekjur meira en 616.184 kr. á mánuði. Þeir fá engar greiðslur frá TR. Milljón krónu maðurinn fengi um 300 þús. kr. frá TR Sumt af forystufólki eldri borg- ara hefur mjög hátt og telur þetta mikið óréttlæti. Það eigi að afnema allar skerðingar. Allir eigi að fá greiðslur frá TR. Ég fékk útreikning á því hvernig það kemur út fyrir þann sem hefur eina milljón á mánuði frá lífeyris- sjóði fyrir skatt. Hann fær útborg- að 588.292 kr. á mánuði. Ef engar skerðingar væru fyrir hendi fengi einstaklingur sem býr ekki einn 266.033 kr. á mánuði frá TR til viðbótar við sín laun. Einstaklingur sem býr einn fær 333.258 kr. á mánuði frá TR til við- bótar við sín laun. Það er ótrúlegt að sumum skuli finnast það eðlilegt að hlutverk Tryggingastofnunar eigi að vera að greiða hátekjufólki allt að 333.258 kr. á mánuði til viðbótar við sín góðu laun. Er þetta leiðin til að jafna kjör okkar eldri borgara? Lægsti hópurinn fengi ekkert Verði það að veruleika að allar skerðingar verði felldar brott hefur það verulegar afleiðingar eins og dæmin hér að ofan sýna. En hvað myndi þetta þýða fyrir einstaklinginn sem hefur eingöngu tekjur frá Tryggingastofnun? Aði- linn sem býr ekki einn fær 266.033 kr. á mánuði og fengi það áfram. Afnám skerðinga hefði engin áhrif á hans kjör. Sama gildir um þann sem býr einn. Hann hefði áfram 333.258 kr. á mánuði. Er það virkilega hlutverk sam- taka okkar eldri borg- ara að berjast fyrir því að auka þannig tekju- muninn? Viljum við að Trygg- ingastofnun ríkisins hafi þetta hlutverk? Það er glapræði að auka þannig launabilið. Konurnar sem gleymdust Margar konur sem nú eru komnar í hóp eldri borgara áttu ekki möguleika á sínum tíma á að vera á vinnumarkaðnum. Þær sáu um rekstur heimilis og ekki voru mögu- leikar á að koma börnum á leik- skóla. Konurnar spöruðu hinu opin- bera verulegar fjárhæðir með sínu framlagi. Hvernig er þetta metið? Þann tíma sem konan var við heimilisstörfin vann hún sér ekki inn nein réttindi í lífeyrissjóði. Það ætti að taka upp þá reglu að kona sem var heimavinnandi ynni sér inn réttindi hjá TR, ákveðna prósentuhækkun fyrir hvert ár. Það væri sanngjarnt. Hvað þarf að gera? Það er nauðsynlegt að Alþingi ræði fyrir þinglok hvernig við get- um bætt stöðu verst settu eldri borgara landsins. Benda má á að það gengur ekki að greiðslur frá TR skuli ekki hækka í samræmi við launaþróun í landinu. Nauðsynlegt er að hækka frítekjumark atvinnu- tekna verulega, en það er í dag 100.000 kr. Nauðsynlegt er að hækka frí- tekjumark annarra tekna, s.s. úr líf- eyrissjóði, upp í 100.000 kr. á mán- uði. Þetta myndi laga verulega stöðu þeirra sem búa við lökustu kjörin. Aftur á móti er nauðsynlegt að setja þak á greiðslur frá Trygg- ingastofnun ríkisins. Í dag er þakið 616.184 kr. á mánuði. Það getur ekki verið hlutverk Tryggingastofnunar ríkisins að greiða hæst launuðu lífeyrisþegum mánaðarlegar bætur. Stjórnmálamenn á Alþingi þurfa að ná samstöðu um að bæta kjör hinna verst settu. Jöfnum frekar bilið en að auka það. Jöfnum frekar bilið en að auka það Eftir Sigurð Jónsson »Milljón króna ein- staklingurinn fengi um 300 þúsund krónur á mánuði frá Trygginga- stofnun til viðbótar við sín laun. Sá tekjulági fengi enga viðbót. Sigurður Jónsson Höfundur er eldri borgari. Hinn 17. júní nk. eru 77 ár síðan Íslend- ingar stofnuðu lýð- veldið á Þingvöllum. Þar með lauk endan- lega aldalangri bar- áttu áræðinna, bjart- sýnna og stoltra forfeðra okkar fyrir frjálsu og fullvalda ríki. Minningin um þá stóru stund er greypt í huga okkar sem viðstaddir vorum hana árið 1944. Síðan þá hefur okkur miðað vel fram veginn á flestum sviðum, bæði félagslega, tæknilega og efnahags- lega, langt umfram það sem nokk- urn gat órað fyrir á þeirri stundu. Þakklæti, stolt og fögnuður fylltu huga þjóðarinnar gagnvart þeim sem baráttuna háðu og vildu Íslandi allt. Kynslóðir þrenginga og erfiðrar lífsbaráttu eru að hverfa og nýjar, sem þekkja fátt annað en frelsi og velsæld, teknar við. Undrun vekur að til séu þeir Ís- lendingar sem þrá að komast undir sæng hjá ESB, því mishlýtt virðist vera hjá aðildarþjóðunum undir sænginni. Mörgum manninum þykir þýlyndi núverandi þingmanna gagnvart til- skipunum EES og ESB með ólíkindum og tæpast eðlilegt. Samn- ingurinn hlýtur að heimila okkur að velja og hafna, en við kjósendurnir verðum lítið varir við umræður um tilskiparnar, þær virðast kokgleypt- ar í einu lagi án athugasemda. Er kannski eitthvað sem okkur hefur ekki verið sagt? Eitt gleggsta dæmið eru raforku- pakkarnir sem þingið ákvað að af- greiða sem þingsályktanir, þannig að ekki þurfti aðkomu forsetans. Eitt af því sem við fengum í fang- ið var aðildin að Schengen. Því fylgdi ferða- og atvinnufrelsi fyrir okkur í flestum ríkjum Evrópu. En tvívirkni samningsins virðist hafa farið framhjá þáverandi ráðamönnum okkar, því hátt í 500 milljónir Evrópubúa fengu samskonar rétt hér á landi. Auk þess sem við afsöluðum okkur yfir- ráðum yfir öruggu landamærunum okkar, vernduðum af sjálfu Atlantshafinu. Bretar og Írar höfnuðu aðild. Spyrja má, hvers vegna? Samkvæmt fréttum hefur mikill fjöldi Austur-Evrópubúa leitað hingað og ef dæma má eftir fréttum er þar margur misjafn maðurinn. Sagt er að hér séu 15 glæpagengi að mestu mönnuð fólki þaðan. Vissu- lega hefur líka komið þaðan prýðis- fólk, en það hefði trúlega komist inn án Schengen-aðildar okkar. En kannski hefðum við losnað við svörtu sauðina. Fyrir skömmu tilkynnti Ursula von der Leyen, forseti sambands- stjórnar ESB, að til stæði að hleypa flóttamönnum sem nú dvelja í Grikklandi, á Ítalíu og Spáni lengra norður og vestur í Evrópu, til þess að létta á fyrrnefndum ríkjum. Ef að líkum lætur þýðir þetta aukinn þrýsting frá aðkomufólki á landvist- arleyfi hér, enda hafa Danir, Svíar og Norðmenn hert á skilyrðum til slíks, til þess að minnka ásókn að- komufólks. Við köllum hælisleitendur, inn- flytjendur, atvinnuleitendur og flækinga einu nafni flóttafólk, án til- lits til þess hvaðan þeir koma, af hverju þeir koma og til hvers þeir koma. Fámennri þjóð eins og okkur er vandi á höndum og nauðsynlegt fyrir okkur að fara varlega og vanda valið á þeim sem inn er hleypt. Varasamt er að treysta um of á ytri landamæravörslu okkar, sem nú er í höndum Miðjarðarhafsríkja, en ekki okkar eigin. Orðtakið: Misjafn sauð- ur er jafnan í mörgu fé, er hollt að hafa í huga. Ef til vill væri skyn- samlegast fyrir okkur að koma okk- ur úr Schengen hið fyrsta. Fátt bendir til þess að flóttamannavand- inn sé að verða viðráðanlegri og okkur er skylt að vernda okkur sjálf, menningu okkar, sögu okkar og tungu, hvað sem allri fjölmenn- ingu líður. Eitt ber sérstaklega að hafa í huga og það er að það eru ekki þeir sem vilja sýna aðgát í móttöku flóttamanna sem valda vandanum. Nei, það eru þeir sem skapa þær að- stæður sem neyða fólk til þess að flýja heimaslóðir. Sjaldnast eru það náttúruhamfarir sem valda flóttan- um, orsökin er oftast manngerður vandi sem tengist þjóðerni, kynþátt- um, trúarbrögðum, stjórnmálum, hernaðarítökum, valdagræðgi og hungursneyðum. Vondu karlarnir eru oftar en ekki erlend ríki sem blanda sé í innanrík- isátök vegna eigin hagsmuna og halda þeim gangandi árum saman með hörmulegum afleiðingum fyrir hinn almenna borgara ríkjanna. Eitt er víst að það hugsar enginn betur um okkur en við sjálf. Við berum ábyrgð á eigin gjörðum og ef við villumst af vegi sitjum við uppi með afleiðingarnar. Smáþjóð verður að vera vel á verði í samskiptum sínum við fjölmennari þjóðir, því ekki eru allir viðhlæjendur vinir. En umfram allt, vöndum vel valið á hugsanlegum nýbúum, bæði okkar vegna og þeirra. Eftir Werner Ívan Rasmusson Werner Ívan Rasmusson » Ásókn stjórnmála- manna í ESB- sængina er lítt skiljan- leg, því núverandi aðild- arríkjum virðist vera mishlýtt undir henni. Hvað skyldi hlýjan kosta okkur? Höfundur er eldri borgari. Ólíkt hafast menn að

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.