Morgunblaðið - 14.05.2021, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.05.2021, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2021 ✝ Birna Gréta Halldórsdóttir fæddist 3. nóv- ember 1947. Hún lést á heilbrigð- isstofnun HSN á Sauðárkróki 28. apríl 2021. For- eldrar hennar voru Ásta Guð- mundsdóttir, f. 19.9. 1919, d. 17.5. 2001, og Halldór Björnsson, f. 13.1. 1921, d. 22.7. 2008. Birna átti sjö systkini. Elstur er Skúli Ragnar Guðmundsson, hálfbróðir, f. 18.8. 1942, sam- mæðra. Guðmundur Gylfi, f. 2. rich í Sviss og vann þar í eitt ár. Seinna fór hún til Hannover í Þýskalandi og vann þar um tíma. Eftir heimkomu réð hún sig á Sjúkrahús Siglufjarðar. Hún vann einnig á Kristneshæli um tíma. Síðustu áratugina vann hún á sjúkrahúsinu á Sauð- árkróki þar til hún lét af störf- um. Birna bjó lengst af í Suður- götunni í sínu húsi, þar til hún byggði sér hús í landi Stóru- Seylu sem hún nefndi Melkot. Birna var mikill dýravinur og átti alltaf fallegar kisur. Birna hafði gaman af að ferðast er- lendis. Hún var altalandi á þýsku. Birna verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju í dag, 14. maí 2021, klukkan 14. Streymt verður frá útförinni, stytt slóð: https://tinyurl.com/9knubxm8 Streymishlekk má finna á: https://www.mbl.is/andlat okt. 1949, dó í bernsku. Anna Sal- óme, f. 18.12. 1950. Margrét Erna, f. 31.10. 1952. Guð- björg Lovísa, f. 29.9. 1955. Hulda Unnur, f. 1.9. 1959. Guðmundur Gylfi, f. 18.8. 1963. Birna ólst upp í stórum systk- inahópi. Hún gekk hefðbundna barnaskólagöngu, fór síðan í Gagnfræðaskóla Sauðárkróks og lauk þaðan landsprófi. Seinna fór hún í Hjúkrunarskóla Íslands. Eftir útskrift þaðan fór Birna til Zü- Elsku Birna. Þegar við kveðj- um þig, kæra systir og mágkona, er margs að minnast. Við ólumst upp saman hjá foreldrum okkar á Stóru-Seylu í stórum systkina- hópi. Margt var nú brallað í þá daga og alltaf var nóg að gera. Þú fórst ung að heiman. Fórst í gaggann á Króknum og svo í Hjúkrunarskóla Íslands. Eftir út- skrift fórstu til Sviss og seinna til Hannover í Þýskalandi og vannst sem hjúkrunarfræðingur og varst svo til mállaus. Þú lærðir þýskuna vel og gast talað hana alla tíð. Þú talaðir oft um hversu fallegt væri í Þýskalandi og fórst nokkrum sinnum þangað. Þú hafðir mjög gaman af tón- list, ekki síst klassískri, og var María Callas í miklu uppáhaldi hjá þér. Það var ætíð mikill sam- gangur við þig í gegnum árin. Alltaf þegar við komum til þín hlóðstu veitingum á borð og allir þurftu að fara saddir heim. Þú byggðir þér hús í landi Stóru- Seylu sem þú nefndir Melkot. Það var gaman að koma til þín þangað á gamlar æskustöðvar. Það hefur verið erfitt að fylgjast með þér hverfa frá okkur inn í heim alz- heimer. Þú fórst inn á heilbrigð- isstofnun á deild tvö 13. nóvem- ber 2019. Þar var vel hugsað um þig. Aðstandendur Birnu þakka ykkur hlýju og góða umönnun henni til handa. Ég kveð þig hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð. Lifðu sæl á ljóssins friðarströnd leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannesdóttir) Elsku Birna okkar. Hvíldu í friði. Anna og Konráð (Konni). Í dag kveðjum við Birnu frænku okkar sem hefur verið svo stór hluti af lífi okkar alla tíð, sum okkar hafa haft á orði að hún sé búin að vera nokkurskonar amma okkar í gegnum tíðina. Birna var einstakur gestgjafi og það fór enginn út frá henni nema helst pakksaddur. Það voru margar gæðastundir sem við áttum með henni. Það var tilhlökkunarefni þegar stórmót í knattspyrnu voru því Birna var eindreginn stuðn- ingsmaður Þýskalands, og Man- chester United var hitt liðið sem hún fylgdist af alúð með. Alltaf var gaman að koma og sjá fót- boltaleiki með henni og voru veisluföng af bestu gerð með. Eftir að við uxum úr grasi og fórum sitt í hvora áttina þá voru þau mörg símtölin sem við áttum við hana. Oftar en ekki var um- ræðuefnið Alex Ferguson, Davíð Oddsson, komandi stórleikir í knattspyrnunni, eða hvernig gengi hjá börnum okkar, en Birna var þeim einstök og gjaf- mild með eindæmum. Elsku Birna, þú hefur fengið verðskuldaða hvíld eftir glímu við óvæginn sjúkdóm. Við geymum minningar um þig í hjörtum okk- ar og við þökkum fyrir allar góðu stundirnar og kveðjum einstaka hjartahlýja manneskju sem mun lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Guð blessi minningu Birnu. Gísli, Ása , Davíð, Elvar. Elsku Birna. Þú hefur verið stór hluti af fjöl- skyldunni okkar í gegnum tíðina. Umhyggja þín í okkar garð var alla tíð mjög mikil og þú varst alltaf til staðar fyrir okkur. Það er skrýtið að hugsa til þess að nú sértu farin. Þegar litið er til baka eru margar minningar sem koma upp í hugann. Heimsókn- irnar til ykkar Æju á Suðurgöt- una eru ofarlega í minni en góð- vild þín gagnvart henni var einstök. Allar heimsóknirnar til þín í Melkot þar sem gestrisni þín og gleði var mikil. Allir kettirnir sem þú áttir í gegnum tíðina og unnir svo heitt og nú undir lokin samverustundirnar okkar uppi á spítala. Umhyggja þín gagnvart dýr- um var alla tíð mikil, þú sást alltaf til þess að þau hefðu nóg að eta og hugsaðir einstaklega vel um kett- ina þína og hestana. Söngur þinn og systranna á heyvagninum er eftirminnilegur og ljóminn í andliti þínu þegar spiluð var tónlist eða lagið tekið er minning sem við munum aldrei gleyma. Með þessari kveðju látum við fylgja textann við síðasta lagið sem við sungum saman, Lítill fugl, í flutningi Ellýjar. Lítill fugl á laufgum teigi losar blund á mosasæng, heilsar glaður heitum degi, hristir silfurdögg af væng, flýgur upp í himinheiðið, hefur geislastraum í fang, siglir morgunsvala leiðið, sest á háan klettadrang, þykist öðrum þröstum meiri, þenur brjóst og sperrir stél, vill að allur heimur heyri hvað hann syngur listavel. Skín úr augum skáldsins gleði. Skelfur rödd við ljóðin ný, þó að allir þrestir kveði þetta sama dirrindí. Litli fuglinn ljóða vildi listabrag um vor og ást. Undarlegt að enginn skyldi að því snilldarverki dást. (Örn Arnarson) Hvíldu í friði, elsku Birna okk- ar. Linda Hrönn, Hafdís og Helga. Birna Gréta Halldórsdóttir ✝ Elín Þórdís El- ísdóttir hús- móðir var fædd 20. maí 1943 á Rand- versstöðum, Hey- dalasókn í Breið- dal, S-Múl. Hún lést 9. apríl 2021. Faðir hennar var Elís Geir Guðnason, f. 16. júní 1916, d. 22. apríl 1994. Móðir hennar var Valborg Guð- mundsdóttir, f. 1. maí 1918, d. 2. apríl 1993. Eiginmaður hennar frá 28. des. 1969 var Kolbeinn Skag- fjörð Sigurðsson, f. 27. mars 1966. Barn þeirra er Kolbeinn J. Skagfjörð Jóhönnu- son, f. 4. jan. 1990. Kolbrún Lilja Kolbeinsdóttir, f. 8. des. 1973. Sambýlismaður hennar er Jón Jakobsson, f. 13. des. 1969. Börn þeirra eru: Ólafur Björgvin Jónsson, f. 3. des. 2003, Ormur Karl Jónsson, f. 30. júlí 2005, Jakob Jónsson f. 24. mars 2009. Alsystkin Elínar Þórdísar eru: Guðný Sigríður Elísdóttir, f. 18. ágúst 1940, d. 12. des. 1994. Ragnar Elísson, f. 30. okt. 1941. Guðmundur Elísson, f. 22. okt. 1944. Hulda Sigrún Elísdóttir, f. 25. feb. 1948, d. 1. des. 2014. Jón Árni Elísson, f. 8. apríl 1950. Egill Reynir El- ísson, f. 1. júlí 1952, d. 7. sept. 2000. Magnús Hafsteinn El- ísson, f. 31. jan. 1954. Randver Ásgeir Elísson, f. 16. sept. 1956. Útför hefur farið fram. 9. júní 1940, d. 17. apríl 1983. Börn: Kristín Kolbeins- dóttir, f. 31. maí 1962. Eiginmaður hennar er Grettir Hjör- leifsson, f. 29. mars 1961. Börn þeirra eru: Sandra Grettisdóttir, f. 6. des. 1986, Steinar Grettisson, f. 2. jan. 1988, Silvía Grettisdóttir f. 14. feb. 1992. Jóhanna Valborg Kolbeins- dóttir, f. 15. ágúst 1969. Eig- inmaður Reynir Stefánsson, f. Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér. Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf þér. Mamma okkar, hún Dísa, var einstök kona. Í útförinni söng Ósk- ar Pétursson lagið um Íslensku konuna sem allt á að þakka vor þjóð. Við eigum mömmu okkar margt að þakka og minningarnar eru margar þar sem við urðum all- ar þeirrar gæfu aðnjótandi að búa í nálægð við hana. Frá því að við munum eftir okk- ur fengum við heimasaumuð, hekluð og prjónuð föt sem stóðust ávallt nýjustu strauma í tískunni. Mamma passaði upp á það. Á þeim tíma var siður að fá ný föt á sum- ardaginn fyrsta, fyrir skólann og fyrir jólin. Þó efnin væru ekki alltaf mikil þá var passað rækilega upp á þetta og nýju flíkina eða skófatn- aðinn sýndum við stoltar hvert sem við fórum henni til mikillar gleði. Við vorum ekki gamlar þegar við vorum farnar að hekla, prjóna og sauma út undir handleiðslu mömmu. Við búum enn að þeirri kennslu og það fáum við henni seint fullþakkað. Hún var dugnaðarforkur sem þurfti að hafa nóg fyrir stafni. Henni féll aldrei verk úr höndum sem sást best á því að hún þurfti næstum því heilt herbergi undir handavinnuna sína. Hún passaði að sortera allt og hafa í röð og reglu. Það voru yfirleitt nokkur stykki í gangi í einu og nú síðast vann hún að ungbarnateppi, fermingarteppi og þrítugsteppi handa barnabörnunum og fyrsta langömmustráknum sínum. Hún horfði gjarnan á Criminal Minds og á meðan var alltaf unnin handavinna. Eftir að hljóðbæk- urnar komu til sögunnar hlustaði hún á meðan hún vann. Hún var einkar natin við ömmubörnin sín, bauð þeim oft að gista hjá sér og þá var ýmislegt brallað, farið í gönguferðir, bakað, prjónað, heklað o.s.frv. Hún var alltaf tilbúin til að passa fyrir okk- ur dæturnar og líklega hefði upp- eldið nú gengið brösuglegar ef hennar hefði ekki notið við. Hún fylgdist vel með ættingj- um og vinum og eftir að Facebook kom til sögunnar var hún alsæl og naut þess að fylgjast með ættingj- um og vinum. Hún var mikill náttúruunnandi og elskaði að fara í gönguferðir. Þá tók hún mikið af myndum, ekki síst á haustin þegar litadýrðin var sem mest. Hún var staðráðin í því að kistan hennar yrði máluð í lit- um norðurljósanna þegar þar að kæmi og það tókst með aðstoð góðra vina. Í nokkur ár sá hún um kaffið í Davíðshúsi og á Sigurhæðum. Hún elskaði skáldin, Davíð Stef- ánsson og Matthías Jochumsson, og líklegast hefur henni hvergi liðið betur í vinnu en einmitt þar. Það er mikill missir að ættmóðurinni og mjög undarleg tilfinning að geta ekki skroppið til mömmu. Oftar en ekki er hugs- unin um að kíkja í kaffi komin í kollinn en svo hellist raunveru- leikinn yfir. Og loks þegar móðirin lögð er í mold þá lýtur þú höfði og tár falla’á fold. Þú veist, hver var skjól þitt, þinn skjöld- ur og hlíf. ... (Ómar Ragnarsson) Hvíldu í friði, elsku mamma. Þínar dætur, Kristín, Jóhanna Valborg og Kolbrún Lilja. Elín Þórdís Elísdóttir Elsku Kristófer minn. Það var mikið áfall þegar hringt var í mig sunnudag- inn 25. apríl og sagt að þú værir látinn. Undanfarnir dagar hafa verið erfiðir fyrir fjölskylduna alla og þína vini. Missir foreldra þinna og systra er mestur og bið ég allt það góða sem til er að veita þeim allan þann styrk og stuðning sem þau þurfa á að halda í þeirra miklu sorg. Þinn dánardagur er sami og ömmu þinnar sem lést fyrir nokkrum árum og trúi ég því að hún og afi þinn hafi tekið á móti þér og hlúð að þér, elsku Kristó minn. Þú varst einstaklega ljúfur og góður strákur, myndarlegur með fallegt bros. Brostir og spjallaðir þegar við hittumst hvort sem var í fjölskylduboðum eða í vinnunni þinni í búðinni. Fallegur að utan sem innan. Elsku besti frændi, mikið á ég og við öll eftir að sakna þín um ókomna tíð. Ég skal reyna að vera til staðar og styðja mömmu þína og systur. Hvíldu í friði og ró, besta gull. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson) Vala og Jón (Nonni). Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Kynni okkar í Fjölbrautaskól- anum í Garðabæ af Kristófer Inga Kjærnested voru allt of stutt. Það er erfitt að skilja lífs- ins gang þegar ungur maður er tekinn frá okkur þegar hans ganga er rétt að hefjast. Hugur okkar er með ástvinum Krist- ófers og vonandi munu minning- ar um góðan dreng hjálpa þeim að takast á við sára sorg. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ er fátækari í dag en hann var. Kristinn Þorsteinsson, skólameistari FG. Það er svo óraunverulegt að kveðja góðan vin okkar svona ungan, rétt tæplega sautján ára. Við áttum von á að fylgjast að í gegnum lífið og láta draumana okkar rætast. Kristófer Ingi var náinn og góður vinur okkar allra og sá eini sem við þekkjum sem var alltaf fullur af gleði sem smitaði út frá sér. Við kynntumst í upphafi níunda bekkjar í Garðaskóla og var hann stór hluti af okkur strax frá upphafi Kristófer Ingi Kjærnested ✝ Kristófer Ingi Kjærnested fæddist 8. júní 2004. Hann lést 25. apríl 2021. Útför hans fór fram 12. maí 2021. og hafði ótrúlega mikil áhrif á okkur. Við höfum ekki hitt skemmtilegri mann og einhvern veginn tókst honum að gera alla daga bjartari og alla hluti skemmtilegri. Það fór ekki á milli mála að hann ætlaði sér langt í lífinu og hann deildi með okkur sínum framtíðardraumum. Kristó var alltaf brosandi og hafði gaman af því að koma öðr- um til að brosa og hlæja. Hann vildi að öllum í kringum sig liði vel og ef einhver var illa upp- lagður lagði hann sig fram um að kalla fram bros og átti létt með að koma okkur öllum í gott skap. Kristó átti auðvelt með að kynn- ast fólki og var alls staðar vel lið- inn, hann var alltaf stjarnan í hópnum með sinni óendanlegu orku og stuði og skapaði geggj- aða stemningu hvar sem hann kom. Við eigum margar dýrmæt- ar minningar sem við keppumst við að rifja upp. Hann var stjarna Vestmannaeyjaferðar- innar, sem var útskriftarferðin okkar úr Garðaskóla, með ótal frábærum uppákomum og gríni. Kristófer var alltaf með putt- ann á púlsinum þegar kom að klæðaburði og hugsaði sig sjald- an tvisvar um þegar hann var búinn að ákveða eitthvað þó að hann vissi að það væri ekki mjög skynsamlegt. Hann átti erfitt með að standast flott föt. Hann hikaði ekki við að kaupa þau þó að öll mánaðarlaunin væru undir. Það var sérstaklega minnisstætt þegar hann keypti hvíta vestið sem var hægt að snúa við og þá varð það blátt og svart camo. Hann mátaði vestið, horfði á sig í speglinum í dágóða stund og sagði „hví ekki, það lítur vel út“ og labbaði út úr búðinni með tómt veski. Hann kunni að lifa lífinu og naut þess í botn. Eins var hann uppfullur af góðum hugmyndum og lausnamiðaður eins og þegar verkefnið var að skrifa ritgerð um íslenskan lista- mann. Kristó fannst liggja beint við að skrifa um Gillz og þegar kennarinn reyndi að sannfæra hann um að hann væri ekki lista- maður, hafði Kristó bara sam- band við Gillz án þess að þekkja hann neitt. Gillz svaraði um hæl að hann væri nú heldur betur listamaður og kennarinn gat ekki annað en samþykkt verk- efnavalið. Í vikunni áður en Kristófer lést hittumst við vinirnir og rölt- um saman og Kristófer kom á rafmagnshlaupahjólinu að hitta okkur, hann mætti með látum og skransaði með innkomu eins og hefði hæft stórstjörnu. Það er erfitt að kveðja góðan vin og trúa að hann sé raunverulega farinn, en við höldum áfram að rifja upp og deila öllu því góða og fallega sem hann Kristófer gaf okkur. Við sendum fjölskyldu Krist- ófers okkar dýpstu samúðar- kveðjur og minning hans mun lifa með okkur, við munum aldrei gleyma þér og munum ávallt sakna þín. Þínir vinir, Brynjar, Kolbeinn og Þorsteinn Gunnar. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minning- argreinum til birtingar í öðrum miðl- um nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargrein- unum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánu- degi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Formáli | Minningargreinum fylgir for- máli sem nánustu aðstandendur senda inn. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.