Morgunblaðið - 14.05.2021, Síða 20

Morgunblaðið - 14.05.2021, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2021 ✝ Brynja Jóns- dóttir fæddist á Húsavík 27. maí 1967. Hún lést á heimili sínu í Grindavík 4. maí 2021 eftir skamm- vinna baráttu við krabbamein. Hún er elsta dóttir hjónanna Halldóru Maríu Harð- ardóttur, f. 13.9. 1949, og Jóns Helga Gests- sonar, f. 30.10. 1943. Brynja ólst upp á heimili foreldra sinna að Höfðavegi 30 á Húsa- vík ásamt systrum sínum. A. Heiðrún, f. 9.7. 1969, eig- inmaður Jóhannes Sigurðsson, f. 2.4. 1960, börn Jón Hallmar Stefánsson og Heiðveig Björg Jóhannesdóttir. Synir Jóhann- esar eru Sigurður Logi, Andrés Már og Tómas Hrafn, barn Björk. Foreldrar Trausta eru Sverrir Karlsson, f. 25.11. 1944, og Guðný Jónsdóttir, f. 11.2. 1947, búsett í Mývatnssveit, systkini Trausta eru Karl og Edda Björg. Brynja gekk í Barnaskóla Húsavíkur og síðar Gagnfræða- skóla Húsavíkur, en hún stund- aði nám við Trajarnskolan í Gautaborg í Svíþjóð á árunum 1978-1979. Hún fór í Hús- mæðraskólann á Varmalandi veturinn 1984. Þá flutti hún til Húsavíkur og hófu þau Trausti sambúð, þau bjuggu á Húsavík en fluttu 2014 til Grindavíkur. Brynja vann á yngri árum ýmis störf, en var verslunarstjóri Nettó í Grindavík síðustu sjö árin og þar áður versl- unarstjóri Kaskó á Húsavík í áraraðir. Útförin fer fram frá Húsa- víkurkirkju í dag, 14. maí, klukkan 14:00. Einnig verður útförinni streymt á Facebook-síðu Húsa- víkurkirkju. Andrésar og Bjark- ar Björnsdóttur er Heimir. B. Díana, f. 26.5.1974, eig- inmaður Jón Ing- ólfsson, f. 27.9. 1972, börn þeirra eru Sara Dögg, Guðrún Halla og Jón Helgi. Brynja kynntist ung eftirlifandi manni sínum, Trausta Sverrissyni, f. 20.6. 1969, þau gengu í hjónaband 20.6. 1997, börn þeirra eru A. Helga Jóna, f. 22.5. 1987, gift Hafliða Hjaltalín, f. 12.2. 1980, synir þeirra eru Hilmar Daði og Hafþór Atli, fyrir átti Haf- liði dótturina Hafdísi Hjaltalín, B. Halldór Guðni, f. 7.11. 1991, maki hans Aníta Rut Guðjóns- dóttir, f. 22.12. 1988, dætur þeirra eru Katrín Eva og Elfa Elsku mamma, það er sárt og óraunverulegt að sitja og skrifa þessi orð til þín, það passar bara ekki, þú áttir svo margt eftir. Við áttum svo margt ógert. Ég reyni að greiða úr þeirri til- finningaflækju sem hefur stækk- að síðustu vikur á meðan þú barð- ist eins og ljón við veikindin. Tilfinningin sem er einna sterk- ust er þakklæti, þakklæti fyrir að hafa fengið tímann sem við áttum saman og fyrir þær minningar sem við eigum. Við vorum svo nánar, mæðgur, bestu vinkonur og þú varst mín manneskja í gegnum allt. Þegar ég hugsa til æskuáranna þá brýst fram bros í gegnum tárin, þú varst virkur þátttakandi í öllu því sem við systkinin tókum okkur fyrir hendur. Vinir okkar voru alltaf velkomnir og andrúmsloftið í kringum þig einkenndist af já- kvæðni, gleði og væntumþykju. Fólk segir okkur líkar í útliti og fasi, það þykir mér vænt um. Ef við fáum eitthvað á heilann verð- um við báðar að framkvæma það helst í gær. Þú tekur allt með trompi eins og síðustu vikurnar í veikindunum þínum þá prjónaðir þú vettlinga og enduðu pörin í rúmum sextíu, allir fengu par, öll- um verður hlýtt. Þú ert sú allra besta amma sem ég veit um og synir mínir heppnir að hafa átt þig að. Alveg sama hvað kom upp á þú mættir; til að kæla kúlu, hugga og knúsa. Þú varst full af umhyggju og hlýju sem strák- arnir sóttu svo í, þeim fannst notalegt að fá að vera með þér þótt ekkert plan væri, bara þetta hversdagslega sem er svo dýr- mætt. Samband þitt við Halla var líka einstakt og fallegt, ykkur þótti vænt um hvort annað. Þú varst bandamaður Halla, ef mér fannst hann ganga of langt í sín- um áhugamálum og ég tuðaði þá var svarið: „Æi, Helga það er nú hollt að eiga áhugamál.“ Þú hefur alltaf verið dugleg, hörð af þér og komið öllu vel frá þér. Þú eyddir aldrei orkunni í neikvæðni, það er svo tilgangslaust. Hugsaðir alltaf vel um alla og fannst góða kosti í öllum. Trúðir á önnur tækifæri og að allir hafi eitthvað gott fram að færa, það er allt eitthvað sem ég vil tileinka mér. Ég sagði alltaf við þig að þú þyrftir ekki að kvíða því að verða gömul, ég myndi hugsa vel um þig, þú ættir það inni hjá mér. Það nístir að hugsa til þess að þú fáir ekki að njóta þeirra forréttinda að verða gömul með okkur þér við hlið. Það var mér ómetanlegt að hafa verið þér við hlið í veikindum. Þótt veik- indin hafi tekið toll af þér, hélstu húmornum, gleðinni og gerðir alla daga bærilegri með þínum einstaka ljóma. Öll ferðalögin sem við fórum í, hestaferðir, út- landaferðir, 50 ára afmælis fjöl- skylduferðin, jólaferðirnar til Póllands sem áttu að verða að hefð og góðu stundirnar verða varðveittar. Þú varst svo víðáttu- hress og gaman að vera í kring- um þig, frasarnir þínir og brand- ararnir verða varðveittir, við getum yljað okkur með að rifja það allt upp. Ég, Halli og strákarnir erum þér þakklát fyrir allt það sem þú hefur kennt okkur, gert með okk- ur og verið til staðar fyrir okkur. Elsku mamma, þú varst ótrú- leg og okkur þykir endalaust mikið vænt um þig. Þú ert sú allra besta. Þín Helga Jóna. Elsku mamma mín, það að ég sitji hér og skrifi þessi orð staðfestir blákaldan raunveruleikann allt of mikið. Ég á erfitt með að sætta mig við að þú sért farin frá mér og okkur öll- um. Hvernig má það vera? Elsku mamma mín, takk fyrir að gefa mér einstaka barnæsku. Ég á endalaust af góð- um minningum og gerðir þú mér kleift að njóta uppvaxtaráranna á Húsavík til fulls. Heimili okkar var alla tíð opið og vinirnir ávallt velkomnir. Ég var alltaf mikill mömmustrákur og sótti mikið í nánd þína og hlýju. Ég var alltaf svo stoltur af því að þú værir mamma mín. Þú komst mér sí- fellt á óvart eins og t.d. þegar við sátum á bekk í Svíþjóð í fótbolta- ferðalagi og þú byrjaðir að vísa níræðri konu til vegar á reiprenn- andi sænsku. Elsku mamma mín, takk fyrir að hafa alltaf verið tilbúin að hlusta og ræða pæling- ar mínar hvort sem þær sneru að svartholum, uppruna alheimsins eða hvort það sé hægt að ofsjóða egg. Okkur fannst báðum ekkert rosalega gaman að tala í síma en oftar en ekki enduðum við á að spjalla í lengri lengri tíma. Ég mun sakna þess mikið að hringja í þig þar sem þú varst alltaf fyrsta manneskjan sem ég leitaði til ef mig vantaði ráðleggingar. Elsku mamma mín, þú kenndir mér svo margt í gegnum lífið. Með þig sem fyr- irmynd lærði ég fljótt hvernig ætti að koma fram við aðra, af góðmennsku, virðingu og glað- lyndi. Sjá alltaf það góða í öllum og taka fólki eins og það er. Með því að fá að fylgjast með þér í bæði vinnu og daglegu amstri lærði ég hvað dugnaður var og mikilvægi þess að gefa sig allan í þau verkefni sem maður tekur sér fyrir hendur. Því eldri sem ég verð hef ég einnig komist að því að þú kennd- ir mér snemma að vera sjálfstæð- ur. Þrátt fyrir að þú hafir alltaf verið til staðar þá léstu mig alltaf finna að ég gat gert hlutina sjálf- ur og hafðir alltaf trú á mér. Elsku mamma mín, þegar ég horfi á eldri stelpuna mína, hana Katrínu Evu, þá er ég svo þakklátur fyrir að sjá hvað hún minnir mig mikið á þig. Rauða fallega hárið, fer ekki sömu leið og allir aðrir í fatavali o.fl, gleðin og góðmennskan. Tíminn sem átti að vera fram undan hjá þér, elsku mamma, átti að vera tími uppskeru eftir allan dugnaðinn sem þú lagðir á þig í gegnum tíðina. Tími þar sem þú ætlaðir að ferðast og leika þér meira. Það tekur mig svo sárt að þú hafir ekki fengið að njóta upp- skerunnar betur. Einnig nístir það hjarta mitt að stelpurnar mínar fái ekki að eiga meiri tíma og stundir með þér. Ég og Aníta munum gera okkar allra besta til þess að kenna þeim öll góðu gild- in þín og halda minningu þinni á lofti. Elsku mamma mín, þú varst einstök manneskja í alla staði, ég elska þig. Þinn Halldór Guðni Traustason. Elsku Brynja, það virðist enn svo óraunverulegt að þú sért far- in frá okkur þar sem við áttum svo ótal margt ógert í lífinu. Frá fyrstu stundu frá því ég varð tengdasonur þinn tókstu mér og Hafdísi opnum örmum og gerðir allt fyrir okkur. Þín hamingja var oftast fólgin í því að þínu fólki liði sem allra best og það gerðir þú svo sannarlega fyrir mig og mína. Það var nú ekkert tiltökumál fyr- ir þig að flytja búferlum þvert yf- ir landið á eftir mér, Helgu og strákunum þar sem þú sagðir að „heima“ væri bara þar sem manni liði vel og hefði fólkið sitt í kringum sig. Enda kom það á daginn að betra bakland hefðum við Helga ekki getað kosið þegar upp er staðið. Þó svo að það væri hreinn barnaskapur að bera hrjóstrugt hraunið saman við fal- leg Kinnarfjöllin en það er nú önnur saga. Ég minnist Póllandsjólaferð- anna ykkar Helgu og Eddu með bros á vör þar sem ég var alltaf fenginn í það að skipuleggja ferð- irnar, frá því að panta flug, íbúð- ir, afþreyingu alveg upp í það að plana skotæfingar með M-16- byssum í skuggalegum neðan- jarðarbyrgjum í Póllandi. En enn þann dag í dag skil ég ekki af hverju ég átti að búa til leiðbein- ingakort um hvernig þið kæmust á jólamarkaðinn þar sem engin af ykkur kunni að lesa á kortið og hvað þá hvernig það ætti að snúa! Mér finnst það hafa verið for- réttindi að fá að verða þér sam- ferða í lífinu þó svo ég hefði kosið lengri tíma með þér en eins og þú sagðir í þínum veikindum að þér hefðu verið gefin þessi spil á hendi og þú þyrftir bara að spila úr þeim þá verðum við sem eftir erum að spila vel úr okkar spilum þér til heiðurs. Ástarkveðjur, Hafliði Hjaltalín. Elsku besta amma okkar. Þú gerðir alltaf allt fyrir okkur. Tókst alltaf svo vel á móti okkur þegar við komum við hjá þér í búðinni á leiðinni heim úr skól- anum. Amma, þú hjálpaðir okkur alltaf ef við þurftum á hjálp að halda. Það var gaman að lesa fyr- ir þig. Við máttum alltaf gramsa í öllu fína dótinu þínu. Þú sagðir aldrei nei við okkur, stundum sagðir þú „gerum það seinna“. Okkur fannst svo gaman að gista hjá þér, fara í heita pottinn, horfa á mynd og halda partí. Okkur fannst þú sterk og flott þegar þú keyrðir mótorhjól. Þú varst fynd- in og kenndir okkur marga góða brandara. Þú gafst okkur líka oft alls konar gjafir, sumar þeirra voru mjög fyndnar. Ef okkur langaði í eitthvað þá reyndir þú að gefa okkur það eins og blaut- búningana sem eru mjög skemmtilegir. Þú vildir líka gera alls konar skemmtilega hluti með okkur. Það var gaman að fara með þér til útlanda og þú komst með okkur í sund þar sem voru hákarlar í rennibrautinni. Amma, við elskum þig og eigum eftir að sakna þín svo mikið, þú ert falleg og góð. Knús og kossar! Hilmar Daði og Hafþór Atli. Mín allra besta er komin heim til Húsavíkur og í dag mun ég fylgja henni síðasta spölinn í ferðalaginu sem hún hóf fyrir að- eins fjórum mánuðum. Ferðalagi sem Brynja ætlaði sér sannar- lega ekki að fara í en dundi yfir allt of snemma og með miklum þunga á okkur öll. Brynja ætlaði sér að fara í mörg ferðalög og þetta var ekki eitt af þeim. Hún sagði mér að hún myndi fylgja mér áfram í mínum lífsins ferða- lögum og bað mig að vera ekki hrædda þótt ég fyndi fyrir henni blása ofan í hálsmálið. „Lofar þú því að vera ekki hrædd?“ sagði hún. „Þú verður að lofa.“ Ég lof- aði því, ég verð ekki hrædd. Í dag ætla ég að klæða mig í kjólinn sem hún gaf mér, kjólinn sem Bimbs lék á þegar hún klæddist honum og í dag ætla ég að leika á hann líka. Brynja var stóra systir mín. Við höfum verið afar nánar syst- ur frá því ég man eftir mér. Ég man að ég svaf í herberginu hjá henni þegar hún var á unglings- árunum og áfram eftir að hún flutti að heiman. Þá var Trausti svo til nýfermdur, kominn inn í líf hennar. Hann er mikill happa- fengur fyrir okkur öll. Á unglingsárunum dvaldi ég mikið á heimili Trausta og Brynju og er ég óendanlega þakklát fyrir að hafa átt þau að þá og ætíð síðan. Elskuleg börnin þeirra og barnabörnin, Helga Jóna og Halli, Hafdís, Hilmar Daði og Hafþór Atli og Halldór Guðni og Aníta Rut, Katrín Eva og Elfa Björk, eru ekki síður happafengur fyrir okkur öll. Það eru svo ótalmargar góðar minningar sem Brynja skilur eft- ir sig, hún var einstaklega góð á hvaða hátt sem á það er litið. Hún var orðheppin og með snilldar- kímnigáfu. Allir frasarnir sem við höfum getað skemmt okkur yfir í gegnum árin og ekki síður núna á þessum erfiðu tímum. Þrátt fyrir afar grimma og snarpa baráttu við krabbamein ríghélt hún í gleðina og góða skapið allt til hins síðasta. Hún hafði áhyggjur af öllum öðrum en sér sjálfri. Ég var enn litla systir hennar, sem hún passaði upp á að vernda fyrir ógninni sem fylgdi veikind- unum. Hún nýtti tímann okkar saman í annað en að tala um eða velta þeim fyrir sér. Það var mér mikils virði að eiga góðar stundir með henni frá því hún veiktist, rifja upp góðar stundir, hjúkra henni á hennar allra viðkvæm- ustu stundum og vera hjá henni þegar hún fór í sína hinstu för. Ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa átt elsku bestu Brynju fyrir systur og afar sorgmædd yfir að hafa hana ekki lengur hjá mér. Ég veit að allt það góða fólk sem á undan er farið hefur tekið í hönd þína elsku Brynja og leitt þig áfram eftir að við fjölskyldan sem umvöfðum þig síðustu klukkustundirnar slepptum af þér hendinni. Brynja var sann- arlega einstök og einfaldlega best. Hvíl þú í friði elsku systir. Ég mun ávallt sakna þín, Díana Jónsdóttir. Allt of oft birtist dauðinn okk- ur miskunnarlaus og skilur eftir sig djúp og torlæknanleg sár. Þannig birtist hann okkur nú þegar elsku Brynja kveður eftir fjögurra mánaða baráttu við krabbamein. Eftir afar snarpa og erfiða baráttu trúi ég því að dauð- inn hafi birst henni bjartur og líknandi. Brynja var stóra systir mín og tók það hlutverk alvarlega. Þegar ég fletti gömlum albúmum sé ég að iðulega hélt hún í höndina á mér þegar við vorum litlar og því er það mér mikils virði að hafa haldið í hennar hönd þegar hún kvaddi. Þrátt fyrir að hafa verið ólíkar man ég bara eftir einum snörpum orðaskiptum, þá vorum við unglingar, ég elskaði Duran Duran en hún var pönkari. Tók hún mína spólu úr heimilisgræj- unum og setti sitt pönk á, þetta þótti mér frekleg framganga og í eina skiptið á ævinni uppnefndi ég hana. Ég kallaði hana rauðkál. Brynja hélt ró sinni, hefndi sín og kallaði mig hvítkál. Brynja var listræn og byrjuð að sauma sér föt fyrir fermingu. Fór ekki alltaf formfastar leiðir, það gerði hana bæði einstaka og sérlega skemmtilega. Fjölskyld- an var henni afar mikilvæg. Hún var lánsöm að kynnast Trausta þegar þau voru ung. Við Díana gerðum grín að því að hann hefði enn verið í fermingarkyrtlinum þegar leiðir þeirra lágu saman. Það var gæfa hennar að hafa fundið traustan og góðan lífsföru- naut. Á vissan hátt ólu þau hvort annað upp, þroskuðust saman úr unglingum í vandaða fullorðna einstaklinga. Samstiga í lífsins ólgusjó. Brynja varð ung móðir og eru ömmubörnin fjögur. Brynja var góð amma og er miss- ir barnanna mikill. Brynja var sterkur persónu- leiki en á sama tíma viðkvæm. Lunkin við að forðast deilur, var nærgætin og tillitssöm og oftar en ekki málsvari þeirra sem minna máttu sín. Hún var með einstaka kímnigáfu. Tilsvör henn- ar voru oft fyndnari en orð fá lýst og á sínum sárustu stundum í veikindum hélt hún í það. Hún bar sorgir sínar ekki á torg og í veikindum sínum hafði hún áhyggjur af öllum öðrum en sjálfri sér. Þegar ég spurði hana hvort hún kviði fyrir því að kveðja horfði hún á mig, bæði sorgmædd og glettin: „Áttu við að deyja? Ég veit það ekki, ég hef aldrei dáið áður, ég veit ekkert hvernig það er.“ En við sammæltumst um að það hafa margir góðir dáið á und- an og við höfum ekki heyrt neinar kvartanir. Annars vildi hún lítið ræða kveðjustundina, hún var ekki södd lífsdaga og ætlaði sér ekki að deyja. Ég veit að hún bíð- ur mín þegar minn tími kemur og mun taka í hönd mína og leiða mig eins og forðum. Ég var lán- söm að verja góðum tíma með henni í veikindunum. Þessi tími var okkur báðum dýrmætur og við rifjuðum saman upp gamla góða tíma frá Húsavík og Svíþjóð, allar ferðir okkar erlendis, með Díu og foreldrum eða sátum jafn- vel bara í þögninni. Nú er Brynja farin í sína hinstu ferð. Elsku mamma, pabbi, Díana, Trausti, Helga, Halli, Hilmar, Hafþór, Halldór, Anita, Katrín og Elfa. Vegur sorgarinnar er vissu- lega langur og strangur en hvorki ófær né endalaus. Minning Brynju, brosið og kímnigáfan, mun vísa okkur leiðina áfram. Hvíl í friði, elsku systir. Þín Heiðrún. Það er sárt að sjá Brynju mág- konu mína kveðja þennan heim langt fyrir aldur fram. Fram und- an hefði átt að vera góður tími fyrir hana og Trausta til að njóta lífsins og uppskera eins og þau höfðu til sáð. Börnin komin á legg og barna- börnin farin að njóta samvista við Brynju. Brynja var um margt sérstök kona og hún hafði mjög skemmti- lega sýn á lífið. Hún fór ekki endi- lega troðnar slóðir heldur skapaði sér sinn sérstaka stíl. Hún setti hlutina oft í spaugilegt samhengi sem lýsti upp tilveruna fyrir okk- ur samferðafólk hennar. Það var alltaf skemmtilegt að heimsækja Brynju og Trausta því þar hitti maður fyrir fólk sem hafði skyn- sama og heilbrigða sýn á lífið og tilveruna. Þau létu vandamál ekki þvælast of mikið fyrir sér og voru bæði létt og kát í samskiptum. Brynja var harðdugleg og rak verslanir sem henni var falið að stýra af mikilli ástríðu og með miklum sóma. Mörkin milli vinn- unnar og heimilis voru oft óskýr þar sem hún var alltaf með hug- ann við reksturinn. Þeir deyja ungir sem guðirnir elska segir í grískri grafskrift. Það er auðvelt að finna þessari kenningu stað í Brynju. Brynja var einstaklega góðhjörtuð kona og lét margt gott af sér leiða. Það voru ekki bara vinir og frændgarður sem fengu að njóta þessa heldur sáust þessi persónueinkenni hennar vel í því hvernig hún sinnti hundunum Bilbo og Goða af miklum kær- leika. Við sem eftir sitjum verð- um nú að láta nægja að ylja okkur við góðar minningar um þá skemmtilegu konu sem Brynja var. Við minnumst góðra stunda sem við áttum á ferðalögum með Brynju til Frakklands og Svíþjóð- ar og hins skemmtilega svips sem hún setti á líf okkar með hnyttn- um tilsvörum. Til ykkar, Trausti, Helga, Halldór, Nonni, Dóra og Díana sendi ég innilegar samúð- arkveðjur. Missir ykkar er mikill og kannski sárast að barnabörnin fá ekki meiri tíma til að kynnast Brynju betur. Við búum þó öll yf- ir góðum minningum um hana til að hjálpa okkur áfram veginn. Jóhannes Sigurðsson. Brynja Jónsdóttir Þú sem varst mér eitt og allt, Þín ástúð veröld breytti, ég man að þegar mér var kalt þín mildi hlýju veitti. ✝ Hanna Sigríð- ur Ásgeirs- dóttir fæddist 2. júní 1937. Hún lést 20. apríl 2021. Útför Hönnu Sigríðar fór fram 1. maí 2021. Þín alúð leysti öll mín mál, mitt yndi lést þú vakna. Já, hvíl í friði fagra sál, þín fæ ég sárt að sakna. Þótt fenni yfir fótspor þín, því fargi burt ég bifa, elsku hjartans mamma mín því minningarnar lifa. (Kristján Hreinsson) Elsku mamma, þín dóttir Guðný. Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.