Morgunblaðið - 14.05.2021, Side 22

Morgunblaðið - 14.05.2021, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2021 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bílar Toyota Auris Active 5/2016 Sjálfskiptur. Dráttarkrókur. Hraðastillir sem er sjaldgæft í þessum bílum.Ekinn 183 þús km. og var í leiguakstri og því verið í topp- viðhaldi. Tilboðsverð aðeins 990.000,- www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl.9:00-12:30, nóg pláss – Zumba Gold kl.10:30 – BINGÓ kl.13:30, spjaldið kostar 250 kr. - Kaffi kl.14:30- 15:20 - Vegna fjöldatakmarkana þarf að skrá sig í viðburði hjá okkur og jafnframt er grímuskylda í Samfélagshúsinu, gestir bera ábyrgð á að koma með eigin grímu og passa uppá sóttvarnir - Nánari upplýsingar í síma 411-2702 - Allir velkomnir. Árskógar Smíðastofa með leiðb. kl. 9-16. Stólajóga með Hönnu kl. 10. Opin vinnustofa kl. 9-15. Bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.30-17:15. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14:30-15.30. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. Grímuskylda og það þarf að skrá sig í viðburði eða hópa: 411-2600. Boðinn Línudans kl. 15:00, munið sóttvarnir. Sundlaugin er opin frá kl. 13:30-16:00. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8:10-11:00. Hreyfiþjálfun með sjúkraþjálfara kl. 10:10-10:40. Hádegismatur kl. 11:30-12:30. Postulínsnámskeið kl. 12:30-14:30. Síðdegiskaffi kl. 14:30- 15:30. Garðabæ Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10:00. Dansleikfimi í Sjálandsskóla kl. 16:00. Vatnsleikfimi Sjál kl. 15:30 og 16:10 og 16:50. Áfram skal gæta að handþvotti og smitvörnum Gerðuberg Opin handavinnustofa, kaffisopi með blaðalestrinum og þjóðmálaumræðunni - alltaf gaman hjá okkur í Búkollulaut. Göngu- hópur frá kl. 10:00 (leikfimi og svo ganga). Prjónakaffi kl. 10:00-12:00 Hádegismatur frá kl. 11:30. Bókband hjá Þresti hefst kl. 13:00. Kóræf- ing hjá Kára frá kl. 13:00. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Útvarpsleik- fimi kl. 9:45. Handavinna - opin vinnustofa frá kl. 10:30. Sýndur seinni hluti upptöku frá Andrew Lloyd Webber tónleikum í Royal Albert Hall kl. 13:30. Korpúlfar Hugleiðsla og létt yoga með Ingibjörgu kl. 8:30 í Borgum. Morgunleikfimi útvarpsins kl. 9:45 í Borgum. Ganga Korpúlfa þrír styrkleikar kl. 10 í dag frá Borgum og inni í Egilshöll, kaffispjall á eftir. Tréútskurður á Korpúlfsstöðum síðasta sinn fyrir sumarfrí kl. 13:00 í dag. Hannyrðarhópur kl. 12:30 í Borgum. Allir hjartanlega velkomnir, grímuskylda. Seltjarnarnes Í dag föstudag er kaffikrókurinn opinn fyrir hádegi og kl. 13.00 verður söngstund í salnum á Skólabraut undir stjórn Bjarma Hreinssonar kl. 13.00. Mætið og njótið. Allir velkomnir. Kaffisopi á eftir. ✝ Hannes Bjarnason fæddist í Gunn- arshólma 20. sept- ember 1930. Hann lést á Landspít- alanum 10. apríl 2021. Hann var elsta barn foreldra sinna, hjónanna Þórhildar Hann- esdóttur, f. í Sum- arliðabæ í Holtum 30. júlí 1903, d. 15. maí 1977, og Bjarna Ásbjörnssonar, f. í Reykjavík 3. júlí 1904, d. 19. febrúar 1944. Systkini Hannesar voru Ragnar Pétur, f. 1932, d. 1958, Sigríður (Stella), f. 1932, d. 1976, Margrét, f. 1935, Helga, f. 1937, Ingi Ásbjörn, f. 1939, og Brynja, f. 1942. Fósturbörn Hannesar og Her- dísar eru tvíburarnir Jóhann Trausti Bergsson og Erla Björk Bergsdóttir, f. 1972, maki Erlu: Hjalti Skaale Glúmsson, f. 1973. Hannes byrjaði að vinna eft- ir andlát föður síns þegar hann var nýfermdur. Hann vann í sláturhúsi, sem hand- langari, vinnumaður og við smíðar þar til hann fór að læra bifvélavirkjun hjá bif- reiðasmiðju KÁ á Selfossi. Þegar hann flutti á Flúðir stofnaði hann þar bifreiða- verkstæði og starfaði við það þar til hann var rúmlega fimmtugur. Þá fór hann að starfa hjá verksmiðjunni Límtré á Flúðum og vann þar með hléum fram yfir áttrætt. Útför Hannesar Bjarnason- ar fer fram frá Hrunakirkju í dag, 14. maí 2021, að við- stöddum nánustu ættingjum hans. Til ársins 1934 bjó fjölskyldan í Sumarliðabæ í Holtum en fluttist þá í Haugakot í Flóa (sem nú heita Ljónsstaðir). Árið 1945, ári eftir and- lát föður Hann- esar, flutti fjöl- skyldan á Selfoss og þar bjó Hannes þar til hann kvæntist 13. maí 1956 Herdísi Árnadóttur, f. 14. febrúar 1933 á Miðfelli í Hrunamanna- hreppi, d. 30. júlí 2014. Þau bjuggu alla sína hjúskapartíð á Flúðum. Börn Herdísar og Hannesar eru: Þórey, f. 1958, maki: Halldór Hestnes, f. 1946, og Árni Magnús, f. 1962, maki: Azeb Kahssay Gebre, f. 1982. Fræ í frosti sefur, fönnin ei grandar því. Drottins vald á vori vekur það upp á ný. Elska hans gefur öllu líf og skjól. Guðs míns kærleiks kraftur, kom þú og ver mín sól. Drottinn dó á krossi, dæmdur og grafinn var, sonur Guðs er saklaus syndir heimsins bar. Móti hans elsku magnlaus dauðinn er. Kristur, með þinn kærleik kom þú og hjá oss ver. Hann var hveitikornið, heilagt lífsins sáð, sent til vor að veita vöxt í ást og náð. Himnanna ljómi lýsir gröf hans frá. Kristur, lát þinn kærleik kveikja þitt líf oss hjá. Stundum verður vetur veröld hjartans í. Láttu fræ þín lifa, ljóssins Guð, í því. Gef oss þitt sumar sólu þinni frá. Kristur, kom og sigra, kom þú og ver oss hjá. (Frostenson – Sigurbjörn Einarsson) Elsku pabbi, takk fyrir allt. Þín dóttir, Þórey. Hannes frændi, elstur í systk- inahópi og höfuð ættar, er fallinn frá, níræður að aldri. Síðast hitti ég hann þegar systkinin frá Haugakoti í Flóa hittust á Flúð- um ásamt afkomendum árið 2018. Það var falleg og eftirminnileg stund og við sem þar vorum bjuggumst ekki við að sami hópur kæmi aftur saman að fimm árum liðnum eins og við höfum gert í árafjöld. Við kveðjustund langar mig að rifja upp það sem Hannes sagði mér frá æsku sinni og sýnir hvað margt hefur breyst á einni mannsævi. Þegar Hannes var á 14. ári lést faðir hans frá sjö börn- um. Hannes, sem var elstur, varð þar með fullorðinn á einni nóttu en allir sögðu að nú væri hann orðinn karlmaðurinn á heimilinu. Það var ábyrgð sem hann réð ekki við en hann hafði ekkert val. Haustið 1944 byrjaði hann að vinna í sláturhúsinu á Selfossi, svo kvíðinn að hann ætlaði ekki að koma sér af stað fyrsta daginn. Síðan vann hann ýmis störf á Sel- fossi og launin fóru öll til heimilis- ins. Á þessum tíma var það ógjörningur fyrir einstæða móður að standa fyrir búi og því flutti amma Þórhildur með barnahóp- inn sinn til Selfoss. Lítið var um húsnæði í ört stækkandi þorpi við Ölfusárbrúna og því bjó fjölskyld- an í bragga fyrsta árið. Í nágrenn- inu var varðstöð með nokkrum ungum bandarískum hermönnum en einn þeirra varð góður vinur Hannesar og einu sinni sem oftar, þegar það kom birgðabíll til her- stöðvarinnar, þá lét hann ýmsar vörur falla í snjóinn þegar verið var að afferma bílinn. Síðan kom hann færandi hendi til nágrann- anna og það voru ófáar dósir af niðursoðnum ávöxtum, sælgæti og fleiru, sem hann bar til fjöl- skyldunnar. Amma náði síðan að kaupa húsið Þórsmörk á Selfossi en hún vann í Mjólkurbúinu í mörg ár og kom barnahópnum sínum til manns. Hannes lærði bifvélavirkjun, kvæntist blómarós frá Flúðum og fluttist þangað, byggði hús og verkstæði og Þórey og Árni Magnús komu í heiminn. Þau Dísa voru höfðingjar heim að sækja og fylgdust vel með sínu fólki. Kynslóð kreppuáranna er óðum að hverfa og það verður skarð fyrir skildi þegar afkom- endur systkinanna frá Haugakoti koma saman næst. Eyrún Ingadóttir. Mín fyrsta minning um Hannes er þegar ég sem lítill drengur fékk að fara upp á verkstæði til Hannesar með Jóhanni frænda mínum í Dalbæ. Þar stóðu Gúndi frændi í Sunnuhlíð og Hannes yfir sundurtættri jarðýtu og ég varð alveg heillaður að sjá þessi undur. Hannes tók drengnum einstak- lega vel og útskýrði hvað þeir sér- fræðingarnir höfðust að. Lengi á eftir var það ásetningur minn að vinna við vélar og þá helst að fá vinnu hjá Hannesi. Leiðir okkar Hannesar lágu aftur saman áratugum síðar við störf hjá Límtré hf. því við vorum fyrstu fastráðnu starfsmenn fyrirtækisins og hófum báðir störf í janúar 1983. Þar vorum við sam- starfsmenn í 25 ár. Það lýsir fram- sýni og áræði Hannesar að hann tók á þessum tíma ákvörðun um að hætta rekstri síns ágæta fyrir- tækis til 30 ára og hefja störf á nýjum vettvangi, þá 52 ára gam- all. Og það til að vinna hjá fyrir- tæki sem flestir spáðu illa fyrir. Það þótti nefnilega ekki efnilegt að ætla að „líma saman spýtur lengst uppi í sveit í skóglausu landi“. Hannes varð strax einn af lyk- ilstarfsmönnum fyrirtækisins og átti stóran þátt í hvernig til tókst. Hann starfaði að viðhaldi, gæða- málum og þróun vélbúnaðar. Með hugkvæmni og eljusemi tókst honum að halda vélbúnaðinum gangandi þó hluti þess búnaðar væri kominn til ára sinna. Það gekk á ýmsu í fjárhag fyrirtækis- ins fyrstu árin og undraðist ég einstaka þolinmæði sumra þeirra birgja sem Hannes hafði pantað hjá sérhæfðan búnað sem okkur sárlega vantaði. Þegar í ljós kom að Hannes hafði borgað þetta sjálfur var viðkvæðið: „Borgaðu bara þegar þú getur eða breyttu því í hlutafé.“ Svo það sé sagt, þá var ekki beinlínis slegist um hlutafé í Límtré hf. á þessum tíma. Hannes þróaði nýjan fram- leiðslubúnað fyrir samlímingar sem gjörbreytti vinnuaðstöðu auk þess að lækka framleiðslukostnað og er sá búnaður nú notaður víða, m.a. í erlendum límtrésverksmiðj- um. Hann fór með mér nokkrar ferðir til útlanda til að velja búnað og kom að uppbyggingu nýrrar límtrésverksmiðju í Portúgal. Á þessum ferðum bar margt á góma enda var hann mjög víðlesinn og fróður. En ekki eru allar ferðir til fjár þó farnar séu og Hannes varð eitt sinn fyrir því að öryggisverðir hennar hátignar á Heathrow- flugvelli höfðu sorglega lítinn skilning á nauðsyn þess að bera smurolíu sem sárvantaði í verk- smiðjuna í Portúgal í handfar- angri. Þeir eru jafnvel grunaðir um að hafa sett þennan Íslending úr uppsveitunum á svartan lista. Hannes var vel giftur henni Dísu frænku minni frá Galtafelli, en við Dísa vorum systrabörn. Ég var oft að störfum á Flúðum og þá tók Hannes mig jafnan með heim í hádegismat. Hjá Dísu var hvorki naumt skammtað né fábreytt. Þau hjón voru samtaka í að gera öðrum gott og fengu margir skjól hjá þeim til lengri eða skemmri tíma. Þau voru meðal frumbyggja á Flúðum og byggðu bæði glæsi- legt íbúðarhús og verkstæði sem þótti mjög stórt í þá daga. Hannes starfaði hjá Límtré hf. til ársins 2013 eða í 30 ár. Vertu kært kvaddur, góði vin- ur. Guðmundur Osvaldsson. Hannes Bjarnason ✝ Reynir Gunn- ar Hjálmtýs- son fæddist í Reykjavík 21. september 1946. Hann lést 29. apríl 2021. Hann var annað barn hjónanna Guðlaugar Jó- hannesdóttur frá Seyðisfirði, f. 31.1. 1916, d. 3.9. 1981, og Hjálmtýs Jónssonar frá Bíldudal, f. 18.1. 1923, d. 24.3. 2007. Alsystkini hans eru Viðar Hjálmtýsson, f. 1945, og Jens- ína Hjálmtýsdóttir, f. 1951. Guðlaug og Hjálmtýr slitu samvistir. Systir þeirra samfeðra er Helena Hjálmtýsdóttir, f. 1956. Reynir kvæntist Önnu M. börn þeirra eru Týr Felix, f. 10.6. 1998, Freyja, f. 12.11. 1999, og Gunnar, f. 9.3. 2004. Reynir var vélfræðingur að mennt og eigandi Orra ehf., vélsmiðju, sem er verktaka- fyrirtæki í járniðnaði. Verk- efnin voru af ýmsum toga í gegnum árin, tankasmíði, handrið, stigar, stálgrind- arhús og listaverk, má þar nefna Sólfarið eftir Jón Gunn- ar Árnason og Þotuhreiðrið við flugstöðina eftir Magnús Tómasson. Reynir var félagslyndur og vissi ekkert betra en að vera í útivist með góðum félögum hvort sem það voru veiðiferðir eða annað því áhugamálin voru mörg. Útförin verður gerð frá Lágafellskirkju í dag, 14. maí 2021, klukkan 13. Vegna fjöldatakmarkana verða einungis nánustu ætt- ingjar og vinir viðstaddir. Streymi frá útför: https://streyma.is Streymishlekk má finna á: https://www.mbl.is/andlat Charlesdóttur og eignuðust þau tvö börn, Aron, f. 23.12. 1964, og Örnu, f. 19.1. 1968. Aron kvæntist Kristínu Fjólu Gunnlaugs- dóttur, börn þeirra eru 1) Steinar, f. 24.1. 1990, sambýlis- kona hans er Jó- dís Bóasdóttir og eiga þau Skorra, f. 25.7. 2018. 2) Logi, f. 2.4. 1998, og 3) Guðrún Heiða, f. 13.6. 2003. Aron og Kristín Fjóla slitu samvistir. Sambýliskona Ar- ons er Ragnheiður Björk Sig- urðardóttir, f. 17.7. 1972, og eiga þau Sigurð Pál, f. 8.12. 2018. Arna er gift Bruce Goldsmith, f. 27.3. 1960, og Kær faðir okkar varð bráð- kvaddur 29. apríl. Hann skilur eftir sig stórt skarð sem erfitt verður að fylla. Hann var ótrúlega sterkur persónuleiki sem litaði líf okkar sem voru náin honum. Hann var mikið náttúrubarn og fannst ekk- ert betra en að vera uppi á há- lendinu eða við fallega veiðiá. Hann sagði að stundum fyndist sér hann geta fundið tengingu við náttúruna beint í æð. Þrautseigjan var honum í blóð borin og hann gafst aldrei upp þegar hann var búinn að taka ákvörðun. Eitt er víst að hann var alltaf trúr sjálfum sér og fór aldr- ei leynt með skoðanir sínar þótt þær væru ekki fyrir alla. Það er ekki alltaf einfalt að vaða á móti straumnum en það gerði hann alla tíð. Þótt hann hafi alla tíð unnið mikið og oft verið að heiman þeg- ar við systkinin vorum að alast upp þá tókst honum sannarlega að móta líf okkar. Faðir okkar mun lifa áfram í okkur og börnum okkar. Anna Magnea Charlesdóttir. Góð vinátta er gulli betri og þannig mátum við hjónin vináttu Reynis og Önnu. Er kynni okkar hófust vorum við hjónin búsett í Reykjavík með börnum okkar. Það var ekki hvað síst fyrir hvatningu Reynis að við fórum að kíkja eftir húsnæði í Mosfellsbæ en þangað fluttum við um alda- mótin. Reyni var umhugað um að halda vel utan um okkur nýbúana og var einstaklega gott að geta leitað til þeirra hjóna og njóta gestrisni þeirra í Dvergholtinu eða í Bæjarvíkinni. Sem dæmi um umhyggjuna má nefna að kæmi það fyrir að við hefðum ekki samband um einhvern tíma var öruggt að maður gat átt von á hringingu eða heimsókn frá Reyni. Reynir var sannur vinur vina sinna og taldi það aldrei eftir sér að verða þeim að liði, væri þess nokkur kostur. Sérstaklega var gott að eiga hann að ef ráðast skyldi í einhverjar verklegar framkvæmdir því þar var hann hokinn af reynslu í nánast öllu mögulegu. Það var ekki bara verksvitið, þekkingin og fag- mennskan sem hann bjó yfir, hann var ekki síður snilldarhönn- uður og oft benti hann á leið eða hönnun sem gæfi betri niður- stöðu en upphaflega var lagt upp með. Fyrir nokkrum árum feng- um við hjónin þá hugmynd að koma okkur upp heitum potti. Leitað var ráða hjá Reyni með hvernig best væri að slá upp tré- grind undir hann. Svarið var ein- falt. „Ég get ekki hugsað í tré.“ Niðurstaðan var stálgrind úr ryð- fríu stáli gerð með góðri aðstoð hönnuðarins. Reynir var ástríðufullur veiði- maður og stundaði nánast allar tegundir veiða. Áhugamálin voru reyndar svo mörg og margvísleg að það er varla ætlandi nokkrum manni að stunda þau svona mörg. Því fyrir utan veiðidelluna hafði hann mikinn áhuga á flugi, eink- um svifdreka- og vængflugi, og að ferðast á vélsleða, sexhjóli, mótorhjóli eða jeppa veitti hon- um mikla ánægju. Bát áttum við í félagi um nokkurra ára skeið og fórum á honum til veiða. Reynir átti og rak Vélsmiðjuna Orra og af öllum hans áhugamál- um var hún honum þó ávallt efst í huga. Í vélsmiðjunni hafa verið smíðuð mörg af helstu og þekkt- ustu útilistaverkum okkar Ís- lendinga. Má þar nefna Sólfarið, Þotuhreiðrið og Hús tímans - hús skáldsins sem er á Stekkjarflöt- inni í Mosfellsbæ. Þar að auki var þar mikið smíðað í tengslum við virkjanir og sjávarútveginn og fleiri atvinnugreinar. Öll þessi verk voru honum og þeim sem hjá honum unnu til mikils sóma. Stundum gat verkefnastaðan verið óviss og reyndi oft mikið á að takast á við þær aðstæður en þá var honum einatt efst í huga að standa sína plikt gagnvart sínu starfsfólki sem hann mat mikils. Stórt skarð er nú höggvið í vinahóp okkar hjóna, skarð sem ekki verður fyllt. Eftir standa góðar minningar og endalaust þakklæti fyrir allt sem Reynir veitti okkur og börnum okkar. Innilegustu samúðarkveðjur sendum við Önnu og börnum þeirra. Ólafur (Óli) og Erna. Reynir Gunnar Hjálmtýsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.