Morgunblaðið - 18.05.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.05.2021, Blaðsíða 24
Þ óra Guðrún Hjaltadóttir fæddist 18. maí 1951 á Melstað í Miðfirði en flutti með foreldrum sínum að Hrafnagili í Eyjafirði 1954. „Mín fyrsta minning er frá Melstað en ég var að elta bróður minn og vinkonu hans frá næsta bæ en þau voru að stelast upp að Svarðbæli, gömlu býli sem er fyr- ir ofan Melstað. Ég skreið undir gaddavírsgirðingu en festist í henni. Ég varð hrædd og hugsaði með mér að þarna yrði ég að vera þar til ég yrði fullorðin, fyrr gæti ég ekki los- að mig.“ Á Hrafnagili voru foreldrar Þóru með blandaðan búskap, og einnig hesta, og var Hrímnir, einn mesti gæðingur allra tíma, einn af hestum föður Þóru. Þóra lauk gagnfræðaprófi frá Reykholti 1967, prófi frá Hús- mæðraskólanum á Laugalandi 1969 og stúdentsprófi frá Verkmennta- skólanum á Akureyri 2000. Þóra stundaði skrifstofustörf hjá bifreiðaverkstæðinu Þórshamri hf. og endurskoðunarstofunni Bókend á 8. áratugnum. Hún var vinnu- hagræðingur hjá Alþýðusambandi Norðurlands 1980 og formaður Al- þýðusambands Norðurlands 1981- 92. „Ég lenti í bílslysi, var að vinna sem vinnuhagræðingur og vann mikið í frystihúsunum í öllu sem sneri að afkastahvetjandi kerfum, var á leiðinni til Þórshafnar þegar ég lenti í árekstri og var þá kippt út af vinnumarkaðnum. Ég fór síðan að læra ensku og stærðfræði í VMA og ákvað svo að taka stúdentinn.“ Eftir að Þóra lauk náminu við VMA var hún leiðbeinandi í fjarkennslu þar í nokkur ár í bókfærslu og vinnurétti. Hún var við bókhaldsstörf hjá Leik- félagi Akureyrar 2006-2013 og lauk starfsævinni á aðalskrifstofu KEA- hótelanna árið 2019. Þóra átti sæti í miðstjórn ASÍ 1984-92, var formaður skipulags- nefndar ASÍ 1989-92 og gegndi ýms- um trúnaðarstörfum fyrir verka- lýðshreyfinguna. „Þetta er alltaf barátta og línudans, en þetta var ógleymanleg lífsreynsla.“ Hún átti sæti í miðstjórn Framsóknar- flokksins í nokkur ár, var um tíma framkvæmdastjóri flokksins á Norðurlandi eystra, var varafor- maður Sambands ungra framsókn- armanna, formaður Kjördæma- sambands framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra í eitt kjörtímabil og var í ýmsum öðrum ráðum og nefndum fyrir flokkinn. Hún var varamaður í bæjarstjórn Akureyrar 1978-82, varaþingmaður 1987-91 og sat í stjórn Útgerðar- félags Akureyringa hf. 1983-91. „Dagurinn er allt of stuttur eftir að maður hætti að vinna,“ segir Þóra um áhugamálin. „Við hjónin höfum ferðast mikið, bæði farið í hjólatúra og siglingar. Ferðuðumst frá Ítalíu og inn á Svartahaf og alla leiðina til Odessa og Jalta með við- komu á ýmsum stöðum. Við fórum einnig í siglingu frá Seattle og það- an suður eftir í gegnum Panama- skurðinn og enduðum í Flórída. Árið 2019 fórum við kringum hnöttinn, ég og bróðir minn skipulögðum ferðina sem heppnaðist frábærlega.“ Þóra ferðast líka mikið innanlands og er nýkomin úr helgarferð til Vopna- fjarðar með eiginkonum Kiwanis- manna. „Svo er maður að prófa sig áfram í golfinu, sinna handavinnu og ég les mikið.“ Fjölskylda Eiginmaður Þóru er Sigurjón Hilmar Jónsson, f. 11.7. 1947, húsa- smíðameistari. Þau búa á Móafelli á Svalbarðsströnd. „Við byggðum hér Þóra Hjaltadóttir, fyrrverandi formaður Alþýðusambands Norðurlands – 70 ára Hjónin Sigurjón og Þóra í hjólaferð í Austurríki haustið 2019. Fór í kringum hnöttinn Með börnunum Þóra, Pálína og Hilmar Þór á ættarmóti á Ytri-Á í Ólafs- firði árið 2005. Ytri-Á er ættaróðal Sigurjóns, eiginmanns Þóru. Afmælisbarn Þóra Hjaltadóttir. 24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2021 40 ára Þóra Stína er fædd í Keflavík en býr í Innri-Njarðvík. Hún er sjúkraliði á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja og félagsliði hjá Reykja- nesbæ. Maki: Davíð Fannar Bergþórsson, f. 1984, bifvélavirki hjá ALP. Dætur: Sumarrós og Benedikta, f. 2011, Auður, f./d. 24.10. 2013, og Áslaug Hulda, f. 2015. Foreldrar: Hjalti Heimir Pétursson, f. 1956, d. 2009, vann hjá EAK á Keflavík- urflugvelli, og Guðný Adolfsdóttir, f. 1958, húsmóðir í Keflavík. Þóra Kristín Hjaltadóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þú átt auðvelt með að ná sambandi við börn og nú er rétti tíminn fyrir leiki, skemmtanir og frí. Samtal við ókunnuga mun leiða til góðs. 20. apríl - 20. maí + Naut Forðastu rifrildi um stjórnmál eða heimspekileg málefni því allir eru nokkuð ofsafengnir í skoðunum sínum í dag. Vinir munu skilja þig og styðja ef þú talar við þá. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þú ættir að leita ráða hjá góðum vini varðandi krefjandi verkefni, sem þér hefur verið falið, en stendur aðeins í þér. Ef fólk er trekkt í kringum þig gæti nærvera þín verið ógnandi. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Ef þú ert að leita af veikleika í ein- hverjum muntu finna hann. Nú er kominn tími til þess að láta hendur standa fram úr ermum. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Orð geta hitt í mark svo farðu þér hægt og mundu að aðrir eiga líka rétt á sín- um skoðunum. Aðstæður sem valdið hafa spennu lagast loksins. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þér hefur tekist að koma málum þín- um svo fyrir að fólk sem áður skellti við þér skollaeyrum fylgist nú með þér fullt af áhuga. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þú ert á góðri leið með að taka til í þín- um eigin garði. Hafðu þína hluti á hreinu og láttu aðra vita um afstöðu þína. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þér verður ekkert ágengt ef þú vasast í of mörgu í einu. Kannski er nauð- synlegt að jafna ágreining við einhvern ná- kominn. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna. Þér vegnar vel ef þú vinnur undirbúningsvinnuna þína. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þú dregst varla úr sporunum um þessar mundir, reyndu að taka þér pásu og endurnæra þig. Úthaldið má ekki bresta og þess þarft þú að gæta sérstaklega. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þú þarft að kafa til botns í hverju máli í stað þess að skoða bara yfirborðið og reyna að leysa málin með þeim hætti. Haltu fast í bjartsýni þína og jákvætt viðhorf. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú skalt ekki vera vonsvikinn þótt eitthvað renni þér úr greipum. Það getur reynst heilladrjúgt að eiga trúnaðarvin. 30 ára Kristín Helga er Seltirningur og býr á Seltjarnarnesi. Hún er þroskaþjálfi að mennt frá Há- skóla Íslands og er þroskaþjálfi í Grunn- skóla Seltjarnarness. Maki: Einar Óli Ólason, f. 1982, bif- vélavirki hjá Kapp. Sonur: Magnús Óli, f. 2020. Foreldrar: Sólveig Anna Halldórs- dóttir, f. 1965, leiðbeinandi á Leikskóla Seltjarnarness, og Magnús Helgi Magnússon, f. 1963, sölumaður hjá Brimborg. Þau eru búsett á Seltjarn- arnesi. Kristín Helga Magnúsdóttir Til hamingju með daginn Seltjarnarnes Magnús Óli Einarsson fæddist 30. ágúst 2020 kl. 01.01. Hann vó 3.954 g og var 55 cm langur. Foreldrar hans eru Kristín Helga Magnúsdóttir og Einar Óli Ólason. Nýr borgari L auga rna r í Rey k javí k Fyrir líkama og sál w w w. i t r. i s S ý num hve r t öð ru t illit s s e mi og virðum 2 m e t ra f ja rlægða rmörk in

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.