Morgunblaðið - 18.05.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2021
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Tálknafjarðarhreppur vinnur að at-
hugun á fýsileika þess að virkja
Hólsá sem rennur í þorpinu utan-
verðu. Hugmyndir eru uppi um að
nota orkuna til að koma upp fjar-
varmaveitu til að hita upp húsin í
þorpinu.
„Þetta lítur ágætlega út. Vísbend-
ingar eru um að áin sé raunhæfur
virkjanakostur. Við vitum hins vegar
ekki hvort það borgar sig að virkja,
hvort fjárfestingin skilar sér til
baka. Næsta skref er að kanna það,“
segir Ólafur Þór Ólafsson, sveitar-
stjóri Tálknafjarðarhrepps. Sveitar-
félagið fékk Veðurstofuna til að gera
rennslismælingar í ánni og Verkís til
að gera frumathugun á virkjun.
Skýrslur um báðar þessar athuganir
hafa verið til umfjöllunar í sveitar-
stjórn en Ólafur á von á því að loka-
skýrslu um frumathugunina verði
skilað fljótlega.
Hólsá kemur úr Hólsdal, ofan við
þorpið á Tálknafirði, og rennur til
sjávar rétt utan við þorpið, á milli
íbúðabyggðarinnar og kirkjunnar.
Hugmyndin er að gera stíflumann-
virki ofarlega í dalnum og leiða vatn-
ið niður að sjó þar sem stöðvarhús
verði byggt.
Ólafur segir að virkjun yrði aldrei
stór en hún sé spennandi möguleiki.
Sérstaklega er litið til þess hvort
orkuna mætti nota til að keyra fjar-
varmaveitu í byggðinni. Flestir íbú-
arnir nota raforku til húshitunar.
Ólafur segir einnig að virkjun á
staðnum kunni að geta verið liður í
að gera afhendingaröryggi raforku
tryggara.
Gróf áætlun sýnir að virkjun gæti
kostað um 600 milljónir króna og
önnur eins upphæð færi í að koma
upp fjarvarmaveitu. „Þetta er stórt
verkefni fyrir lítið sveitarfélag,“ seg-
ir Ólafur Þór en bætir því við að
sveitarstjórn telji þess virði að skoða
málið nánar. Ef vel gangi með öflun
upplýsinga gæti þurft að taka
ákvarðanir um framhaldið í haust.
Virkjað í þágu fjarvarmaveitu?
- Tálknafjarðarhreppur undirbýr virkj-
un Hólsár sem rennur um byggðina
Morgunblaðið/Guðlaugur J. Albertsson
Fossar Verði af fyrirhugaðri Hólsvirkjun í Tálknafirði mun vatnið verða leitt frá stíflu ofarlega í Hólsdal og að
stöðvarhúsi niðri við sjó. Fossarnir eru ofan við þorpið og verður væntanlega minna vatn í þeim en nú er.
Fjórir grásleppubátar hafa rofið 100
tonna múrinn á vertíðinni, en afli
hefur í heild verið einstaklega góður.
Sigurey ST frá Hólmavík er afla-
hæst með 110,3 tonn, Hlökk ST með
107,2 tonn, Aþena ÞH með 103,4
tonn og Rán SH hefur landað 100
tonnum. Meðalafli á bát er sá hæsti í
sögu grásleppuveiða og stendur í 39
tonnum, en í fyrra var meðalaflinn á
bát 26 tonn á allri vertíðinni.
159 hafa fengið leyfi til veiða og
hafa 152 landað afla. Gera má ráð
fyrir að þeim fjölgi lítillega þegar
veiðar mega hefjast í innanverðum
Breiðafirði. Um nokkra fækkun er
að ræða frá síðasta ári þegar alls
landaði 201 bátur afla og árið 2019
voru bátarnir 250. Líklegasta skýr-
ingin á mikilli fækkun báta er verð-
lækkun, en 2019 fengust um 330
krónur fyrir kílóið, 230 krónur í
fyrra og algengt verð í ár var 130
krónur á kíló af óskorinni grásleppu.
Heimilt var að hefja grásleppu-
veiðar 23. mars og eftir breytingar á
reglugerð voru leyfðir 35 samfelldir
veiðidagar. Flestir hafa lokið vertíð
nema á innra svæði Breiðafjarðar,
þar sem veiðar mega hefjast á
fimmtudag. Ráðgjöf Hafrannsókna-
stofnunar var upp á 9.040 tonn, þar
af 22% á Breiðafirði. Afli er nú kom-
inn í tæplega sex þúsund tonn. Í
fyrra veiddust alls tæp 5.300 tonn.
Langflestir bátar, eða 61, hafa róið
frá svæði E á Norðausturlandi, en
þaðan fóru 78 bátar á grásleppu í
fyrra. 28 bátar hafa róið á svæði D
frá Ströndum og öðrum höfnum við
Húnaflóa eða 28 en voru 34 í fyrra.
aij@mbl.is
- Fjórir hafa rofið 100 tonna múrinn - Mikil verðlækkun
Morgunblaðið/Eggert
Grásleppa Landað í Reykjavík.
Mesti meðalafli á hvern bát
í sögu grásleppuveiðanna
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra sagði á Alþingi í gær að hún
myndi nota tækifærið þegar hún
hittir utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna og Rússlands hér á landi í vik-
unni og hvetja þessi ríki til að beita
sér á alþjóðavettvangi til þess að ná
fram friðsamlegri lausn í átökum
Ísraelsmanna og Palestínumanna.
„Það er mitt mat og mat ríkis-
stjórnarinnar að öryggisráð Samein-
uðu þjóðanna sé sá rétti vettvangur
sem eigi að taka á þessum málum,“
sagði Katrín þegar hún svaraði fyrir-
spurn frá Halldóru Mogensen, þing-
manni Pírata, um afstöðu hennar til
loftárása Ísraelsmanna á Gasasvæð-
ið.
Katrín sagði að fórnarlömb loft-
árásanna væru almennir borgarar,
konur og börn.
„Það liggur algjörlega klárt fyrir
af hálfu íslenskra stjórnvalda að
þessar aðgerðir eru ólögmætar, þær
brjóta í bága við alþjóðalög, alþjóð-
legan mannúðarrétt og við höfum
lýst þeirri afstöðu okkar,“ sagði
Katrín. „Við höfum líka minnt á það
að Ísland hefur viðurkennt sjálf-
stæði Palestínu og lausn á þessum
átökum verður að byggjast á tveggja
ríkja lausn. Fyrir liggur að það er af-
staða íslenskra stjórnvalda.“
Afstöðu komið skýrt á framfæri
Hún sagði, þegar hún svaraði
fyrirspurn frá Þorgerði Katrínu
Gunnarsdóttur, formanni Viðreisn-
ar, um sama mál að afstöðu íslenskra
stjórnvalda hefði verið komið skýrt á
framfæri. „Það á að virða alþjóðalög
og árásir á óbreytta borgara eru
brot á alþjóðalögum. Þær eru óvið-
unandi og mannfallið sem við sjáum í
þessum átökum er fyrst og fremst
meðal óbreyttra borgara. Þess
vegna verður að koma á vopnahléi og
síðan þarf auðvitað að reyna að finna
friðsamlegar lausnir til lengri tíma.
En við vitum líka að þessi landtaka
er ekki ný af nálinni, hún hefur stað-
ið árum og áratugum saman, og hún
er ólögmæt. Það er líka afstaða Ís-
lands.“
Ræðir um ástandið á
Gasasvæði við ráðherra
- Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna rétti vettvangurinn
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Á Alþingi Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson á þingfundi.
Rótin, félag um konur, áföll og
vímugjafa, hlaut Mannréttinda-
verðlaun Reykjavíkurborgar 2021 í
gær, á mannréttindadegi borg-
arinnar. Afhenti Dagur B. Eggerts-
son borgarstjóri verðlaunin í gær
og fær Rótin að launum 600.000
krónur.
Mannréttindaverðlaunin eru
veitt þeim einstaklingum, félaga-
samtökum eða stofnunum sem hafa
á eftirtektarverðan hátt staðið vörð
um mannréttindi.
Í umsögn valnefndar kemur fram
að félagið hafi haft mikil áhrif á
umræðu með uppbyggilegri og rök-
studdri gagnrýni innan málaflokks-
ins, ekki síst á „staðnað meðferðar-
kerfi“. Félagið hafi hvatt hið opin-
bera til nútímalegrar stefnu-
mótunar og aukins gæðaeftirlits og
skrifað fjölda erinda til stjórnvalda,
eftirlitsaðila og annarra sem koma
að þessum málaflokki.
Markmið Rótarinnar er að stofna
til umræðu um konur, fíkn, ofbeldi
og geðheilbrigði auk þess að huga
að sérstökum meðferðarúrræðum
fyrir konur.
Í tilkynningu frá borginni segir
að félagið hafi unnið ötullega að
mannréttindum kvenna með vímu-
efnavanda og/eða áfallasögu.
Þá fékk Hinsegin, félagsmiðstöð
Samtakanna ’78 og Tjarnarinnar,
Hvatningarverðlaun mannrétt-
inda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs
2021. Markmið Hinsegin er að
skapa öruggt rými fyrir þá sem
sækja starfið og að þátttaka í því
hvetji þá til þess að finna öryggi til
að taka þátt í öðru skipulögðu frí-
stundastarfi.
Ljósmynd/Reykjavíkurborg
Mannréttindi Rótin fékk verðlaun.
Rótin fær mann-
réttindaverðlaun
- 600.000 krónur frá Reykjavíkurborg
Vissir þú að
r þína auglýsingu?
Morgunblaðið er með
47%
lengri lestrartíma að
meðaltali og
106%
lengri yfir vikuna *
yfi
*
G
a
llu
p
Q
1
2
0
2
1