Morgunblaðið - 18.05.2021, Blaðsíða 2
Bæjaryfirvöld Akraneskaupstaðar
vonast eftir því að Guðlaug á
Langasandi verði jafn vel sótt í
sumar og seinasta sumar. Farald-
urinn setti strik í reikninginn í
vetur, að sögn Sævars Freys Þrá-
inssonar bæjarstjóra Akraness.
„Við höfum aðeins þurft að tak-
marka aðgengi að Guðlaugu í far-
aldrinum og stundum loka henni
alveg,“ segir hann.
Fyrir faraldurinn má gróflega
ætla að þriðjungur gesta hafi ver-
ið erlendir ferðamenn, þriðjungur
innlendir ferðamenn og þriðj-
ungur heimamenn.
Að sögn Sævars stendur til að
leggja á hóflegt gjald fyrir gesti
Guðlaugar, en í dag er aðgang-
urinn ókeypis. Afgreiðslutíminn
er kominn í eðlilegt horf; opið
mánudaga, þriðjudaga, fimmtu-
daga og föstudaga frá 12.00 til
20.00, laugardaga 10.00 til 18.00
og sunnudaga 10.00 til 20.00.
„Við erum ánægð með þessa
aðstöðu,“ segir Sævar bæjar-
stjóri. „Þetta þykir einn öruggasti
staður í Evrópu til að stunda sjó-
sund.“
Vonast eftir
góðri aðsókn
í sumar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2021
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Nokkuð stöðugur útflutningur er á ís-
lenskum gúrkum og öðru grænmeti til
Grænlands og Færeyja. Í sömu send-
ingum fara ýmis önnur matvæli til
Grænlands, meðal annars mjólkur-
vörur og bananar, sem vitaskuld eru
ekki íslenskir, og meira að segja al-
íslenskur harðfiskur.
Matvælaframleiðslu- og dreifing-
arfyrirtækið Pure Arctic sem Sölu-
félag garðyrkjumanna (SFG) á aðild
að með öðrum hóf að flytja út íslenskar
gúrkur fyrir tveimur árum. Sjónum
var einkum beint að Danmörku þar
sem gúrkurnar voru kynntar sem há-
gæðaafurð í vefverslun. Einnig voru
gúrkur seldar til Færeyja og Græn-
lands.
Fleiri vörur voru undir, meðal
annars íslenskt lambakjöt.
Stöðugur útflutningur
Nú fer mest út af íslenskum
gúrkum og er áherslan á Færeyjar og
Grænland. Möguleikarnir í Danmörku
eru aðallega í nóvember til janúar.
„Þetta er orðið nokkuð stöðugt. Við
flytjum út gúrkur til Færeyja og
Grænlands í hverri viku. Magnið
sveiflast nokkuð en er að meðaltali yfir
tvö tonn á viku,“ segir Guðni Hólmar
Kristinsson, framkvæmdastjóri af-
urðasviðs SFG. Þrjár garðyrkjustöðv-
ar framleiða og pakka gúrkunum.
Guðni segir að nóg sé til en eins og
fram hefur komið hefur verið mikil
uppbygging í garðyrkjunni að undan-
förnu.
Vörurnar fara með flutninga-
skipum Eimskips og grænlenska
skipafélagsins Royal Arctic Line en fé-
lögin hafa samvinnu um siglingar til
Grænlands. Gúrkurnar og aðrar vörur
sem Pure Arctic flytur út fara í versl-
anir Brugsen sem er með verslanir í
flestum stærstu byggðum Grænlands.
Vörurnar til Færeyja fara með Nor-
rænu og sér heildverslun um dreif-
inguna þar.
Aðrar vörur fljóta með
„Þetta er ekki stór hluti fram-
leiðslu íslenskrar garðyrkju en gaman
að gera þetta,“ segir Guðni.
Með í gúrkusendingunum fara
ýmsar tegundir af grænmeti, eftir árs-
tíðum. Guðni nefnir tómata, salat,
kryddjurtir og kartöflur og eitthvað af
jarðarberjum hafi einnig flotið með. Þá
hefur Pure Arctic selt mjólkurvörur til
Grænlands, bæði frá Örnu og MS, og
banana og er aðeins byrjað að þreifa
fyrir sér með útflutning á harðfiski.
Vikulegur útflutningur á gúrkum
Grænmeti Frændur okkar í Færeyjum og Grænlandi fá íslenskar gúrkur
nýrri og betri en þær sem fluttar eru frá Danmörku.
- Yfir tvö tonn af íslenskum gúrkum eru flutt vikulega til Færeyja og Græn-
lands - Annað grænmeti, mjólkurvörur og harðfiskur fer með til Grænlands
Þau þrettán úr íslenska Eurovision-
hópnum sem gengust undir próf við
kórónuveirusmiti í gær reyndust
ekki smituð. Allur íslenski hópurinn
verður einnig skimaður á miðviku-
dags- og fimmtudagsmorgun.
Ef sama niðurstaða fæst og eng-
inn í hópnum sýnir einkenni munu
Daði og Gagnamagnið stíga á svið á
hinu svokallaða dómararennsli á
miðvikudagskvöld og einnig í undan-
úrslitunum á fimmtudagskvöldið.
Í tilkynningu frá íslenska hópnum
kemur fram að hópurinn sé að von-
um mjög glaður með þessa þróun
mála. Hann verður áfram í sóttkví
fram á miðvikudagsmorgun.
Aðrir ekki
með veiruna
Ljósmynd/Rúnar Freyr Gíslason
Eurovision Daði og Gagnamagnið.
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins
(ÁTVR) undirbýr nú lögbannskröfu,
málshöfðun og lögreglukæru á hend-
ur netverslunum með áfengi til neyt-
enda. Í tilkynningu segir að þeirri
starfsemi sé beint gegn lögbundnum
einkarétti ÁTVR á smásölu áfengis,
sem sé grunnstoð áfengisstefnu
stjórnvalda með lýðheilsu að megin-
markmiði og grunnforsenda fyrir
rekstri fyrirtækisins að auki.
Í tilkynningunni, sem Sigrún Ósk
Sigurðardóttir aðstoðarforstjóri
ÁTVR gaf út, segir að lagaákvæði
um einkaleyfi ÁTVR séu afdráttar-
laus, en þrátt fyrir það fullyrði
rekstraraðilar netverslananna að
starfsemi þeirra sé lögleg. Því sé
óhjákvæmilegt fyrir ÁTVR að fá úr
því skorið hjá til þess bærum aðilum.
Annars séu bæði lýðheilsusjónarmið
og rekstrargrundvöllur ÁTVR í upp-
námi.
Arnar Sigurðsson vínkaupmaður,
sem opnaði netverslun með vín um
fyrri helgi, segist ekki hafa ríkar
áhyggjur af þessum tilburðum
ÁTVR. „Við fögnum allri samkeppni
og gleðilegt að Ríkið telji sig komið í
samkeppni við allar áfengisnetversl-
anir heimsins. En ég átta mig ekki á
því hvort ÁTVR vill aðeins lögbann á
mitt franska fyrirtæki eða loka öllu
internetinu,“ segir Arnar og segir
engan vafa leika á að viðskiptin eigi
sér stað erlendis, sem sé fyllilega
löglegt. Komi lögbannskrafa fram
verði óskað tryggingar, sem að lík-
indum muni hlaupa á hundruðum
milljóna króna, enda viðbúið að
málareksturinn taki langan tíma.
Það einfaldi svo ekki málið að
ÁTVR hafi sjálf opnað sams konar
netverslun með áfengi, án þess að í
lögunum sé að finna heimild til slíkr-
ar útvíkkunar starfseminnar, um-
fram hinar lögbundnu verslanir. Það
veiki málatilbúnaðinn hvað skírskot-
un til lýðheilsusjónarmiða áhrærir.
Ríkið vill lögbann á netvínsölu
Vínsala Málið mun snúast um hvort
vínið sé selt á Íslandi eða ytra.
- Vínkaupmaður
alls óbanginn og
segir lögin sín megin