Morgunblaðið - 26.05.2021, Side 2

Morgunblaðið - 26.05.2021, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2021 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Stefnt er að því að bjóða út smíði nýrrar brúar yfir Skjálfandafljót hjá Fosshóli á þessu ári. Sam- kvæmt tillögu umhverfis- og sam- göngunefndar Alþingis um breyt- ingar á samgönguáætlun er áætlað að brúin verði byggð á næstu tveimur árum og er reiknað með milljarði í fjárveitingar til verksins á árunum 2022 og 2023. Einbreiðum brúm fækkar Brúin á Skjálfandafljóti er ein- breið og er ný brú liður í því að fækka slíkum brúm á umferðar- miklum vegum. Gunnar H. Guðmundsson, svæð- isstjóri Vegagerðarinnar á Norð- urlandi, segir að brúin verði byggð rétt norðan við núverandi aðalbrú. Verður hún fjórða brúin á Skjálf- andafljót við Fosshól. Þegar hún verður byggð verða þrjár brýr yfir ána á þessum stað því járngrind- arbrúin frá 1930 þjónar enn sem göngubrú fyrir ferðafólk sem er að skoða Goðafoss og nágrenni. Raun- ar sjást enn undirstöður fyrstu brúarinnar, trébrúar sem byggð var árið 1883. Gunnar reiknar þó með að brúin frá 1972 verði rifin, þegar sú nýja kemur, það sé að bera í bakkafullan lækinn að hafa þrjár brýr á þessum stað. Ný brú á Köldukvíslargil Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að tvíbreið brú verði byggð á Köldukvíslargil á Tjörnesi á árun- um 2023 og 2024. Núverandi brú er eina einbreiða brúin á milli Húsa- víkur og Ásbyrgis. Gunnar segir að um tíma hafi verið uppi áform um að steypa ána í stokk en það hafi reynst of flókið verk og væntanlega verði byggð bogabrú á þessum stað. Stærsta verkefni Vegagerðar- innar á Norðurlandi um þessar mundir er að undirbúa endurgerð hluta af Skagastrandarvegi og Þverárfjallsvegi. Þar er gamall vegur og tilgangur framkvæmdar- innar er að stuðla að umferðarör- yggi. Auk þess er hann mikilvæg tenging á milli Blönduóss, Skaga- strandar og Sauðárkróks. Útboð næstu daga Leggja þarf um 15 kílómetra af vegum þegar tengingar og hjáveg- ir eru talin með og byggja þarf nýja brú á Laxá. Verkið verður boðið út alveg á næstunni, sam- kvæmt upplýsingum Gunnars, en fjárveitingar til verksins eru á samgönguáætlun fyrir árin 2022 til 2024, samtals um tveir milljarðar króna. Ný brú á Skjálfandafljót boðin út í ár - Fjórða brúin á Skjálfandafljót hjá Fosshóli - Brúin frá 1972 verður væntanlega rifin í kjölfarið - Stærsta verkefnið á Norðurlandi er undirbúningur endurnýjunar Þverárfjalls- og Skagastrandarvega Morgunblaðið/Sigurður Bogi Brýr Gamla brúin frá 1930 þjónar nú sem göngubrú, við hlið aðalbrúar. Nýjasti íbúi Húsdýragarðsins er örn sem fannst í Stykkishólmi í fyrradag og var færður í Hús- dýragarðinn í gær. Um er að ræða kvenkyns örn, svokallaða össu. Þor- kell Heiðarsson, deildarstjóri hjá Húsdýragarðinum, segir örninn vera laskaðan á væng en frekari upplýsinga sé að vænta frá Nátt- úrufræðistofnun um hvað það sé nákvæmlega sem amar að fugl- inum. Þorkell bendir þó á að fugl- inn sé ekki stórslasaður. Þorkell segir að Húsdýragarð- urinn eiga eftir að láta líta frekar á fuglinn og þá sé hægt ákveða hvers konar meðferð hann þurfi á að halda. Það er býsna algengt að sögn Þorkels að ernir dvelji í Hús- dýragarðinum, en síðusu árin hefur að jafnaði einn slíkur komið í garð- inn á hverju ári. Þó er algengara að fálkar séu gestir í Húsdýragarð- inum en ernir. Aðspurður segir Þorkell það mis- munandi hvers kyns meðferð fugl- arnir fái við komuna í garðinn. Þeir fái ýmist aðhlynningu eða fari í endurhæfingu. gunnhildursif@mbl.is Kvenkyns örn fannst á Snæfellsnesi í fyrradag og var færður í Húsdýragarðinn til frekari aðhlynningar Assa í Húsdýra- garðinum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Esther Hallsdóttir esther@mbl.is Fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðs- dóttur, mennta- og menningarmála- ráðherra, var samþykkt á Alþingi í gær með 34 atkvæðum. Ellefu þing- menn greiddu atkvæði gegn frum- varpinu. Frumvarpið snýst um að setja á laggirnar tímabundið styrkjakerfi fyrir einkarekna fjölmiðla til að styrkja stöðu þeirra. Miðað er við að hægt sé að sækja um stuðning vegna allt að 25 prósenta rekstr- arkostnaðar við ritstjórnarstörf fjölmiðils. Þar undir fellur beinn launakostnaður starfsfólks og verk- takagreiðslur aðila sem vinna að fréttum. Sú breyting var gerð á frumvarp- inu í annarri umræðu að styrkja- kerfið verður tímabundið og gildir einungis í ár og á næsta ári. Því er ekki um að ræða grundvallarbreyt- ingu á rekstrarumhverfi fjölmiðla nema til skamms tíma. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru meðal þeirra sem greiddu at- kvæði gegn frumvarpinu eða sátu hjá. Sigríður Á. Andersen greiddi atkvæði gegn því en Brynjar Níels- son, Jón Gunnarsson og Óli Björn Kárason greiddu ekki atkvæði. Þá var Vilhjálmur Árnason fjarverandi. Aðrir þingmenn flokksins greiddu atkvæði með frumvarpinu. Þing- flokkur Miðflokksins greiddi allur atkvæði gegn frumvarpinu en eng- inn þingmaður Viðreisnar greiddi atkvæði. Fjölmiðlafrumvarpið sam- þykkt með 34 atkvæðum - Tímabundið styrkjakerfi fyrir einkarekna fjölmiðla Morgunblaðið/Eggert Styrkir Lilja Alfreðsdóttir mælti fyrir fjölmiðlafrumvarpinu á þingi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.