Morgunblaðið - 26.05.2021, Síða 6

Morgunblaðið - 26.05.2021, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2021 Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is Angjelin Sterkaj játaði sök sam- kvæmt ákæru í „Rauðagerðismál- inu“ svokallaða, þar sem Armando Beqirai var skotinn til bana laugar- daginn 13. febrúar 2021 við þingfest- ingu málsins í Héraðsdómi Reykja- víkur í gærmorgun. Angjelin sagðíst þó hafa verið einn að verki. Þrír karlmenn á fertugs- og fimmtudagsaldri og ein kona á þrí- tugsaldri eru öll ákærð fyrir morðið. Einn sakborninganna, Murat Se- livrada, mætti í dómsal við þingfest- inguna. Tveir sakborninganna eru í fangelsinu á Hólmsheiði, Angjelin sem situr í gæsluvarðhaldi vegna Rauðagerðismálsins og Shpetim Qerimi, sem afplánar nú dóm fyrir fíkniefnalagabrot. Þeir voru við- staddir í gegnum fjarfundabúnað. Konan sem ákærð er í málinu, Claudia Sofia Coelho Carvalho, mætti ekki í dómsal, heldur hafði verjandi hennar umboð til að taka af- stöðu til ákærunnar, þar sem neitað var sök. Murat og Shpetim neituðu sömu- leiðis sök. Shpetim er samkvæmt ákæru tal- inn hafa verið bílstjóri Angjelin og Angjelin hafa verið byssumaðurinn sem banaði Armando. Claudia er tal- in hafa fylgst með ferðum bíls Arm- ando og látið félaga sína vita af ferð- um hans og Murat talinn hafa sýnt Claudiu hvaða bílum hún ætti að fylgjast með. Öll eru þau ákærð fyrir að hafa staðið saman að verknaðinum. Enginn Íslendingur ákærður „Nei, þetta er bara staðan. Málið er talið líklegt til sakfellingar á þessi fjögur þannig að það eru bara þau sem eru ákærð,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksókn- ari í samtali við mbl.is þegar hún er spurð hvort ekki hafi verið talið til- efni til ákæru á hendur neinum Ís- lendingum. Á blaðamannafundi lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu þegar upplýst var um handtökur í málinu var greint frá að líklegt væri að málið tengdist Íslendingum og skipulagðri glæpastarfsemi á Ís- landi. Segist hafa verið einn að verki - „Rauðagerðismálið“ þingfest í héraði - Einn játar – hin þrjú neita sök Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Héraðsdómur Einn af fjórum sakborningum mætti í dómsal í gærmorgun. Hádegisfundur SES með Nánar á xd.is Bjarna Benediktssyni Samtök eldri sjálfstæðismanna hefja fundi að nýju eftir covid- hlé. í dag kl. 12:00 í Valhöll Einn sjúklingur lést á Landspítalan- um 22. maí síðastliðinn vegna Co- vid-19 en viðkomandi var lagður inn fyrir um mánuði og hefur dvalið á sjúkrahúsinu síðan þá. Einstakling- urinn var á sextugsaldri. Greint er frá andlátinu á vef Landspítalans og staðfesti Þórólfur Guðnason sótt- varnalæknir það í samtali við mbl.is í gær. Eitt kórónuveirusmit greindist innanlands í fyrradag en þá hafði ekki greinst smit innanlands síðan miðvikudaginn 19. maí. Grunur leikur á að kórónuveiru- smit hafi komið upp hjá starfsmanni á leikskólanum Árborg í Árbæ í gær. Þetta staðfesti Sigrún Björnsdóttir, blaðafulltrúi skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg. Leikskólanum var lokað í gær í samræmi við ráð- leggingar frá smitrakningarteymi meðan niðurstaða fæst úr sýnatöku. Einn lést af völdum kórónuveirusmits - Smit greindist innanlands í fyrradag 1 nýtt innanlandssmitgreindist sl. helgi 40 eru meðvirkt smit og í einangrun 1 einstaklingurer á sjúkrhúsi 30 einstak-lingar eru látnir Fjöldi smita Heimild: covid.is Fjöldi smita innanlands Á landamærum júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan. feb. mars apríl maí Fullbólusettir: 80.464 einstak-lingar 163.815 hafa fengið að minnsta kosti einn skammt 113 einstaklingareru í sóttkví 1.711 í skimunar-sóttkví Umhverfisstofnun Íslands hefur veitt Arctic Yeti ehf. leyfi til þess að halda svokallað „Últra maraþon“ í sumar, en til stendur að halda það dagana 26. júní til 3. júlí. Samkvæmt forstjóra Arctic Yeti, Javi Gálves, er um að ræða 280 kílómetra maraþon sem hlaupið er á sex dögum samtals. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt mara- þon er haldið hér á landi en fyrir- tækið hefur haldið maraþonið áður í Kosta Ríka. Þá segir Gálves einnig að ef allt gengur samkvæmt áætlun verði maraþonið árlegt. Talið er að þátttakendur verði um 50 talsins og mun hluti maraþonsins fara fram um Fjallabak og Þjórsárdal, sem eru náttúruverndarsvæði. Hlaupaleiðin er blanda af meginvegum svæðisins, moldarvegum og gönguleiðum um hálendið. Settar verða upp opinberar búðir fyrir þátttakendur maraþonsins af fyrirtækinu, en þær búðir munu vera innan Þjórsárdals. Þá munu þátttakendur gista í tjöldum, þeir fá nauðsynjavörum úthlutað og verður þeim einnig skylt að bera lífræna úr- gangspoka og umbúðir fyrir salern- isþarfir, sem fargað verður á til- skildum lóðum. Hlaupaleiðin verður merkt með lífrænu og niðurbrjót- anlegu límbandi, sem verður með- fram leiðinni. Þá verða einnig sett upp skilti við gatnamót, slóðamót, og þar sem mikilvægar upplýsingar eru taldar nauðsynlegar til að leiðbeina hlaupurunum. Gert er ráð fyrir að þau skilti verði síðan tekin niður að maraþoninu loknu. „Í leyfinu er tek- ið fram að landverðir verði á þeim friðlýstu svæðum þar sem hlaupið fer fram,“ segir Hákon Ásgeirsson, náttúrufræðingur og teymisstjóri Umhverfisstofnunar. „Landvörður hittir framkvæmdaraðila bæði áður en hlaupið hefst og þegar því er lok- ið, til þess að fara yfir hvort allt hafi farið eftir þeim skilyrðum sem sett voru fram.“ Samkvæmt Umhverf- isstofnun Íslands þurfa skipuleggj- endur maraþonsins að brýna vel fyr- ir þátttakendum mikilvægi þess að hlaupa aðeins á merktum slóðum, til að koma í veg fyrir skemmdir á jarð- myndun eða dýralífi. Þá er mik- ilvægt að hlaupaleiðirnar verði vel merktar til þess að hlaupararnir geti haldið sig á réttum slóðum en leiðin liggur meðfram viðkvæmum svæð- um, t.d. jarðhitasvæðum og votlendi. rebekka@mbl.is Hlaupa 280 km í náttúru Íslands - Últra maraþon haldið í fyrsta sinn á Íslandi í sumar - Umhverfisstofnun Ís- lands veitir leyfi - Hlaupaleið á náttúruverndarsvæðum - 50 þátttakendur Morgunblaðið/RAX Fjallabak Um 50 manns munu hlaupa últra maraþon í sumar en hluti þess mun fara um Fjallabak og Þjórsárdal, sem eru náttúruverndarsvæði. Tólf einstaklingar gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Segir í til- kynningu að við lok framboðs- frestsins, sem rann út síðdegis í gær, höfðu tólf framboð borist og voru þau öll úrskurðuð gild. Frambjóðendur í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Suðvesturkjör- dæmi eru: Arnar Þór Jónsson, Bergur Þorri Benjamínsson, Bjarni Benediktsson, Bryndís Haralds- dóttir, Guðbjörg Oddný Jón- asdóttir, Hannes Þórður Þorvalds- son, Jón Gunnarsson, Karen Elísabet Halldórsdóttir, Kristín Thoroddsen, Óli Björn Kárason, Sigþrúður Ármann og Vilhjálmur Bjarnason. Tólf í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins Morgunblaðið/Eggert Oddviti Bjarni Benediktsson fjár- málaráðherra leiðir sjálfstæðismenn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.