Morgunblaðið - 26.05.2021, Síða 10

Morgunblaðið - 26.05.2021, Síða 10
Fyrirhuguð byggð á vesturhluta Glaðheimasvæðis Lo ft m yn d ir eh f. Lo Arnarnesvegur R ey kj an es b ra u t Smáralind KÓPAVOGUR GARÐABÆR R ey kj an es br au t Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Í breyttu deiliskipulagi fyrir vestur- hluta Glaðheimasvæðis í Kópavogi er gert ráð fyrir fleiri íbúðum en áður var gert. Heildarfjöldi íbúða á svæð- inu öllu verður að hámarki 500 íbúðir og miðað við 2,5 íbúa á íbúð er áætlað að á svæðinu verði um 1.250 íbúar. Gert er ráð fyrir að byggingar á svæðinu rísi í tveimur áföngum og er áætlað að Glaðheimasvæðið verði fullbyggt um eða fyrir 2030. Skipu- lagssvæðið sem er um 8,6 hektarar að stærð afmarkast af Reykjanes- braut til vesturs, Bæjarlind til norð- urs, Álalind 1, 2, 3 og 5 til austurs auk athafnasvæðis við Akra- og Askalind og Arnarnesvegar til suð- urs. Í breytingunni felst að landnýt- ingu á austari hluta skipulagssvæð- isins og miðju þess er breytt og í stað atvinnuhúsnæðis á 5-8 hæðum rísa níu fjölbýlishús sem verða á 3-12 hæðum með um 468 íbúðum. Auk þess er gert ráð fyrir leikskóla, um 1.500 fermetrum að stærð, og opnu svæði eða bæjargarði. Á norðurhluta skipulagssvæðisins er fallið frá verslunar- og þjónustuhúsnæði á þremur efstu hæðum og þess í stað komið fyrir 32 íbúðum. Suðvestan fyrirhugaðs Glað- heimavegar, á suðurhluta svæðisins, er gert ráð fyrir sjö lóðum fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði á tveimur til fjórum hæðum. Í gildandi deiliskipulagi frá 2009 var gert ráð fyrir 32 hæða turnbyggingu á norð- vesturhluta svæðisins, en sú bygging lækkar í 15 hæðir. Meiri þéttleiki Í inngangi skýringaheftis með skipulagstillögunni segir: „Sérstaða verslunar-, þjónustu- og íbúðarsvæð- is Glaðheima felst m.a. í miðlægri staðsetningu svæðiskjarnans á höf- uðborgarsvæðinu. Svæðið er vel tengt nærliggjandi íbúðarbyggð og þjónustusvæðum. Hin nýja byggð hefur því alla burði til að verða eft- irsótt og vinsælt hverfi. Þéttleiki hverfisins verður meiri en gerist í úthverfum Kópavogs. Því er mikilvægt að vel takist til í mótun byggðarinnar og að þær væntingar sem skipulagsyfirvöld bera til svæð- isins um vandaða og góða byggð skili sér í hönnun, útliti og útfærslu ein- stakra húsa og lóða innan þess. Jafnframt er leitast við að skapa samsvörun og góðar tengingar við þann hluta hverfisins sem þegar er byggður, Glaðheima austurhluta.“ Tillöguna um breytingu á deili- skipulaginu er m.a. að finna á heima- síðu Kópavogs. Íbúðum fjölgað á Glaðheimasvæði - 15 hæða bygging í stað 32 hæða turns 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2021 Við leigjum út krókgáma FRAMKVÆMDIR? til lengri eða skemmri tíma HAFÐU SAMBAND: sími: 577 5757 www.gamafelagid.is Hugsum áður en við hendum! Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Allt gengur ljómandi vel í útgerð Norlandair á TF NLA, tveggja hreyfla vél af gerðinni Beechcraft Super King Air 200 sem félagið fékk nýlega. Nokkrar vikur eru síðan vél- in kom til landsins og fyrsta áætl- unarferðin var í síðustu viku. Þá fóru flugmennirnir Bragi Már Matthías- son og Sindri Ólafsson frá Akureyri til Vopnafjarðar og Þórshafnar, en Norlandair er með áætlunarflug á þeim leiðum fimm daga í viku. Einn- ig er félagið síðan í nóvember á síð- asta ári með ferðir frá Reykjavík til Bíldudals og Gjögurs, en flug til framangreindra staða, auk Gríms- eyjar, er skv. útboði og samningum við Vegagerðina. 20 ára vél en lítið flogin King Air-vélin er um tuttugu ára gömul og var lengi í eigu vél- sleðaframleiðandans Polaris í Minneapolis í Minnesota í Banda- ríkjunum. Var þar til einkanota fyrir stjórnendur fyrirtækisins og hefur aðeins verið flogið um 5.000 tíma. Allur búnaður í stjórnklefa var end- urnýjaður fyrir nokkrum árum og því má segja að vélin sé í toppstandi. Kaupverðið var 2,3 milljónir dollara eða um 290 milljónir króna. „Umsvifin hjá okkur eru að aukast og samningurinn um Vest- fjarðaflugið kallaði á að við tækjum nýja vél inn í flotann, segir Friðrik Adolfsson framkvæmdastjóri Nor- landair í samtali við Morgunblaðið. Vélin er einkum og helst notuð í inn- anlandsverkefnum, en Grænlands- flug er stór þáttur í starfsemi Nor- landair. Löng saga og hefð fyrir flugsamgöngum milli Akureyrar og Grænlands – og á síðasta ári voru gerðir samningar milli grænlensku heimastjórnarinnar og Norlandair um reglulegar ferðir til og frá Con- stable Point, sem er á austurströnd Grænlands. Gert er ráð fyrir tveimur ferðum í viku, ýmist frá Akureyri eða Reykja- vík, alls 102 ferðum á ári næstu tíu árin. Einnig sinnir Norlandair ýms- um öðrum verkefnum í Grænlandi, svo sem fyrir vísindastofnanir og danska herinn. Í þessi verkefni eru helst notaðar Twin Otter-flugvélar, en félagið á þrjár slíkar. Leiga á stórri flugvél er til skoðunar „Kórónuveiran hefur sett stórt strik í alla reikninga vegna Græn- landsflugsins. Sem stendur förum við aðeins eina áætlunarferð á viku til Grænlands í stað tveggja og ýmis þjónustuverkefni eru í biðstöðu, en munu væntanlega komast í fram- kvæmd þegar veiran er gengin nið- ur. Því erum við nú með í skoðun að taka á leigu stóra vél inn í rekst- urinn og horfum þar til að fá Bomb- ardier-vélar, líkt og Icelandair notar í innanlandsflugi sínu,“ segir Friðrik Adolfsson. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Norlandair Flugmennirnir Bragi Már Matthíasson, til vinstri, og Sindri Ólafsson og milli þeirra Friðrik Adolfsson. Ný vél í flota Norlandair vegna aukinna umsvifa - Beechcraft Super King Air - Vestfirðir og Grænland Friðrik Jónsson hefur verið kjörinn nýr formaður Bandalags háskóla- manna til tveggja ára í rafrænni kosningu sem lauk á hádegi í gær. Friðrik, sem er formaður Félags háskólamennt- aðra starfsmanna Stjórnarráðsins, tekur við sem for- maður BHM á aðalfundi banda- lagsins á morgun. Fram kemur í tilkynningu frá BHM í gær að Friðrik hlaut 69,5% atkvæða í kosn- ingunni en Maríanna H. Helgadótt- ir, formaður Félags íslenskra nátt- úrufræðinga, sem einnig bauð sig fram í embættið, hlaut 30,5% at- kvæða. 99% kosningaþátttaka Formaður BHM er kjörinn annað hvert ár í aðdraganda aðalfundar af fulltrúum sem aðildarfélögin til- nefna til setu á fundinum. Rafræn kosning hófst 13. maí og lauk í gær. Voru 189 aðalfundarfulltrúar á kjör- skrá og greiddu 187 atkvæði í kosn- ingunni. Var kosningaþátttaka því um 99%. „Friðrik Jónsson er fæddur árið 1967 og hefur undanfarin 25 ár starfað innan utanríkisþjónustu Ís- lands. Meðal annars hefur hann starfað á vettvangi Alþjóðabankans, Atlantshafsbandalagsins og Samein- uðu þjóðanna og í sendiráðum Ís- lands í Washington og Kaupmanna- höfn. Hann hefur einnig verið forstöðumaður GRÓ, þekkingarmið- stöðvar þróunarsamvinnu, og fulltrúi Íslands í embættismanna- nefnd norðurskautsráðsins. Friðrik er með MA-gráðu í alþjóðasam- skiptum og MBA-gráðu í alþjóða- viðskiptum. Hann var kjörinn for- maður Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins á aðal- fundi félagsins síðastliðið haust,“ segir í tilkynningu BHM um kjör Friðriks. Þegar Friðrik tilkynnti framboð sitt í mars sl. sagði hann markmiðið m.a. að efla bandalagið og í brenni- depli þurfi ávallt að vera að háskóla- menntun sé metin að verðleikum í launum og aðbúnaði ásamt því að hugviti og þekkingu séu rudd braut til öflugrar verðmætasköpunar. Friðrik nýr formaður BHM - Hlaut 69,5% atkvæða í formannskjöri Friðrik Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.