Morgunblaðið - 26.05.2021, Side 11

Morgunblaðið - 26.05.2021, Side 11
FRÉTTIR 11Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2021 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Kjólar • Pils • Vesti • Blússur Bolir • Peysur • Buxur Verið velkomin Nýjar sumarvörur Vinsælu velúrgallarnir Alltaf til í mörgum litum og í stærðum S-4XL Andrés Magnússon andres@mbl.is Upp á síðkastið hefur tilgátan um að kórónuveiran hafi orðið til á veiru- rannsóknarstofu kínverskra stjórn- valda í Wuhan gengið í endurnýjun lífdaga og af auknum krafti. Fyrst þegar hún var sett fram, snemma í heimsfaraldrinum, var henni nær af- dráttarlaust vísað á bug sem fráleitri samsæriskenningu og þeim, sem á henni impruðu, bornar annarlegar hvatir á brýn. Þar kunna hagsmunir kínverskra stjórnvalda að hafa skipt nokkru, en eins var þeirri tilgátu oft blandað saman við aðra, um að veiran hefði verið búin til sem lífefnavopn. Fyrir því eru nær engin líkindi og alls eng- ar vísbendingar. En fyrir vikið voru mun færri til í að leiða hugann að því að veiran hefði nú samt verið búin til og hún hefði sloppið út fyrir vangá eða slysni. Fyrr en nú, þegar æ fleiri taka undir að þar sé a.m.k. möguleg skýr- ing, enda sé ekki fram komin önnur sennilegri skýring á því hvernig þessi kórónuveira varð til, hvernig hún barst í menn og hversu bráð- smitandi hún reyndist vera. Þar á meðal er dr. Anthony Fauci, einn virtasti vísindamaður Banda- ríkjanna á þessu sviði, sem nú segir opinberlega að ekki sé hægt að úti- loka það. Óljós uppruni veirunnar Uppruni kórónuveirunnar hefur þó alla tíð verið myrkrum sveipaður, þótt fáir sjúkdómar hafi verið rann- sakaðir af meira kappi. Á því eina og hálfa ári, sem heimsfaraldurinn hef- ur geisað, hefur hann lagt rúmar þrjár milljónir manna í gröfina, gert hundruð milljóna fárveika og haft ómæld efnahagsáhrif um heim allan. Upphaflega töldu margir að veiran hefði borist með einhverjum hætti frá leðurblökum um aðrar dýrateg- undir til manna, þótt ekki væri sú leið skýrð með viðhlítandi hætti. Helst var horft til opinna kjötmark- aða í Kína, þar sem hreinlæti og smitgát þykir fremur ábótavant. Sú leið var ekki óhugsandi, en fyrir henni hafa engar sannanir fundist þótt mikið hafi verið leitað. Frá upphafi hafa þó margir bent á að það hafi verið ótrúleg tilviljun, að veiran hafi fyrst slegið sér niður ör- skammt frá Veirufræðirannsókn- arstofnuninni í Wuhan, þar sem eiga sér einmitt stað bæði rannsóknir og tilraunir með veirur. Þá hefur komið í ljós að þrír vís- indamenn við Veirurannsóknarstofn- unina í Wuhan urðu svo veikir í nóv- ember 2019, að leggja þurfti þá á sjúkrahús. Það þykir mörgum vera næg ástæða til þess að rannsaka frekar hvað hafi eiginlega átt sér stað þar í stofnuninni, en þrátt fyrir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hafi sent rannsóknarnefnd þangað í febrúar, voru kínversk stjórnvöld naum á aðgang hennar að gögnum og vísindamönnum. Vísbendingar um veirutilraunir „Mönnum virðist hafa snúist hug- ur,“ segir Nicholas Wade, fyrrum vísindablaðamaður New York Tim- es, sem segir að miðað við fyrirliggj- andi gögn sé líklegra að kór- ónuveiran hafi sloppið úr rannsóknarstofu en að hún hafi bor- ist í menn með náttúrulegum hætti, þ.e.a.s. frá einni tegund til annarrar. Hann tekur fram að sú skýring hafi verið afar sennileg í upphafi, enda hafi tveir fyrri faraldrar brotist út með þeim hætti. Eftir því sem tíminn hafi liðið án þess að nokkur sönn- unargögn þess hafi fundist hafi fyrri kenningin, um að veiran hafi orðið til í rannsóknarstofu og sloppið þaðan, orðið æ sennilegri. „Það lítur út fyrir að þeir hafi átt við veirur, flutt prótein frá einni kór- ónuveiru til annarrar í von um að búa til smitgjarnari veiru.“ AFP Kórónuveiran Kínverskir lögregluþjónar við Veirufræðistofnunina í Wuhan. Veiran upprunnin úr rannsóknarstofu? - Grunsemdir um að kórónuveiran hafi sloppið af veirurannsóknarstofu í Wuhan vakna enn á ný - Fauci segir það alls ekki ómögulegt - Rannsóknarteymi WHO fékk ekki óheftan aðgang í Kína Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hét því í gær að Bandaríkjastjórn myndi veita Gaza- svæðinu efnahagslega aðstoð til þess að hjálpa til við endurreisn þess eftir átök Ísraela og samtak- anna Hamas fyrr í mánuðinum. Kom fram í máli Blinkens að Bandaríkin hyggist veita allt að 75 milljónir bandaríkjadala til Palest- ínumanna, eða sem nemur um níu milljörðum íslenskra króna. Þar af verður 5,5 milljónum dala, eða sem nemur um 665,5 milljónum króna varið til Gaza-svæðisins. Sagði Blinken tilgang aðstoðar- innar að styrkja vopnahléið sem samþykkt var í síðustu viku, en tók fram að Hamas-samtökin, sem Bandaríkin skilgreina sem hryðju- verkasamtök, ættu ekki að fá neitt af þeim fjármunum sem eyrna- merktir yrðu til uppbyggingar á Gaza. Opna skrifstofu PLO á ný Blinken fundaði í gær með Ben- jamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, í Jerúsalem og Mahmoud Abbas, leiðtoga palestínsku heima- stjórnarinnar, í Ramallah. Ítrekaði Blinken stuðning Bandaríkjanna við rétt Ísraels til þess að verja sig gegn eldflaugaárásum, en sagði jafnframt að Bandaríkin vildu opna á ný ræðismannsskrifstofu sína hjá palestínsku heimastjórninni í Jerú- salem. AFP-fréttastofan hafði eftir hátt- settum embættismanni í heima- stjórninni að viðræður stæðu nú yfir milli Bandaríkjamanna og Palest- ínumanna um hvernig mætti opna skrifstofu PLO í Washington á ný, en henni var lokað árið 2018. Fram að því hafði hún gegnt hlutverki óopinbers „sendiráðs“, þar sem pal- estínska heimastjórnin nýtur ekki opinberrar viðurkenningar Banda- ríkjastjórnar sem ríki. sgs@mbl.is Vilja styðja við endurreisn á Gaza - Opnun ræðisskrifstofu til skoðunar AFP Fundir Blinken og Abbas ræða við fjölmiðla á fundi sínum í Ramallah. Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti munu halda sinn fyrsta leiðtoga- fund í Genf hinn 16. júní nk. Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sagði að öll útistandandi mál á milli ríkjanna yrðu á dag- skránni, en samband stórveldanna hefur einkennst af mikilli spennu undanfarin ár. Sagði Psaki að markmið fundarins væri að koma aftur á „stöðugleika“ í samskiptum Bandaríkjanna og Rússlands. Fundurinn verður haldinn í kjöl- far fyrstu utanlandsferðar Bidens sem forseta, en hann mun áður sækja fundi hjá G7-ríkjunum, Atl- antshafsbandalaginu og Evrópu- sambandinu. LEIÐTOGAFUNDUR Forsetarnir hyggjast funda í Genf í júní Leiðtogar Vesturveldanna hvöttu í gær til þess að hvítrússneska blaða- manninum Roman Protasevich yrði sleppt úr haldi þegar í stað, eftir að stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi birtu myndband af honum, þar sem hann játaði á sig að hafa skipulagt mótmæli gegn Alexander Lúkasjenkó, forseta landsins. Protasevich var handtekinn á sunnudaginn eftir að Hvít-Rússar neyddu farþegaflugvél Ryanair til þess að lenda í höfuðborginni Minsk, en hún var þá á leiðinni milli Grikk- lands og Litháens. Flugfélögin Air France, Finnair og Singapore Air- lines tilkynntu í gær að þau myndu héðan í frá ekki fljúga yfir hvítrúss- neska lofthelgi, en Evrópusambandið samþykkti í fyrradag að meina hvít- rússneskum flugfélögum að fljúga til aðildarríkja sinna. Áður höfðu SAS, Lufthansa og lettneska flugfélagið airBaltic tilkynnt að þau myndu ekki fljúga yfir Hvíta-Rússland. Lúkasjenkó gjaldi fyrir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Joe Biden Bandaríkja- forseti voru á meðal þeirra sem lýstu yfir áhyggjum sínum af myndband- inu, sem hvítrússnesk stjórnvöld sendu frá sér af Protosevich, en þar má meðal annars sjá mar á enni hans. Sagði Biden allt benda til þess að Pro- tosevich hefði talað inn á myndbandið nauðugur viljugur. Bæði Biden og Johnson sögðu að aðgerðir Hvít-Rússa myndu hafa af- leiðingar í för með sér, og Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði að Lúkasjenkó og aðrir einræð- isherrar sem væru í svipuðum hug- leiðingum myndu þurfa að „gjalda það dýru verði“ að hafa neytt flugvél Ryanair til þess að lenda í Minsk. Utanríkisráðherrar Evrópusam- bandsins munu funda í Lissabon síðar í vikunni og ræða þar frekari refsiað- gerðir á hendur Hvíta-Rússlandi, en stjórnvöld þar sæta nú þegar refsiað- gerðum vegna ofbeldis lögreglu- manna þar gegn mótmælendum í fyrra. sgs@mbl.is Protasevich verði sleppt þegar í stað - Vestræn flugfélög hætta að fljúga yfir Hvíta-Rússland í kjölfar handtökunnar AFP Mótmæli Hvít-Rússar í Póllandi hafa mótmælt handtökunni harðlega.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.