Morgunblaðið - 26.05.2021, Side 13
13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2021
Knapar Landslag er stórbrotið í fjörunni við Vík í Mýrdal. Svartur sandur, öldurnar og Reynisdrangar skapa umgjörð þar sem hestamenn fara fetið, til að geta notið þessa umhverfis.
Sigurður Bogi
Fyrir þremur árum
féll meirihluti Samfylk-
ingar, Pírata og VG.
Sjálfstæðisflokkurinn
varð stærsti flokkurinn
í borgarstjórn á ný.
Engu að síður ákvað
Viðreisn að ganga til
liðs við vinstri meiri-
hlutann og reisa hann
við. Þvert á niðurstöðu
kosninganna.
Í grunnstefnu Við-
reisnar segir: „Rekstur ríkissjóðs og
sveitarfélaga verði að jafnaði halla-
laus og skuldir hóflegar.“ Það var
eins og við manninn mælt að skuldir
Reykjavíkurborgar fóru að snar-
hækka í góðærinu undir stjórn Við-
reisnar. Þær hækka nú um 112 millj-
ónir á dag.
Gleymdist atvinnulífið?
Í grunnstefnu í sveitarstjórnar-
málum Viðreisnar seg-
ir: „Við viljum sjálf-
bæran rekstur
sveitarfélaga. Við vilj-
um hóflegar álögur á
íbúa og fyrirtæki og
tölum fyrir skattalækk-
unum þegar við á.
Sveitarfélög eiga ekki
að standa í samkeppn-
isrekstri. Við tölum
fyrir opnu bókhaldi
sveitarfélaga.“ Ekkert
af þessu stenst. Rekst-
ur borgarinnar er
ósjálfbær samkvæmt yfirlýsingum
borgarinnar sjálfrar til Alþingis.
Skattar á launafólk eru í lögbundnu
hámarki í Reykjavík. Og borgin
stundar vafasaman samkeppn-
isrekstur af miklum móð. Má hér
nefna malbikunarstöðina Höfða,
fjarskiptarekstur og ólögmæt raf-
orkukaup.
Og hvað varð um opna bókhaldið?
Á mælaborði borgarinnar eru nýj-
ustu tölur um fjármál frá 2017. Fjög-
urra ára gamlar.
Að víkka út
Í innanríkismálum ætlaði Viðreisn
sér stóra hluti, en í grunnstefnunni
segir: „Kannaður verði möguleikinn
á því að víkka út hlutverk Landhelg-
isgæslunnar til að sinna sjúkraflutn-
ingum í lofti.“ Nýjustu fréttir eru af
því að Viðreisn neitar Landshelgis-
gæslunni um að byggja yfir þyrlu
sína og vísar henni á Hvassahraun.
Græna planið
Á sama tíma og íbúðir eru leyfðar
í Laugardal og áform eru um at-
vinnurekstur í Elliðaárdal eru íbúar
skikkaðir til að hafa 2,5 m2 grasskika
á palli. Allt samkvæmt „græna plan-
inu“.
Borgin stefnir á að minnka um-
ferðarflæði við Suðurlandsbraut í
nafni loftgæða, en hefur sjálf aukið
útblástur á CO2 um 15% milli ára.
Græna bókhald borgarinnar sýnir
glöggt að borgin fer í engu eftir eig-
in markmiðum. Eitt er sagt. Annað
gert.
Skólamálin í uppnámi
Yfir 700 börn eru á biðlista eftir
leikskólarými sem lofað var fyrir síð-
ustu kosningar. Þrengt hefur verið
að rekstri dagforeldra sem eykur
enn á vandann. Nú stendur til að
setja upp bráðabirgðaleikskóla á
opnum svæðum og nota leik-
skólarútur.
Hjallastefnan sem hefur náð mikl-
um árangri með sinni sérstöðu er í
algerri óvissu um húsnæði í Reykja-
vík. Fjárframlög til einkarekinna
skóla eru skorin við nögl.
Í stefnu Viðreisnar er sérstaklega
tekið á þessum málum þar sem seg-
ir: „Við styðjum fjölbreytt rekstr-
arform í menntakerfinu. Við viljum
að börnum sé tryggð dagvistun frá
12 mánaða aldri.“ Nú hefur Viðreisn
verið við völd í þrjú ár í Reykjavík.
Það er deginum ljósara að orð eru
eitt. Efndir annað. Það kemur því
ekki á óvart að þegar stofandi Við-
reisnar biður um efsta sæti á fram-
boðslista í Reykjavík sé honum boð-
ið það neðsta.
Eftir Eyþór Arnalds » Það er deginum ljós-
ara að orð eru eitt.
Efndir annað. Það kem-
ur því ekki á óvart að
þegar stofandi Við-
reisnar biður um efsta
sæti á framboðslista í
Reykjavík sé honum
boðið það neðsta.
Eyþór Arnalds
Höfundur er oddviti sjálfstæðis-
manna í borgarstjórn.
Á hvaða leið er Viðreisn?
Þegar þessi orð eru
sett niður á blað er rúm
klukkustund í að at-
kvæðagreiðslur hefjist
í þingsal um nokkur
frumvörp ríkisstjórn-
arinnar. Gangi allt eins
og lagt er upp með
verða fimm frumvörp
orðin að lögum um það
leyti sem margir fá sér
síðdegiskaffi. Fæst
hafa áhrif á daglegt líf okkar, en geta
skipt máli til lengri eða skemmri
tíma. Ég óttast hins vegar að eitt
frumvarpið ýti samfélaginu inn á
hættulegar brautir.
Lögum um aðgerðir gegn mark-
aðssvikum er ætlað að stuðla að
auknu heilbrigði fjármálamarkaða,
efla fjárfestavernd og traust fjár-
festa á fjármálamörkuðum. Fram-
haldi ferðagjafar er ætlað að vinna
gegn neikvæðum áhrifum kórónu-
veirufaraldursins á starfsemi fyrir-
tækja í ferðaþjónustu. Markmið með
breytingum á lögum um fiskeldi er
að stuðla að betri nýtingu fjarða og
hafsvæða til fiskeldis. Með breytingu
á bráðabirgðaákvæði í lögum um að-
búnað, hollustuhætti og öryggi á
vinnustöðum er framlengd heimild til
að semja um rýmri vinnutíma en
ákvæði laganna gera ráð fyrir vegna
þeirra starfsmanna sem veita þjón-
ustu við fatlað fólk með langvarandi
stuðningsþarfir.
Fimmta frumvarpið sem verður að
lögum er beinn stuðn-
ingur ríkisins við starf-
semi einkarekinna fjöl-
miðla. Með samþykkt
þess er stigið fyrsta
skrefið í að gera sjálf-
stæða fjölmiðla fjár-
hagslega háða rík-
isvaldinu. Í stað þess að
ráðast að rót vandans –
sem er forréttindi rík-
isrekinnar fjölmiðlunar
– er leið ríkisstyrkja
valin.
Fátt hættulegra
Ég hef lengi varað við að innleitt
verði flókið kerfi millifærslna og rík-
isstyrkja. Í júní 2018 skrifaði ég með-
al annars:
„Fátt er hættulegra fyrir frjálsa
fjölmiðlun en að vera háð opinberum
styrkjum og nefndum á vegum hins
opinbera sem skammta úr hnefa fjár-
muni til að standa undir einstökum
þáttum í rekstrinum. Fjölmiðlun sem
er háð hinu opinbera með beinum
hætti verður aldrei frjáls nema í
orði.“
Engum ætti því að koma á óvart að
ég geti ekki stutt stjórnarfrumvarp
um stuðning við fjölmiðla, jafnvel
þótt meirihluti allsherjar- og
menntamálanefndar hafi gert skyn-
samlegar breytingar á frumvarpinu.
Þar skiptir mestu að stuðningurinn
verður tímabundinn.
Með samþykkt frumvarpsins eru
þingmenn ekki að plægja jarðveginn
fyrir fjölbreytta flóru fjölmiðla sem
tryggir að réttar upplýsingar séu
dregnar fram, að ólík sjónarmið fái
að heyrast og nauðsynlegt aðhald sé
að helstu stofnunum samfélagsins.
Út af samkeppnismarkaði
Í liðinni viku mælti ég fyrir frum-
varpi, sem ég lagði fram ásamt
Brynjari Níelssyni, um breytingar á
lögum um Ríkisútvarpið. Markmið
frumvarpsins er að jafna samkeppn-
isstöðu einkarekinna fjölmiðla gagn-
vart ríkisreknu fjölmiðlafyrirtæki í
tveimur skrefum. Í fyrra skrefinu
verði Ríkisútvarpinu óheimilt að
stunda beina sölu á auglýsingum,
hlutfall auglýsinga fari ekki yfir
fimm mínútur á hvern klukkutíma í
útsendingartíma og að óheimilt verði
að slíta í sundur dagskrárliði með
auglýsingum. Þá sé Ríkisútvarpinu
bannað að afla kostunar á dag-
skrárliði. Takmarkanir þessar verði
á tímabilinu 1. janúar 2022 til og með
31. desember 2023. Frá ársbyrjun
2024 verði samkeppnisrekstri Rík-
isútvarpsins á auglýsingamarkaði
hætt.
Í greinargerð er því haldið fram að
frjáls fjölmiðlun á Íslandi standi höll-
um fæti. Á sama tíma og samkeppn-
isstaðan er skekkt með lögverndaðri
yfirburðastöðu Ríkisútvarpsins
standi einkareknir innlendir fjöl-
miðlar frammi fyrir harðri sókn al-
þjóðlegra stórfyrirtækja inn á aug-
lýsingamarkaðinn. Að nokkru er
þetta hluti af stærri vanda en stofn-
anir og fyrirtæki ríkis og sveitarfé-
laga eru víða í samkeppni við einka-
aðila. „Vísbendingar eru um að
opinberir aðilar, ekki síst opinber
hlutafélög, hafi hert samkeppn-
isrekstur sinn á síðustu árum,“ segir
í greinargerðinni og um leið bent á að
þegar hið opinbera keppir við einka-
rekstur sé mikilvægt að tryggja jafn-
ræði með eins góðum hætti og kostur
er. Reglur verði að vera skýrar og af-
markaðar um umfang opinbers
samkeppnisrekstrar. Þá segir einnig:
„Umsvif opinberra aðila á sam-
keppnismarkaði geta leitt til skað-
legrar fákeppni, rutt sjálfstæðum
rekstri út af markaði og jafnvel leitt
til einokunar. Undir slíkum að-
stæðum er nýjum aðilum gert erf-
iðara fyrir að hasla sér völl á mark-
aði. Leiða má rök að því að
samkeppnisrekstur hins opinbera
geti unnið gegn markmiði sam-
keppnislaga sem er að efla virka
samkeppni í viðskiptum.
Opinberir aðilar njóta oft forskots
á grundvelli laga í samkeppni við
einkaaðila. Dæmi um þetta er fjöl-
miðlarekstur ríkisins undir hatti Rík-
isútvarpsins ohf. Augljóst er að sam-
keppnisrekstur ríkisins hefur
verulega neikvæð áhrif á rekstur og
fjárhag sjálfstæðra fjölmiðla sem
flestir standa höllum fæti. Takmörk-
un á umsvifum og síðar bann við
samkeppnisrekstri á sviði auglýsinga
og kostunar ætti því að öðru
óbreyttu að bæta hag sjálfstæðra
fjölmiðla.“
Fremur verkjalyf
Því miður eru litlar líkur á því að
frumvarpið fái efnislega umfjöllun í
nefnd, en auðvitað er haldið í vonina.
Það er sannfæring okkar félaga, eins
og raunar margra annarra þing-
manna, að skynsamlegra sé að
styrkja stöðu einkarekinna fjölmiðla
með því að takmarka verulega sam-
keppnisrekstur ríkisins fremur en að
koma upp flóknu kerfi millifærslna
og ríkisstyrkja. Slíkt stuðli að auknu
heilbrigði á fjölmiðlamarkaði, með
lítillega auknu jafnræði milli rík-
isfjölmiðlunar og sjálfstæðra fjöl-
miðla. Auk takmörkunar á sam-
keppnisrekstri ríkisins hef ég áður
lagt til að rekstur sjálfstæðra fjöl-
miðla verði styrktur með skattaleg-
um aðgerðum, þar sem jafnræðis er
gætt.
Ég geri ekki ráð fyrir öðru en að
góður meirihluti þingmanna styðji
aukna ríkisvæðingu fjölmiðlunar og
stigi í fótspor læknisins sem kemur
sér undan því að skera sjúklinginn
upp til að koma honum til heilsu en
velur fremur að gefa honum verkja-
lyf til að halda honum á lífi þótt lífs-
gæðin séu ekki mikil eða framtíðin
björt.
Eftir Óla Björn
Kárason » Það er sannfæring
okkar félaga að
skynsamlegra sé að
styrkja stöðu einkarek-
inna fjölmiðla með því að
takmarka verulega sam-
keppnisrekstur ríkisins.
Óli Björn Kárason
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins.
Aukið heilbrigði eða ríkisstyrkir