Morgunblaðið - 26.05.2021, Page 15

Morgunblaðið - 26.05.2021, Page 15
UMRÆÐAN 15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2021 Rannsókn og grein- ing birti í febrúar 2021 niðurstöður könnunar um klám og klámáhorf grunnskólabarna. Nið- urstöður sýndu m.a. að um 30% stúlkna í 10. bekk hafa sent af sér ögrandi myndir eða nektarmyndir og um 6% hafa selt slíkar myndir. Um 24% stráka í 10. bekk hafa verið beðin um að senda slíka mynd og 15% hafa gert slíkt. Þessar nið- urstöður komu flestum á óvart. Það er mikið áfall fyrir foreldra að uppgötva að börn þeirra hafi sent kynferðislegar sjálfsmyndir sem eru jafnvel komnar í sölu og dreifingu á netinu. Það er ekki síður áfall og byrði að bera fyrir unga manneskju að slíkar sjálfsmyndir séu í umferð. Þegar brotið er á ungu fólki eða börnum með þessum hætti er mik- ilvægt að bjóða upp á áfallahjálp, ráðgjöf og eftirfylgni til lengri tíma. Í ljósi þessara niðurstaðna lagði Flokkur fólksins fram tillögu í borg- arstjórn 18. maí sl. um að auknu fjármagni verði veitt til skólanna, þ.e. kennara og starfsfólks frí- stundaheimila og einnig ráð- gjafateymis um kynferðisofbeldi í skóla- og frístundastarfi (Jafnrétt- isskólans) til að efla fræðslu og for- varnir grunnskólabarna um skað- semi og afleiðingar klámáhorfs. Tillögunni var vísað frá og fylgdi borgarstjóri frávísuninni sjálfur úr hlaði með þeim rökum að unnið væri nú þegar að forvörnum vegna klámáhorfs barna á vettvangi borg- arinnar. Það er hins vegar mat mitt að gera megi mun betur í þessum málum og sérstaklega styðja við innviði skóla og starfsfólk frístunda- heimila. Það er ljóst af þessum nið- urstöðum að dæma að við höfum sofnað á verðinum. Hafa ber einnig í huga að skóla- þjónustan er löngu sprungin en hennar hlutverk er einnig að styðja við kennara, starfsfólk, nemendur og foreldra með ráðgjöf og fræðslu. Eins og fulltrúi Flokks fólksins hef- ur ítrekað vakið athygli á, þá bráð- vantar fleiri fagaðila hjá skólaþjón- ustu borgarinnar sem annar engan veginn beiðnum um sálfræði- og fé- lagslega aðstoð. Biðlisti barna eftir þjónustu fagaðila skól- anna í Reykjavík hefur lengst um 77 börn á tveimur mánuðum. Þann 1. mars voru 956 börn á bið eftir skóla- þjónustu. Þeim hefur fjölgað síðan þá og voru 1. maí sl. 1.033. Ekki er séð að neitt sé verið að gera af hálfu meirihlutans til að grípa fyrr inn í mál- efni barnanna á biðlist- anum sem heldur áfram að lengjast með hverjum degi sem líður. Ný norm hafa myndast Ástæður fyrir hinum geigvænlegu niðurstöðum úr könnun Rannsóknar og greiningar eru flóknari en svo að þær verði reifaðar hér. Víst má þó telja að það er eitthvað að breytast varðandi viðhorf til þessara mála og ný norm hafa myndast. Hópi barna finnst það ekki tiltökumál að senda sjálfsmyndir en því miður átta þau sig ekki á hættunni sem þessu fylgir og afleiðingum sem myndsending- unum, dreifingu og sölu geta fylgt. Fram hefur komið hjá forstöðu- manni Barnahúss að á fyrstu þrem- ur mánuðum þessa árs hafi 15 börn undir 15 ára aldri komið í Barnahús eftir að hafa sent kynferðislegar sjálfsmyndir. Þau voru innan við tíu allt árið í fyrra. Þetta sýnir að klámáhorf barna er að aukast. Stundum hafa börnin verið þvinguð til að senda slíkar myndir og sláandi er að sjá hversu mörg barnanna hafa kynnst gerandanum í gegnum netið. Víða er unnið gott starf bæði í skólum, af fagteymi á vegum borg- arinnar og samtökum foreldra og barna, s.s. Heimili og skóla, Samfoki og fleirum. Í skólum eru kennarar og frístundafólk að takast á við þessi mál þegar þau koma upp. Umfram allt þarf að styrkja innviði skólanna til að geta sinnt forvörnum í auknum mæli og til að skólinn geti tekið á málum sem kunna að koma upp. Tryggja ber einnig að kennarar og annað starfsfólk eigi vísan stuðning og fræðslu hjá skóla- og frí- stundasviði. Fræða þarf börn og ungmenni um þessi mál, hjálpa þeim að þjálfa gagnrýna hugsun, hvetja þau til að vingast ekki eða eiga í samskiptum á netinu við aðila sem þau vita ekki í raun hver er og gera sér grein fyrir hversu hættulegt það er að þiggja greiðslu fyrir kynferðislegar mynd- sendingar. Spurt hefur verið um hvort for- eldrar geti og eigi að hafa óheftan aðgang að snjalltækjum barna sinna. Á því leikur enginn vafi enda foreldrar ábyrgir fyrir net- og skjá- notkun barna sinna. Margir for- eldrar veigra sér hins vegar við því að setja reglur, sér í lagi ef börn þeirra mótmæla slíku eftirliti. Virða á aldurstakmörk leikja og sam- félagsmiðla. Þau eru ekki sett að ástæðulausu. Foreldrar og ung- menni þurfa að eiga samtal um netið og skjánotkun. Best af öllu er ef hægt er að sammælast um reglur og jafnvægi. Skólastjórnendur, starfsfólk frí- stundaheimila og hagsmunasamtök þurfa að taka höndum saman með það að markmiði að stuðla að vit- undarvakningu og styrkja foreldra til að setja börnum sínum viðeigandi reglur og fylgjast grannt með net- og tölvunotkun barna sinna. Það er mikilvægt að einskis verði látið ófreistað til að snúa við þeirri þróun sem sýnilega hefur orðið og færa hana til betri vegar. Hér má einnig nefna áhrif fjölmiðlanna. Fjölmiðlar gegna ábyrgðarhlutverki í þessari umræðu sem og annarri. Við höfum sofnað á verðinum Eftir Kolbrúnu Baldursdóttur » Það er mikið áfall fyrir foreldra að uppgötva að börn þeirra hafi sent kynferðislegar sjálfsmyndir sem eru jafnvel komnar í sölu og dreifingu á netinu Kolbrún Baldursdóttir Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Lögð hefur verið fram hjá Reykjavík- urborg tillaga um lækkun hámarkshraða í borginni. Tillagan er rökstudd með tvennu. Í fyrra lagi á grunni stefnumótunar um núllsýn, en sá rök- stuðningur er með þeim hætti að um mis- notkun slíkrar stefnu- mörkunar er að ræða. Í síðara lagi er sagt að samfélags- legur ávinningur sé ótvíræður, en hann verður neikvæður sé reiknað út frá niðurstöðum fylgiskjals. Þar með er ekki sagt að lækkun há- markshraða á nánar tilgreindum stöðum geti ekki verið réttlætanleg, en tillagan í heild er órökstudd. Það er erfitt að sjá hvort og þá hvaða tilgangi hraðalækkunin þjónar nema ef vera skyldi til að bæta samkeppnishæfni væntanlegrar borgarlínu gagnvart einkabílnum. Sé svo á ekki að fela það. Með því að taka upp núllsýn hef- ur Reykjavíkurborg markað þá stefnu að enginn skuli láta lífið eða slasast alverlega í umferðinni. Slys eru þó og verða alltaf í umferðinni og ljóst að svo verður áfram. Núll- sýn er eigi að síður góð mörkun stefnu ef rétt er með farið og henni fylgja réttir verkferlar og réttar áherslur í vinnu sérfæðinga og í ákvarð- anatöku borgarinnar. Ef ekki veldur hún gagnslausri sóun á því fé sem varið er til fækkunar slysa og rýr- ir efnahag, frelsi og sveigjanleika íbúa borgarinnar að óþörfu. Núllsýnin leggur þeim sem starfa að hönnun umferðaræða borgarinnar fyrst og fremst þær skyldur á herðar að skoða öll umferðarslys, meta aðstæður og læra hvort bæta megi hönnunina. Hún markar þeim einnig þá skyldu að hafa yfirlit um mögulegar ráðstafanir til að fækka slysum og kostnað við þær. Hluti af mögulegum ráðstöfunum er til dæmis mislæg gatnamót sem talin eru geta lækkað slysakostnað um helming. Slíkar ráðstafanir á heit- ustu blettum borgarinnar eiga tví- mælalaust að vera til skoðunar til samanburðar við nefnda tillögu. Það er síðan skylda kjörinna full- trúa að velja þær ráðstafanir til framkvæmda sem hafa mestan samfélagslegan ávinning í för með sér. Við það val ber fulltrúunum að hafa hliðsjón af tiltæku fjármagni og bestu nýtingu þess. Eins og sagt var í upphafi getur lækkun hámarkshraða sums staðar átt rétt á sér. Þar þurfa að koma til betri útreikningar en eru í fylgi- skjali og eru annmörkum háðir. Líka telja sumir sérfræðingar að leggja beri við kostnað samfélags- ins virði tapaðra lífsgæða, sársauka og þjáningar slysaþola. Í því efni vísast til skýrslu: „Haraldur Sig- þórsson, Vilhjálmur Hilmarsson, 2014, Kostnaður umferðarslysa, rannsóknarverkefni unnið með styrk frá Vegagerðinni.“ Sem betur fer eru banaslys orðin fátíðari en var í Reykjavík en alvar- leg slys eru nokkur eins og sjá má af samantekt Samgöngustofu sem sýnd er á meðfylgjandi mynd ásamt áætluðum samfélagslegum kostn- aði. Sé persónubundinn kostnaður slysaþola lagður við samfélagslegan kostnað hækkar það mögulegan ábata ráðstafana gegn slysum. Sú hækkun gæti valdið því að lækkun hámarkshraða gæti borgað sig og vegið upp lengri ferðatíma, á stöð- um þar sem mikið er um hraða- tengd slys. Þar með er ekki sagt að sú ráðstöfun sem umrædd tillaga gengur út á standist samanburð við til dæmis mislæg gatnamót á Miklubraut og þvergötum út frá henni þar sem slysmestu gatnamót- in eru. Núllsýnin leggur þá skyldu á herðar borgarinnar og starfs- manna hennar að gera þann sam- anburð. Á fimm mestu slysagatnamótum Reykjavíkur urðu um 28% slysa og óhappa vegna umferðar í Reykjavík árið 2020. Á topp tuttugu lista yfir slysamestu gatnamót landsins eru 15 í Reykjavík. Hér er um að ræða ljósastýrð gatnamót sem valda miklum umferðartöfum til viðbótar við þau slys sem þar verða. Þar mætti huganlega fækka slysum um helming. Minnkun umferðartafa er svo mikilvægur viðbótarábati sem bætir efnahag, frelsi og sveigj- anleika íbúa borgarinnar. Mislæg gatnamót eru í sumum tilfellum arðbærustu fjárfestingarmöguleik- arnir í gatnakerfi Reykjavíkur. Það er óskiljanlegt hvað borg- arstjórn hefur dregið lappirnar við að leyfa að ráðist sé í mislæg gatna- mót á þeim vegum sem þó eru á ábyrgð Vegagerðarinnar. Ákvörðun borgarinnar um það að gera ekkert á því sviði hefur auk þess verið tek- in án þess að leggja fram nokkra útreikninga sem vitað er um. Það er ekki í samræmi við núllsýn borg- arinnar. Núllsýnin er sýn sem ekki getur orðið veruleiki en þó gagnleg sem fjarlægt markmið, sé henni rétt beitt. Hún leggur ríkar skyldur á herðar hönnuða umferðaræða og hún hvetur til að nýta alla tiltæka fjármuni sem best til að fækka slys- um. En hana má ekki nota til að knýja í gegn tilviljanakenndar hug- dettur eins og umrædd tillaga virð- ist vera, þótt þær geti fækkað slys- um og þótt þær geti bætt um fyrir borgarlínu. Tillöguna á að draga til baka og kanna málið betur. Núllsýn á umferðarslys í Reykjavík Eftir Elías Elíasson Elías Elíasson »Mislæg gatnamót eru í sumum tilfellum arðbærustu fjárfesting- armöguleikarnir í gatna- kerfi Reykjavíkur. Höfundur er verkfræðingur. eliasbe@simnet.is Í síðustu viku var á það minnst hér í Morgunblaðinu að ver- ið er að reisa „Hús ís- lenskunnar“ við Arn- grímsgötu á Melunum í Reykjavík. Umræður hafa orðið um nafn hússins. Íslenska er ekki aðeins málfræði, heldur saga, bók- menntir og þróun, og þeir sem stunduðu nám í íslensku við Háskóla Íslands á öldinni sem leið stunduðu nám í „íslenskum fræðum“ og sumir luku jafnvel „meistaraprófi í íslenskum fræðum“ sem fól í sér nám í ís- lenskri málfræði, gotnesku, sögu Ís- lands og bókmenntum Íslendinga frá upphafi. Hólaskóli hinn forni Skóli Jóns Ögmundarsonar á Hólum í Hjaltadal er fyrsti formlegi dómskóli sem stofnaður er á Ís- landi, en eldri skóla „virðist fremur mega telja einkaskóla“, að því er Jón Jóhannesson segir. Hólaskóli var þegar í upphafi formlegur dóm- skóli, katedralskóli, og laut lög- málum dómskóla kaþólsku kirkj- unnar og var með fyrstu dómskólum sem stofnaðir eru á Norðurlöndum. Í Jóns sögu hins helga segir: „Þá er Jón hafði skamma stund byskup verit, þá lét hann setja skóla heima þar á staðnum vestr frá kirkjudur- um ok lét smíða vel og vandliga, ok enn sér merki húsanna.“ Í sögunni segir einnig að Þóroddur Gamlason kirkjusmiður var „svá næmr, þá er hann var í smíðinni, þá heyrði hann til er prestlingum var kennd íþrótt sú er grammatica heitir, en svá loddi honum þat vel í eyrum af miklum næmleik ok athuga at hann gerðisk inn mesti íþróttamaðr í þess konar námi“. Skólameistari á Hólum var í upp- hafi gauskur maður, Gísli Finnason. Er hann sagður hafa verið vel lærð- ur og kenndi grammaticam – eða málfræði – þar með taldar bibl- íuskýringar. En franskur maður, er Ricini hét, kenndi sönglist og versa- gjörð. Er því ljóst að kenndir hafa verið hlutar úr bæði þrívegi, trivium, og fjórvegi, quadrivium, í hinum forna Hólaskóla. Einn þeirra sem námu í Hólaskóla var Bjarni prestur Borg- þórsson [d. 1173] sem nefndur er í fornum rímtölum og samdi rit- gerð um tímatal og var lærður í tölvísi, arithmeticae, og stjarnfræði, astronomiae. Bjarni var samtímamaður Stjörnu-Odda Helgasonar í Múla í Reykjadal, sem gerði svo merkar athuganir um sól- argang á landinu að hann er talinn meðal helstu stjarnfræðinga á sín- um tíma á Norðurlöndum og í Hauksbók Landnámu greinir frá at- hugunum Stjörnu-Odda á sól- argangi. Stjörnu-Oddi mun hafa lært fræði sín í Hólaskóla. Þá sóttu konur skólann. Er einnar getið sér- staklega, Ingunnar, dóttur Arnórs Ásbjarnarsonar af Ásbirningaætt. Varð hún svo vel að sér í latínu, að hún kenndi hana mörgum. „Allir hinir sæmilegustu kennimenn í Norðlendingafjórðungi voru nokk- ura hríð til náms að Hólum, þá sem vor aldur mátti muna, sumir af barndómi, sumir á fulltíða aldri,“ eins og segir í Jóns sögu helga. Hólar, hús íslenskra fræða Þegar tekið er tillit til þess sem sagt er hér að ofan er því eðlilegt að nefna hið nýja hús við Arngríms- götu á Melunum í Reykjavík „Hóla, hús íslenskra fræða“. Eftir Tryggva Gíslason » Þegar tekið er tillit til sögunnar er eðli- legt að nefna hið nýja hús við Arngrímsgötu á Melunum í Reykjavík „Hóla, hús íslenskra fræða“. Tryggvi Gíslason Höfundur var kennari í íslenskum fræðum. tryggvi.gislason@gmail.com Hólar, hús ís- lenskra fræða ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.