Morgunblaðið - 26.05.2021, Side 16

Morgunblaðið - 26.05.2021, Side 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2021 Nú bíðum við þess að bráðum komi þessi broslausi dagur – og svo þetta högg. Þegar líf okkar er að lokum aðeins eitt lítið spor í morgundögg. Þessar ljóðlínur úr kvæði Matthíasar Johannessen „Minn- ing um dreng“ komu í hugann þegar hún Þórunn vinkona okkar tilkynnti okkur andlát Sigga. Höggið var þungt og óvægið. Okkur er brugðið, héldum að hann hefði svo miklu lengri tíma, en minning um góðan dreng lifir. Hann Siggi var kannski ekki maður margra orða en við sem þekktum hann vissum hvaða mann hann hafði að geyma. Hann var traustur og góður fé- lagi, eldklár, nákvæmur, sam- viskusamur og fagmaður góður sem gott var að vinna með. Hann var líka með hjartað á réttum Sigurður H. Björnsson ✝ Sigurður Haf- steinn Björns- son fæddist 15. september 1953. Hann lést 7. maí 2021. Útför Sigurðar fór fram 25. maí 2021. stað. Hlýjan í rödd- inni leyndi sér ekki þegar hann talaði um fjölskylduna sína og hana Hrímu litlu tíkina þeirra sem sér nú á eftir húsbónda sínum. Það er heldur ekki hægt að minn- ast hans Sigga án þess að geta þess hversu margt hon- um var til lista lagt. Hann var af- burðasmiður og allt sem hann tók sér fyrir hendur var vand- lega skipulagt og unnið af mikilli vandvirkni og smekkvísi. Hand- tökin hans eru ófá á heimili þeirra Þórunnar og á heimilum barna þeirra, svo ekki sé minnst á sumarbústað þeirra hjóna sem ber nafnið Hvíld. Reyndar sagði Siggi eitt sinn að það væru hálf- gerð öfugmæli því þar væri hvíldin ekki mikil. Við viljum samt trúa því að þrátt fyrir að verkefnin þar hafi verið ærin og verkefnalistinn oft langur, þá hafi hann notið þess að vera þar við störf og leik eftir langar úti- verur og krefjandi starf flug- stjórans. Nú þegar vorið er komið, allt að vakna til lífsins og vorverkin komin á verkefnalistann hans Sigga var honum skyndilega kippt í burtu. Eftir stöndum við og syrgjum góðan dreng, vin og samstarfsmann til margra ára. Komið er að leiðarlokum. Hugur okkar er hjá Þórunni vin- konu okkar, sem sér nú á eftir eiginmanni sínum og sálufélaga til fimmtíu ára, og börnunum þeirra, Snorra og Fríðu. Missir þeirra er mikill. Við sendum þeim, barnabörnunum, systkin- um Sigga og tengdamóður hans okkar innilegustu samúðarkveðj- ur með ljóði Jóhannesar úr Kötl- um: Allt hið liðna er ljúft að geyma, láta sig í vöku dreyma. Sólskinsdögum síst má gleyma, segðu engum manni hitt! Vorið kemur heimur hlýnar, hjartað mitt! Sigga þökkum við áralanga samfylgd og vináttu. Guð blessi minningu hans. Albert og Birna. Okkur langar í fáeinum orðum að minnast vinar okkar og skóla- félaga, Sigurðar Björnssonar, sem lést 7. maí sl. Sigurði kynnt- umst við sem unglingar í Haga- skóla, hann var í stórum vinahópi í Vesturbænum, stundum kennd- um við Nesveg/Skjól, sem ým- islegt brallaði saman. Siggi Björns, eins og hann var kall- aður, var einstaklega myndarleg- ur, góður og traustur félagi. Hann kvæntist einni bestu vin- konu okkar, Þórunni Ólafsdóttur hjúkrunarfræðingi, og var bróðir kærrar vinkonu okkar, Eddu Björns, þannig að tengslin voru sterk. Siggi var mjög verklaginn og naut þess að smíða og dytta að heimili og bústað þeirra hjóna sem og hjá börnum þeirra. Hann var rólegur og yfirvegaður og komu þeir eiginleikar sér vel í störfum sem hann tók sér fyrir hendur. Flugið átti hug hans all- an en hann gerðist flugstjóri að atvinnu og flaug lengst af erlend- is. Nú hefur Sigurður lagt upp í sitt síðasta flug, því miður langt um aldur fram og hans er sárt saknað af fjölskyldu og vinum. Þórunni, Snorra Páli, Fríðu, tengdabörnum, barnabörnum, tengdamóður, systkinum og öðr- um ættingjum sendum við hug- heilar samúðarkveðjur. Úr ljóði Tómasar Guðmunds- sonar, Í Vesturbænum: En þó að þagni hver kliður og þó að draumró og friður leggist um allt og alla, ber hjarta manns svip af sænum, sem sefur framundan bænum með öldur, sem óralangt falla. Því særinn er veraldarsærinn, og sjálfur er vesturbærinn heimur, sem kynslóðir hlóðu, með sálir, sem syrgja og gleðjast, og sálir, sem hittast og kveðjast á strönd hinnar miklu móðu. Hafdís, Guðmundur (Mummi) og Soffía (Sossa). Ástkær faðir minn, sonur okkar, bróðir, mágur og uppáhaldsfrændi, GARÐAR SMÁRI ÓMARSSON, lést sunnudaginn 16. maí. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 28. maí klukkan 15. Ómar Alex Garðarsson Ómar Bjarni Þorsteinsson Þóra Björk Harðardóttir Magnús Valur Ómarsson Ragnheiður Blöndal Edda Ásgerður Skúladóttir Steindór Arnar Jónsson Unnur Dögg Ómarsdóttir Frímann Haukdal og frændsystkin Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, INGVAR SVEINBJÖRNSSON hæstaréttarlögmaður, lést sunnudaginn 16. maí. Útförin fer fram frá Neskirkju fimmtudaginn 27. maí klukkan 13. Eygló Óskarsdóttir Óskar Örn Ingvarsson Valgerður Ófeigsdóttir Kjartan Ingvarsson Sólveig Stefánsdóttir Ágúst Ingvarsson Íris Stella Heiðarsdóttir Sólborg Erla Ingvarsdóttir Jón Steinn Elíasson Skúli Ingvarsson og barnabörn Útför okkar ástkæra ARNÞÓRS INGÓLFSSONAR, fv. yfirlögregluþjóns og kirkjuvarðar, sem lést á Hrafnistu Hraunvangi sunnudaginn 16. maí, fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 28. maí klukkan 10. Athöfninni verður streymt á slóðinni promynd.is/arnthor Aðstandendur þakka starfsfólki Ægishrauns af heilum hug fyrir frábæra umönnun, hlýhug og vináttu. Kristín Snæfells Arnþórsd. Sigurgeir Arnþórsson Ásdís Gígja Halldórsdóttir Friðbjörg Arnþórsdóttir Guðmundur Þór Sigurbjörnss. Margrét Arnþórsdóttir Elín Inga Arnþórsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, GUÐRÚN JÓNÍNA INGIMARSDÓTTIR, Flúðabakka 2, Blönduósi, andaðist á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi mánudaginn 24. maí. Útförin fer fram frá Blönduóskirkju laugardaginn 5. júní klukkan 14. Karlotta Sigr. Sigurðardóttir Sverrir Valgarðsson Ingimar Sigurðsson Svetlana Björg Kostic Jóhann Sigurðsson Edda Rún Sigurðardóttir Auðunn Steinn Sigurðsson Magdalena Berglind Björnsd. Steingerður Ingimarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SVALA VALDEMARSDÓTTIR, Arkarholti 14, Mosfellsbæ, lést á hjúkrunarheimilinu Eir hinn 15. maí. Útför fer fram í Grafarvogskirkju fimmtu- daginn 27. maí klukkan 13. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Streymt verður frá athöfninni á youtuberás Grafarvogskirkju á slóðinni https://youtube.com/channel/UCLoNRDNgtA4a6tgIEywDCGw Þeim sem vildu minnast Svölu er bent á Alzheimersamtökin. Gunnar Rafn Jóhannesson Helga Gunnarsdóttir Sigurður H. Ásgeirsson Sigurður Rafn Gunnarsson Nicola Winterson Thelma Gunnarsdóttir Georg Vilhjálmsson Vala Gunnarsdóttir Gísli Finnsson og barnabörn Vinur okkar og veiðifélagi Reynir Gunnar Hjálmtýs- son er fallinn frá. Við viljum með þessum fáu orðum þakka fyrir langa og góða vináttu og sam- verustundir. Reynir var einn af félögum veiðiklúbbsins Óríon sem stofn- aður var árið 1995. Reynir var allan tímann virkur félagi í klúbbnum og nú þegar hann hef- ur kvatt og við lítum til baka hrannast ánægjulegar minning- ar upp. Reynir var mikilvirkur í sínum verkefnum og sinni vinnu og það fór ekki fram hjá okkur að stund- um notaði hann veiðiferðirnar til þess að endurnýja líkama og sál. Átti hann það til að læðast burtu og leggjast til hvílu hvort sem í gangi var veiði eða gleðskapur. Þó að við lítum til baka með söknuði þá læðast gjarnan bros á Reynir Gunnar Hjálmtýsson ✝ Reynir Gunnar Hjálmtýsson fæddist 21. sept- ember 1946. Hann lést 29. apríl 2021. Útför hans fór fram 14. maí 2021. vör þegar rifjuð eru upp skondin atvik úr ferðunum okkar. Reynir var kjark- maður, áræðinn og framtakssamur og stundum allt að því glannalegur. Mér verður hugsað til þess þegar við vor- um að fara á veiði- slóð og þurftum að þvera eitt stórfljót. Kom þá Reynir með fjórhjól sem hann hugðist nota til verksins. Tók hann einn félagann með sér og þeir lögðu fjallbrattir af stað yfir fljótið. Skipti engum togum að þegar leiðin var hálfnuð náði hjólið ekki lengur tökum á botn- inum og þeir félagar sundriðu á apparatinu niður fljótið. Þeir tóku þó land svolitlu neðar og allt fór að lokum vel eins og í öðrum ferðum okkar. Okkur félögum Reynis er eft- irsjá að traustum og góðum vini og viljum við senda Önnu, Aroni, Örnu og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Skarphéðinn Ásbjörnsson og veiðifélagarnir í veiði- klúbbnum Óríon. Það var haustið 1988 sem leiðir okkar Reynis lágu saman þegar hann réð mig í vinnu hjá Vélsmiðjunni Orra. Reyndar var í upphafi gert ráð fyrir þriggja vikna ráðningu við lokafrágang á Skarfi GK, sem þeir voru að ljúka endurbygg- ingu á. Fyrr en varði voru þó ár- in mín í Orra orðin sex enda gott að vinna hjá honum, verk- efnin fjölbreytt og góður starfs- mannahópur. Og eftir að ég skipti um starfsvettvang héld- um við sambandi og mér þótti vænt um að Reynir tók mér allt- af eins og ég væri einn af hópn- um hans þegar við hittumst. Mörg verkefnin hjá Orra voru unnin samkvæmt tilboði og Reynir hafði gott lag á að fylgjast með markaðinum og afla verkefna. Ég átti þess kost að vinna m.a. með honum við undirbúning margs konar til- boða og áttaði mig fljótt á að hann var útsjónarsamur, áræð- inn og ekki síst ósérhlífinn, sem átti líklega þátt í að taka sinn toll af heilsu hans þegar fram liðu stundir. Hann hafði auk þess lag á að laða fram góðar lausnir við framkvæmd verk- efnanna í samvinnu við starfs- mennina. Segja má að fjöl- breytileiki verkefnanna hjá Orra hafi einnig endurspeglað þessa eiginleika hans og hæfi- leikaríks starfsmannahópsins. Og óhætt er að segja að víða hafi verið komið við því auk hefðbundnari járnsmíðaverk- efna, s.s. byggingar hitaveitut- anka og endurbyggingar stál- báta, voru verkefnin hjá Orra oft og tíðum óvenjuleg og mér eftirminnileg, og bera Reyni og fyrirtækinu gott vitni. Má þar nefna sviðsbúnaðinn og hring- sviðið í Borgarleikhúsinu, stál- virkið í og við Ráðhúsið í Reykjavík, raðsmíði á fjölplóg- um fyrir veghefla, klukkuturn- inn við Ólafsvíkurkirkju auk stækkunar á listaverkum á borð við „Sólfar“ við Sæbraut, „Á heimleið“ við Stykkishólmshöfn og „Þotuhreiður“ við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þrátt fyrir annir við rekstur fyrirtækisins var Reynir óþreytandi í alls kyns stússi ut- an vinnunnar og oftar en ekki var hann að gefa af sér til okkar starfsmannanna. Hann var t.d. liðtækur skíðamaður og kenndi mér mín fyrstu „tilþrif“ í þeirri íþrótt þegar hann dreif okkur vinnufélagana upp í Bláfjöll á fallegu vetrarsíðdegi. Hann stundaði einnig svifdrekaflug og það var gaman að fylgjast með honum á góðviðrisdögum svífa yfir verkstæði Orra, sem stend- ur við rætur Úlfarsfells. Að leiðarlokum stendur eftir minning um heiðursmann sem fengur var fyrir mig að fá að kynnast og læra af. Ég votta Önnu og fjölskyld- unni samúð mína. Sigurður Jónsson. Margar eru þær minningarnar sem fara í gegnum hug- ann þegar hugsað er til afa. Okkur barnabörnunum þótti spennandi að heimsækja ömmu og afa í Mánagerðið sem iðaði af lífi. Þar var félagsskap- urinn góður sem kryddaður var Bogi G. Hallgrímsson ✝ Bogi Guð- brandur Hall- grímsson fæddist 16. nóvember 1925. Hann lést 9. maí 2021. Útför Boga fór fram 19. maí 2021. með kræsingum og sætindum. Jafn- framt lumaði afi oft á brjóstsykri sem gerði aðdráttaraflið mikið og laðaði fram ánægju og bros hjá okkur börnunum. Alla tíð var mað- ur boðinn velkominn bæði í Mána- og síð- ar Víðigerðið þar sem gefinn var tími til að fara yfir málefni líðandi stundar og segja sögur. Sögurnar voru fróðlegar sem fylgt var eftir með smitandi hlátri og stundum jafnvel aðeins færðar í stílinn. Fljótin í Skagafirði komu þar oft við sögu en sá staður stóð ná- lægt hjarta hans enda æsku- stöðvarnar. Sterkar minningar fylgja ferðalögum okkar fjöl- skyldunnar í Fljótin þar sem afi var á heimavelli, fræddi okkur meðal annars um staðhætti, spil- aði við okkur börnin fótbolta og spáði fyrir um veðrið. Sameiginlegt áhugamál okkar voru íþróttir en oftar en ekki leituðu samræður okkar á þann vettvang. Afi var tíður gestur á íþróttavellinum og fylgdist vel með okkur barnabörnunum í keppnisleikjum. Hann var með sterkar skoðanir og hikaði ekki við að leiðbeina ef honum þótti ástæða til. Margar æfingarnar voru haldnar í garðinum í Mána- gerði þar sem kappið var mikið og leiddi áhugi hans til almenns íþróttaáhuga hjá okkur börnun- um. Vænt þótti mér um þann áhuga sem afi sýndi á gangi lífsins. Spurt var spurninga um líðan í leik og starfi. Þar fann maður að hann vildi hag okkar fjölskyldunnar sem mestan og komu fram skynsamleg sjón- armið og hagnýt lífsspeki í samræðunum. Þeim var svo iðulega fylgt eftir við næstu heimsókn. Hægt væri að halda lengi áfram og fara yfir þær góðu minningar sem ég á með afa. Hann hefur verið hluti af lífi mínu alla tíð en nú hefur hann kvatt jarðvist þessa og eftir sit- ur ómetanleg minning um lífs- glaðan og góðan mann sem er mér mikil fyrirmynd. Amma og afi hafa sameinast á ný og sé ég þau fyrir mér ljóslifandi á æðri stað. Minning þeirra mun lifa um ókomna tíð. Jón Fannar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.