Morgunblaðið - 26.05.2021, Page 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2021
✝
Ingi Ársælsson
fæddist 2. apríl
1938 á Kirkjulandi í
Austur-Landeyjum
í Rangárvallasýslu.
Hann andaðist 10.
maí 2021 á hjúkr-
unarheimilinu
Skjóli í Reykjavík.
Foreldrar Inga
voru Ársæll Jó-
hannsson, f. 1.4.
1909, d. 8.2. 1988,
og Pálína Aðalbjörg Pálsdóttir,
f. 29.3. 1906, d. 27.10. 1983.
Systkini: Páll, f. 26.7. 1935, og
Ásta, f. 20.5. 1943, d. 24.4. 2014.
Eiginkona Inga var Sigríður
Þyrí Pétursdóttir, f. 1.10. 1935,
sæll Ingi, f. 1.4. 1967. Eiginkona
hans er Vilborg Andrésdóttir, f.
22.12. 1964, og börn þeirra eru
Andrés Sverrir, Elín Hafdís og
Anton Freyr. Barnabörn Inga
og Sigríðar eru tólf og barna-
barnabörn eru átta talsins.
Ingi ólst upp á Ljótarstöðum í
Austur-Landeyjum í Rang-
árvallasýslu og fór ungur að
heiman til sjós. Ingi og Sigríður
fluttu til Reykjavíkur 1959 og
bjuggu lengst af í Bakkaseli í
Breiðholti. Ingi hóf nám í múr-
araiðn við komuna til Reykja-
víkur og starfaði sem múrari
allan sinn starfsferil. Á sínum
langa starfsferli kom Ingi að
byggingu margra mannvirkja
sem setja svip sinn á borgina.
Útför Inga fer fram í Graf-
arvogskirkju í dag, 26. maí
2021, klukkan 13.
d. 24.4. 2008. Börn
Inga og Sigríðar
eru: 1) Aðalbjörg, f.
1.5. 1962, eig-
inmaður hennar er
Bolli Árnason, f.
25.12. 1959, og
börn þeirra eru
Ingi Páll, Lára
Borg og Edda
Björk. 2) Pétur, f.
1.7. 1964, eiginkona
hans er Magna Jón-
mundsdóttir, f. 21.9. 1964, og
börn þeirra eru Jón Ingi, Kári
Steinar og Katrín Hrund, fyrir á
Pétur Sigríði Þyrí. 3) Soffía, f.
1.7. 1964. Börn hennar eru Pét-
ur Daníel og Árný Ósk. 4) Ár-
Kvatt hefur nú vinur og góður
drengur. Ingi Ársælsson tengda-
pabbi fékk hvíldina og er á leið til
Siggu.
Ingi og Sigga tóku mér opnum
örmum þegar ég var að koma inn
í líf og fjölskyldu þeirra fyrir um
32 árum. Fyrir það er ég og verð
ævinlega þakklátur. Á heimili
þeirra hjóna í Bakkaseli var
ávallt mikið um gestagang svo að
einna helst minnti á lífið í sveit-
inni. Bæð+i komu þau úr sveit og
voru af þeirri kynslóð sem var að
flytja á mölina. Þau byggðu sér
bú í borg og komu undir sig fót-
unum.
Ingi var múrari að mennt og
ósérhlífinn maður með eindæm-
um. Hann taldi það aldrei eftir sér
að mæta eftir langan vinnudag og
taka til hendinni og múra í ný-
byggingum barna sinna langt
fram á nótt. Aldrei neitt kvart eða
kvein. Ég man eitt skiptið þegar
við urðum uppiskroppa með sem-
ent og allt lokað. Þá var farið upp í
bíl og keyrt framhjá nýbygging-
um þar sem menn voru að vinna
og fengnir lánaðir nokkrir pokar
til að hægt væri að klára verkið
þann daginn. Aldrei neitt vesen,
hlutunum reddað.
Margs er að minnast og ekki
kemst allt fyrir hér. Bústaðurinn í
Öndverðarnesi og öll fjölskyldan
þar í grilli og gleði. Ferðalögin
innanlands þar sem ófáar hring-
ferðir voru farnar með fellihýsið.
Þar gat verið þröng á þingi, fjórir
fullorðnir og allt að fimm krakkar
en allir glaðir og vel fór um alla.
Allir saman og alltaf gaman.
Lengi vel framan af sínu lífi
vildi Ingi ekki upp í flugvél fara og
því erfitt um vik að komast með
þeim hjónum til útlanda. Síðar
tókst að sannfæra hann með því
að við fjölskyldan færum öll sam-
an og ef eitthvað gerðist þá vær-
um við saman. Eftir það var land
lagt undir fót, Kaupmannahöfn,
Króatía, New York og París. Ingi
heillaðist mest af kirkjubygging-
um, skoðaði þær sjálfsagt með
öðru hugarfari en við hin. Ég man
sérstaklega eftir Notre Dame í
París þar sem hann klappaði og
strauk veggjunum, þar hefur
hann eflaust verið að dást að múr-
verkinu, fagmennskunni og bygg-
ingarlistinni. Ingi var sjálfur múr-
ari af guðsnáð og vandaði alltaf til
verka. Ekki eru til sléttari múr-
veggir eftir nokkurn annan þó ég
segi sjálfur frá.
Nú hefur Ingi lagt frá sér horn-
mát og múrskeið í hinsta sinn.
Skilur nú leiðir í bili, hvíl í friði.
Bolli.
Elsku Ingi afi okkar. Við erum
afar þakklát fyrir allar góðu
stundirnar sem við höfum átt
með þér í gegnum árin. Það voru
mikil forréttindi að búa hinum
megin við götuna meiri hlutann
af lífi okkar og geta því auðveld-
lega komið yfir til þín í spjall. Þú
bjóst yfir svo mikilli þekkingu og
fróðleiksmolum sem var svo
merkilegt að heyra þig tala um.
Rólegri og yfirvegaðri mann var
erfitt að finna en svo var líka allt-
af svo stutt í grínið sem okkur
þótti svo gaman að.
Allar dásamlegu minningarn-
ar í kringum Bakkaselið og
Rauðhamrana eru okkur afar
dýrmætar en ekki síður minning-
arnar í kringum öll ferðalögin.
Það var ótrúlega skemmtilegt að
fá að upplifa með þér fyrstu utan-
landsferðina þína. Byggingar
vöktu alltaf athygli þína á förnum
vegi og var merkilegt að sjá hvað
þú hafðir brennandi áhuga á
þeim enda múrari sjálfur. Það
var alltaf eins og þú værir að sjá
heiminn í fyrsta skipti.
Þegar við lítum til baka þá
varst þú líklega sá eini sem virki-
lega staldraðir við og naust hvers
og eins augnabliks á meðan við
hin vorum oft á tíðum fullupptek-
in. Þú naust þín í raun alltaf hvert
sem við fórum eða vorum saman.
Það skipti ekki máli hvort við
værum heima saman að borða
mánudagsfiskinn eða í útlöndum
í þriggja rétta máltíð; þú varst
alltaf jafn sáttur og er það eig-
inleiki sem við reynum að taka
með okkur út í lífið.
Það sem okkur þykir best er
að þú ert kominn til Siggu ömmu
og við vitum að þið hafið það gott.
Þú getur loksins hlýjað þínar
hjartarætur í nærveru hennar.
Hvíldu í friði elsku afi okkar.
Ingi Páll, Lára Borg
og Edda Björk.
Elsku afi minn, ég veit ekki hvar
ég á að byrja annars staðar en á því
að ég vil segja þér hversu þakklát
ég er þér fyrir að hafa kennt mér
inn á lífið og að þú varst mér svo
stór klettur í lífinu.
Ég man alltaf eftir þér sem þol-
inmóðum, fyndnum og yndislegum
karakter. Mín uppáhaldsminning
um þig er þegar við fórum öll fjöl-
skyldan til Króatíu saman, ég man
svo vel hvað þér fannst merkilegt
að fá svona gæðamat og góðan ís á
mjög lágum prís. Svo man ég hvað
þér fannst gaman að fylgjast með
litlu eðlunum við hótelið okkar og
fara út að borða eftir að hafa fengið
far með skemmtilega vatnsleigu-
bílnum eins og þú kallaðir hann.
Það var alltaf stutt í hláturinn í
kringum þig afi minn þar sem þú
hafðir alltaf svo góðan húmor en
þegar reyndi á í lífinu varstu líka
alltaf til staðar sama hvað.
Ég mun alltaf líta á þig sem fyr-
irmynd hvað varðar foreldrahlut-
verkið, persónuleika og það að gef-
ast ekki upp, sem þú gerðir aldrei.
Ég mun halda áfram að standa
mig því ég man að þú óskaðir þess
helst að ég myndi standa mig í líf-
inu.
Ég hugga mig við það að þú ert
kominn á betri stað og kominn í
faðm Siggu ömmu.
Takk fyrir allt sem þú gerðir fyr-
ir mig elsku afi minn.
Þín
Árný Ósk.
Ingi Ársælsson
✝
Hanna Hall-
dórsdóttir
fæddist 23. októ-
ber 1931 í Reykja-
vík. Hún lést á
Skjóli hjúkrunar-
heimili 3. maí
2021.
Foreldrar henn-
ar voru Halldór
Oddson, f. 1886, d.
1982, og Sigríður
Stefánsdóttir, f.
1891, d. 1964. Voru systkini
Hönnu átta talsins.
Hanna var gift
Þóri Guðmunds-
syni, f. 13.1. 1926,
d. 29.8. 1994, og
áttu þau fjögur
börn: Halldór Haf-
stein, Guðmund
Rúnar, Birgi Heið-
ar og Sigríði Ellen.
Útför Hönnu fer
fram frá Fossvogs-
kirkju í dag, 26.
maí 2021, kl. 13.
Þau sem þekktu ömmu hafa ef-
laust heyrt söguna um hvernig hún
þoldi ekki þegar fólk spurði hvort
hún héti „bara Hanna“, og rétti-
lega svo því hún amma var miklu
meira en það, hún var amma Skóló.
Hún var stórkostlega skemmtileg
kona sem var síhlæjandi og þreytt-
ist seint á að þylja upp sögur úr
fortíð sinni. Það var aldrei logn-
molla í kringum hana og alltaf end-
aði maður í hláturskasti með henni.
Það var alltaf notalegt í heim-
sókn á Skóló, þar var hægt að
laumast í botnlausar birgðir af
Paló-brjóstsykrum eða gæða sér á
hnausþykkum ömmupönnukökum
sem voru hrærðar upp úr gömlu og
beygluðu vaskafati. Við systurnar
minnumst þess hvað það var
spennandi að fá að gista hjá ömmu
og afa niðri í bæ. Það gat verið
þröngt um manninn á Skóló, en í
minningunni var það bara betra.
Það var gaman þegar stórfjöl-
skyldan kom saman á jólunum á
Skóló, undir rest vorum við orðin
svo mörg að ekki var pláss fyrir
alla við borðstofuboðið svo við
barnabörnin vorum látin borða í
stofunni. Öllum var sama, því til-
hlökkunin fyrir jólunum á Skóló
(og beinasúpunni hennar ömmu)
var svo mikil!
Nú þegar við hugsum til baka
þá var lífið svo einfalt og gott
heima hjá ömmu, þótt þar væri
ekki mikið af dóti þá voru endalaus
ævintýri handan við hornið. Hjá
ömmu gat maður búið til Barbie-
föt með smá límbandi og dásam-
lega bleika klósettpappírnum
hennar. Það var hægt að fletta
gömlum Andrésblöðum, gramsa í
eldhússkápunum og skoða gamlar
myndir. Það var voðalegt fjör að fá
að máta spariskóna hennar ömmu,
skoða skartgripina hennar eða
leika með strætóhattana hans afa.
Það þurfti ekki mikið til, bara
ömmu og ímyndunaraflið.
Ég kalla ömmu góðfúslega mið-
bæjarrottu, kannski vegna þess að
ég minnist þess að heimsækja
hana í verslunina Víði þar sem hún
laumaði að okkur systrum rottu-
hlaupi (það var mikið sport að bíta
halann af rottunni og festa hann á
nefið á sér). Eða kannski vegna
þess að þegar hún vann í verslun á
Laugavegi þá steig hún eitt sinn á
lifandi rottu og hljóp öskrandi út.
En kannski einfaldlega vegna þess
að amma og miðbærinn voru eitt,
hún arkaði hann fram og til baka,
alla daga. Hún fór í göngutúra sem
hefðu kannski bara átt að vera
hálftími en enduðu alltaf miklu
lengri því amma þekkti fólk á horni
hverju og var sífellt að stoppa og
spjalla. Henni þótti gott að ganga
um bæinn sinn og dró okkur reglu-
lega á kaffihús eða í kaffi og kandís
til Rúnu á Njálsgötunni.
Amma var skrautleg og
skemmtileg í bæði fasi og fari. Hún
bar fleiri skartgripi, slæður og höf-
uðföt en menn gátu talið, og aldrei
var hún litlaus. Hún laðaðist að því
sem stóð upp úr, var bjart eða
glimrandi, alveg eins og hún sjálf.
Það er líka eftirminnilegt í seinni
tíð hversu þakklát og nægjusöm
hún var. Hún var alltaf orðlaus yfir
pakkaflóðinu sem hún fékk á jól-
unum og kræsingunum sem henni
var boðið upp á í sunnudagskaffi.
Aldrei gat hún setið á sér að knúsa
og kyssa þann sem átti í hlut,
stundum með tárin í augunum.
Takk elsku amma fyrir dásam-
legar minningar, fyrir hláturinn og
gleðina. Við munum ævinlega
sakna þín.
Þín barnabörn,
Margrét Hanna,
Hulda Björg og
Jóhann Þórir.
Hanna
Halldórsdóttir
✝
Sigfús Eðvald
Eysteinsson
fæddist 23. sept-
ember 1962. Hann
lést 16. maí 2021.
Sigfús var son-
ur Eysteins Gunn-
arssonar, f. 15.10.
1921, d. 30.4.
1995, og Álfheiðar
Eðvaldsdóttur, f.
4.11. 1918, d. 7.10.
1997.
Sigfús var yngstur fjögurra
systkina. Elstur er Kristján
Gunnar Eysteinsson, f. 25.2.
1945, þá Hreinn Jónsson, f.
16.12. 1946, og
loks Freyja Ey-
steinsdóttir, f.
18.8. 1958, d. 22.9.
2017.
Sigfús ólst upp
á Húsavík til 12
ára aldurs en þá
flutti hann til Ak-
ureyrar, á vist-
heimilið Sólborg.
Síðustu ár bjó
Sigfús í íbúða-
kjarna í Klettatúni 2 á Ak-
ureyri.
Útför Sigúsar fór fram frá
Húsavíkurkirkju 25. maí 2021.
Að fá að kynnast Fúsa var
mikil gæfa.
Hann gladdist auðveldlega
yfir litlu. Gott lag, fallegur bát-
ur, sæt stelpa eða danskur bjór.
Allt kallaði þetta fram kátínu og
hlátur. Enginn hafði breiðara
bros eða fallegri broshrukkur
en hann Fúsi.
Fúsi vildi hafa allt í röð og
reglu; lærði það snemma. Allir
hlutir höfðu sinn tíma og allt
var hreint og fínt. Þessi fallega
sál var fjötrum háð, en hann
naut þeirrar gæfu alla tíð að
vera elskaður af sínu fólki. Við
eigum einstakar og fallegar
minningar um Fúsa. Jólin á
Húsavík gengu ekki í garð fyrr
en hann var kominn í bæinn. Þá
sat hann við eldhúsborðið hjá
Hreini bróður sínum og
mömmu okkar, lét dekra aðeins
við sig og raðaði kubbunum sín-
um á spjald. Svo tóku þeir
bræður bíltúrana sína, út að
Einari Ben, niður á bryggju að
skoða bátana og kíkja í heim-
sóknir. Hápunkturinn var þó að
opna pakkana á aðfangadags-
kvöld. Þá komu gullkornin á
færibandi. Sérstaklega ef inni-
haldið var einn baukur af
dönskum bjór; þá hló Fúsi dátt
og söng og trallaði.
Ef framhaldslíf eru til, þá er
Fúsi núna frjáls og hefst sjálf-
sagt tafarlaust handa við að af-
reka hluti sem aðstæður hans í
þessu lífi buðu ekki upp á.
Elsku Dilli og mamma, þið
hugsuðuð svo vel og fallega um
hann að sómi er að. Innilegar
samúðarkveðjur til ykkar og
allra ástvina Fúsa.
Blessuð sé minning hans.
Margrét, Elín og Rík-
arður Þórhallsbörn.
Sigfús Eðvald
Eysteinsson
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi
og langalangafi,
GUNNAR ÞÓRÐARSON
frá Bíldudal,
lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold Garðabæ
miðvikudaginn 12. maí. Útför fer fram
frá Bíldudalskirkju laugardaginn 29. maí klukkan 14. Athöfninni
verður streymt. Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat.
Sigurður Gunnarsson Kristín María Ólafsdóttir
Bjarnþór Gunnarsson Hanna Sigurjónsdóttir
Ágúst Gíslason Kolbrún Matthíasdóttir
Valgerður Jónasdóttir
og fjölskyldur
Elskuleg mamma mín, tengdamamma,
amma, langamma og langalangamma,
HELGA STEINUNN JÓNSDÓTTIR
frá Syðstabæ í Hrísey,
verður jarðsungin frá Hríseyjarkirkju
laugardaginn 29. maí klukkan 14.
Athöfninni verður einnig streymt á https://fb.me/e/1sKY6iDrD
Jóna Jóhannsdóttir Hannes Sveinn Gunnarsson
ömmu-, langömmu- og langalangömmubörn
Elskulegur bróðir okkar, mágur og vinur,
EINAR ÞÓRÐUR ANDRÉSSON,
Hátúni 12,
lést sunnudaginn 2. maí í Reykjavík.
Útförin fer fram frá Garðakirkju á Álftanesi
27. maí klukkan 13.
Útförinni verður streymt á https://fb.me/e/2c5Hz5CZ7
Ólöf Sigríður Andrésdóttir Jón Ólafur Jóhannesson
Ragnhildur Andrésdóttir Agnar Davíðsson
Bjarni Andrésson Sudjai Khamwai
Sigurjóna Björk Andrésdóttir
Helga K. Diep
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GUÐNI JÓHANNSSON,
fyrrv. svæðisstjóri VÍS,
Vallarbraut 12, Hvolsvelli,
lést á Landspítalanum Fossvogi
fimmtudaginn 13. maí.
Útför fer fram frá Stórólfshvolskirkju föstudaginn 28. maí
klukkan 14. Athöfninni verður streymt, hlekkinn er hægt að
nálgast á mbl.is/andlat
Svanlaug K. Sigurjónsdóttir
Örn Guðnason
Margrét Björg Guðnadóttir Emil Björn Héðinsson
Arna Rut, Eyþór, Guðni Snær, Svanlaug og Tinna Rún
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ANNA JENSÍNA OLSEN,
Kleppsvegi 62,
lést á Vífilsstöðum 20. maí.
Útförin fer fram frá Langholtskirkju
föstudaginn 28. maí klukkan 13.
Fyrir hönd aðstandenda,
Snorri Halldórsson Birna Ingvarsdóttir
Stefán Halldórsson Signhild Birna Borgþórsdóttir