Morgunblaðið - 26.05.2021, Page 24
24 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2021
HÁDEGISMATUR alla daga ársins
Bakkamatur
fyrir fyrirtæki og mötuneyti
Við bjóðum annarsvegar upp á sjö valrétti á virkum dögum,
sem skiptist í, tveir aðalréttir, þrír aukaréttir, einn heilsurétt,
einn Veganrétt og hinsvegar er hægt að fá matinn í kantínum
fyrir stærri staði sem er skammtað á staðnum.
Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is
SKÚTAN
Matseðill og nánari upplýsingar á
veislulist.is
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Kick the Ladder nefnist fyrsta
breiðskífa tónlistarmannsins og
tónskáldsins Kaktusar Einarssonar
sem jafnframt er einn liðsmanna
hljómsveitarinnar Fufanu. Platan
er gefin út af One Little Independ-
ent Records, kom út 21. maí og sá
Kaktus sjálfur um gerð hennar
með Kurt Uenala. Sá hefur stýrt
upptökum fyrir þekktar sveitir og
tónlistarmenn á borð við Depeche
Mode og Moby.
Kaktus er 28 ára og hóf feril sinn
aðeins tíu ára þegar hann tróð upp
með Ghostigital
og lék á trompet.
Kaktus segist
hafa ákveðið að
fara í fiðlunám
fimm ára að aldri
og seinna tók
trompetið við.
Var hann þá búinn að ákveða að
gerast tónlistarmaður sem ungur
drengur? „Ég ætlaði aldrei að
verða atvinnumaður í músík, ætlaði
alltaf að gera eitthvað annað.
Verða atvinnumaður í íshokkíi,
atvinnuljósmyndari, atvinnuhönn-
uður en alltaf vera með músíkina
sem hobbí. Síðan bara breyttist
þetta, ég varð áhugaíshokkí-
leikmaður og atvinnumúsíkant,“
segir Kaktus. Fufanu var stofnuð
árið 2008 og hefur sveitin sú séð
um upphitun fyrir heimskunnar
sveitir á borð við Radiohead og
Red Hot Chili Peppers á tónleikum
þeirra hér á landi og fyrir Blur í
Hyde Park.
Hitt og þetta til hliðar
Í tilkynningu segir að Kick the
Ladder marki tímamót þar sem
hún daðri við að brúa bilið milli
tveggja ólíkra heima, popp- og
samtímatónlistar. Kaktus er spurð-
ur frekar út í þá brúarsmíð.
„Ég er tónskáld, lærður tón-
smiður og einhvern veginn hef ég
aldrei notað mína þekkingu sem
tónsmiður í poppsmíðinni eins og
með Fufanu. Fufanu hefur alltaf
keyrt sitt dæmi áfram og bara ver-
ið bandið og mitt lifibrauð en til
hliðar hef ég verið að gera fram-
sækna píanómúsík, stúdera hljóð-
rof og hitt og þetta.
Kveikjan að því að gera þessa
sólóplötu er að mig langaði að finna
meira fyrir þessari tengingu, nota
þekkingu mína sem tónskáld,
skrifa og pæla og fara í meiri rann-
sóknarvinnu frekar en að vera bara
að vinna í stúdíóinu og semja lög.
Það endaði ég á að gera á allt ann-
an hátt en ég hélt ég myndi gera,
gerði það með frönskum píanista
sem heitir Thibault Gomez. Við er-
um í rauninni að stúdera óhefð-
bundna spilamennsku á þessari
plötu. Píanóið er risapartur af
þessum hljóðheimi þó það hljómi
ekkert eins og það sé þannig,“
svarar Kaktus. Hann hafi gert
plötuna með þetta í huga og voru
það tímamót. „Ég ætlaði að reyna
að ögra mér sem lagasmiði og
pródúsent og um leið sem tón-
skáldi, reyna að blanda þessu sam-
an.“
Píanótilraunir
Hljóðgervlum var skipt út fyrir
píanó við gerð plötunnar og til-
raunir gerðar með hljóðfærið, pí-
anóstrengirnir plokkaðir og strokn-
ir með fiðluboga og „e-bow“.
Blaðamaður kannast ekki við e-
bogann svonefnda og segir Kaktus
hann mikið notaðan á gítarstrengi.
„Það eru tveir seglar inni í raf-
magnstæki og þú getur lagt það
upp að strengjunum og þeir byrja
að hreyfast. Þú getur haldið tóni á
streng lengi,“ útskýrir hann. Þetta
tæki hafi þeir Gomez notað í
nokkrar æfingar. „Hvað gerist ef
maður færir síðan annan segul nær
píanóstrengnum og byrjar að
beygja hann á meðan hann er að
víbra,“ nefnir Kaktus sem dæmi.
Þeir hafi gert nánast allt sem hægt
er að gera við píanóið.
Kaktus segist hafa gert skissur
að hljóðum sem hann vildi ná úr pí-
anóinu og saman hafi þeir Gomez
fundið leiðir til að ná þeim fram.
„Þannig var þetta miklu meiri día-
lógur en ég lagði upp með,“ út-
skýrir hann. Vinnan við plötuna
hafi verið geggjuð og hann ennþá
að átta sig á henni.
Kaktus segir hálft ár hafa farið í
að semja plötuna, hálft í að taka
hana upp og hálft í að klára hana.
Eitt og hálft ár, sumsé. Hann sá
sjálfur um upptökurnar og Kurt
Uenala veitti honum aðstoð. Kakt-
us segir mikilvægt að eiga samtal
um listina við aðra til að verða ekki
of innhverfur og sjálfhverfur í list-
sköpuninni. „Kurt var sá maður og
við tökum allar stóru upptökurnar
saman,“ útskýrir hann.
Þema- en þó ekki konseptplata
Um trommuleik á plötunni sá
Sigtryggur Baldursson og greini-
legt að úrvalslið hefur komið að
gerð plötunnar. „Ég er bara svo
lánsamur að hafa kynnst svona
góðu fólki,“ segir Kaktus. Hann
hafi í fyrstu ætlað að vinna með
einhverjum sem hann þekkti ekki
og það hafi ekki reynst vel. Hann
hafi þá ákveðið að gera plötuna
með tilteknu fólki og því beðið í
fjóra mánuði eftir því að Stephen
Sedgwick gæti hljóðblandað plöt-
una. Sedgwick hefur unnið með
Damon Albarn, tók upp og hljóð-
blandaði tónlist Gorillaz og kynnt-
ist Kaktus honum í gegnum Al-
barn. John Davis sá svo um að
hljómjafna plötuna og er það ekki
síður merkur maður sem hefur
m.a. unnið með The Killers, Dua
Lipa og Led Zeppelin, svo fáein
nöfn séu nefnd.
Í tilkynningu um plötuna segir
að breiðskífan byggist að miklu
leyti á hugmyndinni um hvernig við
nálgumst umhverfi okkar, hvort
sem það sé náttúran eða fólkið í
kringum okkur. Útkoman er sögð
djúpstæð, melódísk plata með víð-
feðmum og nýstárlegum hljómi.
Kaktus er spurður að því hvort
þetta sé þemaplata og segist hann
ekki líta á hana sem konseptplötu
þó ákveðið þema megi finna á
henni. „Ég held að það sé líka feg-
urðin í því að gefa út plötu, mér
finnst að plötur eigi að innihalda
lög sem ákvarða einhvers konar
tímabil. Umfjöllunarefnið í textum
verður þá þannig líka, verður tíma-
bilasaga,“ svarar hann. Platan inni-
haldi tólf lög sem haldist í hendur
en nái líka að vera einstök og sjálf-
stæð.
Platan kemur út bæði á vínil,
geisladiski og auðvitað stafrænt á
öllum helstu tónlistarveitum og
verður dreift víða um lönd.
Tólf einstök lög sem haldast í hendur
- One Little Independent Records hefur gefið út fyrstu sólóplötu Kaktusar Einarssonar sem nefnist
Kick the Ladder - Kaktus segist hafa viljað ögra sér sem tónskáldi, lagasmiði og upptökustjóra
Tilraunamennska Kaktus Einarsson gerði skissur að hljóðum sem hann
vildi ná út úr píanói við gerð fyrstu sólóplötu sinnar, Kick The Bucket.
Miðstöð íslenskra bókmennta
hleypti í fyrravor af stokkunum
verkefninu Höfundaheimsóknir í
framhaldsskóla með það að mark-
miði að hvetja nemendur til lestrar
og auka skilning þeirra og áhuga á
bókmenntum og starfi rithöfunda.
Kennurum gefst kostur á að panta
heimsókn frá rithöfundi sem fyrir-
hugað er að lesa verk eftir þá önn-
ina. Verkefnið gaf strax góða raun
og getur Miðstöð íslenskra bók-
mennta því boðið
upp á höfunda-
heimsóknirnar
aftur og eru
áætlaðar 70
heimsóknir í 14
framhaldsskóla
um land allt á
árinu. Meðal höf-
unda sem tekið
hafa þátt í verk-
efninu eru Andri
Snær Magnason, Auður Ava Ólafs-
dóttir, Bjarni Fritzson, Dagur
Hjartarson, Dóri DNA, Einar Kára-
son, Eva Björg Ægisdóttir og Fríða
Ísberg.
Heimsóknir höf-
unda halda áfram
Auður Ava
Ólafsdóttir
Félag marokkóskra kvenna á Íslandi
heldur, í samstarfi við Alliance
Française í Reykjavík og franska
sendiráðið á Íslandi, marokkóskt
kvöld í kvöld kl. 20.30 í húsnæði Alli-
ance Française við Tryggvagötu.
Tilefnið er útkoma bókarinnar Í
landi annarra (Le pays des autres)
eftir Leilu Slimani sem er fransk-
marokkóskur rithöfundur og einn
mest lesni samtímahöfundur
franskrar tungu. Segir í tilkynningu
að bók hennar Barnagæla (Chanson
douce) hafi hlotið hin virtu Gonco-
urt-verðlaun í Frakklandi og var
bókin gefin út á íslensku af Forlag-
inu í þýðingu Friðriks Rafnssonar. Í
landi annarra er fyrsta bókin í fjöl-
skyldusögu höfundar og segir af
ömmu Slimani, Mathilde, sem flytur
til Marokkó
ásamt marokk-
óskum eigin-
manni sínum í lok
seinni heimsstyrj-
aldarinnar.
Í kvöld munu
tvær konur úr fé-
lagi marokkóskra
kvenna á Íslandi,
þær Soumia og
Amel, stýra um-
ræðum um bókina með Friðriki
Rafnssyni, þýðanda hennar, og út-
gefandanum Úu Matthíasdóttur hjá
Forlaginu.
Að loknu bókaspjalli verður boðið
upp á tónleika með hljóðfærinu oud
og ljúffengt marokkóskt sætmeti,
segir í tilkynningu. Aðgangur er
ókeypis en fólk beðið um að stað-
festa komu sína fyrirfram, annað-
hvort á Facebook-síðu viðburðarins
eða á vef Alliance Alliance Fran-
çaise.
Marokkóskt kvöld í
Alliance Française
Í landi annarra