Morgunblaðið - 21.05.2021, Side 38

Morgunblaðið - 21.05.2021, Side 38
Borðstofan er björt og falleg þar sem útsýnið er líkt og listaverk. Linda hefur í gegnum árin menntað sig í hinum ýmsu fögum. Nú síðast sem lífsþjálfi með áherslu á þyngdarlosun. 38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2021 SÍMI 777 2625 WWW.SKEKK.COM VASKAR FLÍSAR LJÓS HÚSGÖGN við hráefnum í hann eða taka úr eins og hentar hverjum og einum svona aðeins til að breyta til. Uppskrift er fyrir tvo. Með sánaklefa heima Hvað gerir þú heima sem lýtur að dag- legri rútínu þinni í að stunda hegðun sem styður við heilbrigði? „Svefninn er þar mikilvægur. Það er að fara að sofa og vakna á svipuðum tíma alla daga. Enn fremur er ég með sána- klefa heima sem ég fer í flesta morgna. Ég hugleiði þar inni, þurrbursta líkam- ann og á eftir fer ég í kalda sturtu. Á eftir fæ ég mér sítrónuvatn og drekk að lág- marki tvo lítra af vatni á dag. Mér finnst gott að fá mér heilsudrykk í hádeginu sem er mín fyrsta máltíð því ég fasta fram að þeim tíma. Þá fæ ég mér ein- hvern súperdrykk. Þeir eru allir stút- fullir af alls kyns ofurfæðu sem hefur dásamleg áhrif eins og til dæmis andöldr- un, ljómandi húð, minna mittismál, aukin orka og bættur svefn.“ Heimilið þitt er glæsilegt og minnir mikið á alls konar staði í heiminum, með- al annars Bandaríkin, Indland og jafnvel Frakkland. Skipta ferðalög þig miklu máli og ertu dugleg að koma með fallega hluti heim sem gera umhverfið þægilegt? „Ferðalög hafa verið partur af mínu lífi í langan tíma og sem dæmi árið sem ég var Ungfrú heimur heimsótti ég vel á fjórða tug landa. Heimili mitt ber keim af því og já, ég á mikið af fallegum hlutum sem ég hef sankað að mér í gegnum tíðina og vissulega innblástur bæði frá Banda- ríkjunum, Indlandi og fleiri löndum.“ Hver er uppáhaldshluturinn þinn heima? „Það er handgerð mósaík-kommóða sem ég keypti af listamönnum þegar ég bjó fyrst í Kanada. Þemað í henni er hafið. Það á vel við mig, stelpuna úr litlu fiskiþorpi á Íslandi.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.