Morgunblaðið - 21.05.2021, Side 18

Morgunblaðið - 21.05.2021, Side 18
Þ órarinn Birgisson segir vinsælasta gólfefnið klárlega vera harðparket og að einstaklingar sem eru að gera upp húsin sín velji meiri gæði en oft áður. „Við höfum fundið fyrir aukningu í eftirspurn á betri gæðaflokkunum frá Swiss Krono. Þannig parket eru rakavarin og með breiðari og lengri fjalir. Vinsælustu litirnir eru ljós eik, hvíttuð eik og gráir og grábrúnir tónar. Í viðarparketinu gildir það sama um litapal- lettuna. Það sem er vinsælt núna eru klassískir náttúrulegri eikarlitir, hvíttuð eik og eins brún- leitir jarðlitir og reykt eik. Hér hafa viðskipta- vinir líka meira svigrúm með litaval. Ef liturinn er ekki til frá framleiðanda eru fagaðilar sem sérhæfa sig í að lita og yfirborðsmeðhöndla gólf- efnin. Við eigum til bæði ómeðhöndlaða spón- lagða eikarplanka og mikið úrval af ómeðhöndl- uðu gegnheilu efni á lager sem er tilvalið fyrir sérsniðið [e. custom] litaval. Í flísunum er helsta breytingin stærðin á flís- unum. Fyrir nokkrum árum var algengasta stærðin 30 x 60 cm. Í dag eigum við meira magn á lager af 60 x 60 cm og 80 x 80 cm og þessar sömu flísar eru fáanlegar í allt að 160 x 320 cm. Gráleitar og ljósar marmaraflísar og Terrazzo- mynstur í nokkrum litbrigðum hefur notið vin- sælda undanfarið í takt við klassískari flísar í mismunandi gráum tónum. Þar sem hinn milligrái steypugrái litur er alltaf vinsælastur. Við notum aðallega vaxolíu frá Osmo til að lita efnin.“ Hrífst af tímalausri hönnun Hverju ert þú persónulega hrifnastur af? „Sjálfur hrífst ég alltaf mest af því sem mér finnst vera tímalaus hönnun. Hvort sem það eru gólfefni, innréttingar eða húsgögn. Eins finnst mér mikilvægt að gólfefnaval passi í þá húseign sem verið er að innrétta.“ Hvernig verða tískustraumarnir á næstu misserum? „Ég horfi oft til þess sem er að gerast í inn- réttingum. Við höfum séð mikið undanfarið af sprautulökkuðum svörtum eikarinnréttingum og eins brúnbæsaða og reykta eik. Ég hugsa að við munum sjá meira af náttúrulegri viðar- áferðum og að hnotan eigi eftir að koma sterk inn aftur og meira um sprautulakkaðar innrétt- ingar.“ Hvað er það allra fallegasta gólfefni sem þú hefur séð? „Viðargólf getur verið alls konar. Þegar kem- ur að áferð þess getur það verið burstað, fasað, heflað og bandsagað. Í útliti getur parket verið planki, valin, natur, rustik, herringbone, chevr- on, mosaik, „industrial“ parket og fleira. Fallegasta parket sem ég hef séð nýlega var gegnheilt burstað og fasað herringbone litað svarbrúnt með Osmo-vaxolíu í fallegum sum- arbústað.“ Dökkgráar marmaraflísar vinsælar Er mikið úrval til af fallegum marmara núna? „Við eigum til þó nokkrar týpur á lager, ljósan og dökkan calacatta marmara, svartar og hvítar [e. black&white marble] og mjög vinsælar dökkgráar Amani Bronze-marmaraflísar.“ Áttu eitt gott ráð fyrir einstaklinga sem vilja skipta um gólefni en eru óvissir um hvað þeir eiga að velja sér? „Mikilvægast er að átta sig á því að fólk er að fjárfesta í gólfefnum á mismunandi skeiði í lífinu. Við erum með alla verðflokka í boði í Birgisson. Við getum verið með ungt par sem er að kaupa sér sína fyrstu íbúð og sér fyrir sér að eignast fjölskyldu saman og stækka við sig eftir fimm ár. Hér myndi ég alltaf ráðleggja fólki fyrst hag- stæðari valkosti. Sem dæmi slitsterkt vatnsþolið harðparket eða vínylparket. Vonandi koma þau síðan aftur seinna í lífinu, komin í endanlega húseign og þá getum við skoðað fleiri valkosti. Fyrir suma er nóg að gólfefnið líti ágætlega út og þjóni helstu þörfum kaupanda og skiptir litlu hvort varan sé ekta vara eða ekki. Aðrir eru kannski með aðrar hugmyndir, vilja bara ekta viðarparket, finna lyktina og finna fyrir viðnum undir fótum sér og svo er sívaxandi hópur fólks sem sækist eftir umhverfisvænum valkostum. Eitt gott ráð er ég ekki með en ég er með ótal spurningar sem sölumennirnir spyrja kúnnann til að átta sig á því hvað hentar best hverju sinni.“ Sprautulakkaðar hurðir í öllum litum Hvað með hurðir – getur þú sagt mér aðeins hvað er vinsælt í þeim? „Hvítlakkaðar hurðir eru alltaf vinsælastar. Eins höfum við tekið upp á þeirri nýbreytni að panta hurðirnar á lager án lykillaufs og notast þá við hurðarhúna með svokölluðum smart-lock læsingum. Þetta gefur hurðinni aðeins stíl- hreinna yfirbragð. Eins erum við líka að spautu- lakka hurðir fyrir okkar viðskiptavini í öllum regnbogans RAL-litum.“ Brúnbæsuð reykt eik vinsælasta gólfefnið Þórarinn Gunnar Birgisson, framkvæmdastjóri gólfefna- verslunarinnar Birgisson, staðfestir að landsmenn hafi verið einstaklega duglegir að huga að heimilinu að undan- förnu. Hann er sérfræðingur í gólfefnum og staðhæfir að Ís- lendingar séu að fjárfesta í meiri gæðum en oft áður. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Þórarinn Gunnar Birgisson er mikið fyrir tímalausa hönnun þegar kemur að gólfefni, inn- réttingum og húsgögnum. Bjelin-viðarparket fer fallega með Acu- wood-viðarrimlum. Af hverju ekki að nota glæsilegar Rock Salt-flísar á gólf og hluta af vegg á baðherberginu? Sensi-flísar frá Florim eru glæsilegar á baðherbergið. 18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2021

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.