Morgunblaðið - 21.05.2021, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 21.05.2021, Qupperneq 33
Enginn valkvíði Ég spyr Ölmu að því hvort hún hafi ekki fengið neinn valkvíða þegar kom að því að velja innréttingar inn á heimilið segir hún svo ekki vera. „Það var nokkuð áreynslulaust. Mér fannst að innréttingarnar þyrftu að vera hlutlausar þar sem bakgrunnurinn er frekar skraut- legur,“ segir hún. Hvað ertu ánægðust með inni á heimilinu? „Mér finnst íbúðin, húsið, umgjörðin og staðsetningin dásamleg. Ég hætti ekki að dásama þetta allt. Ætli ég sé ekki bara ánægð- ust með hvað okkur líður vel hérna.“ Á íbúðinni er afar fallegt parket með fiski- beinamunstri. Alma segir að hún hafi upp- haflega valið annað parket en skipti um skoð- un þegar hún sá verðið á því. „Ég valdi annað parket til að byrja með en það var svo dýrt að þau kaup hefðu líklega endað með hjónaskilnaði. En við erum mjög ánægð með það sem varð fyrir valinu sem er reykt olíuborin eik úr Birgisson. Síldar- beinamynstrið flæðir á milli rýmanna, aðMorgunblaðið/Árni Sæberg Innréttingin er látlaus og klass- ísk. Hún var keypt í Eirvík og liturinn á henni er „casmere grey“ sem fer vel við parketið og litina á veggjunum. „Þar sem ég starfa við hús- vernd og hef áhuga á öllu sem viðkemur eldri húsumþá skipti migmáli að halda í upprunaleikann. Þegar blasir við að fara þurfi í jafn yfir- gripsmiklar framkvæmdir og við fórum í þá stendurmaður auðvitað frammi fyrir alls- konar ákvörðunum en markmiðið var alltaf að allt væri gert af virðingu við byggingarstíl hússins. Hornið í eldhúsinu er vel nýtt. Skáp- urinn er fallegur hvort sem hann er opinn eða lokaður. Voel-gluggatjöldin koma með hlýju inn á heimilið. FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2021 MORGUNBLAÐIÐ 33

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.