Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.05.2021, Side 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.05.2021, Side 4
FRÉTTIR VIKUNNAR 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.5. 2021 Fæst í apótekum og heilsuhillum stórmarkaða. hugar að þinni heilsu! E ldgosið í Geldingadölum hélt áfram að breytast og þróast með stuttum hrinum og gos- hléum, svo að í upphafi viku veltu jarðeðlisfræðingar því fyrir sér hvort senn liði að goslokum, en í vikulok struku gráskeggir vangann og töldu það geta enst árum saman enn. Margvísleg batamerki mátti sjá í ferðaþjónustu, en gríðarleg aukning varð í bókunum frá Bandaríkjunum og raunar mátti víða sjá og heyra fyrstu bandarísku vorboðana blaka platínukortum sínum. Skemmdarverk voru unnin á kopar- lágmyndinni Brautryðjandanum eft- ir Einar Jónsson á stalli líkneskis Jóns Sigurðssonar á Austurvelli, þegar eitthvert fífl málaði yfir hana með gullspreyi. 126 konur gengu á Hvannadals- hnúk til styrktar nýrri krabba- meinsdeild á Landspítalanum. Þrátt fyrir heimsfaraldurinn lagðist ekki allt tónleikahald af. Um fjögur þúsund miðar hafa þannig selst á fimm streymistónleika á vegum Senu. Miðasalan skilaði um 130 milljónum króna. Póst- og fjarskiptastofnun hefur fjallað um 191 mál vegna óumbeð- inna fjarskipta á tímabilinu 2017 til 2020, en enginn hefur þó verið sekt- aður til þessa. Efnahagslífið virðist taka nokkrum breytingum þessa dagana, eins og sést á því að sala á nýjum bílum jókst um 110% í apríl frá sama tíma í fyrra. Seljendur fasteigna mala af ánægju þessa dagana, en takmarkað fram- boð og lágir vextir hita upp fast- eignamarkaðinn. Sérfræðingur telur að allt að 14% hækkunar á árs- grundvelli sé að vænta á árinu. . . . Hraunslettur úr gosinu í Geldinga- dölum stækkuðu talsvert, svo til greina kom að stækka hættusvæðið í kringum gosstöðvarnar. Trú mannkyns á ástina dvínaði mjög þegar hjónin Bill og Melinda Gates tilkynntu að þau væru að skilja. Trú manna á kaupmála jókst hins vegar talsvert. Seðlabanki Íslands dró úr við- skiptum sínum á gjaldeyrismarkaði, en dr. Ásgeir Jónsson seðlabanka- stjóri sagði að ekki væri lengur ástæða fyrir bankann að vera með regluleg inngrip. Frá því í sept- ember í fyrra hefur bankinn selt 453 milljónir evra. Umhverfisráðherra upplýsti að heildarkostnaður sveitarfélaga vegna refaveiða næmi tæpum millj- arði króna síðastliðin tíu ár. Árlega eru veiddir 5-7 þúsund refir, en stofninn helst mjög stöðugur í níu þúsund rebbum. Nova gagnrýndi nýtt frumvarp til fjarskiptalaga, sem það telur að stefni Huawei-græjum sínum í voða. Áhyggjur hafa verið af því að fjarskiptatæki frá hinu kín- verska Huawei ógni upplýsinga- öryggi. Rafskútufaraldurinn breiðist út, en þær má nú ekki aðeins finna á höfuð- borgarsvæðinu, heldur hafa þær m.a. skotið upp kollinum á Akureyri, Vestmannaeyjum og Múlaþingi. . . . Atvinnuástandið er eins og það er, en það virðist lítil áhrif hafa á enda- lausa hækkun kaupgjaldsins. Jafn- vel í Vinnuskóla Reykjavíkur mun það hækka um allt að 40% í sumar, enda Dagur borgarstjóri eins og Mídas sjálfur. Gert var ráð fyrir því að um 40 þús- und manns yrðu bólusettir í vikunni, enda ekki hörgull á bóluefni. Hins vegar varð þess vart er á leið vikuna að talsvert færri sinntu boðun í bólu- setningu, enda ekki um jafn- takmörkuð gæði að ræða og áður. . . . Ekki var nóg með að jarðeldar log- uðu á Reykjanesi, heldur tóku sinueldar að loga í Heiðmörk, svo um 50 hektarar lands urðu eldi að bráð, enda óvenjulangur þurrkur. Þá kom hins vegar í ljós að þyrlu- deild Landhelgisgæslunnar er þrautþjálfuð í að berjast við skóg- arelda og hefur leitað skóga úr lofti í mörg ár. Birgir Jónsson forstjóri flugfélags- ins Play sagði áhuga fjárfesta á fé- laginu mikinn, raunar miklu meiri en nógan, félagið hefði vart undan við að berja þá af sér með prikum. Áætlað er að nokkur hundruð manns vinni fyrir félagið eða verk- taka þess í sumar. Hraunflæði í Geldingadölum jókst og var hættusvæðið því stækkað. Má segja að við gígana hafi verið linnu- lítil flugeldasýning, sem sást greini- lega af höfuðborgarsvæðinu. Enn berast tölur um kostnað vegna styttingar vinnuviku, en þannig er talið að hún auki kostnað hjúkr- unarheimila um 10-15%. Þrátt fyrir að vel gengi að bólusetja og sáralítið um smit voru sóttvarna- reglur framlengdar um viku. Nokkuð fór um mannskapinn þegar sóttvarnalæknir upplýsti að hættan væri ekki liðin hjá þótt kórónuveiran dalaði. Þarna úti biði alls kyns óværa, gubbupestir og fleira, svo sennilega verðum við öll með grímu og tveggja metra reglu það sem eftir er. Kristján Þór Júlíusson landbún- aðarráðherra kynnti nýtt umræðu- skjal um landbúnaðarstefnu til framtíðar, en þar var m.a. boðað breytt fyrirkomulag opinbers stuðn- ings við landbúnað. Í sama mund kynnti ráðherrann að heimaslátrun væri hér eftir heimil. Opinber skýrsla leiddi í ljós að ekki hafði minna en 2,1 milljarði króna verið varið í girðingar á vegum hins opinbera. Fram kom að ýmis tæki- færi væru í þessari áður óþekktu at- vinnugrein, sem ekki skal efað. Haldin var vefráðstefna í tilefni þess að 70 ár voru liðin frá undirritun varnarsamningsins við Bandaríkin, en þar talaði ótrúlegur fjöldi manna um þetta athyglisverða efni. Einna fróðlegast var þó að hlýða á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, sem sagði að þrátt fyrir órjúfanlega andstöðu flokks hennar við varnar- samstarfið styddi hann það heils- hugar. Eða eitthvað þannig. . . . Fram kom að alþjóðasamtök SOS barnaþorpa hefðu lokað augunum fyrir tilkynningu um barnaverndar- brot innan vébanda sinna og að yfir- stjórn þess hefði jafnvel bundið enda á rannsókn á þeim. Landssamtökin á Íslandi, Noregi og víðar léku lykil- hlutverk við upplýsingu þessa. Atvinnutilboðum fjölgar ákaflega og hefur ört dregið úr atvinnuleysi. Flest þessara starfa tengjast átak- inu Hefjum störf og eru um sex þúsund talsins. Talsvert bar á fregnum um að bólu- setning hefði farið misjafnlega í fólk og einhverjir jafnvel lagst í bælið, þótt yfirleitt tæki það nú skjótt af. Sérfræðingar sögðu um viðbúin við- brögð að ræða og sögðu bólusetn- ingu mun hættuminni en veikindi af völdum kórónuveirunnar. Stóraukin umferð hefur verið á hringveginum, sem m.a. er talið til marks um að mannskepnan sé að jafna sig eftir faraldurinn. Nú eða að það sé farið að vora. Norskt fyrirtæki keypti allt hlutafé í sælgætisgerðinni Nóa-Siríusi og óttast margir nammigrísir að við það hverfi menningarauður eins og uppskriftin að suðusúkkulaði úr landi. Mikil brögð hafa verið að því að ís- lenskir ríkisborgarar í útlöndum hafi flutt aftur til Íslands síðustu misseri, sem flestir vilja rekja til einhvers konar viðbragða við heims- faraldrinum. Aðflutningurinn hefur leitt til íbúafjölgunar í landinu. Reykjavíkurborg kynnti fyrirætl- anir um að koma fyrir leikskóla á Hagatorgi. Þess verður vart langt að bíða að sett verði upp hásæti fyrir borgarstjóra á Tjarnarhólmanum. . . . Áfram var haldið að bólusetja í Laugardalshöll og greip þar um sig þjóðhátíðarstemning og múgsefjun eftir að sjálfur Daddi diskó var ræstur út og látinn þeyta skífum til þess að skemmta liðinu meðan það var sprautað. Grímseyingar þurfa að fara til Akureyrar í bólusetninhgu og leggja það á sig þó að ferðin sé dýr þegar allt er talið. Forstjóri Vinnumálastofnunar tel- ur að atvinnuþátttaka muni aukast hratt í sumar og að þess megi vel vænta að úrræði skapi ýmis varan- leg störf. Þátttakan er nú með því allra minnsta. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti að hún myndi sækjast eftir 1. sæti í próf- kjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík, svo þar verður oddvitaslagur fyrstu helgi í júní. Guðlaugur Þór Þórð- arson utanríkisráðherra vill líka hreppa þetta sæti. Vinsældir nýja baðlónsins við Kárs- nes voru svo miklar í veðurblíðunni að allt varð uppselt. Ringulreið á hringtorgi Rætist draumsýn borgarstjóra mun Hagatorg umbreytast í leikskóla eins og fyrir töfra. Morgunblaðið/RAX 2.5.-7.5. Andrés Magnússon andres@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.