Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.05.2021, Page 6
VETTVANGUR
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.5. 2021
VIÐ LEITUM AÐ
LISTAVERKUM
Áhugasamir geta haft samband í
síma 551-0400
ERUM AÐ TAKA Á MÓTI VERKUM Á NÆSTA LISTMUNAUPPBOÐ
Rauðarárstígur 12-14 · 105 Reykjavík · sími 551 0400 · www.gallerifold.is
F
immtudagur:
12.25
Ég geng út úr Laugardalshöllinni með bros
á vör. Búinn á árgangsmóti sem var betur
skipulagt en brúðkaup hjá áhrifavaldi. Búinn
að hitta fólk sem ég var með í skóla, hlusta á
plötusnúð sem hélt uppi stuðinu og nú bólu-
settur til hálfs. Heiður himinn, sólin leikur við
mig og ég fæ þessa frábæru tilfinningu að
það sé allt að koma.
Landið virðist vera að fyllast af ferðamönn-
um, goretex er orðið ráðandi efni í bænum.
Aftur heyrist hið ómþýða hljóð í tösku á hjól-
um eftir íslenskri gangstétt og allt er að
keyra sig í gang. Það er annar tónn í fólki.
Meira að segja veitingamenn eru bjartsýnir.
Búið að stofna þetta fína flugfélag sem á svo
mikinn pening að það þarf ekki að byrja að
fljúga frekar en það vill. Hitt flugfélagið búið
að sigrast á öllum hrakspám og til í slaginn.
Túristarnir eru að raða sér upp úti í heimi
til að sjá þetta stórkostlega, glæsilega en
samt svo meðfærilega eldgos og það er búið
að bóna rúturnar. Allir eru tilbúnir til að
mæta aftur til leiks eins og ekkert hafi í skor-
ist.
Við erum með allt á hreinu núna. Sótt-
varnir í þessu líka fína lagi. Þórólfur farinn að
brosa og Kári óvenju (allt að því) blíður á
svip. Bóluefnið streymir til landsins hraðar en
okkur hefði dreymt um. Við erum í topp-
málum.
14.55
Ég er kominn aftur í Laugardalinn og nú
er eins og hún sé að springa. Bílar út um allt.
Búið að loka afleggjaranum að Höllinni en
öllum er slétt sama. Hér kemur fólk nánast
hlaupandi til að fá óvænta bólusetningu. Allir
eru glaðir og kátir.
(Ég er reyndar kominn hingað til að sækja
vin minn og vinnufélaga sem missti meðvit-
und í bólusetningunni, rankaði við sér bull-
sveittur og vissi hvorki í þennan heim né ann-
an. Í búningi Sunderland. En það er önnur
saga og lengri.)
Föstudagur:
02.25
Ég er kominn með aukaverkanir. Hita og
orðinn slappur. Get ekki sofið. Veit ekki alveg
hvort ég er með beinverki því mér tókst að
fljúga á hausinn í Vesturbæjarlauginni og er
einn stór marblettur og með myndarlegan
skurð á olnboganum. Golfsumarið í óvissu.
Ég man að ég á eftir
að skrifa pistil og allt í
einu er ég ekki jafn
bjartsýnn. Hvað ef það
kemur upp enn eitt
hópsmitið? Rétt þegar
við höldum að við séum
komin í öruggt skjól. Það hefur nú gerst áð-
ur. Eða ný stökkbreyting?
Hvað ef þetta eldgos hættir? Sveiflurnar í
því eru eins og hjá unglingi á miðju gelgju-
skeiðinu. Við getum séð gosið á vefmynda-
vélum og það er eins og að vaka yfir ein-
hverjum með kæfisvefn. Maður heldur að
hann sé hættur að anda og svo rýkur hann
upp með látum.
12.25
Hitinn er að lækka. Það var verið að til-
kynna afléttingu á fjöldatakmörkunum. Það
er föstudagur og helgi full af sól framundan.
Þetta hlýtur að reddast. Það gerir það venju-
lega.
’
Hvað ef þetta eldgos
hættir? Sveiflurnar í því
eru eins og hjá unglingi á
miðju gelgjuskeiðinu.
Á meðan ég man
Logi Bergmann
logi@mbl.is
Þetta er allt að koma
E
kki get ég sagt að ég hafi hrif-
ist af bók sem áhugafólk um
markaðshyggju færði mér og
öðrum sem þá sátu Alþingi og nefnd-
ist, Engin máltíð er ókeypis. Þetta
gæti hafa verið bók Miltons Fried-
mans, There is no such thing as a
free lunch.
Boðskapurinn var sá, ef ég man
rétt, að allt í heimi hér kostaði. Á
sérhvern hlut og sérhverja athöfn
mætti setja verðmiða – og ætti að
setja verðmiða. Þá fyrst værum við
komin með rétta sýn á samfélag okk-
ar og umhverfi.
Þetta kom upp
í hugann þegar
ferðamálaráð-
herrann sagði í
fréttum fyrir fá-
einum dögum að
ríkisstjórnin
væri að íhuga að
bjóða okkur öll-
um í mat að nýju.
Endurtaka
mataborðið frá í
vor, svo vel heppnað hafi það verið.
Ávísun sem við öll fengum þá til
að hafa upp í matarreikning á veit-
ingastað eða gistingu á hóteli hefði
gert tvennt í senn, eflt innlenda
ferðaþjónustu og stuðlað að því að
við kynntumst betur landinu okkar.
Sennilega er þetta rétt, ferðatékkinn
örvaði án efa fólk til ferðalaga innan-
lands og þar með kunna að hafa tek-
ist betri kynni með þjóð og landi.
Þetta á aftur síður við nú eftir að
þessi góðu kynni hafa tekist.
Hitt á þó enn við, að ferðatékki
kemur matstöðum og hótelum til
góða.
En þá kemur aftur að boðskap
hinnar óvelkomnu bókar um máltíð-
ina sem kostar.
Það er svo undarlegt hve sterk
hóphyggjan í heiminum er. Einu
sinni var ráðið við kreppu að eyða
sem minnstu, skera niður og herða
að. Þessi var raunin í síðustu kreppu
þótt við sem sátum þá í ríkisstjórn
reyndum að fara bil beggja í blöndu
af niðurskurði og tekjuöflun.
Nú bregður hins vegar svo við að
stjórnvöldin virðast líta svo á að pen-
ingar sem þau hafi til ráðstöfunar
séu óþrjótandi. Ekkert sé svo dýrt
að það megi ekki splæsa í það, þess
vegna bjóða okkur öllum í mat.
Og framlag stjórnarandstöðunnar
er að bæta í, hafa það bara þríréttað.
Þannig hefur gagnrýnin verið úr
þeirri átt, að grípa til margföld-
unartöflunnar.
En bíðum nú við. Í auglýs-
ingadálkum blaðanna er farið að
glitta í kosningar. Þannig auglýsir
tiltekinn stjórnmálaflokkur að hann
vilji báknið burt. Og í samræmi við
það er sett fram
fjármálaáætlun
ríkisstjórn-
arinnar fyrir
næstu fjögur ár.
Og viti menn, það
stendur til að
minnka umsvif
hins opinbera,
„báknsins“, á
komandi árum.
Hvað þýðir það?
Væntanlega
minna til Landspítalans, sjúkrahúss-
ins á Húsavík og ferjusiglinga til
Eyja.
Gæti hugsast að allt þetta félli inn
í eina heildstæða mynd? Það skyldi
þó aldrei vera að þegar allt komi til
alls hafi markaðshyggjufólkið forð-
um haft rétt fyrir sér, að engin mál-
tíð sé ókeypis?
Með öðrum orðum, þegar ríkis-
stjórnin býður okkur í mat, þá kosti
það sitt og því fyrirsjáanlegt að
báknið þurfi að víkja.
En þá þurfum við líka að vera við
því búin að taka upp prívatbudduna
til að borga reikninginn hjá prívat-
klínikinni sem tæki við þeim rekstri
sem Landspítalinn segði sig frá þeg-
ar það bákn hefur verið skorið niður
við trog.
Þá væri aðeins eitt ósagt af hálfu
veitandans: Verði ykkur að góðu!
Morgunblaðið/Ómar
Þegar ríkisstjórn
býður þjóð í mat
Úr ólíkum
áttum
Ögmundur Jónasson
ogmundur@ogmundur.is
’
Nú bregður hins veg-
ar svo við að stjórn-
völdin virðast líta svo á
að peningar sem þau hafi
til ráðstöfunar séu óþrjót-
andi. Ekkert sé svo dýrt
að það megi ekki splæsa í
það, þess vegna bjóða
okkur öllum í mat.
„Sennilega er þetta rétt, ferða-
tékkinn örvaði án efa fólk til
ferðalaga innanlands og þar
með kunna að hafa tekist betri
kynni með þjóð og landi. Þetta
á aftur síður við nú eftir að
þessi góðu kynni hafa tekist,“
skrifar Ögmundur.
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is