Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.05.2021, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.5. 2021
B
retar gengu til kosninga á fimmtudag.
Þeir kölluðu þær Fimmtudaginn
mikla (Super Thursday). Þingkosn-
ingar fóru seinast fram í desember
2019, en þær hafði Boris Johnson
óvænt náð að knýja fram. Þar vann
flokkur hans stórsigur, sem einnig kom nokkuð á
óvart. Og þar með varð ljóst að svikahröppum í
Íhaldsflokknum, sem lofað höfðu að virða þjóðar-
atkvæði um Brexit, en sviku það, tækist ekki lengur
að setja fót fyrir útgöngu. Blessunarlega náði John-
son svo í aðdraganda kosninganna að hreinsa svikulu
deildina vælandi úr flokknum. Og þegar stór sigur lá
svo að auki fyrir fyrir mátti augljóst vera að Evrópu-
sambandinu yrði sent langt nef án söknuðar.
Mikill fimmtudagur
En af hverju voru kosningarnar í vikunni kallaðar
„Fimmtudagurinn mikli“. Það var vegna þess að þá
fóru fram kosningar í fjölmörgum sveitarstjórnum
og þar á meðal kosningar sem hafði verið frestað
vegna kórónuveiru (þ.á m. London), þingkosningar í
heimastjórnum í Skotlandi og Wales og aukakosn-
ingar í Hartlepool, þar sem þingmaður hafði orðið að
segja af sér vegna ósæmilegrar framkomu.
Þessi bær er í Norður-Englandi og í röð allmargra
kjördæma sem lengi höfðu verið kölluð „Rauði virk-
isveggurinn“ því þar hafði Verkamannaflokkurinn
verið ósigrandi um árabil.
Í kosningunum 2019 gerðust þau undur að Boris
Johnson og flokkur hans náðu að leggja þingmenn
Verkamannaflokksins í allmörgum af þessum traust-
ustu vígjum. En Hartlepool stóð af sér atlögu
„íhaldsins“ með meira en 3.000 atkvæða mun í kjör-
dæminu.
Eftir því hafði verið tekið að í þjóðaratkvæði um
Brexit höfðu 70% þeirra sem kusu í Hartlepool viljað
útgöngu úr ESB. En fræðingar af ýmsu tagi bentu á
að nú væri Brexit að baki og áhrif þess færu minnk-
andi þar sem horft væri til kosninga. En sir Keir
Starmer formaður flokks verkamanna hafði sent
kjördæminu frambjóðanda sem þekktur var sem
heitur andstæðingur útgöngu Breta! Frambjóðandi
Íhaldsflokksins, sem nú er komin á breska þingið,
var bjartsýn á að nú gæti sigur unnist í Hartlepool
þótt Íhaldsflokkurinn hefði ekki náð að sigra þar í
hálfa öld!
Keypti tilgátu frambjóðandans
Flokkurinn hafði ekki ætlað sér að leggja afl sitt að
fullu í þennan bardaga. En Johnson ákvað svo að
veðja á sama hest og „bóndakonan“ í framboði. Hann
gerði háttsettum ráðherrum sínum að sækja kjör-
dæmið heim og taka þátt í baráttunni með frambjóð-
andanum. Sjálfur fór hann þangað í tvígang og bank-
aði á dyr með kynningarbæklinga víða hvar og
spjallaði við fólk. Var til þess tekið að honum var bet-
ur tekið en vænst var. Ákvað Íhaldsflokkurinn þá að
setja enn meira afl í baráttuna. Aukin athygli tók að
vakna á landsvísu á þessu eina þingsæti sem barist
var um. Ýtti það undir kjörsókn sem talið er að hafi
komið Íhaldsflokknum til góða. Verkamannaflokk-
urinn hafði haft prýðilegan meirihluta á þessum stað
í sínum „rauða virkisvegg“, í desember 2019, en fékk
nú aðeins 8.589 atkvæði, en frambjóðandi Íhalds-
flokksins fékk 15.529 atkvæði og sigraði glæsilega.
Mikið áfall fyrir flokksformann
Breskir fjölmiðlar gera mjög mikið úr þessum tíð-
indum, sem gæti komið þeim á óvart sem þekkja lítt
til.
Á breska þinginu sitja 650 þingmenn og flokkur
forsætisráðherrans hefur 80 sæta þingmeirihluta svo
varla getur eitt þingsæti þar sætt slíkum tíðindum.
En skýringarnar eru þær að í margvíslegum sögu-
legum samanburði voru úrslitin algjörlega einstæð.
Það kemur auðvitað iðulega fyrir að flokkur haldi
velli þótt óhjákvæmilegt hefði verið að boða til auka-
kosninga í tilteknu kjördæmi. Stjórnarflokkur sem á
undir högg að sækja eftir langa stjórnartíð getur
þannig haldið sinni stöðu í kjördæminu, hafi hann
haft góða stöðu fyrir. En það er næsta óþekkt að
stjórnarflokkur vinni þingmann í kjördæmi þar sem
andstæðingurinn hafði traustan meirihluta og hefði
reyndar verið talinn ósigrandi í hálfa öld eða meir.
Fréttaskýrendur hafa leitað langt aftur í söguna til
að fá dæmi um slíkt. En við þetta bættist nú að
stjórnarflokkurinn hafði þingsætið af stjórnarand-
stöðunni með miklum yfirburðum. Og þeir benda á
að þetta verður enn ótrúlegra þegar horft er til þess
að Verkamannaflokkurinn hefur verið í stjórnar-
andstöðu í 11 ár og ekki unnið þingkosningar í 15 ár!
Heppileg hneykslismál
Sumir fjölmiðlar trúðu eigin áróðri um að Boris
Johnson hefði lent í verulegri vörn síðustu vikur fyr-
ir þessar kosningar. Þá komu upp mál sem þóttu
hentug til að japla á. En merkileg voru þau ekki.
Fyrst var uppnám vegna uppljóstrana um þrýsting
Camerons, fyrrverandi forsætisráðherra og leiðtoga
Íhaldsflokksins, við að bjarga burgeis nokkrum sem
Cameron var orðinn launaður „ráðgjafi“ hjá. Var for-
sætisráðherrann fyrrverandi sagður hafa beitt sér
víða í stjórnkerfinu en einkum sóst eftir meðalgöngu
flokksbræðra sinna og kunningja í ráðherrastól-
unum. Eitthvað hefði verið kíkt á málið af þeirra
hálfu, en ekki varð þó séð að fjárhagslegur atbeini
eða önnur fyrirgreiðsla hafi fylgt í kjölfarið. Skjól-
stæðingur Camerons er farinn á hausinn fyrir all-
nokkru án þess að þar hafi flotið opinbert fé sem átti
að gleðja gamlan vin. Þetta mál hefði ekki dugað til
svo langrar umræðu nema í aðdraganda kosninga.
Ekki náðist að vekja áhuga almennings á því.
Ekki batnaði það
Næst kom veggfóðursmálið mikla sem virtist erf-
iðara þar sem núverandi forsætisráðherra kom við
sögu. Þetta mál á rót í skrítnum reglum sem snúa að
valdamönnum og snúast iðulega um smælki, sem tal-
ið er að almenningur botni í. Forsætisráðherra Breta
býr í Downingstræti 10. Það er a.m.k. ímyndin. Þar
er íbúð á efstu hæð fyrir ráðherra og fjölskyldu.
Fjármálaráðherrann hefur sambærilega íbúð efst í
númer 11 og er innangengt á milli húsanna. Blair-
fjölskyldan var með töluverða ómegð og ákvað að
nýta búðina á 11. Sú íbúð er mun stærri og hagan-
legri en íbúðin í húsi forsætisráðherranna. Næstu
forsætisráðherrar fetuðu í fótspor Blairs í þessum
efnum og það þótt ómegð væri þar engin.
Konu Johnsons er sagt hafa þótt lítið koma til
veggfóðurs og innréttinga sem Theresa May hafði
ráðið og viljað breytingar. Slíkt er hverjum forsætis-
ráðherra heimilt en kostnaðarmörk eru sett. Þar
kemur að þessum undarlegu smælkjum. Forsætis-
ráðherra Breta ræður meiru um það þar en aðrir
hver verður endapunktur á ákvarðanaferli og þar
með því hvort útgjöldin sem fylgja muni skipta millj-
örðum eða tugum milljarða. En að sjálfsögðu má
hann ekki ráða því hvort breytt verði um veggfóður
og innréttingar til að róa spúsu sína nema hann haldi
sig innan ramma sem búrókratar miða við íbúðina
sína heima!
Í Downingstræti eru miklir salir og stofur. For-
sætisráðherrar hafa iðulega á sinni tíð látið gera þar
miklar og kostnaðarsamar breytingar að þeirra
smekk. Og það mega þeir og þar eru engin niður-
negld mörk. Enda er þar ekki um „íbúð forsætisráð-
herrans að ræða“ segja búrókratar, „heldur opinber
salarkynni“.
Corbyn rekinn og nú
vilja þeir reka Starmer
Reykjavíkurbréf07.07.21