Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.05.2021, Síða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.05.2021, Síða 17
Í umræðunni um veggfóður Borisar og frúar er jafnan rætt um „einkaíbúð hans“. Það er svo sem rétt að hann getur umgengist þennan íverustað næstum eins og sína eign svo lengi sem hann heldur titlinum. En hefði hann hrokkið úr starfi vegna vegg- fóðursins (eins og einn úr liði íhaldsmanna vildi!) þá hefði hann ekki fengið að hafa veggfóðrið með sér. Svo þótti það auka „glæpinn“ að Boris hefði rætt við embættismenn sína um það, hvort ekki mætti biðja einhverja fjárhagslega stuðningsmenn „flokksins“ að slá saman í veggfóðrið og sófa. Sömu menn, sem telja að endilega verði að mergsjúga „ríka pakkið“, gátu ekki hugsað sér að Boris fengi þaðan fé í vegg- fóðrið! Sams konar heygarðshorn En þetta minnir á mál sem kom upp í tíð Íslands- vinarins Bills Clintons. Hann hafði verið einhvers staðar á fundi í sínu stóra ríki og var kominn inn í flaggskip flugflotans nr. 1 og var glæsivélin að undirbúa flugtak. Þá varð forsetanum gengið fram hjá spegli og sá að fyrir löngu var komið að klippingu. Hreyflarnir fóru þegar í kyrrstöðu aftur því að forsetinn hafði beðið um að strax yrði fundinn fyrsta flokks rakari og hann feng- inn í forsetavélina. Þar sem stutt hafði þótt í flugtak hafði öllum flugvélum sem hugðu á flugtak verið sagt að bíða og aðkomuflugvélum var beint frá flugvell- inum, eins og gert er þegar forsetavélin á í hlut. Þeg- ar rakarinn lauk verkinu og forsetinn horfði ánægð- ur í spegilinn var tilkynnt að undirbúningur flugtaks gæti hafist og fylgdarvélar látnar vita. Ekki er vitað hversu margir milljónatugir féllu til vegna rakarans. Fjölmiðlar spurðu ekki um það. En nokkrir þeirra spurðu hver hefði borgað reikning rakarans og hvort þessi einkaþjónusta hefði hugsanlega fallið á ríkis- sjóð Bandaríkjanna. Svar kom um hæl að rakaranum hefðu verið greiddir 100 dollarar og forsetinn hefði greitt þá upphæð úr eigin vasa. Var þá stétt rann- sóknarblaðamanna ánægð með sitt verk enda aug- ljóslega ekkert subbumál í gangi. Reagan rukkaður Í Bandaríkjunum býr forsetinn á annarri hæð Hvíta hússins. Reagan forseti sagði frá því að einhverju sinni hafði hann fengið reikning á diski þar sem hann sat á skrifstofu sinni. Það virtist vera reikningur fyr- ir tvo, egg, flesk og appelsínusafi, brauð og kaffi og grænmeti. Þetta vafðist aðeins fyrir forsetanum en hann vonaði að þetta væri óvænt dæmi um leynilega kímnigáfu hússins. Nokkru síðar skoppaði minningin upp aftur og hann spurði háttsettan skrifstofumann hvort vænst væri viðbragða hans vegna þessa blaðs. Sá hélt nú það. Þau hjónin borðuðu oftast morgun- mat í hinni opinberu borðstofu sinni á fyrstu hæð, en í þetta sinn höfðu þau fengið morgunmatinn inn í „sína eigin íbúð“. Þá var sendur reikningur. Á hinn bóginn og öfugt við Downingstræti þá stofnar forsetinn, hver sem hann er, vinafélag Hvíta hússins. Þar er hið fínasta lið á ferð og ekkert leyni- félag enda þykir aðild heiður hinn mesti. Þetta félag safnar fé t.d. í skreytingar í Hvíta húsið og í gjafir sem gefnar eru og fleira í þeim dúr. En þeir eru einnig góðir í smælkinu þar vestra, sem stundum virkar eins og hver önnur sýndar- mennska. Bréfritari á í fórum sínum á annan tug myndar- legra jólakorta sem hann fékk send úr Hvíta húsinu á meðan hann var forsætisráðherra. Á hverju þeirra stóð í smáu letri að kortið væri gert í 300.000 eintök- um og (eftir því hver forsetinn var) að flokkur repú- blikana eða demókrata hefði kostað útgáfuna! En hvernig leystu menn úr slíku stórmáli hér heima? Í tilviki og tíð fyrrnefnds þá var útbúið jólakort og sent út af forsætisráðuneytinu í nafni ráðherrans. Sjálfstæðisflokkurinn gaf svo jafnframt út kort í nafni formannsins sem fór til þeirra sem það átti við. Vel má vera að í einhverjum tilvikum hafi borist tvö kort í sama hús, en kvörtun barst þó aldrei. Og nú eru flestir hættir að senda jólakort. Nema kannski flokkar repúblikana og demókrata. Morgunblaðið/Eggert ’ Sumir fjölmiðlar trúðu eigin áróðri um að Boris Johnson hefði lent í verulegri vörn síðustu vikur fyrir þessar kosningar. Þá komu upp mál sem þóttu hentug til að japla á. En merkileg voru þau ekki. 9.5. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.