Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.05.2021, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.05.2021, Blaðsíða 18
New York. AFP. | Listaverk eftir bandaríska listamanninn Beeple seldist á uppboði fyrir 69,3 milljónir Bandaríkjadollara (8,6 milljarða króna) á uppboði hjá Christie’s í Bandaríkjunum í byrjun mars. Verkið heitir „Hvunndagar: fyrstu 5.000 dagarnir“ („Everydays: the First 5.000 Days“) og fór á þriðju hæstu upphæð, sem fengist hefur á uppboði fyrir verk eftir núlifandi listamann. Beeple er í fararbroddi lista- manna á sýndarlistaverkamarkaði þar sem safnarar fara hamförum um þessar mundir. Beeple heitir réttu nafni Michael Winkelman og er frá Charleston í Suður-Karolínu og fyrir sex mánuðum hafði hann ekki selt eitt einasta verk. Nú er hann kominn á bás með listamönn- um á borð við Jeff Koons og David Hockney. „Hvunndagar“ er fyrsta listaverk- ið í sölu hjá Christie’s sem er að öllu leyti stafrænt. Það er sett saman úr 5.000 stafrænum myndum. Verkið „Krossgötur“ („Cross- roads“) eftir Beeple var endurselt á vefsíðunni Nifty Gateway, sem sér- hæfir sig í sölu sýndarverka, fyrir 6,6 milljónir dollara í lok febrúar. Listamaðurinn fékk 10% hlut. Myndskeið sem hann seldi sjálfur í lok október í fyrra fyrir táknræna upphæð eða einn dollara, var nýlega keypt á 150.000 dollara. „Hvunndagar“ voru langtíma- verkefni, sem hófst 1. maí 2007, þeg- ar listamaðurinn var enn vefhönn- uður, sem leiddist í vinnunni, með því að hann ákvað að búa til eitt listaverk á dag. Hann einsetti sér að missa ekki úr dag og tilgangurinn var að taka framförum í teikningu og grafískri hönnun. Hann byrjaði á einfaldri mynd af Jim, frænda sínum, og gerði að lok- um nákvæma grafíska mynd af Donald Trump, Bósa ljósári, Michael Jackson og fleirum að veita barni að teikna innblástur. Mynd Beeples er unnin með staf- rænum hætti. Bálkakeðjutæknin notuð til að tryggja að verkið sé ein- stakt og ófalsað og ber það skil- greininguna NFT, sem stendur fyr- ir Non-Fungible Token og á við um fyrirbæri eða upplýsingar, sem skil- greindar hafa verið með dulkóðun og verður ekki skipt út fyrir neitt annað. Áður var lítið mál að búa til afrit á netinu, en með þessari tækni er komið í veg fyrir það. Þar með urðu til dæmis upprunaleg tíst verð- mæt og fyrr á þessu ári seldist nokkurra sekúndna myndskeið af körfuboltastjörnunni LeBron James að leika listir sínar á 208 þúsund dollara á síðunni NBA Top Shot. Beeple sagði að hann hefði verið að búa til stafræna list í nokkurn tíma, en ekki áttað sig á NFT. „Mér leið eins og komið hefði þruma úr heiðskíru lofti,“ sagði Beeple og kvaðst hafa sagt við sjálfan sig: „Hér er komin fullkomin leið til að selja það sem þú hefur verið að gera undanfarinn áratug.“ Noah Davis, sérfræðingur hjá Christie’s, sagði að það hefði ekki verið fyrr en Beeple fór að nota NFT að hann gat komið inn á lista- verkamarkaðinn og farið að selja verk sín eins og aðrir listamenn málverk og skúlptúra. 2 Næsthæsta upphæð, sem greidd hefur verið fyrir verk eftir núlifandi listamann, var 90,3 milljónir (11,3 milljarðar króna). Það var fyrir „Portrett af listamanninum: laug með tveimur verum“ („Portrait of The Artist: Pool With Two Figures“) eftir David Hockney sem seld var á uppboði í nóvember 2018. Myndin er frá 1972. 1 „Kanína“ eftir Jeff Koons er dýrasta listaverk, sem slegið hefur verið á uppboði eftir núlifandi listamann. Hún fór á 91,1 milljón dollara (11,4 milljarða króna) hjá Christie’s í maí 2019. Koons er hér við hlið verksins, sem er rúmur metri á hæð og gert úr ryðfríu stáli. Dýrasta verk sögunnar er hins vegar „Salvator Mundi“ eftir Leonardo Da Vinci, sem fór á 450 milljónir dollara árið 2017. Stórt stökk í hóp hinna eftirsóttustu Listamaðurinn Beeple hafði ekki selt eitt listaverk fyrir hálfu ári. Í mars seldist verk eftir hann á uppboði hjá Christie’s fyrir þriðju hæstu upphæð, sem greidd hefur verið fyrir verk eftir núlifandi listamann. Beeple segist ætla að halda ótrauður áfram, ekki þurfi allt að vera meistaraverk. 4 Jeff Koons á líka verkið í fjórða sæti listans yfir dýrustu listaverk eftir nú- lifandi listamenn. Það nefnist „Blöðruhundur (appelsínugulur)“ („Balloon Dog: Orange“) og seldist árið 2013 á 58,4 milljónir dollara (7,3 milljarða króna) sem þá var met. Verkið er einn af fimm skúlpturum Koons í mismun- andi litum af hundum, sem virðast gerðir úr blöðrum. Listamaðurinn Scott Winkelmann, sem kallar sig Beeple. 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.5. 2021 LISTIR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.