Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.05.2021, Side 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.05.2021, Side 19
Steven Sacks, eigandi listagall- erísins Bitforms í New York, sagðist hafa þráast við að sannfæra fólk um að stafræn skrá gæti verið list í tutt- ugu ár. Viðskiptavinirnir hefðu ver- ið fáir og lokaður hópur, en skyndi- lega hefðu milljónir manna fengið trú á að þetta gengi. Beeple segist vera fullur af hug- myndum og þegar vera farinn að hugsa fyrir sýningum í staðheimum að faraldri loknum. Uppboðið marki ekki endalok og nú verði hann að halda áfram. Þó þurfi hvert verk ekki að vera meistaraverk. Hann þurfi að losa sig undan þrýstingnum um að þurfa að skapa list og halda í gamanið. Viðtalið var tekið áður en listaverkið var slegið og ekki hefur þrýstingurinn minnkað við það. 3 „Hvunndagar: fyrstu 5.000 dagarnir“ („Everydays: the First 5.000 Days“) eftir Beeple er í þriðja sæti á listanum yfir dýrustu verk eftir núlifandi listamenn. Verkið er stafrænt og seldist fyrir 69,3 milljónir dollara (8,6 milljarða króna) í mars. Fyrir hálfu ári hafði Beeple ekki selt eitt einasta verk. AFP 5 „Að meiða orðið útvarp #2“ („Hurting the Word Radio #2“) eftir Ed Ruscha er í fimmta sæti listans yfir dýrustu listaverk eftir núlifandi listamenn og seldist á uppboði hjá Christie’s fyrir 52,4 milljónir dollara (6,6 milljarða króna) í nóvember 2019. Verkið er frá 1964. Orðið radio er málað á það stórum gulum stöfum á bláum grunni og tveir stafanna hafa verið afmyndaðir með þvingum. 9.5. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 E f einhver íþrótt ætti að vera örugg fyrir loft- hrædda er það sund, en lofthræðslan gæti þó haldið einhverjum frá því að dýfa sér út í nýja sundlaug, sem risin er í Battersea í suðvesturhluta London. Þar liggur 25 metra löng laug með glærum veggjum og botni í 35 metra hæð milli tveggja bygg- inga. Laugin er á milli íbúðarhúsa við hlið bandaríska sendiráðsins skammt frá suðurbakka árinnar Thames og mun útsýni úr henni vera þokkalegt. Arkitektastofan Arup Associates hannaði laugina, sú hin sama og hannaði óperuhúsið í Sydney í Ástralíu. Laugin var smíðuð í Colorado í Bandaríkjunum og flutt til London. Þar var henni lyft upp með krana og þurfti að viðhafa mikla nákvæmni við verkið því að ekki mátti skeika nema 30 sentimetrum þegar henni var komið fyrir í stálumgjörð sitt á hvorum enda henn- ar. Laugin er þrír metrar á dýpt og þegar hún hefur verið fyllt mun vatnið í henni vega 375 tonn. Í lauginni er ljósabúnaður og verður hægt að lýsa hana upp á fimm ólíka vegu. Laugin er úr akrýlefni. Laugin verður opnuð formlega 19. maí og þá munu íbúarnir geta synt á milli turna til að heimsækja ná- granna sína. Á dögunum var hún hins vegar prófuð og þá voru teknar myndir af fyrirsætum í háloftasundi. Í frétt um laugina á vef CNN segir að ódýrustu íbúðirnar í þessum húsum, sem kallast Embassy Gar- dens, séu með tveimur svefnherbergjum og verðlagðar á rúmlega 173 milljónir króna. Gagnsæja sundlaugina ber við himinn í 35 metra hæð frá jörðu. AFP Sundsprettur í háloftunum Fyrirsæta klædd rauðum kjól syndir í gagnsærri himna- lauginni milli tveggja háhýsa í London. AFP AFP Laugin er á 10. hæð, 25 m löng, 3 m djúp og lík- lega einstök heiminum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.