Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.05.2021, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 9. MAÍ 2021
Suðurlandsbraut 24
108 Reykjavík
Sími 554 6969
lur@lur.is • lur.is
Verið velkomin
í heimsókn
Mikið úrval
hvíldarstóla
fyrir alla
Hvíldin
byrjar í LÚR
LÁTTU ÞÉR
LÍÐA VEL
Sýningar á heimildarmynd Jóns Bjarka Magnússonar, Hálfur
Álfur, hófust loksins í Bíói Paradís á fimmtudaginn var en eins
og fram hefur komið í Sunnudagsblaðinu hefur ítrekað þurft að
fresta þeim vegna heimsfaraldursins. Nú síðast stóð til að frum-
sýna myndina daginn eftir að seinustu fjöldatakmarkanir voru
settar á vegna fjölgunar smita í lok mars.
Eiginleg frumsýning fór raunar fram í höfuðstað álfa og
huldufólks, í skrúðgarðinum Hellisgerði í Hafnarfirði, um liðna
helgi. Nákvæmur fjöldi gesta úr álfheimum er eitthvað á reiki
en fjórir menn voru vitni að atburðinum. Var myndinni varpað á
stein í útjaðri Hellisgerðis og spiluð allt til enda við þónokkurn
fögnuð álfa sem og manna, að sögn Jóns Bjarka. „Ég er nokkuð
viss um að friður muni ríkja um sýningar hér eftir,“ segir hann.
Í forgrunni í myndinni eru amma Jóns Bjarka og afi en þau
létust bæði í hárri elli áður en hann náði að ljúka við hana.
Friður mun ríkja hér eftir
Biðin er loksins á enda. Jón Bjarki Magnússon kvik-
myndagerðarmaður lauk við myndina fyrir um ári.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Heimildarmynd Jóns Bjarka Magnús-
sonar, Hálfur Álfur, loksins frumsýnd.
Hálfur Álfur frum-
sýndur í skrúðgarðinum
í Hellisgerði í Hafnar-
firði um liðna helgi.
Velvakandi fékk bréf frá hús-
móður í maíbyrjun 1961 þar
sem hún kvartaði yfir afgreiðslu
í mjólkur- og brauðbúð einni í
Austurbænum, nánar tiltekið
við Laugaveg. Hún sendi dóttur
sína eftir brauði. Þegar barnið
kom með brauðið var það hart
og gamalt. Faðir hennar tók þá
til sinna ráða, fór með brauðið í
búðina og sagðist ekki vera
ánægður með kaup dótturinnar.
„Hvaða vitleysa. Þetta er
ágætt brauð, það er margt fólk,
sem vill heldur fá svona brauð,“
sagði kvenmaðurinn sem af-
greiddi í búðinni.
„Þú skalt þá bara geyma þetta
brauð fyrir það fólk,“ svaraði
faðirinn um hæl.
„Ég sé ekkert að þessu brauði.
Það er ágætt. Yfir hverju eruð
þér að kvarta,“ sagði kvenmað-
urinn í búðinni, en á endanum
fékk fjölskyldan nýtt brauð og
það gamla var geymt fyrir þá,
sem heldur vilja hörðu brauðin.
Húsmóðirin sagðist hafa búið í
Skandinavíu um alllangt skeið.
Þar væri viðtekin regla í brauð-
búðum, að verðið væri lækkað
um helming á brauðmat, sem
orðinn væri sólarhringsgamall
eða meira.
GAMLA FRÉTTIN
Kom heim
með hart
brauð
Ekki var sjálfgefið að fá mjúkt brauð í búðum í Reykjavík fyrir fimmtíu árum.
Morgunblaðið/Ásdís
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Margrét Sigfúsdóttir
skólastjóri Húsmæðraskólans
Camilla Parker Bowles
hertogaynja
Þórhildur Þorleifsdóttir
leikstjóri