Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.05.2021, Síða 6
VETTVANGUR
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.5. 2021
Stundum höfum við talað um mikilvægiþess að sjá björtu hliðarnar á skell-unum sem við verðum fyrir í þessu
ferðalagi sem við köllum líf. Það lyftir and-
anum og færir okkur bjartsýni. Þannig
höfum við til dæmis sagt okkur í þessum
heimsfaraldri að það góða við hann sé að
við höfum lært að sleppa óþarfa ferðum á
fundi í útlöndum og ætlum að leysa þetta
allt saman á Zoom. Innst inni vitum við
samt að það er ekki að fara að gerast.
En við getum huggað okkur við að einn
hópur að minnsta kosti er að fara að gera
það. Verkalýðshreyfingin er ekki að fara
neitt. Ekki að hún væri ekki til í að skella
sér á gott norrænt þing eða alþjóðlega ráð-
stefnu á spennandi stað. Vandamálið er
bara að hún kemst ekki úr landi.
Ekki getur hún flogið með Icelandair
sem nánast lagði bara niður heilt stétt-
arfélag í samningaviðræðum. Þá kom nú
aldeilis skýrt fram að ekki kæmi til greina
að skipta við fyrirtæki sem haga sér með
slíkum hætti og stór orð féllu. Jafnvel eftir
að allt hafði gengið til baka og samningar
tekist. Stærsta verkalýðsfélag landsins
lagðist meira að segja gegn því að lífeyr-
issjóður þess tæki þátt í útboði félagsins.
Jafnvel þótt félagið ætti mikið undir því að
tækist að fjármagna félagið og halda því
gangandi og hefði sennilega hagnast veru-
lega á viðskiptunum.
Og nú er orðið ljóst að ASÍ ætlar að
sniðganga nýja flugfélagið Play og skorar
á alla 120 þúsund félagsmenn sína að gera
slíkt hið sama. Forseti ASÍ segir að verið
sé að greiða laun sem séu undir atvinnu-
leysisbótum. Reyndar er eitthvað óljóst í
þessu og samkvæmt forstjóra Play er
fyrirtækið að borga laun sem séu vissulega
lægri en Icelandair en klárlega yfir lág-
markslaunum. Samkvæmt Viðskipta-
blaðinu verða lægstu laun um 360 þúsund á
mánuði.
En góðu fréttirnar eru að starfsfólk ASÍ
getur samt alltaf flogið með Wizz air. Það
er ungverskt flugfélag sem flýgur frá Ís-
landi og býður lág fargjöld. Í alþjóðlegum
flugfréttum kom nýlega fram að félagið
hefur einhliða ákveðið að lækka laun um 20
prósent. Þannig er flugfreyja sem flýgur
90 klukkutíma á mánuði (sem þætti full-
mikið á íslenskum markaði) með undir 200
þúsund krónum á mánuði. Þegar allt er
talið.
Svo má náttúrulega ekki gleyma Easy
Jet, Transavia og Vueling. Allt félög sem
borga flugfreyjum sínum langt undir ís-
lenskum lágmarkslaunum. Hjá sumum
þeirra þykir bara býsna gott að ná 200
þúsund krónum
á mánuði. Þau
virðast líka öll
eiga það sam-
eiginlegt að
borga ekki fyrir
yfirvinnu.
Nú gæti einhver sagt að það væri ekki
hægt að bera saman laun á Íslandi og til
dæmis í Ungverjalandi eða Bretlandi. Það
er vissulega hægt að taka undir það. En
vandamálið er helst það að í flugrekstri
eru engin landamæri, eins undarlega og
það hljómar. Þegar ég ákveð að kaupa mér
flugmiða til útlanda þá bóka ég flug á net-
inu. Ég get alveg flogið með flugfélagi sem
borgar flugstjóra undir tveimur milljónum
á mánuði. Ég læt mig bara hafa það. Ég vil
bara ódýran flugmiða svo ég komist til út-
landa. Ég er farinn að sakna þeirra.
Nú veit ég ekkert hvað gerist í öllum
þessum spennandi deilumálum. Ég geri
ráð fyrir að það hafi verið farið yfir þetta á
opnum fundi ASÍ um mikilvægi virkrar
samkeppni sem haldinn var í vikunni. Mér
þætti bara vænt um ef eitthvað af þessari
samkeppni væri með íslenskum félögum og
ég fengi að heyra þessi fallegu orð um að
muna að festa upp sætisbakkann og hafa
fótskemil í uppréttri stöðu.
Á íslensku.
’
Ég vil bara ódýran
flugmiða svo ég komist
til útlanda. Ég er farinn að
sakna þeirra.
Á meðan ég man
Logi Bergmann
logi@mbl.is
Samkeppni við útlönd
Úr ólíkum áttum er yfirskriftþessara helgarpistla.Reyndar geng ég sennilega
heldur lengra en að koma úr ólíkri átt
að þessu sinni því hún er þveröfug við
frásagnir flestra fjölmiðla af þeim
Mike og Tony, tveimur Íslandsvinum,
sem okkur hafa verið kynntir sem
slíkir á undanförnum árum.
Sá fyrri er Michael Richard Pom-
peo, utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna í forsetatíð Trumps, sá síðari
Anthony Blinken, utanríkisráðherra í
stjórn Bidens forseta.
Michael Richard varð reyndar
aldrei að Mike hér á landi þótt au-
fúsugestur væri hann sagður vera, að
vísu varla saman að jafna við eft-
irmanninn Tony. „Þetta var árang-
ursríkur fundur. Tony, þakka þér fyr-
ir að koma til Íslands og eiga við
okkur gott sam-
tal,“ er haft eftir
Guðlaugi Þór
Þórðarsyni, utan-
ríkisráðherra Ís-
lands, á forsíðu
Morgunblaðsins
og því hnýtt við að
gleðilegt væri að
leiðtogaríki hins
„frjálsa heims“ vilji aukna alþjóða-
samvinnu. „Alþjóðasamningar væru
ákaflega mikilvægir og ekki væri
hægt að taka þeim sem sjálfsögðum
hlut,“ var haft eftir íslenska utanrík-
isráðherranum.
Á þessu var hamrað í flestum fjöl-
miðlum og svo að skilja af fréttum að
Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Ís-
lands, og Katrínu Jakobsdóttur for-
sætisráðherra þætti að með nýjum
mönnum í Washington fylgdu betri
og bjartari tímar.
En nú þarf að minna á að Joseph
Biden, forseti Bandaríkjanna, og
Anthony Blinken utanríkisráðherra
hafa reynst vera í hópi hörðustu
stríðshauka við mótun bandarískrar
utanríkisstefnu á undanförnum ára-
tugum, innstu koppar þar í búri, ná-
tengdir hergagnaiðnaðinum, sér-
staklega Blinken, studdu báðir innrás
í Írak og Afganistan, hina hryllilegu
árás á Líbýu, hernaðaraðstoð við Ísr-
ael þegar árásirnar á Gaza stóðu sem
hæst 2014, eindregnir stuðnings-
menn hernaðarofbeldis Sádi-Araba í
Jemen, valdaránið í Úkraínu studdu
þeir og hernaðaríhlutun í Sýrlandi
svo eitthvað sé nefnt.
Donald Trump var aftur á móti ein-
angrunarsinni, vildi draga úr fram-
lagi til hernaðarbandalagsins NATÓ,
til stofnana Sameinuðu þjóðanna að
sama skapi, minnka hernaðarumsvif
Bandaríkjanna erlendis og stöðva al-
þjóðlega viðskiptasamninga. Trump
þjösnaðist í mörgu og á mörgum,
svarf að Venesúela með við-
skiptaþvingunum, svo dæmi sé nefnt,
vildi ráða hver væri forseti þess lands
og leiddi þar „hinn frjálsa heim“, þar
á meðal vini sína á Íslandi.
Margt var þetta illt en ekki allt. Ég
fagnaði því fyrir mitt leyti þegar
Trump kvaðst vilja draga úr vægi
NATÓ, að alþjóðviðskiptasamningar
á forsendum alþjóðaauðvaldsins,
studdir af Clinton, Obama og Biden,
væru stöðvaðir og að Bandaríkin ætl-
uðu sér ekki hlutverk heimslögreglu.
Núverandi valdhafar eru hins veg-
ar fylgjandi slíku hlutverki, vilja
bandaríska heimslögreglu, tilbúnir að
færa landamæri NATÓ nær Moskvu,
herða enn að Venesúela og heimta
þar nýja forsetann hans Trumps,
óskabarn heimskapítalismans, sendi-
ráð Bandaríkjanna vilja þeir að verði
til frambúðar í Jerúsalem í trássi við
alþjóðsamþykktir, og eindregnir
stuðningsmenn eru þeir áframhald-
andi hernaðar-
uppbyggingar,
meðal annars
hér á landi.
Eitthvað mun
hafa verið rætt
um Ísrael og
Palestínu í
Reykjavík. Blin-
ken minnti á það
í fjölmiðlum að Ísrael væri lýðræð-
isríki gyðinga. Þetta síðara er rétt,
Ísrael skilgreinir sig á grundvelli
gyðingdóms, kynþáttar og trúar-
bragða. Þar sem það mismunar þegn-
um sínum á þessum grundvelli, er
með öðrum orðum kynþáttaríki, þarf
að fara varlega í sakirnar að kenna
það við lýðræði. Samkvæmt málvit-
und okkar flestra hangir fleira á spýt-
unni en kosningar til þings þegar lýð-
ræði er skilgreint og auk þess geta
landtökubyggðirnar í Palestínu, árás-
irnar á Gaza og ofbeldið í Jerúsalem
varla talist í anda lýðræðis.
Bandaríkin hafa í þessu blóði
drifna ferli síðustu vikna ítrekað beitt
neitunarvaldi til varnar Ísrael og
þykja ganga langt þegar þau hvetja
„deiluaðila“ til að leggja niður vopn.
Einnig íslensk stjórnvöld beina orð-
um til deiluaðila.
Úr gagnstæðri átt er rétt að spyrja
hvenær ofbeldi verði að deilu, hverjir
hafi verið deiluaðilar í Ungverjalandi
1956 og í Suður-Afríku á tímum að-
skilnaðarstefnunnar þar.
Eða er það ekki svo, að sá var
ábyrgur í Ungverjalandi, Jemen, Ví-
etnam, Suður-Afríku og nú í Ísrael
sem í raun ræður för með hernaðar-
yfirburðum og valdi?
Skyldi þessi nálgun hafa verið
rædd við Tony?
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Mike og Tony
Úr ólíkum
áttum
Ögmundur Jónasson
ogmundur@ogmundur.is
’
Eða er það ekki svo,
að sá var ábyrgur í
Ungverjalandi, Jemen,
Víetnam, Suður-Afríku
og nú í Ísrael sem í raun
ræður för með hernaðar-
yfirburðum og valdi?
Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com
Sölustaðir:
Hagkaup, Nettó, Melabúð, Fjarðarkaup, Heilsuhúsið, Frú Lauga, Matarbúðin,
Brauðhúsið, Fiskkompaní, Mamma veit best og Matarbúr Kaju Akranes