Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.05.2021, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.5. 2021
MENNTUN
Í
Versló er tómlegt um að litast,
enda allir búnir í prófum og
komnir út í sumarið. Þó er einn
bekkur þar sem ekki fær kærkomið
frí alveg strax, því hann fylgir
dönsku skólakerfi. Nám í Norður-
Atlantshafsbekknum er í boði fyrir
ungmenni frá Íslandi, Færeyjum,
Grænlandi og Danmörku. Nem-
endur mynda menntaskólabekk sem
á þremur árum fær bæði faglegt og
menningarlegt nám frá þessum fjór-
um löndum. Bekkurinn, sem nú er
staddur á Íslandi, var sá fyrsti sem
myndaður var í þessu þróunarverk-
efni en þau hófu nám fyrir tveimur
árum í Danmörku og dvöldu þar í
heilan vetur. Síðastliðið haust héldu
þau til Færeyja þar sem dvalið var
eina önn og í janúar kom hópurinn
svo til Íslands.
Blaðamaður hitti fjórar hressar
stúlkur, eina frá hverju landi, og
fékk þær til að segja frá hvernig það
er að eyða menntaskólaárunum á
flakki á milli landa. Ivaana, Caroline,
Angela og Svava hafa kynnst vel og
eru góðar vinkonur. Þær eru allar
ánægðar að hafa valið þennan kost
og hefðu alls ekki viljað missa af
þessari reynslu.
Ákvað að grípa tækifærið
Hvernig fréttuð þið af þessu og af
hverju völduð þið að taka mennta-
skólann í Norður-Atlantshafs-
bekknum?
Ivaana Ég frétti af þessu þegar ég
var sextán ára og þá skiptinemi á
Ítalíu. Mamma sendi mér upplýs-
ingar og sagði mér að skoða þennan
möguleika. Ég varð strax mjög
spennt. Ég sótti samt um til vara
menntaskóla í Grænlandi en langaði
samt mest í þennan bekk. Mér finnst
svo skemmtilegt að ferðast. Ég sótti
svo um og komst inn í bekkinn.
Caroline Ég var líka skiptinemi, í
Frakklandi, þegar ég heyrði af þess-
um bekk, en foreldrar mínir lásu um
hann í blöðunum. Ég gat ekki hætt
að hugsa um þetta og vissi að ef ég
myndi ekki sækja um, myndi ég sjá
eftir því það sem eftir væri. Þannig
að ég sló til og hér er ég. Norður-
Atlantshafssvæðið hefur alltaf átt
sér stað í mínu hjarta þar sem afi
minn vann mikið á Grænlandi sem
jarðfræðingur. Ég hafði farið þang-
að einu sinni með honum. Ég hafði
líka einu sinni farið til Færeyja með
skólahljómsveitinni minni og líka
farið í ferð til Íslands með foreldrum
mínum.
Angela Ég er frá Kollafirði, litlum
þúsund manna bæ í Færeyjum. Einn
kennari minn sagði mér frá þessum
skóla en ég sagði strax nei; mér
fannst þetta hljóma mjög stressandi.
En svo fór ég að hugsa þetta betur
og hugsaði að þetta yrði frábær
reynsla. Nú sé ég ekki eftir því.
Svava Ég sá auglýsingu á Face-
book þar sem kynning á bekknum
var auglýst. Ég mætti á kynninguna
og eftir það var ég ekki alveg viss.
En ég hugsaði mjög mikið um þetta
og þrátt fyrir að vera í vafa ákvað ég
að sækja um. Þetta var tækifæri
sem ég varð að grípa og ég sé heldur
ekki eftir því.
Ólík skólakerfi
Af rúmlega þrjátíu nemendum sem
hófu nám við bekkinn fyrir tveimur
árum eru 22 eftir.
Svava Það duttur nokkrir út. Fyr-
ir okkur Íslendingana var tungu-
málið hindrun en allir hinir krakk-
arnir tala reiprennandi dönsku.
Námið var líka of erfitt fyrir suma
en við fylgjum dönsku mennta-
skólanámi.
Caroline Okkur finnst að kenn-
arnir hér hafi ekki gefið okkur nógu
mikið af verkefnum, miðað við það
sem við erum vön.
Ivaana Það kemur í bylgjum,
stundum er mikið að gera.
Svava Kerfin eru svo ólík. Á Ís-
landi eru stanslaus lítil próf allt árið
en í Danmörku eru nánast engin
próf, nema stór lokapróf. Við í
bekknum fáum líka einkunnir fyrir
að taka þátt í tímum og það er mik-
ilvægt í danska kerfinu, en á Íslandi
skiptir meira máli að ná árangri í
skriflegum prófum.
Djömmuðum hljóðlega
Bekkurinn hóf sem fyrr segir nám í
Danmörku og gengu krakkarnir þá í
skóla í Helsinge, bæ norður af Kaup-
mannahöfn. Þar bjuggu þau í sér-
útbúnum gámum, nema Danirnir
sem bjuggu hjá foreldrum sínum. Í
gámunum var bað og lítil eldunar-
aðstaða.
Hvernig fannst ykkur að vera í
ókunnugu landi og þurfa að sjá um
ykkur sjálf?
Angela Mér fannst það spenn-
andi. Mér fannst ég tilbúin til að sjá
um mig sjálf og tókst það vel. Það
gat líka verið mjög þreytandi. En
það var gaman meðan á því stóð.
Svava Mér fannst gaman að prófa
að standa á eigin fótum og það var
auðvelt að aðlagast nýjum rútínum.
En það erfiðasta fyrir mig var það
að ég kunni ekki nóg í dönsku og
skildi nánast ekkert sem kennarnir
voru að segja. Það tók nokkra mán-
uði að ná tökum á málinu og þá eign-
aðist ég vini og allt varð miklu betra.
Ivaana Við vorum fljót að eignast
góða vini í bekknum og erum mjög
náin. Við hittumst oft og lærðum
saman og borðuðum saman.
Caroline Við þekkjumst miklu
betur en krakkar gera í venjulegum
bekk.
Ivaana Það var svolítið um partí-
stand í byrjun í Danmörku en það
lagaðist fljótt.
Caroline Já, nágrannarnir kvört-
uðu smá, en ég held ekki að krakk-
arnir hafi haft mjög hátt.
Svava Við máttum ekki spila tón-
list eftir tíu.
Fóru þið eftir öllum reglum?
Caroline Opinbera svarið er; að
sjálfsögðu.
Svava Það var alls ekki bara verið
að skemmta sér, við þurftum líka að
læra.
Ivaana Við djömmuðum mjög
hljóðlega.
Stelpurnar skella upp úr.
Allir vinalegir í Færeyjum
Næst lá leiðin til Færeyja og þar
bjuggu flestir krakkarnir hjá fjöl-
skyldum, nema Færeyingarnir sem
bjuggu heima. Skólinn var stað-
settur í smábæ í Kambsdal.
Caroline Þetta var vindasamasti
Elska stærðina á íslenskum ísum
Ivaana, Svava, Caroline og
Angela eru nemendur í
Norður-Atlantshafsbekknum
sem nú stundar nám í Versló.
Morgunblaðið/Ásdís
Ivaana Geisler frá
Grænlandi, Caroline
Termansen Villumsen
frá Danmörku, Angela
Djurhuus frá Færeyjum
og hin íslenska Svava
Þóra Árnadóttir til-
heyra Norður-Atlants-
hafsbekknum sem
stundar menntaskóla-
nám í fjórum löndum.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Það geta allir fundið eitthvað
girnilegt við sitt hæfi
Freistaðu
bragðlaukanna
... stærsti uppskriftarvefur landsins!