Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.05.2021, Síða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.05.2021, Síða 22
Bekkurinn fór norður í ferðalag. Hér eru þær Francisca Kleist, Ivaana Olsen Rasmussen, Navarat Villadsen og Ivaana Geisler við Goðafoss. staður í heimi held ég. Við bjuggum við mismunandi aðstæður; ég bjó á heimili hjá fjölskyldu. Ivaana Við bjuggum nokkrar saman og þurftum að elda sjálfar of- an í okkur, en vorum með stuðnings- fjölskyldu. Við elduðum mikið lax, kartöflur, pasta og súpur. Ég var mjög hrifin af Færeyjum. Svava Það er svo fallegt þarna og allir eru svo vinalegir! Angela Takk! Þær hlæja dátt. Caroline Eina vesenið var að komast á milli. Samgöngur voru lé- legar. Sumir voru nálægt skólanum en aðrir mjög langt í burtu. Við sem vorum nálægt hvert öðru hittumst oft fyrir utan skóla og héngum sam- an og horfðum á bíómyndir. Strætó- kerfið í Færeyjum er hræðilegt. Angela Algjörlega. Ivaana Við vorum svolítið límd saman. Caroline Við vorum náin eftir Danmerkurdvölina en eftir Fær- eyjar erum við svakalega náin. Angela Ég bjó hjá foreldrum mín- um og það var rosalega langt fyrir mig að fara í skólann. Ég þurfti að fara í strætó einn og hálfan tíma hvora leið. Ég þurfti að vakna sex á morgnana. En mér líkaði samt við skólann, þótt ég væri stundum þreytt. Svava Helmingur bekkjarins þurfti einmitt að ferðast svona á milli frá Þórshöfn til Kambsdals. Risastórir ísar Eftir jólafrí í heimalöndum sínum var haldið til Íslands. Krakkarnir voru mættir hér í byrjun janúar og eftir sóttkví á hóteli héldu sumir þeirra til fósturfjölskyldna en aðrir búa nokkrir saman eða í herbergjum á stúdentagörðum. Svava Ég bý heima og tveir bekkjarfélagar búa heima hjá mér, stelpa frá Grænlandi og stelpa frá Danmörku. Angela Ég bý hjá fjölskyldu í Vesturbæ þar sem ég bý í kjall- aranum með fósturbróður mínum. Við erum orðin góðir vinir. Caroline Ég bý í Hafnarfirði. Mér finnst ég stundum einangruð því ég er svolítið langt í burtu frá hinum, sem búa flest í Reykjavík. Hvernig líkar ykkur á Íslandi? Ivaana Mér finnst frábært hér. Það er mjög ólíkt dvölinni í Fær- eyjum. Við í bekknum erum mikið saman en það er öðruvísi. Caroline Hér er miklu meira hægt að gera þar sem við erum í borg. Í Færeyjum þurftum við að vera duglegri að finna upp á ein- hverju skemmtilegu. Hvað hefur komið ykkur helst á óvart á Íslandi? Angela Stærðin á ísum! Caroline Já! Stærðirnar hér eru svolítið amerískar. Ivaana Við erum sko ekki að kvarta! Caroline Það erfiðasta sem við höfum lent í hér er hversu ólík skóla- kerfin tvö eru. Við höfum aðeins ver- ið að deila um það mál. Svo var líka Covid. Við erum auðvitað fyrsti bekkurinn þannig að það eru allir enn að læra inn á þetta. Eldgosið stendur upp úr Í júní lýkur Íslandsdvölinni og halda ungmennin til síns heima yfir sum- arið. Í haust hittast þau svo aftur á Grænlandi þar sem þau koma til með að búa í heilt ár. Verðið þið leiðar að yfirgefa Ís- land? Caroline Já, en líka spenntar fyr- ir Grænlandi. Ivaana Ég mun sakna skólans hér. Mér líkar mjög vel við hann og heita matinn sem við fengum hér daglega í hádeginu. Angela Við munum líka sakna sundlauganna. Ivaana Það eru mjög fáar sund- laugar á Grænlandi. Hvað stendur upp úr? Þær svara allar einum rómi: Eld- gosið! Caroline Það var líka gaman um síðustu helgi þegar við fórum norður í nokkra daga. Ivaana Við höfum ferðast tölu- vert. Ég er næstum búin að fara hringinn, bæði meðfram suður- ströndinni og svo norður. Lærir miklu meira Hvað myndu þið segja við krakka sem eru að íhuga að sækja um í Norður-Atlantshafsbekknum? Svava Þetta er einstakt tækifæri sem ekki ætti að láta fram hjá sér fara. Caroline Já, og þótt þetta sé alveg erfitt verður skólinn skemmtilegur því við skemmtum okkur svo vel saman. Svo lærir maður svo miklu meira en í venjulegum menntaskóla. Ein ástæða fyrir því að ég valdi þenn- an skóla er sú að ég fæ að upplifa menningu annarra þjóða og kynnast ólíku fólki. Það er svo margt sem er ólíkt á milli þessara landa, þótt við búum öll hér á norðurhveli jarðar. ’ Ein ástæða fyrir því að ég valdi þennan skóla er sú að ég fæ að upplifa menningu annarra þjóða og kynnast ólíku fólki. Það er svo margt sem er ólíkt á milli þessara landa, þótt við búum öll hér á norð- urhveli jarðar. Freydís, Ivaana G., Svava, Ivaana O. og Francisca njóta lífsins í Bláa lóninu. Norður-Atlantshafsbekkurinn fór saman að skoða og upplifa eldgosið sem þær stöllur segja hafa staðið upp úr þegar þær horfa til baka yfir Íslandsdvölina. 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.5. 2021 MENNTUN Fallegar vörur fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Calia Pier Ítalskt, gegnlitað nautsleður Stakir sófar: 3ja sæta sófi (226 cm) 339.000 kr. 2,5 sæta sófi (206 cm) 319.000 kr. 2ja sæta sófi (186 cm) 299.000 kr. Tungusófi með rafmagni í sæti 615.000 kr.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.