Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.05.2021, Síða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.05.2021, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.5. 2021 LESBÓK SKELLUR Spennutryllirinn The Woman In The Window, nýja kvikmyndin hans Joe Wrights, sem m.a. gerði Dar- kest Hour, fær mikinn skell hjá gagnrýnendum ytra. In- dieWire gefur henni D+ og segir metsölubók A.J. Finn, sem myndin byggir á, rústað á hvíta tjaldinu. The Guardian segir áhorfendur líklegri til að skella upp úr en falla í stafi á ögurstund spennunnar og að þeim líði eins og að þeir séu að lesa bók í miðri rúgbítæklingu, slík sé óreiðan. Variety segir samtölin undarlega stíf og hver tilgerðarlega uppá- koman reki aðra. Allt kemur greinilega fyrir ekki þótt handritið sé eftir verðlaunaleikskáldið Tracy Letts og einvalalið leikara komi fram í myndinni, svo sem Amy Adams, Gary Oldman, Julianne Moore, Anthony Mackie og Jennifer Jason Leigh. Tryllir rúgbítæklaður Amy Adams fer með að- alhlutverkið. AFP GLYS Doc McGee, umboðsmaður glyströlla allra glyströlla, Kiss, fór mikinn í hlaðvarps- þættinum Rob’s School Of Music vestur í Bandaríkjunum á dögunum. Bandið goð- sagnakennda bíður þess nú að leggja upp í lokalokalokatúr sinn um heimsbyggðina en McGee lítur þó alls ekki á það sem upphafið að endalokunum. „Kiss er Kiss. Fólk vill sjá 007. Mikki Mús er orðinn hundrað ára. Ég er ekki í vafa um að Kiss verður eitt af þessum eilífu fyrirbrigðum,“ sagði hann án þess að blikna og lofaði því jafnframt að Ace Frehley myndi skjóta upp kollinum á lokaloka- lokatúrnum og jafnvel Peter Criss líka. Líkir Kiss við 007 og Mikka Mús Hvar í ósköpunum væri heimurinn án Kiss? Reuters Goldie Hawn á glæstan feril að baki. Vill fræðslu um þunglyndi ÞUNGLYNDI Bandaríska leik- konan Goldie Hawn vill að meiri áhersla verði lögð á að fræða skóla- börn um þunglyndi, orsakir þess og afleiðingar og starfsemi heilans al- mennt. Þetta kom fram í viðtali við hana á bresku sjónvarpsstöðinni ITV á dögunum. Sjálf kveðst Hawn hafa glímt við þunglyndi upp úr tví- tugu, um líkt leyti og heimsfrægðin knúði dyra, og átti um tíma erfitt með að fara úr húsi, hvað þá meira. Hún kveðst hafa brugðist við þessu ástandi með því að ræða við lækna og sálfræðinga og lesa sér til um starfsemi heilans sem hafi svo sann- arlega skilað árangri. Andleg heilsa hefur verið Hawn hugleikin allar götur síðan en hún er 75 ára. Þ etta er helvítis hneyksli! Ég finn til með Pammy; þetta gæti endurvakið áfallastreit- una. Og skammastu þín, Lily James, hver í andskotanum sem þú ert. #viðbjóðsleg.“ Þannig komst tónlistarkonan Co- urtney Love, sem fræg er fyrir að hafa munninn fyrir neðan nefið, að orði í vikunni. Hún var að viðra skoðanir sínar á sjónvarpsþættinum Pam & Tommy á samfélagsmiðlum en upptökur á honum eru nýhafnar í Bandaríkjunum. Pam þessi er leik- konan Pamela Anderson, góðvin- kona Love, og Tommy er fyrrver- andi eiginmaður hennar, með ættarnafnið Lee, sem margir þekkja sem trymbil glysmálmsveitarinnar geðþekku Mötley Crüe. Ef þið eruð ekki að kveikja á Lily James, frekar en Courtney Love, þá er það bresk leikkona sem fer einmitt með hlut- verk Anderson í þættinum. Hinn rúmensk/bandaríski Sebastian Stan leikur Lee. Graig Gillespie leikstýrir. Það er gömul saga og ný að líf og störf fræga fólksins vestra séu mönnum innblástur við gerð sjón- varpsþátta og kvikmynda. Í þessu tilviki koma hvorki Anderson né Lee á hinn bóginn nærri verkefninu og hafa fyrir vikið ekkert um það að segja hvurslag mynd verður dregin upp af þeim á skjánum. Lítið hefur Þetta er hel- vítis hneyksli! Tökur á sjónvarpsþættinum Pam & Tommy voru ekki fyrr hafnar en allt gekk af göflunum vestur í Hollywood og vinir hjónanna fyrrverandi vanda aðstandendum þáttarins ekki kveðjurnar. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sebastian Stan og Lily James sem Tommy Lee og Pamela Anderson. Skjáskot/instagram Tommy Lee hefur lifað langan dag í sviðsljósinu; steig fyrst fram ásamt hljómsveit sinni, Mötley Crüe, fyrir réttum fjörutíu árum. Níundi áratug- urinn var gullöld þess ágæta glys- bands, svo sem annarra banda af þeirri gerð, en það starfar enn, eins og lesa má um hér efst á opnunni. Lee hefur víða komið við og má í því sambandi rifja upp raunveruleikasjónvarpsþátt- inn Rock Star; Supernova árið 2006, ásamt ekki minni mönnum en Jason Newsted, sem á sinni tíð var í Metallica, og Magna okkar Ás- geirssyni. Ólíklegt verður þó að teljast að Magni verði ein af per- sónunum í Pam & Tommy enda var parið þá löngu skilið að lögum. Árið 2008 gerði kappinn sér lítið fyrir og heimsótti Ísland; þeytti skífum við góðan orðstír á skemmtistaðnum Nösu sálugu. Fram kom að hann hefði verið hinn rólegasti við það tækifæri enda orð- inn 45 ára gamall. Sem er vitaskuld enginn smáræðis aldur! Það þýðir að hann er 58 ára í dag, að verða 59. Verið lengi í sviðsljósinu Tommy Lee á Nösu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.