Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.05.2021, Side 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.05.2021, Side 29
lekið út um nálgunina og áherslurn- ar en eigi að síður hringja viðvör- unarbjöllur víða. Hvorki Anderson né Lee hafa tjáð sig opinberlega en haft hefur verið eftir vini hennar í fjölmiðlum að hún ætli ekki að horfa á þennan „hræðilega þátt“. Eini til- gangurinn með honum sé að græða peninga á ógæfu annarra. Nú er greinarhöfundur ekki spá- mannslega vaxinn en ætlar samt að gefa sér að sú staðreynd að Rand Gauthier sé meðal aðalpersóna í þættinum hafi eitthvað með bræði Love að gera. Það hefur komið fram og mun Seth Rogen, sem jafnframt hefur unnið að þróun þáttarins, fara með hlutverk hans. Nú klórar þú þér ugglaust í höfð- inu, kæri lesandi, og spyrð, í anda Courtney Love: „Hver í andskot- anum er Rand Gauthier?“ Og lái þér hver sem vill; sjálfur þurfti ég að fletta þessu nafni upp – og er ég þó allvel að mér um strandlíf og málm. Rand Gauthier er sumsé rafvirk- inn sem stal kynlífsmyndbandinu fræga af Anderson og Lee og kom því í umferð á netinu. Fór það eins og eldur í sinu um heimsbyggðina með tilheyrandi afleiðingum og nið- urlægingu fyrir dagskrárgerðar- fólkið. Enda átti gjörningurinn aldr- ei að fara úr húsi. Rekinn á staðnum Forsaga málsins er sú að Rand Gauthier lenti upp á kant við Tommy Lee sem rak hann á staðn- um og harðneitaði að greiða honum fyrir verk sem hann vann á heimili þeirra hjóna. Það átti eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar. Hermt er að svo reiður hafi Lee verið að hann hafi meira að segja dregið upp hólk og beint honum að manninum. Rand Gauthier átti vont með að una þessu og eftir að hafa legið yfir ítarlegri hefndaraðgerðaáætlun um mánaða skeið braust hann inn hjá hjónunum og rændi öryggisskáp, þar sem téð myndband var að finna. Mest var um saklaust myndefni frá hveitibrauðsdögum þeirra hjóna að ræða – en inn á milli var sumsé sjóð- heitt kynlífsatriði. Bingó! Eftir að myndbandið fór í umferð á netinu höfðuðu hjónin mál á hend- ur fyrirtækinu sem bar ábyrgðina, Internet Entertainment Group (IEG), en samkomulag náðist utan dómsalar. Eftir það fór IEG að bjóða áskrifendum upp á aðgang og þá þrefaldaðist víst traffíkin. Giftust eftir fjóra daga Pamela Anderson gekk að eiga Tommy Lee árið 1995 – aðeins fjór- um dögum eftir að þau hittust fyrst. Sem er út af fyrir sig alveg verðugur upptaktur að sjónvarpsþætti. Hjónavígslan fór fram á ströndinni og var Anderson íklædd vörumerki sínu, sundbol, en hún er frægust fyr- ir að hafa leikið í hinum goðsagna- kenndu sjónvarpsþáttum Strand- vörðum, ásamt David gamla Hasselhoff og fleiri góðum. Lee gleymdi víst að láta móður sína vita og las hún fyrst um ráðahaginn í tímaritinu People. Til að bæta gráu ofan á svart þá er móðir hans grísk og eins og við þekkjum á sú þjóð sér ekki stærra áhugamál en hjóna- vígslur. Sú hefur verið Zorbitin! Hjónaband Anderson og Lee vakti gríðarlega athygli og útheimti ófáa dálksentimetrana í blöðum og tímaritum næstu árin. Sambandið var stormasamt en Lee hlaut meðal annars sex mánaða fangelsisdóm fyrir að ráðast á spúsu sína. Þau eignuðust tvo syni, fædda 1996 og 1997, en skildu 1998. Áttu þó eftir að slá sér upp aftur síðar. Sem frægt er þá smitaði Lee And- erson af lifrarbólgu C, þegar þau deildu húðflúrnál, að því er næst verður komist, og kvaðst hún ekki eiga nema tíu til fimmtán ár eftir í útvarpsþætti æringjans Howards Sterns árið 2003. Þeim tíðindum trúðu menn víða eins og nýju neti. Þetta mun þó hafa verið sagt í hálf- kæringi og árið 2015 kom fram að hún væri læknuð af lifrarbólgunni. Þetta var hennar fyrsta hjóna- band en Anderson hefur gift sig fjór- um sinnum síðan og slegið sér upp með allmörgum mönnum að auki. Meðal eiginmanna má nefna rokk- arann Kid Rock og meðal ástmanna knattspyrnumanninn Adil Rami og glysrokkarann Bret Michaels úr Poison. Þau hentu einnig í kynlífs- myndband sem síðar kom upp á yfir- borðið. Það er sagt styttra en mynd- bandið með Lee og var tekið upp áður. Tommy Lee og Pa- mela Anderson meðan allt lék í lyndi. AFP 23.5. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 1001 - VÍÐÞEKKT ÞÆGINDI Byggt á fyrsta DUX rúminu sem var framleitt árið 1926, þetta er sannarlega það sem draumar eru byggðir á. BIÐ Það eru fleiri glyströll en Kiss í startholunum en „eitís“-goðin Möt- ley Crüe, Poison, Def Leppard og Joan Jett & The Blackhearts hafa frestað leikvangatúr sínum fram á sumarið 2022. Upphaflega ætlaði hersingin af stað í fyrrasumar og aftur nú í sumar. Túrnum er frest- að á ný til að tryggja að hægt verði að leika fyrir alla sem þegar hafa keypt miða. Sami hugurinn er þó eftir sem áður í mannskapnum. „Þessi fer í sögubækurnar!“ sagði í yfirlýsingu frá hópnum. Glysverjar fresta tónleikaferð Crüe eru með hressari mönnum. AFP BÓKSALA 12.-18. MAI Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Færðu mér stjörnurnar Jojo Moyes 2 Mávurinn Ann Cleeves 3 Rím og roms Þórarinn Eldjárn/Sigrún Eldjárn 4 Tengdadóttirin III – sæla sveitarinnar Guðrún frá Lundi 5 Stjáni og stríðnispúkarnir - Púkar á ströndinni Zanna Davidson 6 Nickel-strákarnir Colson Whitehead 7 Skollaleikur Ármann Jakobsson 8 Að telja upp í milljón Anna Hafþórsdóttir 9 Eikonomics Eiríkur Ásþór Ragnarsson 10 Jarðvísindakona deyr Ingibjörg Hjartardóttir 1 Rím og roms Þórarinn Eldjárn/Sigrún Eldjárn 2 Stjáni og stríðnispúkarnir - Púkar á ströndinni Zanna Davidson 3 Stafavísur Ýmsir höfundar 4 Hvolpasveitin – litir Nickelodeon 5 Fleiri hryllilega stuttar hrollvekjur Ævar Þór Benediktsson 6 Depill í leikskólanum Eric Hill 7 Hvolpasveitin – tölur Nickelodeon 8 Depill heimsækir afa og ömmu Eric Hill 9 Þegar leikskóla- kennararnir hurfu Ólíver Þorsteinsson 10 Herra Fnykur David Walliams Allar bækur Barnabækur Ég hef starfað við kennslu og leið- sögn. Lestraráhuginn hefur litast af því vil ég segja og mikilli löngun til að fræðast um land og þjóð. Leyndardómur Vatnajökuls, eftir þá Hjörleif Guttorms- son og Odd Sigurðsson, liggur oft við rúm- stokkinn. Lýsingar á öllu því magnaðasta og stórbrotnasta sem íslensk náttúra býr yfir. Víð- erni, fjöll og byggðir. Einstök nátt- úra, eldgos og jökulhlaup. Um ald- ir áttuðu Íslendingar sig aðeins að hluta af þeim öflum og kynngi- krafti sem býr í landinu. Þó höfðu ýmsir kannað þetta margslungna land og um það er til mikið skrifað. Norður yfir Vatna- jökul 1875 eftir William Lord Watts, íslenskuð af Jóni Eyþórs- syni, er bók sem er alltaf í seiling- arfjarlægð. Hún er í dagbók- arformi og lýsir ferð Williams Lord Watts. Það sem tengir mig við þessa fornu ferða- bók er að langafi minn, Páll „jökull“ Pálsson, var einn fylgdarmanna þessa unga land- könnuðar. Watts hafði gert nokkr- ar atlögur að þeirri för sem hann hugðist fara. Sumarið 1875 var svo ferðin farin. Hann komst yfir Vatnajökul ásamt sínum góðu fylgdarmönnum. Ég gríp niður í dagbókina, þar sem þeir líta gosið í Öskju augum. „Óþefurinn magnaðist um allan helming og vikurinn varð leir- bornari. Hæðarloftvog mín sýndi 3500 fet ... loksins stóðum við á hátindinum ... sprungur allt í kringum okkur sýndu, að ekki var hættulaust að standa þar, sem við vorum. En vindurinn var að sópa mekkinum frá, svo við settumst á vikursteina, kveiktum okkur í pípu og biðum átekta.“ Enn bíður þjóðin átekta og verður vitni að eldsumbrotum. Nú er bjarti tími íslenskrar nátt- úru og ferðasumarið fram undan með öllum sínum ævintýrum. Fornar ferðaleiðir í Vestur- Skaftafellssýslu um aldamótin 1900, er í miklu uppáhaldi, þar segir frá ferðum og lífsbaráttu Skaftfellinga áð- ur en bílar gerðu innreið sína. Frásagnir af mögnuðum póstferðum, ferðum barna til að afla mat- ar, jafnvel elds, þegar myrkur og hungurvofa vofði yfir. Fjöruferðir sem gáfu reka, timbur og mat, verslunarferðir, sjóferðir og síðast en ekki síst kirkjuferðir. Hlakka til að feta í fótspor genginna ferða- langa í sumar. Þegar húmar aftur í haust verða ljóðabækur dregnar fram. Þar bíður efstur í bunkanum Káinn, fæddur til að fækka tárum, ævi og ljóð. Ein frá honum.. Af því ég veit hann er og var andlegum krafti gæddur segðu mér, lagsmaður, hvernig og hvar og hvenær var djöfullinn fæddur. KOLBRÚN HJÖRLEIFSDÓTTIR ER AÐ LESA Fræðist um land og þjóð Kolbrún Hjörleifsdóttir er kennari og leiðsögu- maður.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.