Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.05.2021, Qupperneq 2
Hvað er að frétta?
Ég var að útskrifast með framhaldspróf á kontrabassa úr Menntaskóla í tónlist af
almennri braut, fyrsta konan sem tekur það próf á Íslandi.
Hvenær byrjaðir þú að læra á kontrabassa?
Þegar ég var átján ára en ég hafði áður lært á fiðlu frá fimm ára aldri. Ég lærði
á fiðlu í ellefu ár en missti áhugann og hætti. En svo saknaði ég þess svo mik-
ið að æfa á hljóðfæri. Pabbi stakk upp á bassa og mér fannst það fyrst fá-
ránleg hugmynd af því að þetta er svo stórt hljóðfæri og ég svo lítil. Ég
fór svo að hugsa þetta og fannst kontrabassinn svo ótrúlega fjölbreytt
hljóðfæri og heillandi. Ég hendi mér oft í djúpu laugina og hef því
náð að þroskast mjög hratt sem kontrabassaleikari.
Ertu að spila víða?
Ekki þessa dagana út af Covid en ég hef verið dugleg að
spila í sinfóníuhljómsveitum og strengjasveitum.
Eru fleiri kontrabassaleikarar í fjölskyldunni?
Já, pabbi spilar á kontrabassa. Hann var einmitt að
klára miðprófið í rytmískum kontrabassaleik. Við erum
sitt á hvorum pólnum, ég í klassíkinni og hann í djassinum.
Svo var afi minn, Jón bassi eins og hann var kallaður, aðal-
kontrabassaleikari Sinfóníunnar um langt skeið. Hann
var líka í KK-sextettinum og spilaði með Sumar-
gleðinni með Ragga Bjarna.
Dreymir þig um að komast í
sinfóníuhljómsveit?
Já, það væri mjög gaman.
Hvað á að gera í sumar?
Ég er að fara til Finnlands í sumar að
taka þátt í verkefni með Orkestra Norden.
Svo flyt ég til Stokkhólms í haust en ég er á
leið í BA-nám í klassískum kontrabassaleik
við Konunglegu tónlistarakademíuna.
Þú hefur þá fundið þína hillu þegar
þú fannst bassann?
Já. Og það varð ekki aftur snúið.
Er ekki erfitt að druslast með svona stórt
hljóðfæri út um allt?
Það er rosa leiðinlegt, en þess virði. Þetta er svakalega þungt.
ÁSTHILDUR HELGA JÓNSDÓTTIR
SITUR FYRIR SVÖRUM
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.5. 2021
K
annist þið við austurríska gjörningalistamanninn Hildibrand von
Uppstufen? Nei, það er ekki von, enda er hann aðeins til í höfðinu á
undirrituðum. Þetta er samt ekki einn af þessum gaurum sem ég hef
búið til mér til dægrastyttingar, eins og ég hef stundum sagt ykkur frá, með-
an þið hin, sem að sönnu eigið aðild að þessari sömu vídd og ég, eruð upp-
tekin á samfélagsmiðlum. Mig einfaldlega dreymdi Hildibrand von Uppstuf-
en. Hann hafði brotist hingað gegnum kófið til að fremja gjörning í
Listasafni Íslands að viðstöddu stórmenni, lífs og liðnu, en þarna var einnig
nokkuð um fólk sem aldrei hefur
verið til og verður ugglaust aldrei, í
hefðbundnum skilningi.
Gjörningurinn var umdeildur
enda svolítið um nekt og siðferðis-
lega áleitnar tilvísanir. Broddborg-
ari hér í bæ, Ragnar Jónsson kaup-
maður, ritaði í framhaldinu grein í
Morgunblaðið, þar sem hann lét aur-
sletturnar ganga yfir Hildibrand von
Uppstufen; sagði hann ómögulegan
listamann og hneyksli að slík drusla
hefði verið fengin til landsins á
kostnað íslenskra skattgreiðenda.
Samfélagsmiðlar loguðu að vonum í
kjölfarið og Ragnari ýmist hampað sem afhjúpandi hetju eða lýst sem þröng-
sýnni dulu og afturhaldssegg.
Eins og sönnum listamanni sæmir lét Hildibrand von Uppstufen upp-
hlaupið ekki trufla sig, heldur henti í annan gjörning í Listasafni Íslands viku
síðar. Sexfalt fleiri mættu að vonum á seinni gjörninginn en þann fyrri. Hildi-
brand von Uppstufen kom þar fram undir dulnefninu Ragnar Jónsson kaup-
maður sem var partur af gjörningnum. Heyra mátti saumnál detta í salnum
meðan á gjörningnum stóð nema þegar Gudda gamla á Stokkahlöðum geisp-
aði óvænt undir lokin. Hafði sofið illa um nóttina gamla konan vegna jarð-
hræringa. En það er allt önnur saga. Fyrir allt annað blað.
Því miður vaknaði ég áður en viðbrögð Ragnars Jónssonar kaupmanns við
þessu útspili Hildibrands von Uppstufens lágu fyrir.
Ekki er heldur langt síðan mig dreymdi annan góðan. Það var maður að
nafni Alfífill Fífill Fífilsson, Íslendingur í húð og hár og með öllu áhugalaus
um menningu og fagrar listir. Einbeitti sér í staðinn að sorphirðu í Árbænum
og naut almennrar lýðhylli fyrir framtakssemi og góð afköst. Réttnefndur al-
þýðumaður, æðrulaus og seinþreyttur til vandræða, Alfífill Fífill Fífilsson.
Þess utan með afbragðsgóða nærveru.
Ég hlakka iðulega til að leggjast til hvílu á kvöldin.
List Hildibrands
von Uppstufens
Pistill
Orri Páll
Ormarsson
orri@mbl.is
’
Hann hafði brotist
hingað gegnum kófið til
að fremja gjörning í Lista-
safni Íslands að viðstöddu
stórmenni, lífs og liðnu.
Gunnsteinn Skúlason
Nei. Ég hef ekki fengið boð ennþá.
SPURNING
DAGSINS
Er búið að
bólusetja
þig?
María Þórólfsdóttir
Nei. Ég er búin að fá tvisvar boð í
Janssen en þar sem ég er ólétt
ákvað ég að bíða með það.
Dario Massarotto
Ekki enn. Ég verð örugglega með
þeim síðustu.
Nína Björk Hlöðversdóttir
Nei, ég er búin að fá Covid og fæ
því ekki sprautu fyrr en í síðasta
hópnum.
Ritstjóri
Davíð Oddsson
Ritstjóri og
framkvæmdastjóri
Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri
og umsjón
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndin er
samsett frá AFP og Reuters
Þrír ættliðir á bassa
Morgunblaðið/Ásdís
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
101.9
AKUREYRI
89.5
HÖFUÐB.SV.
Retro895.is
ÞÚ SMELLIR
FINGRUM Í TAKT
MEÐ RETRÓ
‘70,‘80 OG ‘90 STÖÐIN