Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.05.2021, Page 4
FRÉTTIR VIKUNNAR
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.5. 2021
G
rímuskyldan var rýmkuð til
muna í vikunni og miklar
tilslakanir aðrar gerðar á
sóttvarnatakmörkunum. Þannig
mega nú 150 manns koma saman í
stað 50 áður, 300 áhorfendur sitja á
viðburðum, laugarnar og ræktin
taka við eins og vill og barinn er op-
inn klukkustund lengur eða til mið-
nættis.
Raforkukaup Reykjavíkurborgar
voru dæmd ólögmæt hjá áfrýj-
unarnefnd útboðsmála, sem fól
borginni að bjóða út innkaup sín á
raforku. Íslensk orkumiðlun ehf.
kærði borgina og krafðist þess að
samningur borgarinnar og Orku
náttúrunnar (ON) yrði ógiltur. Á
daginn kom að þar var enginn samn-
ingur og borgin borgaði bara upp-
sett verð eftir almennri gjaldskrá,
svo þar hafa tugmilljónir króna farið
í súginn. Alltaf stuð í borginni.
Landhelgisgæslan var ekki lengi í
Paradís með sínar þrjár þyrlur, þeg-
ar það uppgötvaðist að í þessu landi
skógareldanna eru ekki þrjár
slökkviskjólur, svo unnt sé að nota
allar þyrlurnar þrjár til þess að
koma í veg fyrir að landið allt verði
Surtarlogum að bráð.
Eldfjallafræðingar telja nokkrar
vikur í að hraun muni renna um Suð-
urstrandarveg að óbreyttu. Því ætti
að gefast tími til þess að verja veg-
inn og ljósleiðara við hann. Líklegt
er að fleiri varnargarðar verði reist-
ir.
Landssamtökin Geðhjálp stofnuðu
styrktarsjóð geðheilbrigðis, sem þau
safna nú fé í. Samtökin leggja 100
milljónir króna í sjóðinn og hafa ósk-
að þess að ríkissjóður geri slíkt hið
sama, en einnig er leitað eftir stuðn-
ingi atvinnulífsins. Markmiðið er að
þar verði svo drjúgur sjóður, að
vaxtatekjur dugi til sérstakra geð-
heilbrigðisverkefna á ári hverju.
Mál Bjórbílsins er komið til ákæru-
sviðs lögreglunnar á Vesturlandi, en
brugghúsið Steðji gerir hann út til
þess að aka öli heim að dyrum hjá
fólki, sem það kaupir í netverslun
Steðja.
Áhugi landsmanna á áfengi virðist
ekki hafa dvínað við áskoranir land-
læknis um að spritta sig daginn lon
og daginn don. Salan í útsölum
Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins
jókst um 18% í fyrra og var þó
drykkfelldum ferðamönnum ekki
fyrir að fara. Af sölutölum má ráða
að fólk vilji bjór í stórri dós og vínið
úr beljum.
Tveir Íslendingar, Heimir Fannar
Hallgrímsson og Sigurður Bjarni
Sveinsson, komust á tind Everest-
fjalls á hvítasunnudag, en þeir klifu
fjallið í nafni Umhyggju – félags
langveikra barna.
Til stendur að byggja upp aðstöðu til
útivistar og afþreyingar við Skíða-
skálann í Hveradölum. Þar á meðal
annars að opna stórt gufubað, klif-
urgarð og aparólu fyrir aðvífandi
apa.
Eins dauði er annars bálfararþjón-
usta, en nú á að takmarka notkun
ofnanna í Fossvogi á daginn og
koma fyrir mengunarvarnabúnaði
þar. Forstjóri Kirkjugarða Reykja-
víkurprófastsdæma sér öll tormerki
á því og telur fjögurra ára aðlögun
til þess fráleitlega stutta í saman-
burði við eilífiðina.
. . .
Fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðs-
dóttur um styrki til sjálfstæðra fjöl-
miðla var samþykkt á Alþingi með
34 atkvæðum. Fjölmiðlar geta sótt
um stuðning vegna allt að 25%
rekstrarkostnaðar við ritstjórn, en
þó getur enginn einn fengið meira en
100 milljónir króna. Alls eru 400
milljónir til skiptanna. Lengi lifi
frjáls og óháð fjölmiðlun!
Talnaspekingar Íslandsbanka telja
að fasteignaverð muni hækka um
þriðjung frá upphafi árs 2021 til
ársloka 2023. Þar af er gert ráð
fyrir 11,3% hækkun á þessu ári,
sem vel kunni að reynast of lágt
áætlað að sögn sérfræðinga bank-
ans.
Rauðagerðismálið svokallaða var
þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Þar sitja fjögur á sakamannabekk,
en einn játar og kveðst hafa verið
einn að verki meðan þrjú neita sök.
Í fyrra hleraði lögregla grunaða
glæpamenn388 sinnum, en það var
gert í 92 aðskildum málum. Þetta
var langoftast gert í sollinum á höf-
uðborgarsvæðinu, mest með sím-
hlerun, en einnig með hlustunarbún-
aði. Oftast reyndi á þetta í
fíkniefnamálum.
Liðsmenn Sigur Rósar voru í vik-
unni sýknaðir af ákæru um stórfelld
skattsvik.
Árstíðasveiflur í ferðaþjónustu hafa
löngum verið miklar hér á landi með
vertíð á sumrin og tómum kofum á
veturna. Sú tíð er hins vegar liðin,
því sveiflur hér á landi eru orðnar
með minnsta móti á Norðurlöndum
samkvæmt Ferðamálastofu.
Ný brú yfir Skjálfandafljót hjá Foss-
hóli verður boðin út í ár, en hún
verður þá fjórða brúin þar yfir.
Gagnkvæm viðurkenning og fulln-
usta einkamála milli Íslands og
Bretlands eru í uppnámi eftir að
Evrópusambandið ákvað að leyfa
Bretum ekki að gerast aðilar að
Lúganó-samningnum þar um. Ás-
laug Arna Sigurbjörnsdóttir dóms-
málaráðherra segir að verið sé að at-
huga hvort ekki megi koma á
tvíhliða samningi við Breta þar að
lútandi.
Friðrik Jónsson var kjörinn nýr for-
maður Bandalags háskólamanna
(BHM) með 70% atkvæða.
Hættustig Almannavarna vegna
skógarelda var áfram í gildi.
Einn lést af völdum kórónuveiru-
smits í vikunni.
. . .
Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis
telur aðkallandi að taka á fjárhags-
vanda hjúkrunarheimila og að það
verði að gera við næstu fjárlagagerð.
Athygli vekur að ekki er gert ráð
fyrir því í fjármálaáætlun, en það
var gagnrýnt ákaflega af Samtökum
fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Í sama mund kynnti Bjarni Bene-
diktsson fjármálaráðherra áætlun
um langtímahorfur í efnahagsmálum
og opinberum fjármálum til 30 ára.
Samkvæmt henni er staðan góð og
horfurnar ekki afleitar, þó að til
langs tíma litið séum við öll dauð,
eins og Keynes heitinn lávarður
benti réttilega á.
Sendiherra Rauða-Kína segir að
þátttaka íslenskra stjórnvalda í við-
skiptaþvingunum gegn kínverskum
embættismönnum hafi skaðað sam-
skipti ríkjanna. Hann segir að 75
milljónir Kínverja hafi reiðst af þeim
sökum, en nefndi þá þó ekki. Það
þýðir að 1.323 milljónir Kínverja hafi
verið sáttir við þetta.
Velflest hátíðahöld voru blásin af í
fyrra vegna plágunnar, en nú þegar
hún virðist í rénun bendir flest til
þess að þær verði haldnar af þeim
mun meiri þrótti í ár.
Reykjavíkurborg veit ekki aura
sinna tal eins og flestir ættu að vita
og því er stefnt að því að leggja
milljarð króna í innviði hjólreiða á
ári hverju.
Íslensk uppfærsla á The Bold and
The Beautiful átti sér stað í uppstill-
ingarnefndum Viðreisnar í vikunni,
þar sem Þorsteinn Pálsson fékk það
hlutverk að hreinsa til í flokksforyst-
unni með því að bjóða heiðurssætið
til þeirra, sem Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir formaður grunar um
ofmetnað. Að öðru leyti var gripið til
þess nýmælis að bjóða þingmönnum
flokksins efstu sæti.
Í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins,
sem haldin verða í öllum kjör-
dæmum á næstu vikum, bjóða sig
alls 52 fram. Þar af eru konur 40%
sem þykir ekkert sérstakt.
Storytel ákvað að gefa út bók á
prenti upp á grín.
. . .
Aðgerðir til þess að koma í veg fyr-
ir rakaskemmdir og myglu í Foss-
vogsskóla, sem staðið hafa yfir með
hléum í tvö ár, hafa ekki skilað til-
ætluðum árangri, svo segja má að
komið sé aftur á byrjunarreit, og á
því að reyna hið sama aftur á kom-
andi skólaári, en börnum verður
áfram kennt úti í sveit. 600 millj-
ónir króna hafa farið í vaskinn fyrir
vikið.
Vilhjálmur Birgisson, formaður
Verkalýðsfélags Akraness, segir
ASÍ leggjast gegn auknu valfrelsi
félagsmanna í lífeyrismálum. Hann
ætlar að stefna SA og Elkem fyrir
Félagsdóm til málamynda til að
skera úr um ágreininginn.
Geitungar eru seinna á ferðinni í ár
en vant er, en þeirra hafa fáir sakn-
að aðrir en skordýrafræðingar. Talið
er að kuldar valdi þessari seinkun.
Grímunni
kastað
Flestir Íslendingar gátu kastað grímunni í vikunni og það gerðu þeir svikalaust. Kysstust jafnvel og föðmuðust sumir.
23.5.-28.5.
Andrés Magnússon
andres@mbl.is