Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.05.2021, Page 8
FRÉTTASKÝRING
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.5. 2021
F
yrir liðlega aldarfjórðungi náði
breska ríkisútvarpið að skúbba allan
heiminn með viðtali við Díönu prins-
essu, sem átti eftir að hafa varanleg
áhrif á líf hennar og raunar fyrir
krúnuna líka. Hún lést sem kunnugt er af slys-
förum tæpum tveimur árum síðar. Sonur Díönu
og væntanlegur ríkisarfi, Vilhjálmur prins, her-
togi af Cambridge, hefur nú ráðist á ríkis-
útvarpið af offorsi fyrir dæmalausan óheiðar-
leika við gerð viðtalsins, það hefur sætt
víðtækri fordæmingu fyrir og í breska þinginu
hefur verið rætt um að skakka þurfi leikinn hjá
stofnuninni, sem líti á sig sem ríki í ríkinu.
Kvöldið 20. nóvember 1995 birti breska ríkis-
sjónvarpið BBC viðtal Martins Bashirs við
Díönu prinsessu af Wales í fréttaskýringar-
þættinum Panorama. Gervallt Bretland beið
viðtalsins í ofvæni, enda á almannavitorði að
hjónaband hennar og ríkisarfans, Karls Breta-
prins, hafði ratað í ógöngur. Sá áhugi birtist í
því að ríflega þriðjungur Breta, um 23 milljónir
manna, horfði á viðtalið. Utan landsteinanna
var áhuginn ekki síðri og erlendar stöðvar slóg-
ust um birtingarréttinn að því, en hér á Íslandi
birti Stöð 3 „óritskoðað“ viðtalið við hana á
besta tíma.
Áhorfendurnir voru ekki sviknir, því í viðtal-
inu lýsti Díana því hvernig hjónabandið hefði
flosnað upp og játaði framhjáhald. Það var í
sjálfu sér nóg að smjatta á um þetta fremsta
slebbapar heimsins, en hafði auk þess bein og
augljós áhrif á breska ríkið þegar hjónaband
ríkisarfans var komið í uppnám (og jafnvel
hvískrað um faðerni yngri sonar hennar og
mögulegs ríkisarfa). Sagan kallaði líka á sinn
hátt, því þá voru aðeins 59 ár frá afsögn Ját-
varðar konungs VIII., sem setti Bretland á ann-
an endann.
Þetta sögulega viðtal var því mikil skraut-
fjöður í hatt BBC, sem aukinheldur skapaði rík-
ismiðlinum verulegar tekjur. Og sá sem fékk
islega, þegar það var hann sjálfur sem hafði
kynt undir grunsemdum hennar um slíkt sam-
særi. Hann hafði sagt henni að óyggjandi heim-
ildir væru fyrir undirróðri blaðamanna, fyrir-
fólks við hirðina, leyniþjónustanna og jafnvel
náinna vina gegn henni, að undirlagi eigin-
manns hennar. Því til staðfestingar hafði hann
sýnt henni gögn, sem áttu að staðfesta það. –
„Jú,“ svaraði Díana og hélt nú það.
Þessar frásagnir um samsæri gegn prinsess-
unni vinsælu komu mörgum í opna skjöldu, en
skoðanir voru ögn skiptar á lýsingunum. Marg-
ir sem stóðu nærri hirðinni drógu orð hennar í
efa og gáfu jafnvel til kynna að hún hefði snert
af ofsóknaræði auk annara andlegra kvilla.
Mun fleiri lögðu hins vegar trúnað við orð
Díönu og efasemdamennirnir margir afgreiddir
sem höfðingjasleikjur, ef ekki útsendarar hirð-
arinnar.
Síðastliðið haust fóru hins vegar að koma
fram upplýsingar sem bentu til þess að ekki
hefði allt verið með felldu. Á sama tíma upplýsti
Charles Spencer, jarl og bróðir Díönu heitinnar
prinsessu, að hann hefði haldið minnisblöð yfir
fundi sína með Bashir á þessum tíma og stað-
hæfingar hans, en það var einmitt Spencer jarl,
sem kom á fundum prinsessunnar og frétta-
mannsins.
Minnisblöð Spencers jarls setja viðtalið og
tilurð þess í allt annað og annarlegra ljós, en
hingað til hefur verið haldið. Niðurstaða Dy-
sons lávarðar er að þau og frásögn Spencers
jarls séu trúverðug, en verra sé að innanhúss-
skjöl BBC, sem hingað til hafa verið hjúpuð
leynd, sýna að ekki aðeins hafi enginn vafi leikið
á því að Bashir hafi ítrekað logið um framgöngu
sína og viðtölin, heldur að þau staðfesti að yf-
irmenn stofnunarinnar hafi vitað og viðurkennt
að hann hafi þverbrotið bæði siðareglur blaða-
manna og vinnureglur BBC, en látið kyrrt
liggja. Til þess að bæta gráu ofan á svart hafi
Stjörnufréttamaðurinn Martin
Bashir spurði spurninganna, en
hafði skáldað sum svörin líka.
Samsærið gegn Díönu
Viðtal breska ríkisútvarpsins BBC við Díönu prinsessu af Wales haustið 1995 reyndist afar afdrifaríkt, bæði fyrir hana og kon-
ungsfjölskylduna. Nú er komið á daginn að til þess var stofnað með blekkingum sem yfirstjórn BBC hylmdi yfir í aldarfjórðung.
Andrés Magnússon andres@mbl.is
Óheiðarleiki Martins Bashirs
gagnvart sínum berskjaldaða
viðmælanda má heita með ólík-
indum, en verra er að ríkis-
útvarpið BBC kærði sig kollótt í
aldarfjórðung og stjórnendur
hylmdu yfir.
PERSÓNUR & LEIKENDUR
Patrick Jephson
þáverandi einkarit-
ari Díönu
Martin Bashir
hinn fallni stjörnu-
fréttamaður BBC
Tony Hall sá ekk-
ert að og varð síð-
ar forstjóri BBC
Spencer jarl
bróðir Díönu
prinsessu
Díönu prinsessu til þess að koma í viðtalið, hinn
32 ára gamli fréttamaður Martin Bashir, ferill
hans umturnaðist á einni nóttu, um leið og allar
vonir hrundu um að bjarga mætti hjónabandi
prinsins og prinsessunnar af Wales.
Efasemdir um heiðarleika
Lengi hafa hins vegar verið uppi efasemdir um
það hvernig stóð á viðtalinu og þær komu upp
enn á ný síðastliðið haust þegar slétt 25 ár voru
liðin frá birtingu viðtalsins. Fullyrt var að Bas-
hir hefði beitt brögðum og blekkingum til þess
að öðlast traust og tiltrú prinsessunnar, sem
fyrir vikið hefði sagt annað og meira en hún ella
hefði gert. BBC fékk þess vegna Dyson lávarð,
sem er fyrrverandi hæstaréttardómari, til þess
að komast til botns í málinu og hann skilaði
skýrslu sinni í liðinni viku.
Í skýrslu Dysons var ekki skafið af hlutunum
og komist að því að Bashir væri „óáreiðan-
legur“, „undirförull“ og „óheiðarlegur“, en verri
einkunnir er tæpast unnt að velja fréttamanni.
Þetta var þó ekki í fyrsta sinn, sem vinnu-
brögð Bashirs í kringum viðtalið voru rann-
sökuð. Það gerði á sínum tíma einnig Tony
nokkur Hall, sem síðar varð forstjóri BBC.
Hall, sem hefur verið aðlaður síðan, komst að
því að Bashir væri „heiðarlegur“ og „heiðvirður
maður“. Dyson lávarður hefur hins vegar for-
dæmt rannsókn Hall og sagt hana „gallaða“ og
„skelfilega gagnslausa“.
Hér var ljóslega mikið í húfi og frægð og
frami fleiri en konungsfjölskyldunnar í húfi.
Samt hefur sagan öll legið í þagnargildi í ald-
arfjórðung og er nú fyrst að koma í ljós.
Umrætt viðtal fór um alla heimsbyggðina og
er tvímælalaust meðal helstu sjónvarps-
viðburða liðinnar aldar. Díana var enn eigin-
kona ríkisarfans, þó þau mættu heita skilin að
borði og sæng, og hún dró ekki af sér í viðtalinu.
Þar ræddi hún um hór og hjúskaparbrot, sam-
særi í höllinni, andleg sem líkamleg veikindi sín
og að Karl Bretaprins væri ófær um að verða
konungur.
Undirmál Bashirs
Allt vakti þetta nokkra athygli, svo vægt sé til
orða tekið. Ekki þó síst allt baktjaldamakkið í
konungsfjölskyldunni og hirðinni, sem hún lýsti
alvarleg í bragði.
„Heldurðu í alvöru að það hafi verið rekin
herferð gegn þér,“ spurði Bashir hana sakleys- Sjá síðu 10 5