Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.05.2021, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.5. 2021
ÁHUGAMÁL
FAXAFENI 5
Reykjavík
588 8477
DALSBRAUT 1
Akureyri
588 1100
SKEIÐI 1
Ísafirði
456 4566
AFGREIÐSLUTÍMI
Mán.–fös. 11–18 | Lau. 11–16
www.betrabak.is
VEFVERSLUN
www.betrabak.is
DÝPR I OG BE TR I SVEFN
Með því einu að snerta takka getur þú stillt rúmið í hvaða stöðu sem er og
með öðrum færð þú nudd. Saman hjálpa rúmið og dýnan þér að ná hámarks-
slökun og dýpri og betri svefni. Svo vaknar þú endurnærð/ur og tilbúin/n í
átök dagsins.
AÐ SOFA BETUR OG LÍÐA BETUR ER OKKUR ÖLLUM DÝRMÆTT
STILLANLEGIR DAGAR
Tilboð 314.925 kr.
C&J stillanlegur Platinum botn með
Tempur Original, Cloud eða Firm heilsu-
dýnu, 90 x 200 cm. Fullt verð: 419.900 kr.
Tilboð 262.452 kr.
C&J stillanlegur Platinum botn
með Hollandia Lili latex heilsudýnu,
90 x 200 cm. Fullt verð: 349.900 kr.
Á skrifstofu prestsins í Vídalínskirkju íGarðabæ er stór bókahilla stútfull afbókum og ekki fjalla þær allar um trú-
mál; þvert á móti! Þarna má sjá tugi bóka um
tónlistarmenn á borð við Bob Dylan, David Bo-
wie, Johnny Cash og Megas svo einhverjir séu
nefndir. Á skrifstofuvegg hangir líka gítar og
upp við lítið harmoníumorgel stendur undar-
legt og fremur ljótt hljóðfæri. Það mun víst
vera rafkontrabassi.
Séra Henning Emil Magnússon grípur í
bæði gítar og bassa af og til og segist spila á
orgelið til að æfa sig að tóna.
„Stundum æfi ég mig að tóna en þegar ég
stend svo fyrir framan sex hundruð manns í
kirkjunni á aðfangadag kemur stundum eitt-
hvert allt annað hljóð út úr mér. Það er hræði-
legt,“ segir hann og brosir.
Allt í einu orðinn fertugur
Bob Dylan hefur lengi verið á fóninum hjá
þessum tæplega fimmtuga Keflvíkingi sem fór
krókaleiðir í átt að hempunni. Henning fór
heldur ekki hefðbundna leið þegar hann valdi
sér efni til að skrifa um í meistararitgerð sinni
í guðfræði. Hann ákvað að tvinna saman tón-
list og trú og valdi einn af sínum uppáhalds-
tónlistarmönnum sem viðfangsefni, áður-
nefndan Bob Dylan sem varð áttræður á
mánudaginn var. Sama kvöld stóð Henning
fyrir afmælistónleikum í kirkjunni en þar söng
Sigríður Thorlacius vel valin Dylan-lög undir
tónum frá Ómari Guðjónssyni og Tómasi Jóns-
syni. Henning vill gjarnan halda fleiri Bob
Dylan-tónleika á þessu stóra afmælisári.
Við hefjum spjallið á trúarlegum nótum, en
Henning fékk kristilegt uppeldi og töldu
margir í fjölskyldunni að hann ætti að verða
prestur.
„Ég fór í sunnudagaskóla sem barn og bað
bænir á kvöldin. Á unglingsárunum var ég í
KFUM og það var mjög skemmtilegt og lær-
dómsríkt. Þarna fengum við að gera allt sjálf
og gera mistök, sem ég tel mjög mikilvægt að
fá að gera. En ég ætlaði ekki í guðfræði heldur
ensku og miðaldafræði,“ segir Henning sem
endaði á að taka kennsluréttindi og kenndi
lengi í grunnskóla.
„Mér fannst ég ekki nógu gamall til að verða
prestur þótt aðrir hefðu viljað það. Ég sagði
fólki að ég myndi skoða það aftur um fertugt
og keypti mér þannig frið. Svo allt í einu var ég
orðinn fertugur og fór að hugsa þetta upp á
nýtt,“ segir Henning sem hafði þá klárað BA-
prófið í guðfræði löngu áður og skellti sér í
meistaranámið.
Plata með Dylan í jólagjöf
Henning viðurkennir að hann hafi alla tíð verið
svolítill nörd. Sem ungur maður sökkti hann
sér ofan í tónlist og kvikmyndir og hafði einnig
áhuga á myndlist.
„Tónlistin hefur alltaf verið risaþáttur í mínu
lífi. Sem unglingur horfði ég mikið á tónlistar-
myndbönd og þætti á borð við Skonrokk. Ég
man eftir því þegar ég er þrettán ára árið 1987,
þá kemur út myndband með Robert Smith í
The Cure þar sem hann syngur lagið Just like
heaven af plötunni Kiss me, Kiss me, Kiss me.
Þetta var svo ferskt og flott og ég hljóp út og
keypti plötuna,“ segir Henning og segir þetta
litla atvik nokkurs konar vendipunkt í lífi sínu
því eftir það hóf hann að hlusta á tónlist nokkra
klukkutíma á dag, og gerir enn.
„Tónlistin er stærsta áhugamálið. Sem ung-
ur maður var ég í tónlistarskóla og tók inn
tuttugustu öldina, barokkið og ýmislegt annað
en ég lærði á klassískan gítar.“
Henning kynntist konu sinni, óperusöng-
konunni Bylgju Dís Gunnarsdóttur, þegar
hann var á fimmtánda ári.
„Fyrsta jólagjöfin frá Bylgju var platan Oh
Mercy með Bob Dylan. Þannig að hún á alveg
þátt í þessum áhuga.“
Endalaust hægt að kafa
Henning hlustaði á þá plötu alveg „út í eitt“ eins
og hann orðar það. Það varð ekki aftur snúið.
„Það var enginn annar í bekknum að hlusta á
Bob Dylan. Fram að því hafði ég hlustað mikið á
Stranglers og Madness. Þarna er Bob Dylan
eins lítið flottur og hægt er; kannski svolítið bú-
inn að tapa áttum. En þessi plata kom honum
aftur á sporið. Ég tengdi við þessa plötu og fór
þá líka að hlusta á hans eldri plötur,“ segir hann.
„Ég komst svo yfir ævisöguna hans og fannst
það rosalegt. Ég endursagði eldri vinum valda
kafla af ævintýrum söngvaskáldsins. Þannig var
stemningin þá,“ segir Henning og brosir.
Er Bob Dylan þinn uppáhaldstónlistar-
maður?
„Hann er einn af þeim, en ég á svo marga.
Ég ákvað að skrifa um hann í meistararitgerð-
inni. Ég þurfti að klára ákveðna hluti gagnvart
honum sem mig langaði að skoða og stefnan er
að leggja honum eftir afmælisárið. Auðvitað
mun ég hlusta á hann áfram en ég á svo mörg
áhugamál og það eru aðrir tónlistarmenn, eins
og John Coltrane, sem eru stórkostlegir. Það
er eitt með Bob Dylan sem skilur hann frá öðr-
um; það er svo mikil dýpt. Það er endalaust
hægt að kafa og kafa. Hann þolir það mjög vel
að vera skoðaður ofan í kjölinn.“
Alltaf verið að fást við trú
Hvað er svona sérstakt við Bob Dylan?
„Það er einhver kjarni í honum. Það er líkt
og gildi hans og uppeldi sem hefur mótað hann
birtist sífellt á nýjan hátt. Hann hefur svo
áhugaverða sýn á lífið og setur oft hluti í sam-
hengi sem maður býst ekki við. Hann tengir
saman hluti á svo góðan hátt. Ég hef ekki mik-
inn áhuga á hans persónulega lífi heldur frekar
hvernig hann tekur út þroska við að tefla fram
alls kyns hlutum,“ segir Henning og telur
texta Dylans taka lögunum fram.
„Það eru mikið orðin sem hann er að fást við.
Það er svo skemmtilegt hvernig hann hugsar.“
Bob Dylan er af gyðingaættum og elst upp í
gyðingdómi.
„Það var því mörgum stórt áfall þegar hann
varð það sem kallast „Born again Christian“.
Hann fór alla leið; fór í biblíuskóla og varð bók-
stafstrúarmaður og var upptekinn af heims-
endaspám. Í þessum pælingum var hann í tvö
ár. Þetta fór illa í fólk og sumir hafa ekkert
jafnað sig. En svo fór hann út úr þessu aftur og
endurnýjaði gyðingdóminn. Ég kalla þetta
bókstafstrúartímabilið en ekki trúartímabil
því hann er alltaf að fást við trúarleg þemu, all-
an ferilinn. Og það hefur hann gert á áhuga-
verðari hátt eftir að hann varð eldri. Plöturnar
sem hann gaf út um aldamótin eru lang-
áhugaverðastar út frá trúarlegum vísunum, en
hann hefur alltaf verið með tilvitnanir í Biblí-
una.“
Tónlist er hans köllun
Henning nefnir einnig að það sem geri Dylan
áhugaverðan sé hversu breytilegur hann sé og
að hann komi fólki sífellt á óvart.
„Hann þarf alltaf að halda áfram; fara lengra.
Hann var draumabarnið í þjóðlagasenunni en
svo bara hætti hann í því og þá voru rosalega
margir sárir. Þá fer hann út í töffaraskap og
keyrir sig út og lendir í mótorhjólaslysi. Það er
alltaf eitthvað nýtt. Hann er á eigin vegferð og
er sama hvað öðrum finnst,“ segir Henning og
segir fólk oft hafa í gegnum tíðina spáð enda-
lokum hans sem tónlistarmanns.
„Þá kemur hann með eitthvað óvænt. Það
var stórkostlegt þegar hann á gamals aldri fór
að vera með útvarpsþætti þar sem var enda-
laus gleði og brandarar. Þegar allir voru vissir
um að hann væri búinn að loka sig af varð hann
bara skemmtikraftur,“ segir hann og segir
Dylan hafa mikið til haldið sínu einkalífi utan
sviðsljóssins.
„Hann giftist seinni konu sinni og náði að
halda því leyndu í fimmtán, tuttugu ár. Hann
hefur forðast mikið sviðsljósið, enda lenti hann
illa í því oft. Hann hefur oft blekkt fjölmiðla,
snýr út úr eða segir eitthvað sem er út í hött.
Aðallega er hann að passa að gefa sem minnst-
ar upplýsingar,“ segir Henning og bætir við að
Dylan hafi verið afar duglegur að túra, búa til
nýjar plötur, að skrifa endurminningar sínar,
auk þess sem hann málar og teiknar.
„Hann heldur oft 200 tónleika á ári en hefur
verið beðinn um að hægja á sér. En þetta er
hans köllun.“
Fann endalausa samhljóma
Þegar Henning loks ákvað að verða prestur
þurfti hann að ákveða efni fyrir meistara-
ritgerðina.
„Ég ákvað að skrifa um eitthvað sem ég
þekkti fyrir og datt þá í hug Bob Dylan. Hinn
anginn af ritgerðinni er í raun þroskakenn-
ingar, og það þekkti ég úr kennslunni. Ég
ákvað því að taka þetta tvennt og móta,“ segir
hann og segist hafa notað kenningar James W.
Fowlers um trúarþroska og mátað þær við val-
in verk eftir Bob Dylan.
Dylan er á dýptina
Séra Henning Emil Magnússon veit allt um Bob Dylan en meistarinn sá átti áttræðisafmæli í vikunni.
Í meistararitgerð í guðfræði rýndi Henning í verk Dylans og skoðaði trúarþróun söngvaskáldsins.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Henning Emil Magnússon hefur brenn-
andi áhuga á tónlist og hefur Bob Dylan
skipað stóran sess í hans lífi. Eiginkona
hans, þá kærasta, gaf honum fyrstu Dyl-
an-plötuna þegar hann var fimmtán ára.
Hann kolféll fyrir meistaranum.