Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.05.2021, Qupperneq 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.05.2021, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.5. 2021 FERÐLÖG Opið mán - fim 8:30 – 17:00, fös 8:30 – 16:15 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is VANDAÐUR HLÍFÐARBÚNAÐUR Grímur, hanskar og andlitshlífar. Skoðaðu úrvalið á fastus.is/hlifdarbunadur É g byrjaði í ferðabransanum í Hollandi og fyrirtækið mitt er þar. En svo kom Covid og allt stöðvaðist og þá flutti ég ásamt manni mínum og syni heim til Ís- lands. Ég fór að kenna í Lækjar- skóla í Hafnarfirði en er að keyra fyrirtækið mitt samhliða þeirri vinnu, ásamt samstarfsfólki í Hol- landi,“ segir Helga Kristín en hún bjó sex ár í Delft í Hollandi og þar áður áratug í Kaupmannahöfn. „Maðurinn minn er bandarískur og það var hann sem dró mig til Hollands þar sem hann vann, en hann getur unnið hvar sem er og vinnur nú hér. Honum finnst æð- islegt að búa á Íslandi.“ Eins og amma gamla Þegar Helga Kristín hafði búið ár í Hollandi stofnaði hún fyrirtækið Iceland Unwrapped. „Ég fór að kynna Ísland fyrir út- lendingum og fór að senda Hollend- inga, Bandaríkjamenn, Belga, Breta og Dani til Íslands. Ég skipulegg persónulegar ferðir og ræði mjög mikið við fólk um ferð- ina. Svo geri ég plan í samstarfi við fólkið og allir fá sína eigin vefsíðu. Ég tengi svo fólk við Íslendinga og menninguna hér, en í þessum ferð- um er farið hægt í sakirnar og stoppað lengur á hverjum stað. Ég ráðlegg fólki kannski að lesa bók frá svæðinu, til dæmis eftir Lax- ness eða Arnald, eða finn tónlist sem passar hverjum stað. Ég er svolítið eins og amma gamla sem passar upp á fólkið sitt,“ segir Helga Kristín og segist einnig bjóða fólki upp á að borða með ís- lenskum fjölskyldum í heimahúsum. „Ég er með fjórtán heimili allt í kringum Ísland sem taka fólk heim í mat og er það rosalega vinsælt. Kvöldbirtan er engu lík á fallegu sumarkvöldi og rómantíkin liggur í loftinu. Í þessari hundrað þúsund manna borg er engin bílaum- ferð í miðbænum og hægt að ganga og hjóla allar sínar ferðir. Ljósmyndir/Helga Kristín Það er margt að sjá og skoða í Delft. Delft er þekkt fyrir postulín en það er selt á mörkuðum. Dásemdir Delft Ferðamálafrömuðurinn Helga Kristín Friðjóns- dóttir býður erlendum ferðamönnum til Íslands og Íslendingum til Delft í Hollandi. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Helga Kristín smellti í sjálfu fyrir framan íslenskan ferðahóp. Yfir þúsund ára gamlar kirkjur má finna í Delft sem er lítil og vinaleg borg. 5

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.