Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.05.2021, Side 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.05.2021, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.5. 2021 LESBÓK BROTTREKSTUR Bassafantinum David Ellefson var í vikunni vikið úr þrassbandinu Megadeth. Eins og Sunnudagsblaðið greindi frá fyrir tveimur vikum þá lak myndband, þar sem Ellefson sýnir kynferðislega til- burði í samskiptum við ókunnuga konu á netinu, út fyrir skemmstu og baðst hann afsökunar á framferði sínu. Konan steig líka fram í sviðsljósið og upplýsti að Ell- efson hefði ekki brotið gegn sér; allt hefði verið með samþykki beggja. Eigi að síður sendi Dave Mustaine, leiðtogi Megadeth, frá sér yfirlýsingu þar sem hann seg- ir Ellefson ekki lengur hluta af Megadeth. „Ákvörðunin var ekki auðveld. Þó við vitum ekki í smáatriðum hvað gerðist þá dugar það sem fram hefur komið til að binda enda á samband sem þegar var orðið stirt.“ Ellefson látinn fara David Ellefson er hættur í Megadeth. AFP SPENNA Enda þótt hún verði ekki frumsýnd fyrr en í október þá er nýjasta kvikmynd breska leikstjórans Edgars Wrights farin að vekja heilmikið umtal og bíða margir hennar með mikilli eftirvæntingu en fyrsta stiklan þykir lofa mjög góðu. Um er að ræða sálfræðihroll- vekju um ungan hönnuð sem skreppur aftur í tímann og ber niður í Lundúnum árið 1966; í sveiflubylgjunni miðri. Ekki er þó allt sem sýnist og mörkin milli draums og veruleika, nútíðar og for- tíðar, verða víst býsna fljótt óljós. Með að- alhlutverk fara Anja Taylor-Joy (úr Drottningarbragði), Thomasin McKenzie og Matt Smith. Anya Taylor- Joy fer með eitt aðal- hlutverkið. AFP Ann Wilson veit hvað hún syngur. Flutt til Flórída BÚFERLI Ann Wilson, söngkona rokkbandsins Heart, sér ekki eftir að hafa flutt frá Seattle, þar sem hún bjó um langt árabil, til Flórída. Þetta kom fram í samtali við hana á útvarpsstöðinni Hawaii Public Ra- dio. Wilson, sem er sjötug, viður- kennir að margir vinir sínir og vandamenn hafi legið henni á hálsi fyrir gjörninginn enda sé Seattle mun heitari suðupottur tónlistar- lega en Flórída, auk þess sem ríkið sé óþægilega „rautt“ í pólitískum skilningi. Við munum að „rautt“ merkir hægri í Bandaríkjunum. Wilson blæs á þau sjónarmið og kveðst hafa kynnst fjöldanum öllum af góðu fólki þar syðra. „Seattle er alltof upptekin af sjálfri sér.“ V inir eða Friends eru ein- hverjir vinsælustu gaman- þættir sjónvarpssögunnar. Þeir voru framleiddir í áratug vestur í henni Ameríku, frá 1994 til 2004, en virðast eigi að síður aldrei hafa horf- ið af skjánum. Kynslóð eftir kynslóð lepur efnið upp og bindur trúss sitt við það. „O, þau eru svo miklar dúll- ur!“ Og ekki ofsögum sagt að millj- ónir sjónvarpsáhorfenda um heim allan upplifi Rachel, Ross, Monicu, Joey, Phoebe og Chandler sem ætt- menni sín, jafnvel nákomin. Taka jafnvel frekar yfir sig aurslettur um Liverpool eða KR en sexeykið á Manhattan. Og er þá mikið sagt. Engum bregður lengur þegar virðu- legir fræðimenn eða herskáir stjórn- málamenn gera frasa úr Vinum að sínum. Lýðurinn kinkar bara kolli – og botnar frasana. Án þess að falla úr takti. Fyrir vikið þóttust margir hafa himin höndum tekið þegar upplýst var að sexeykið myndi koma saman eftir sautján ára hlé í einum 100 mín- útna löngum viðauka, sem hvort sem er má kalla þátt eða mynd. Eftir því hvernig á málið er litið. Téður þáttur kom loksins fyrir sjónir almennings á fimmtudaginn á efnisveitunni HBO Max. Ekki er um að ræða dæmigerðan Friends-þátt, heldur koma leikararnir sex saman og lofta út úr minningabankanum, með að- stoð góðra manna. Breski háðfugl- inn James Corden spyr þau spjör- unum úr, meðal annars um það hvort einhver þeirra hafi dregið sig saman meðan á gerð þáttanna stóð og þar fram eftir götunum. Kemur sér gjarnan beint að efninu, Corden. Aðrir gestir koma úr ólíkustu áttum, svo sem David Beckham, Cindy Crawford, Justin Bieber, Lady Gaga, Tom Selleck, Cara Dele- vingne, Elliott Gould og Reese Witherspoon. Sumt af þessu fólki kom við sögu í þáttunum á sinni tíð en annað dáðist bara að þeim úr fjarska. Og það á hinum ýmsu tíma- skeiðum, enda þetta fólk á ólíkum aldri, allt frá þrítugs upp í áttræðis. Það er sem ég segi, eitthvað fyrir alla, konur og kalla … Sorrí, man ekki rest. Heimspressan stakk sér að vonum á bólakaf í vikunni og virðast um- sagnir gegnumsneitt vera lofsam- legar, eða í öllu falli vinsamlegar. Mögulega nær Adam White utan um gjörninginn í umsögn sinni í breska blaðinu The Guardian. Þann dóm felli ég þó án þess að hafa séð veisluna sjálfur. „Þurftum við á endurfundum Vina að halda? Eiginlega ekki. Er sá eða sú sem fékk nóbelshafinn Malala Yousafzai til að viðurkenna að hún væri „Joey með phoebísku ívafi“ snillingur? Ábyggilega. Var þessi Tilgangslaust en yndislegt Bestu vinir sjónvarpssögunnar komu loksins sam- an aftur eftir sautján ára hlé í vikunni í einum við- aukaþætti. Heimspressan fór að vonum á hliðina enda þykir mörgum vænna um Rachel, Joey og þau hin en móðurina sem fæddi þá í heiminn. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Jennifer Aniston hefur vegnað best af Vinunum sex eftir að þátturinn rann sitt skeið á enda. Og lítið breyst, þannig lagað, en myndin er tekin á seinasta ári. AFP Drottning bragðar á fortíðinni

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.