Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.05.2021, Side 29
100 mínútna óður til vinsælasta
gamanþáttar í heimi eins tilgangs-
laus og hann var yndislegur? Al-
gjörlega.“
Caryn James tekur í svipaðan
streng á vefsíðu breska ríkis-
útvarpsins, BBC. „Það er ekkert
sérstaklega nýtt eða hvatvíst hér á
ferð en þessi viðauki nær vel utan
um anda þáttanna í allri sinni hlýju,
krafti og léttleika, með glefsum sem
minna okkur á gullöldina sem hóp-
urinn svo sannarlega átti. Undir
loðnu yfirborðinu kemur einnig fram
hvers vegna þættirnir gengu svona
vel og hafa lifað góðu lífi allar götur
síðan,“ segir James.
Henni þykir viðaukinn einnig
staðfesta, án þess að ætla sér það,
hvernig þættirnir geirnegldu leik-
arana í ákveðin hlutverk og urðu
þeim þannig fjötur um fót á ferli
þeirra í framhaldinu.
Þannig ræðir einn af höfundum
þáttanna, David Crane, um það
hvernig valið var í hlutverkin. „Við
vildum ekki stjörnur,“ segir hann,
„heldur hóp jafningja.“ Þess vegna
urðu fyrir valinu leikarar sem í besta
falli höfðu farið með agnarsmá hlut-
verk í gamanþáttum áður.
Vinir um aldur og ævi
„Strax frá og með fyrsta vetrinum
færðu Vinir þeim frægð sem hæg-
lega getur orðið gildra,“ skrifar
James og bætir við að í dag sé Jenni-
fer Aniston þeirra frægust. Í viðauk-
anum rifjar hún upp að framleiðandi
nokkur hafi varað sig við að þiggja
hlutverkið. „Þessi þáttur er aldrei að
fara að gera þig að stjörnu.“
Þar var manngreyið vitaskuld úti
á hinni víðáttumiklu þekju; þátt-
urinn gerði slíkar stjörnur úr leik-
urunum að Courtney Cox, Lisa Ku-
drow, David Schwimmer, Matt
LeBlanc, Matthew Perry, og jafnvel
Aniston sjálf verða alltaf fyrst og
síðast „Vinir“ í huga almennings.
„Til eru gamanþættir þar sem leik-
arar leika tilbrigði við sjálfa sig, svo
sem Roseanne og Seinfeld, en Vinir
fóru í þveröfuga átt. Tefldu fram
óþekktum leikurum sem síðan runnu
saman við karaktera sína, um aldur
og ævi, að því er virðist,“ bætir
James við.
Það er áhugavert í ljósi þess að
hún upplifir það svo, eftir að hafa
horft á viðaukann, þó ekki sé það af-
dráttarlaust, að persónuleikar leik-
aranna liggi býsna fjarri karakter-
unum. Þannig sé enginn þeirra með
fæturna eins kirfilega á jörðinni og
Kudrow, sem lék sveimhugann
Phoebe. LeBlanc sé ekki þessi treg-
gáfaði spéfugl, sem Joey var, en eigi
að síður í senn fyndnastur og virðu-
legastur í hópnum. Henni þykir
Schwimmer að einhverju leyti búa
yfir alvöru Ross en Cox og Perry
hverfi eiginlega bara í skuggann.
„Frægðin er þannig í eðli sínu að við
munum aldrei fá að kynnast því fyrir
fullt og fast hvern mann þetta fólk
hefur í raun og sann að geyma og
viðaukinn gerir heldur enga tilraun
til að gægjast þar á bak við tjöldin.“
Eins og öllum sé ekki slétt sama.
Vinirnir sex saman komnir
árið 2002. Frá vinstri:
David Schwimmer, Lisa
Kudrow, Matthew Perry,
Courtney Cox, Jennifer
Aniston og Matt LeBlanc.
AFP
30.5. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
HEILSA Okkar besti Íslandsvinur,
Bruce Dickinson, söngvari málm-
bandsins Iron Maiden, er allur að
koma til eftir að hafa slitið hásin og
farið í mjaðmaskiptaaðgerð á síð-
ustu misserum. Kappinn æfði stíft í
útgöngubanni á heimili sínu í París,
hljóp upp stiga og skylmdist á svöl-
unum en mjöðmin gaf sig víst frek-
ar vegna 40 ára ferils í þeirri góðu
íþrótt en út af því að hann hoppar
eins og gormur á öllum tónleikum.
Hann ætti því að vera sem nýr þeg-
ar Járnfrúin kemst aftur á túr.
Kominn með nýja mjöðm
Bruce Dickinson er hress að vanda.
AFP
BÓKSALA 19.-25. MAÍ
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1
Færðu mér stjörnurnar
Jojo Moyes
2
Rím og roms
Þórarinn Eldjárn/Sigrún Eldjárn
3
Skollaleikur
Ármann Jakobsson
4
Mávurinn
Ann Cleeves
5
Etna og Enok ferðast
um Ísland
Sigríður Etna Marinósdóttir
6
Depill í leikskólanum
Eric Hill
7
Nickel-strákarnir
Colson Whitehead
8
Eikonomics
Eiríkur Ásþór Ragnarsson
9
Ekki var það illa meint
Hjálmar Freysteinsson
10
Undir 1000 kr. fyrir tvo
Áslaug Björg Harðardóttir
1
Rím og roms
Þórarinn Eldjárn/Sigrún Eldjárn
2
Etna og Enok ferðast
um Ísland
Sigríður Etna Marinósdóttir
3
Depill í leikskólanum
Eric Hill
4
Hvolpasveitin – litir
Nickelodeon
5
Veran í vatninu
Hjalti Halldórsson
6
Hvolpasveitin – tölur
Nickelodeon
7
Lærum um tölur
Walt Disney
8
Klói lendir í vanda – Gosi
Walt Disney
9
Gagn og gaman 1 og 2
Helgi Elíasson/Ísak Jónsson
10
Gírafína og Pellinn og ég
Roald Dahl
Allar bækur
Barnabækur
Ég er svo lánsamur að vera með-
limur í virkum leshring, Kose-
gruppa, sem vinahópurinn minn
úr menntaskóla stofnaði fyrir
nokkrum árum.
Ein fyrsta bókin
sem við tókum
fyrir var bókin
Ör eftir Auði
Övu Ólafsdóttur
og er skemmst
frá því að segja
að ég hef hik-
laust tilgreint
hana sem minn eftirlætishöfund
upp frá því. Ég dáist að því hvað
stíllinn hennar er fallegur og
áreynslulaus – og er hægt en
örugglega að
vinna mig í
gegnum öll
verkin hennar,
bæði til að njóta
og læra.
Ég veit ekki
hvers vegna en
það þarf mikið
til að ég skelli
upp úr þegar ég les. Hins vegar
hef ég sjaldan sjaldan skemmt
mér eins vel við lestur og þegar
ég las Konuna við 1000° eftir
Hallgrím Helgason. Svakaleg
saga og þétt bók þar sem frá-
sagnargleðin er í fyrirrúmi. Bók
sem býr yfir mikilli flettiorku.
Með ári hverju hrannast upp
bækur sem mig langar til að lesa
en einhvern veg-
inn tekst mér
ekki að lesa
nema hluta af
staflanum. Þetta
er óvinnandi
kapphlaup. Fyrir
vikið heyrir það
til undantekninga
að ég lesi sömu bókina tvisvar en
ég get þó sagt að mig langar
gjarnan að lesa Ljósu eftir Krist-
ínu Steinsdóttur aftur í bráð.
Vægast sagt vönduð bók um
konu sem þjáist af geðsjúkdómi á
19. öld.
Stríð og kliður eftir Sverri
Norland og Að telja upp í milljón
eftir Önnu Haf-
þórsdóttur eru
tvær splunkunýj-
ar bækur sem ég
drakk í mig á
dögunum. Fyrr-
nefnda bókin var
virkilega gefandi
lesning, ekki síst
fyrir mig sem rit-
höfund, þar sem höfundurinn
tekst á við risa-
stór umfjöllunar-
efni – loftslags-
vandann, hina
alltumlykjandi
tækni sem og
sagnahefð
mannsins – á ein-
lægan og innblás-
inn hátt. Það er
heillandi að finna hvað höfund-
urinn er vel lesinn en nær þó að
miðla pælingum sínum á að-
gengilegan og skemmtilegan
hátt.
Þá síðarnefndu las ég fullur
aðdáunar. Bókin er fyrsta skáld-
saga höfundarins en skrifuð af
slíku öryggi að ætla mætti að
þær væru talsvert fleiri. Áhrifa-
mikil og fersk samtímasaga um
flókin samskipti innan fjölskyldu,
samskiptaleysi, sambandsslit og
geðveiki, bæði falleg og sorgleg í
senn.
EINAR LÖVDAHL ER AÐ LESA
Óvinnandi kapphlaup
Einar Lövdahl
er rithöfundur
og sendi á dög-
unum frá sér
sitt fyrsta skáld-
verk, Í miðju
mannhafi.
295
Vinnuvettlingar
PU-Flex
Öflugar Volcan
malarskóflur
á frábæru
verði
frá 365
Glærir ruslapokar
Ruslapokar 120L
Ruslapokar 140L
Sterkir 10/50stk
695
1.995
Strákústar
á tannbursta verði
Öflug
stungu-
skófla
Garðverkfæri í miklu úrvali
Fötur í
miklu úrvali
Hakar, hrífur, járnkarlar, kínverjar, sköfur, skröpur, fíflajárn, fötur,
balar, vatnstengi, úðarar, stauraborar.........
Léttar og góðar hjólbörur
með 100 kg burðargetu
999Barna-
garðverk-
færi
frá 395
Ruslatínur
frá 295
Laufhrífur
frá999
Úðabrúsar
í mörgum stærðum
frá 995
Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Garðslöngur
í miklu úrvali
Hrífur
Greinaklippur
frá 595
Burstar framan
á borvél 3 stk.
Mikið úrval af
garðstömpum