Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.05.2021, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.5. 2021
08.00 Uppskriftir fyrir svanga
birni
08.02 Laugardagsklúbburinn
08.05 Rita og krókódíll
08.10 Regnbogasögur
08.12 Ég er fiskur
08.14 Örstutt ævintýri
08.16 Ást er ást
08.19 Blíða og Blær
08.40 Monsurnar
08.50 Víkingurinn Viggó
09.00 Adda klóka
09.25 Mörgæsirnar frá Mada-
gaskar
09.45 Lukku Láki
10.10 Ævintýri Tinna
10.35 Mia og ég
10.55 It’s Pony
11.25 Angry Birds Stella
12.15 Nágrannar
13.45 Planet Child
14.35 Impractical Jokers
14.55 Dagbók Urriða
15.25 Stofuhiti
15.55 Flipping Exes
16.50 60 Minutes
17.35 Víglínan
18.26 Veður
18.30 Fréttir Stöðvar 2
18.40 Sportpakkinn
18.50 Ísland í dag
19.00 GYM
19.30 Race Across the World
20.35 Mr. Mayor
21.00 We Are Who We Are
22.00 Brave New World
22.40 C.B. Strike: Lethal
White
23.40 Queen Sugar
ÚTVARP OG SJÓNVARP
Sjónvarp Símans
RÚV
Rás 1 92,4 . 93,5
Omega
N4
Stöð 2
Hringbraut
20.00 Þegar – Hallgrímur Ey-
mundsson
20.30 Uppskrift að góðum
degi – Drangey
Endurt. allan sólarhr.
15.00 Joel Osteen
15.30 Charles Stanley
16.00 Trúarlíf
17.00 Times Square Church
18.00 Tónlist
20.00 Sir Arnar Gauti (e)
20.30 Mannamál (e)
21.00 Suðurnesja-magasín
Víkurfrétta (e)
21.30 Leiðtoginn með Jóni G.
(e)
Endurt. allan sólarhr.
11.15 The Block
12.20 Dr. Phil
13.05 Dr. Phil
13.50 Dr. Phil
14.35 Dr. Phil
15.20 Dr. Phil
16.50 The King of Queens
17.10 Everybody Loves Ray-
mond
17.35 Ný sýn
18.05 Með Loga
19.05 The Block
20.10 Gudjohnsen
20.50 This Is Us
21.40 Black Monday
22.15 Gangs of London
23.15 Penny Dreadful: City of
Angels
00.15 Love Island
01.10 Ray Donovan
02.00 Blue Bloods
02.45 Seal Team
06.55 Morgunbæn og orð
dagsins.
07.00 Fréttir.
07.03 Hringsól.
08.00 Morgunfréttir.
08.05 Á tónsviðinu.
09.00 Fréttir.
09.05 Svona er þetta.
10.00 Fréttir.
10.05 Veðurfregnir.
10.15 Bók vikunnar.
11.00 Guðsþjónusta í Hafn-
arfjarðarkirkju.
12.00 Hádegisútvarp.
12.20 Hádegisfréttir.
13.00 Sögur af landi.
14.00 Víðsjá.
15.00 Lestin.
16.00 Síðdegisfréttir.
16.05 Úr tónlistarlífinu: Tvær
kúnstpásur.
17.25 Orð af orði.
18.00 Kvöldfréttir.
18.10 Fólkið í garðinum.
18.50 Veðurfregnir.
18.53 Dánarfregnir.
19.00 Óskastundin.
19.40 Hótel Ísland.
20.35 Gestaboð.
21.30 Úr gullkistunni.
22.00 Fréttir.
22.05 Veðurfregnir.
22.10 Á reki með KK.
23.10 Frjálsar hendur.
24.00 Fréttir.
00.05 Næturútvarp Rásar 1.
07.15 KrakkaRÚV
07.16 Refurinn Pablo
07.21 Hið mikla Bé
07.43 Poppý kisukló
07.54 Kúlugúbbarnir
08.17 Klingjur
08.28 Kátur
08.30 Hvolpasveitin
08.53 Hrúturinn Hreinn
09.00 Úmísúmí
09.23 Robbi og Skrímsli
09.44 Eldhugar
09.49 Sjóræningjarnir í næsta
húsi
10.00 Dýrleg vinátta
11.00 Silfrið
12.15 Skólahreysti
13.35 Popp- og rokksaga Ís-
lands
14.35 Af fingrum fram
15.20 Ljótu hálfvitarnir
16.00 Mega karlar syrgja hár-
ið?
16.25 Tónaflóð um landið
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 KrakkaRÚV
18.01 Söguspilið
18.25 Menningin – samantekt
18.45 Músíkmolar
19.00 Fréttir
19.25 Íþróttir
19.35 Veður
19.45 Vigdís Finnbogadóttir
20.20 Við
21.25 Karlakórinn Hekla
23.00 Inn í algleymið
00.50 Dagskrárlok
9 til 13 100% helgi með Stefáni Valmundar Stefán
spilar góða tónlist og fer yfir valið efni úr morgun- og
síðdegisþáttum K100.
13 til 16 100% helgi með Þór Bæring Þór Bæring
og besta tónlistin á sunnudegi. Þór er góður að þefa
uppi það sem fjölskyldan getur gert sér til skemmt-
unar á sunnudögum.
16 til 18 Tónlistinn Topp40 Dj Dóra Júlía fer yfir 40
vinsælustu lög landsins á eina opinbera vinsældalista
Íslands sem er unninn í samstarfi við félag hljóm-
plötuframleiðenda.
„Ég fór bara að sofa
klukkan níu á kvöldin
og þá fór allt liðið, allt
bandið mitt sem var
náttúrlega komið til
þess að gera ekki neitt
nema standa uppi á
sviði og þykjast spila
sko, að djamma,“ seg-
ir Birgitta Haukdal í
Síðdegisþættinum en átján ár eru liðin síðan hún tók
þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision. Birgitta hefur síðan
þá ekki tekið þátt í neinu sem viðkemur Eurovision en
segist þó alveg vera til í að skoða það að vera lagahöf-
undur eða textahöfundur. Birgitta svaraði í þættinum
tuttugu ógeðslega mikilvægum spurningum og er hægt
að nálgast viðtalið við hana í heild sinni á K100.is.
Átján ár frá því að Birgitta
var í Eurovision
Ljósmynd/Hari
París. AFP. | Ofurhugar kvikmynd-
anna eru margir og hafa lagt í mikil
stórvirki, en þögla kvikmyndin
Napóleon eftir Abel Gance (1889-
1981) nýtur ákveðinnar sérstöðu.
Myndin var gerð árið 1927 og eru til
nokkrar gerðir af henni. Í 12 ár hefur
nú verið unnið að endurgerð myndar-
innar. Að því stendur hópur dyggra
aðdáenda Gance og er talið að verkið
muni kosta 2,5 milljónir evra (um 370
milljónir króna).
„Það er bilun að leggja út í þetta,“
viðurkennir George Mourier, sem
stýrir verkinu. Þegar þeir hófust
handa árið 2008 höfðu hann og Laure
Marchaut klippari í hyggju að verja
nokkrum mánuðum í að taka til í
myndasafni Gance í kjallara kvik-
myndasafnsins Cinematheque Fran-
caise í París.
Þegar þau hófust handa áttuðu þau
sig á því að við fyrri endurgerðir
myndarinnar hafði tveimur útgáfum,
sem sýndar voru á frumsýningunni,
verið ruglað saman, annars vegar
stuttri útgáfu fyrir almenning (sem
þó var þriggja klukkustunda löng) og
hins vegar lengri útgáfu, sem Gance
klippti sjálfur.
Það hefur kostað miklar rann-
sóknir, stafræna galdra og ósérhlífni
að setja myndina saman að nýju eins
og leikstjórinn sá hana fyrir sér.
Þrátt fyrir mikla eftirvæntingu
þegar hún var frumsýnd 1927 náði
hin epíska kvikmynd um fyrri hluta
ævi Napóleons – átti að verða fyrsti
hlutinn af fimm – ekki verðskuldaðri
hylli almennings. Að hluta til var það
vegna þess hvað hún var gríðarlega
löng, en einnig skipti máli að hún var
gerð um það leyti sem tilkoma hljóðs-
ins gerði út um áhugann á þöglu
myndunum.
Endurteknar tilraunir dreifingar-
aðila, sagnfræðinga og Gance sjálfs til
að endurklippa myndina urðu til þess
að filmurnar dreifðust um heiminn.
Sumar týndust, aðrar skemmdust og
enn öðrum var blandað saman. Talið
er að til séu 22 útgáfur af myndinni.
„Þetta er Frankenstein kvik-
myndanna!“ sagði Mourier við AFP.
Liðsmenn hans þurftu oft að púsla
saman einstökum tökum. Til dæmis
þurfti að blanda saman filmu-
römmum, sem fundust í Róm, við
ramma sem fundust í Kaupmanna-
höfn, til að púsla saman upprunalega
atriðinu af því þegar Napóleon heyrir
Marseilleasinn í fyrsta skipti.
Liðsmenn hans hafa nú unnið sig í
gegnum 100 kílómetra af filmu og
voru langir kaflar við það að leysast
upp vegna aldurs. Marchaut þurfti
ávallt að vera með hanska á meðan
hún vann með filmurnar og segist en
finna „sterka lyktina af ediki“ sem
gaus upp þegar hún opnaði hylki með
filmu sem byrjuð var að mygla.
Með því að nota efnablöndur og
nýjustu stafrænu tæknina tókst þeim
að endurgera ramma sem vantaði og
búa til hágæðaútgáfu sem gefur vonir
um að halda megi í „sál og tilfinn-
ingu“ upprunalegu filmunnar.
Myndin sjálf hefur verið hafin á
nánast goðsögulegan stall hjá áhuga-
mönnum um kvikmyndir og kvik-
myndagerðarmönnum, ekki síst leik-
stjóranum Francis Ford Coppola,
sem á víðtæk réttindi að myndinni í
gegnum fyrirtæki sitt, American Zoe-
trope, og sýndi eina af endurgerðu út-
gáfunum við mikið lof árið 1981. Þá
var hún sýnd með undirleik sinfóníu-
hljómsveitar á tónlist eftir Carmine
Coppola, föður leikstjórans.
Kevin Brownlow, breskur kvik-
myndasagnfræðingur, varði 50 árum
ævi sinnar í að leita uppi og laga hinar
ýmsu útgáfur myndarinnar. Breska
kvikmyndastofnunin gaf útgáfu
Brownlows út á DVD og Blueray árið
2016 og var hún fimm og hálf klukku-
stund.
Kvikmyndin á orðspor sitt að hluta
að þakka mörgum tæknilegum nýj-
ungum við gerð hennar. Þar má telja
hraðar klippingar, tökur með kvik-
myndavélum, sem tökumennirnir
héldu á eða var komið fyrir á hest-
baki, atriði þar sem ein taka var lögð
yfir aðra og ekki síst hinn frægi loka-
hluti myndarinnar, sem brugðið var
upp á þremur tjöldum og nota þurfti
þrjár vélar til að sýna í bíósalnum.
„Hver sena var bylting í kvikmynd-
um,“ segir Mourier og bætir við að
þetta hafi verið síðasta „stórmynd“
þöglu myndanna.
Vonir höfðu staðið til að hægt yrði
að klára nýjustu útgáfuna af mynd-
inni áður en þess var minnst 5. maí að
200 ár voru liðin frá andláti Napóle-
ons, en verkið hefur tekið lengri tíma
en búist var við.
Mourier vonast til að klára verk-
efnið fyrir árslok og nú liggur fyrir að
finna stað við hæfi til að sýna þetta
mikla sjónarspil.
Mourier lætur sig dreyma um að
lokka að þúsundir manna á fjöldasýn-
ingu í portinu meðfram gröf Napóle-
ons við Les Invalides í París.
„Eitt er víst,“ segir hann. „Áhorf-
endur munu aldrei átta sig á því hvað
við þurftum að leggja á okkur til að
gera þetta.“
Unnið að endurgerð
Napóleons eftir Abel
Gance í höfuð-
stöðvum Cine-
matheque Francaise.
AFP
ÞÖGUL STÓRMYND FRÁ 1927 BÚIN TIL SÝNINGA Á NÝ
12 ár í að endur-
gera Napóleon
Vissir þú að
r þína auglýsingu?
Morgunblaðið er með
47%
lengri lestrartíma að
meðaltali og
106%
lengri yfir vikuna *
yfi
*
G
a
llu
p
Q
1
2
0
2
1