Morgunblaðið - 31.05.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.05.2021, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MAÍ 2021 Elsku Bergdís, ég finn að ég vil kveðja þig örstutt med orð- um. Mér dettur reyndar ekkert vit- urlegra í hug en þessi vísa eftir gamlan bitran bónda að norðan. Víða til þess vott ég fann, þótt venjist oftar hinu, að Guð á margan gimstein þann, sem glóir í mannsorpinu. (Bólu-Hjálmar) Kannski er djúpt af mér í árina tekið að kalla samferðamenn mína sorp. En þér finnst þetta örugg- lega fyndið, að ég sé að tala um sorp í minningargreininni þinni. Enda á ég óteljandi minningar um okkur í „algjöru kasti“ eins og þú myndir orða það. Þú alltaf hlæj- andi að sjálfskapaðri mislukku Bergdís Björt Guðnadóttir ✝ Bergdís Björt Guðnadóttir fæddist 12. júlí 1974. Hún lést 9. maí 2021. Útför Bergdísar var 21. maí 2021. þinni eða af misgóð- um bröndurunum mínum. En ástæðan fyrir því að ég er að troða Bólu-Hjálmari inn í greinina þína er að þegar ég hugsa um þennan „Guðs gim- stein sem glóir í mannsorpinu“ hugsa ég um þig. Hef alltaf gert. Ég man að ég hugsaði með mér efins þegar við urðum trúnaðarvinkon- ur „það er enginn svona gegn- heill“. Þitt ljós skein einfaldlega aðeins skærar en gengur og gerist í þessum heimi. Þú varst einstök. Besta, fallega, bjarta Bergdís mín. Takk fyrir að leyfa mér að vera vinkona þín. Mikið sakna ég þín.Það var bara svo gott að þekkja þig. Brottför þín svíður. Elsku góða fjölskylda, elsku besti Kristján, Guðni Kolbeinn, Elín Lilja, Júlía og Diljá, elsku Lilja og Guðni, Berta og Hilmir. Ég votta ykkur mína innilegustu samúð á þessum óraunverulegum tímum. Ég sendi ykkur ljós og kærleik yfir hafið. Minningin um hina yndislegu Bergdísi Björt lif- ir. Þóra Margrét. Hugsið mig heila. Þessi orð voru orðin að hálfgerðum ein- kunnarorðum Bergdísar frænku okkar undanfarin ár. Þau komu ekki til af góðu en fönguðu engu að síður hina bjargföstu jákvæðni sem einkenndi hana alla tíð. Berg- dís Björt bar nafn með rentu. Staðföst og áreiðanleg, brosmild og hlý. Við frændsystkinin höfum fylgst að alla ævi. Það var alltaf sterk taug frá Miðstrætinu í Reykjavík yfir í Sigtúnið á Pat- reksfirði, og einatt fagnaðarfund- ir þegar Miðstrætisfólk kom vest- ur og öfugt. Sú taug hefur aldrei trosnað. Alltaf hefur haldist góð vinátta milli fjölskyldnanna, hún styrktist ef eitthvað var með komu Kristjáns í fjölskylduna og teygir sig nú niður til barnanna okkar. Það voru forréttindi að eiga Bergdísi frænku að. Hún var skemmtilegur húmoristi sem lék á als oddi í góðra vina hópi en var líka íhugul og spök og rík af sam- kennd. Fyrir áratug venti Bergdís kvæði sínu í kross og lærði ker- amikhönnun. Sá ferill var nýhaf- inn þegar veikindi settu strik í reikninginn en munirnir sem hún skildi eftir sig bera listfengi henn- ar og hugviti gott vitni og um leið ljúfsára vísbendingu um hvað hefði getað orðið á því sviði. Síðustu ár tóku mikið á Berg- dísi og fjölskyldu hennar, sjálf- sagt mun meira en við vitum því út á við lét hún sjaldnast bilbug á sér finna. Lífskrafturinn og ljósið stafaði af henni allt til enda. Það er sárara en orð fá lýst að þurfa að kveðja frænku okkar sem féll frá í blóma lífsins, örfáum árum á eftir Ásdísi Mjöll systur sinni. Við vott- um fjölskyldu Bergdísar samúð okkar, þeim Kristjáni, Guðna Kol- beini, Elínu Lilju, Diljá og Júlíu, foreldrum hennar, þeim Lilju og Guðna, og systkinum hennar, Kristínu Bertu og Hilmi og fjöl- skyldum þeirra. Fráfall Bergdísar er óþyrmileg áminning um hvað lífið getur ver- ið ósanngjarnt og grimmt. Á hinn bóginn er líf hennar og tilvist dýr- mæt áminning um hvað tilveran getur verið björt og falleg. Við hughreystum okkur við það. Minning Bergdísar lifir. Við hugsum þig heila. Kristín Berta, Alda Hrund og Bergsteinn (Steini) Sigurðarbörn og makar. Í dag kveðjum við einstaka konu sem snerti og mót- aði líf okkar í ára- tugi. Að geta valið ömmu fyrir börnin sín er hvorki sjálfsagt né sjálf- gefið. Að vel heppnist til er ævi- löng gæfa. Fyrir rúmum þrjátíu árum leiddi ástin okkur mæðgur í fangið á Erlu Hannesdóttur á Hofteigi 23. Þar með hófst nýr kafli í lífi okkar sem við minn- umst í dag með djúpu þakklæti. Árin liðu og litli bróðir Hákon bættist í hópinn, síðar fleiri börn, tengdabörn og barnabörn. Sí- breytileiki nútímafjölskyldunnar setti Erlu aldrei út af laginu, því fleiri, því betra. Hofteigurinn var ekkert venjulegt heimili. Það var opið öllum, vettvangur stórra og smærri viðburða, ævintýraheim- ur i heimsklassa - ekkert til spar- Erla Hannesdóttir ✝ Erla Hann- esdóttir fædd- ist 30. apríl 1932. Hún lést 15. maí 2021. Útförin fór fram 25. maí 2021. að - öllu tjaldað til. Námskeið Mannasiðaskólans voru í miklu uppá- haldi. Með aðsetur í betri stofunni var lagt á borð, hvítir dúkar, tauservíett- ur, silfurborðbúnað- ur, kristalsglös og blómaskreytingar. Þannig fengu börn- in í fjölskyldunni að æfa sig í borðsiðum, samræðum og háttvísi. Þá var borin fram sandkakan með silkiáferðinni eða fléttubrauðið dúnmjúka. Amma Erla hafði einstakt lag á gefa börnum tækifæri á að kynnast heimi fágunar og hátt- vísi með framkomu sinni og gjörðum. Hún átti oft bráð- skemmtilegar athugasemdir þegar henni fannst eitthvað upp á vanta. Engin samkoma á Hof- teig var of lítil til þess að hafa sig til og njóta þess að koma saman í einstakri umgjörð á fallegu heimili. Við erum þakklátar fyrir þær minningar sem við höfum í þeim fjölmörgu sendibréfum og úrklippum sem Amma Erla sá til þess að kæmust yfir hafið þegar við vorum búsett í Færeyjum og Danmörku. Bréfin voru skrifuð með blekpenna á fínustu tegund bréfsefna og að auki safnaði hún samviskusamlega saman úr- klippum úr íslenskum dagblöð- um, undirstrikaði mikilvægustu fréttirnar og skrifaði athuga- semdir og útskýringar við. Þess- ari tegund fjölmiðlunar hélt hún svo áfram á lofti til næstu kyn- slóðar, barna og barnabarna í Svíþjóð. Erla hafi einstakt lag á og gaman af því að segja sögur af löngu liðnum atburðum og fólki. Svo lifandi voru frásagnir hennar að oft fannst manni eins og mað- ur hefði verið á staðnum í Lond- on, Cannes eða Kaupmannahöfn. Smáatriðin dregin fram, bæði skart og skór. Umgjörð þessara yndis- og sögustunda var oftar en ekki hvor á sínum renaiss- ance-stólnum við gluggann í stof- unni á Hofteig, uppáklæddar, víntár í kristalsglasi, rauður Capri. Við minnumst Erlu með þakk- læti, virðingu og hlýhug og erum henni óendanlega þakklátar fyrir allt sem hún var í okkar lífi. Hún var fyrirmynd sem sýndi mönn- um og málefnum einlægan áhuga. Hafði lag á að láta börn- um líða eins og þau væru einstök. Hafðu þökk fyrir allt okkar kæra amma, Erla Hannesdóttir. Þínar einlægar Freya og Björk. Erla Hannesdóttir var einstök Reykjavíkurmær sem var stolt af uppruna sínum. Þegar maður bankaði upp á mætti hún alltaf með bros á vör og tilbúin að láta manni líða eins og heima. Góða brauðið hennar í ofninum beið eftir að vera borið fram fyrir þá sem vildu fá sér smá að borða og á meðan fengu krakkarnir bug- les til að róa hungrið. Það var alltaf gaman að sitja og hlusta á hana tala um hvernig lífið í Reykjavík var fyrr, sýna myndir og bækur sem fjölluðu um það. Því miður höfum við misst góða móður, ömmu, langömmu, vin- konu og glugga inn í fortíð Reykjavíkur. Hún mun alltaf vera í minn- ingunni sem falleg persóna og ég verð að eilífu þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast þessari einstöku manneskju. Hvíldu í friði Erla. Sindri Már Elfarsson. Við andlát og út- för Ólafs Arnar Arn- arsonar, fyrrum yf- irlæknis St. Jósefsspítala, Landakoti, vil ég senda kveðjur til hans með þakklæti fyrir samstarf og vináttu okkar í hartnær aldar- fjórðung. Kynni okkar Ólafs Arnar hóf- ust 1970, þegar hann kom sem sérfræðingur á St. Jósefsspítala, Landakoti. Sjálfur var ég þar sem lögfræðilegur ráðgjafi Jósefs- systra, eins og það var nefnt, en var í raun blandað í hvað sem var í stjórnun spítalans, þar á meðal starfsemi lækna. Á þeim tíma var engin svokölluð stjórn á spítalan- um, en systurnar studdust í þess stað við stjórn læknaráðs. Ólafur Ólafur Örn Arnarson ✝ Ólafur Örn Arnarson fæddist 27. júlí 1933. Hann lést 1. maí 2021. Útför Ólafs fór fram 12. maí 2021. Örn var fljótlega kjörinn í þessa stjórn og reyndist þar meir en liðtæk- ur. Á þessum tíma eins og endranær átti spítalinn mjög undir högg að sækja hjá yfirvöldum og kom það í hlut okkar allra að standa í bar- áttunni, en það kom mjög fljótt í ljós, að Ólafi Erni var mjög annt um hagsmuni spítalans. Er þar skemmst frá að segja, að hann tók virkan þátt í öllum þeim málum sem upp komu, á þessu sviði. Helstu ágreiningsmál- in voru tengd því, að gjöld til spit- alans, sem ýmist komu frá Sjúkra- samlagi, Tryggingastofnun eða beint úr ríkissjóði, voru alltaf lægri en nægði til hallalauss rekstrar. Þá lá spítalinn undir gagnrýni á rekstrarfyrirkomulagi, en í því sambandi ekki síst á fyrirkomulag læknaþjónustu. Þessari gagnrýni var mætt með ýmsum hætti og ekki síst með blaðaskrifum. Stóð Ólafur Örn sig þar með miklum sóma. Þar kom þó, að Jósefssystur töldu sig ekki geta staðið í rekstr- inum með þeirri mótdrægni, sem þær urðu fyrir og buðu hann rík- inu til kaups. Þegar af kaupunum varð, í nóvember 1976, var það með því skilyrði, að kaupandinn, ríkið, fæli sérstakri rekstrarstofn- un, Sjálfseignarstofnun St. Jósefs- spítala, þennan rekstur. Þá var sérstakur skilmáli um það í samn- ingnum, að spítalinn skyldi rekinn í sama fari og verið hefði, sérstak- lega hvað snerti fyrirkomulag á starfsemi lækna. Ólafur Örn tók mikinn þátt í þeirri samningagerð, sem leiddi til þessarar niðurstöðu. Hann var einnig valinn í fulltrúaráð stofnun- arinnar, yfirstjórn og fram- kvæmdastjórn. Með því að undir- ritaður var í alveg hliðsettri stöðu, varð ekki hjá því komist, að við unnum mjög saman að því verk- efni, að halda spítalanum í rekstri, og ef einhverjir hafa haldið, að nú þyrfti ekki að hafa frekari áhyggj- ur af því, hvernig það gengi, þá verður að segja eins og er að það batnaði ekki neitt við breytinguna. Þau tuttugu ár, sem Sjálfseign- arstofnunin rak spítalann, voru sí- felldur barningur, sem lauk með því að reynt var að bjarga því sem bjargað varð að lokum, með því að sameina reksturinn rekstri Borg- arspítalans og seinna Ríkisspítal- anna, 1996. Á þessum tuttugu ára tíma höfðum við félagsskap margra og þátttöku í stjórn starfseminnar, sem og starfsfólksins. Um leið og ég færi Ólafi Erni þakkir mínar fyrir samstarfið og vináttuna, minnist ég einnig með þakklæti samvinnu við aðra, bæði hjúkrunarstjórnendur og aðra, sem þar lögðu hönd á plóginn. Ég hef ekki ekki nefnt lækn- isstörf Ólafs Arnar, enda voru samskipti okkar á þessum tíma ekki á því sviði, en ég veit að hann var viðurkenndur afburðamaður á sínu sviði. Tilefni mitt til þess að setja þessi orð á blað, er að færa Ólafi Erni Arnarsyni þakkir fyrir hans góðu störf, í þágu Landakotsspít- ala í þann aldarfjórðung, sem við störfuðum þar saman, og ég veit að ég mæli þar fyrir munn fleiri fé- laga okkar. Börnum hans og öðrum að- standendum færi ég samúðar- kveðjur. Með þeim orðum kveð ég þenn- an mæta mann hinstu kveðju. Logi Guðbrandsson. Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, SIGURÐUR SAMÚELSSON, Sólheimum 23, lést á Hjartadeild Landspítalans laugardaginn 29. maí. Edda Ögmundsdóttir Kristján Sigurðsson Sigurður Sigurðsson Guðrún Lilja Jónsdóttir Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, TRAUSTI THORBERG ÓSKARSSON, Lækjasmára 6, Kópavogi, lést fimmtudaginn 27. maí á hjúkrunarheimilinu Boðaþingi. Elsa Thorberg Traustadóttir Stefán Gunnarsson Óskar Thorberg Traustason Berglind Steindórsdóttir afa- og langafabörn Okkar ástkæri, JÓN INGI BJÖRNSSON, lést mánudaginn 24. maí. Útför mun fara fram í kyrrþey að ósk hins látna. Nanna Lára Karlsdóttir og fjölskylda þess látna Gils Stefánsson, kæri ferðafélagi, og frændi. Ég mun sakna allra skemmtilegu ferðanna með ykkur feðgunum sem við fórum saman í og góðu stundanna sem við áttum saman. Það var alltaf gaman að tala við Gils, hann var ætíð kátur og hlýr. Ef eitthvað fór úrskeiðis var hann alltaf fljótur að bregðast við og aðstoða. Margar góðar stundir voru með Gils í gegnum árin. Torfærukeppnir, jeppaferðir og spilakvöld. Gils var duglegur að taka þátt í viðgerðum og stússi í kringum torfæruna með syni sínum Héðni. Gils Stefánsson ✝ Gils Stefánsson fæddist 5. febr- úar 1945. Hann lést 12. maí 2021. Útför Gils fór fram 18. maí 2021. Gils var alltaf duglegur að fara í jeppaferðir upp um fjöll og firnindi, með okkur frændunum. Frændagengið fór reglulega inn á Arnarvatnsheiði, alltaf á sumrin og oft á veturna, enn veiðiskapur var ekki hans sterka hlið. Í seinustu ferð sem við fórum í, þegar við fórum yfir Eyjafjallajökul og Mýrdalsjökul, gekk honum mjög vel á sínum fjallaford og ekki var að sjá að hann hefði neitt gefið eftir í heilsu. Það kom öllum mjög á óvart að hann hefði fallið svona skyndilega frá. Þú varst sterk persóna, öflug- ur og traustur maður. Þín verður sárt saknað, kæri frændi. Þinn frændi, Gísli Freyr Þorsteinsson. Mig langar að minnast elsku frænku minnar, Hönnu, sem kvaddi okkur í þessum mánuði. Það er svo margt sem kemur í hugann, við systkinin vorum alltaf svo tengd henni. Mamma og Hanna voru góðar systur og vinkonur, alltaf að bralla eitthvað saman. Hanna var alltaf skemmtileg og glað- lynd. Ég minnist sérstaklega nokkurra ógleymanlegra helgar- ferða til útlanda. Hanna og mamma komu stundum í gamal- dags íslenskan mat heim til mín. Hanna Halldórsdóttir ✝ Hanna Hall- dórsdóttir fæddist 23. október 1931. Hún lést 3. maí 2021.Útförin fór fram 26. maí 2021. Þær systur voru á sínum tíma léttar á fæti og fóru í góðar gönguferðir um borgina. Þegar heilsu mömmu fór að hraka fluttist hún á dvalarheimili í Keflavík og sökn- uður þeirra var mikill þegar þær gátu ekki hist alla daga. Við Hanna fórum margar ferðir saman til Keflavíkur. Það var alltaf gaman í návist Hönnu og skemmtilegt að spjalla við hana. Síðustu árin dvaldi hún á dvalarheimilinu Skjóli og ég heimsótti hana nokkrum sinnum áður en Covid skall á. Ég kveð þig með söknuði, elsku Hanna frænka. Hvíl í friði. Sigríður Brynjólfsdóttir (Sidda).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.